Þjóðviljinn - 26.07.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.07.1988, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 26. júlf 1988 168. tbl. 53. árgangur Vaxtamisrétti Sparifé brennur glatl Hrópandi munur á vöxtum inn- og útlána. Spariférýrnar um miljarða. Nafnvextirútlánahœkkauml%áviku. Vesturlandamet í vaxtamun Munurinn á vaxtakjörum sparifjáreigenda og vaxtakjörum útlána er hrópandi mikill hér á landi. Sparifjáreigendur eiga um 11 til 12 miljarða á almennum sparisjóðsbókum sem bera 5,1% í neikvæðum vöxtum. Þetta fé rýrnar því um 600 miljónir á ári miðað við að það haldi verðgildi, sínu en ávaxtist ekkert. Nei-| kvæðir raunvextir eru mestir á tékkareikningum, 15,9% en hæstu raunvextir útlána eru 14% á hlaupareikningum. Ef bankarnir lána síðan þetta fé sparifjáreigenda með helmingi þeirra raunvaxta sem ríkið býður eða um 4%, þá græða þeir um einn miljarð á öllu saman. í nýgerðri skýrslu Seðlabank- ans um vaxtamál kemur fram að vextir útlána hafa hækkað úr 25% í 43% á einu ári. Ólafur Ragnar Grímsson segir þennan mun inn- og útlánsvaxta endur- spegla það hvað bankakerfið sé dýrt og óhagkvæmt. Vaxtamun- urinn sé 6-8% hér á landi á með- an hann er 2-3%.annarsstaðar í Evrópu. Á undanförnum vikum og mánuðum hafi nafnvextir út- lána hækkað um 1% á viku. Ekk- ert hafi orðið úr loforðum ríkis- stjórnarinnar um hagræðingu í bankakerfinu og peningamála- stefna Jóns Sigurðssonar við- skiptaráðherra hafi reynst röng. Ólafur segir að vaxtastigið eigi að taka mið af nýtingu fjármagns- ins. Nota beri vextina til að styr- kja atvinnustefnuna í landinu en í dag komi vextirnir húsbyggjend- um og fyrirtækjum á hausinn og arðræni sparifjáreigendur í leiðinni. Þetta kallar Ólafur „hina fáránlegu þversögn núver- andi stjórnarstefnu." Sjá síðu 2 Meðan einstaklingar og fyrirtæki eru að sligast undan geipiháum raunvöxtum á lánum, brennur stór hluti sparifjár landsmanna upp í verðbólgubálinu. Ætla má að sparifé landsmanna rýrni um 600 miljónir króna á ári vegna neikvæðra raunvaxta á tékkareikningum og almennum sparisjóðsbókum. Mynd Sig. Hvammstangi Fyrirtækin komin í þrot Óskað gjaldþrotaskipta á verslun SigurðarPálma- sonar Gjaldþrot blasir við fyrirtækj- um á Hvammstanga á næstunni verði ekkert að gert. Þegar hafa eigendur annarrar verslunar af tveimur á staðnum óskað eftir gj aldþrotaskiptum. Undanfarin ár hefur gjald- þrotaskiptum fjölgað gífurlega á landinu öllu og útlit er fyrir að enn muni gjaldþrotabeiðnum fjölga. Samkvæmt upplýsingum frá borgarfógetaembættinu eru gjaldþrotabeiðnir í Reykjavík það sem af er árinu orðnar 658 eða nokkru fleiri en á sama tíma fyrir ári. Mestur fjöldi gjald- þrotabeiðna kemur fram í sept- ember, eftir réttarhlé og kann gjaldþrotabeiðnum að fjölga til mikilla muna, en í fyrra voru slík- ar beiðnir alls 1160 og var það ár þó metár hvað gjalþrotabeiðnir varðar. Sjá síðu 3 Sniðgengnir fyrir stundartiag Atvinnurekendur ávaxta sittpundsjálfir. Slá tvœrflugur íeinu höggi. Hœrri raunávöxtun og skattafrádráttur. íslendingasögur Heiðarvíga saga yngri en hún virðist Áður álitin elst— nú Egla. Ruddi Snorri brautina? Heiðarvíga saga, sem jafnan hefur verið talin elst íslendinga- sagna, eða frá því um 1200, kann að hafa verið rituð all löngu síðar. Allavega er þetta álit Bjarna Guðnasonar prófessors, sem kom fram í fyrirlestri á málþingi Stofnunar Sigurðar Nordals um kennslu og rannsóknir í íslensk- um fræðum. í máli Jónasar Kristjánssonar, forstöðumanns Árnastofnunar, kom fram að hann telur Snorra Sturluson upphafsmann þeirrar sagnahefðar sem kennd er við ís- lendingasögur, er hann ritaði Eglu. Sjá síðu 2 Atvinnurekendur virðast átta sig á því í auknum mæli að það geti komið í góðar þarfir að safna fé til elliáranna. Æ fleiri ganga nú á fund Frjálsa lífeyrissjóðsins, sem er í höndum Fjárfestingarfél- agsins og greiða þangað reglulega lífeyrisgreiðslur. Ávinningurinn er hærri ávöxtun en fæst á lífeyri í vörslu almennra lífeyrissjóða og skattafrádráttur. Jón Sigurgeirsson hjá Lífeyris- sjóði byggingamanna segir að með þessu háttalagi fórni menn sameiginlegum hagsmunum fyrir stundargróða. Hrafn Magnússon tekur í sama streng og segir að ekki sé allt gull sem glói. Því þeir sem standi utan lífeyrissjóðanna njóti ekki ör- orkulífeyris og makar þeirra eigi ekki rétt á lífeyrisgreiðslum falli þeir frá. Sjá síðu 3 Geðklofi Sjukdomsgenin fundin Dr. Hugh Gurling og kollegar hans við Middjesex sjúkrahúsið segjast hafa komist að því hvaða erfðaeiningar valdi geðklofa. Þessi uppgötvun veldur því að nú verður hægt að sjá fyrir hvort einstakiingur eigi á hættu að veikjast af þessum alvarlega geð- sjúkdómi. Sjá síðu 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.