Þjóðviljinn - 26.07.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.07.1988, Blaðsíða 2
_______________________FRÉTTlK _______________________ Sparifjárbruni Vesturlandamet í vaxtamun s Nafnvextir útlána hœkka um 1% á viku. Olafur Ragnar Grímsson: Miljarðar af sparifétekniríreksturóhagstœðsbankakerfis. Neikvœðir allt að 16% á innlánum Mikil hækkun vaxta á undan- förnum vikum og mánuðum og sú staðreynd að óhagkvæmt bankakerfi heldur áfram að moka miljörðum í eigin rekstur í gegnum gífurlegan vaxtamun, sýnir að stefna ríkisstjórnarinnar í vaxta- og peningamálum hefur beðið skipbrot, segir Ólafur Ragnar Grímsson formaður Al- þýðubandalagsins. Nýleg skýrsla Seðlabankans um þróun vaxta sýni að meðalvextir útlána hafí hækkað úr 25% í 43% á einu ári og nafnvextir útlána hækki nú um 1% á viku og nafnvextir skipti- kjarareikninga um 1,5% „Á sama tíma og þetta gerist á ísland enn metið á Vesturlöndum hvað varðar vaxtamun,“ sagði Ólafur í samtali við Þjóðviljann. Vaxtamunurinn sé sú stærð sem endurspegli hve dýrt og óhag- kvæmt bankakerfið sé í hverju landi. Hér á landi sé vaxtamunur- inn 6-8% en annarstaðar í Evr- ópu 2-3%. Ólafur sagði vaxtamuninn koma fram í því að bankarnir létu stóran hluta sparireikninga standa á neikvæðum vöxtum og tæki þannig miljarða af sparifjár- eigendum. Pá væru útlánsvextir hafðir mjög háir. Þetta tvennt stæði undir rekstri óhagstæðs bankakerfis. En í skýrslu Seðla- bankans kemur fram að nei- kvæðir raunvextir innlánsreikn- inga eru allt að 15,9% á meðan raunvextir útlána eru allt að 14%. „í febrúar á þessu ári vakti ég athygli á því að þessi vaxtarúl- letta hefði gert bönkunum kleift að hafa 3 miljarða af sparifjár- eigendum árið 1987 og að allt benti til að sú þróun héldi áfram,“ sagði Ólafur. Jón Sig- urðsson og aðrir ráðherrar ríkis- stjórnarinnar hefðu hvað eftir annað sagt að ríkisstjórnin ætlaði að beita sér fyrir breytingum á bankakerfinu sem myndu gera það hagkvæmara og að vaxta- munur inn- og útlána yrði minnkaður. Nú væri svo komið að jafnvel Seðlabankanum of- byði og hann benti á að ekkert hefði verið gert í þessu máli í eitt ár. Ólafur sagði þetta sýna að Jón Víkingafrœði Veröld víkinganna Gwyn Jones, einkar fróður prófessor frá Wales, heldur í Nor- ræna húsinu í dag klukkan 17.00 fyrirlestur sem hann hefur kosið að kalla „Veröld víkinganna" eða einsog segir á hans englamáli „The Viking World“. Prófessorinn er þekktur fræði- maður um víkingatíma en eink- um er hann sérfróður um sögu Grænlendinga og sögu landa- funda víkinga í Vesturheimi, en hann er sagður sérlega skemmti- legur fyrirlesari. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og segir í fréttatilkynningu frá Norræna húsinu að allir séu þangað velkomnir á prófessorinn að hlýða seinnipartinn í dag. Gestagangur Ólafur V Noregskonungur er væntanlegur hingað til lands í haust í opinbera heimsókn. Ólafur hefur þegið boð Vigdís- ar Finnbogadóttur að koma til landsins í september nk. Sigurðsson hefði einfaldlega haft rangt fyrir sér með stefnu sinni í peningamálum. Ólafur sagði það koma fram í skýrslu Seðlabankans að vextir á almennum sparisjóðsbókum hefðu verið 20% á fyrra helmingi þessa árs sem þýddi um 5% í neikvæða vexti. Á sama tíma hefðu almennir útlánsvíxlar og Matvöruverð verslana er ærið mismunandi hvort heldur er milli þéttbýlisstaða innan sama landsfjórðungs eða í samanburði við Reykjavík og næsta nágrenni. Þannig skera ísafjörður og Vest- mannaeyjar sig úr hvað verðlag snerti \ maí sl., en matvara versl- ana á ísafírði reyndist 7,6% dýr- ari en á höfuðborgarsvæðinu og í Vestmannaeyjum var matvöru- verðið að jafnaði 6% hærra. Þetta kemur m.a. fram í frétta- bréfi Verðlagsstofnunar, en stofnunin hefur nú unnið frekar úr niðurstöðun umfangsmikillar athugunar á verðlagi í matvöru- versalunum sem gerð var síðari hluta maímánaðar. Athygli vekur að verðlag mat- vöru reyndist mjög mismunandi milli þéttbýlisstaða innan sama landsfjórðungs og það þótt að- einssteinsnarséámilli. Áísafirði reyndist vöruverð 3,4% hærra en skuldabréf borið 37-40% ávöxt- un sem gæfi bönkunum 8-10% í raunávöxtun. „Það er því brýnt að taka upp algerlega nýja stefnu í vaxta- og peningamálum,“ sagði Ólafur. Ólafur telur að það beri að lög- binda 3-4% vaxtamun og knýja þannig knúin fram hagræðingu á bankakerfinu og lækka eigi al- í Bolungarvík. Verðlag í Borgar- nesi var 3,4% hærra en á Akra- nesi, en þar reyndist verðlag svip- að og á höfuðborgarsvæðinu. Matvara á Sauðárkróki var 5% dýrari en á Akureyri. Á Austurlandi reyndist mat- vara 3,4% dýrari í Neskaupstað en á höfuðborgarsvæðinu, og á Höfn var matvaran 4,3% dýrari. Aftur á móti var matvöruverð 1,5% til 3,5% hærra á þeim þétt- býlisstöðum í landsfjórðungnum sem könnunin náði til, heldur en í Neskaupstað. Samkvæmt könnuninni reynd- ist lítill verömunur á matvælum í kaupstöðum næst Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu, sem rekja má að öllum líkindum til harðari samkeppni milli verslana. Á Akranesi og í Keflavík og Njarð- vík var verðlag til að mynda svip- að og á höfuðborgarsvæðinu. Matvöruverð í hverfaverslun- menna vexti með því að taka upp breytilegt vaxtastig eftir tegund- um útlána. Þeim yrði skipt upp í hólf, þannig að húsnæðislán og langtíma fjárfestingalán bæru lægri vexti en til dæmis skammtíma neyslulán. Vaxta- stigið tæki þannig mið af nýtingu fjármagnsins, sagði Ólafur. -hmp um á höfuðborgarsvæðinu reyndist hins vegar vera 2,9% hærra en í stórmörkuðunum. Nordalsstofnun Braubyðjandinn Snoni Eru Islendingasögur yngri en áður var talið? Heiðarvíga saga hefur löngum verið talin ein allra elsta ís- lendingasagan, rituð um 1200 og e.t.v. upphaf þessarar bók- menntagreinar, en á Málþingi um kennslu og rannsóknir í íslensk- um fræðum sem Stofnun Sigurð- ar Nordals gengst fyrir og hófst nú um helgina hélt Bjarni Guðna- son athyglisverðan fyrirlestur þar sem hann leiddi rök að því að þessi saga væri mun yngri og ekki samin fyrr en um miðja þrett- ándu öld. Setti hann fram þá kenningu, að Heiðarvíga saga væri yngri en Laxdæla saga og skrifuð sem andmæli gegn þeirri hefndarhugsjón sem þar væri ríkjandi. Jónas Kristjánsson forstöðu- maður Stofnunar Árna Magnús- sonar tók undir þessa kenningu, og taldi hann líklegt að bók- menntagreinin „íslendinga- sögur“ kynni að vera nokkru yngri en menn hafa yfirleitt talið til þessa, og hefði ritun þeirra ekki hafist fyrr en á árunum 1220- 1230. E.t.v. væri Egils saga, sem Jónas kvaðst vera sannfærður um að væri eftir Snorra Sturluson, elsta íslendingasagan og hefði Snorri þá skapað þessa bók- menntagrein um leið og hann festi Eglu á bókfell. Sló Jónas jafnframt fram þeirri hugmynd, að ritun konungasagna hefði haf- ist um 1170 og væru þær elstar, ritun samtímasagna, sem væru næstar í röðinni hvað snerti ritun- artíma, hefði hafist um 1200 og loks hefði ritun íslendingasagna hafist upp úr 1220. Málþingi Stofnunar Sigurðar Nordals lýkur í dag. e.m.j. Vestfirsk œska Styrkir til náms Eins og undanfarin ár verða í ágúst veittir styrkir úr „Menning- arsjóði vestfirskrar æsku“ til vestfirskra ungmenna til fram- haldsnáms sem þau geta ekki stundað í heimabyggð sinni. For- gang um styrk úr sjóðnum, að öðru jöfnu, hafa: 1. Ungmenni sem misst hafa fyrirvinnu sína (föður eða móð- ur) og einstæðar mæður. 2. Konur meðan ekki er fullt jafnrétti launa. Umsóknir þarf að senda fyrir lok júlí, og þurfa meðmæli að fylgja umsókn frá skólastjóra eða öðrum, sem þekkja umsækjand- ann, efni hans og aðstæður. Umsóknir skal senda til „Menningarsjóðs vestfirskrar æsku“, c/o Sigríður Valdemars- dóttir, Njálsgötu 20 jarðh. 101 Reykjavík. Á síðasta ári voru veittar 125 þúsund krónur til fimm ung- menna. -rk Fríhöfnin Vföskipti gætu stóraukist Arið 1992 verður Evrópa gerð að einu markaðssvæði og þá mun fríhafnarverslun leggjast niður, að minnsta kosti í öllum löndum sem eru innan Evrópu- bandalagsins. „Við erum vissulega farnir að hugsa til ársins 1992,“ sagði Guð- mundur Karl Jónsson, forstjóri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflug- velli. „Viðskipti okkar gætu stór- aukist ef íslendingar væru fyrir utan þessi ákvæði og héldu áfram fríverslun í Keflavík. Það gæti farið svo að stór hluti af Norður- Atlantshafsfluginu færi um hér. Hinsvegar hef ég heyrt að Norð- urlöndin séu eitthvað að krunka sig saman og ætli sér að samræma reglur hjá sér og íslendingar myndu sennilega falla undir það. Það gæti því allt eins farið svo að fríverslun yrði lögð niður hér einsog annarsstaðar f Evrópu," sagði Guðmundur Karl. Þetta er meðaltalsávöxtun helstu inn- og útlána banka og sparisjóöa 1. janúar til 30. júní 1988, miöaö viö 26,8% verðbólgu. Á töflunni sést að almenningur stórtapar á að lána bönkunum peninga. En bankarnir taka um og yfir 10% í raunvexti af því fé sem hann lánar almenningi. Ljósmynd: E.ÓI. Matvara Misjöfhu verði keypt Matvöruverð œrið mismunandi innan landsfjórðunga. Innkaupakarfan dýrust á ísafirði og í Vestmannaeyjum. Verðlag lœgst þar sem samkeppnin er mest. Hverfabúðir dýrari en markaðirnir 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 26. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.