Þjóðviljinn - 26.07.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.07.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR ísafjörður Aur í neysluvatninu Haraldur Haraldsson: Enginn veikst ennþá. Verið að kaupa hreinsiútbúnað fyrir tugi miljóna króna Astandið er ekkert verra nú en það hefur verið í áratugi og ég veit ekki til þess að neinn hafi veikst af vatninu, sagði Haraldur Haraldsson, bæjarstjóri á Isa- firði. Vatnsmál ísfirðinga urðu ný- lega tilefni fréttaskrifa í Vestfirska fréttablaðinu og fylgdi Bylgjan Reisu- passanum veifað Hvort við erum að hætta með fréttir? Svarið er bæði já og nei. Við erum að gera skipulags- breytingar hér hjá okkur og þær miðast við að ná meiri hag- kvæmni í rekstri eins og annars staðar. Við fækkum á frétta- deildinni úr sex í þrjá starfsmenn og allir dagskrárgerðarmenn okkar verða hér í fullu starfi eftir breytingarnar. Þeir eru nú 15 talsins og margir þeirra í hluta- starfi og við viljum ná betri nýt- ingu út úr okkar fólki. Dagskrár- gerðin og fréttadeildin verða tvinnaðar saman ef svo má segja, sagði PáU Þorsteinsson útvarps- stjóri Bylgjunnar í samtali við blaðið. Að sögn Hallgríms Thorsteins- sonar fréttastjóra á Bylgjunni er alls ekki ætlunin að hætta með fréttir heldur verður eiginlegum fréttatimum fækkað og þau mál sem tekin verða fyrir afmarkaðri og gerð betri skil. „Það er ljóst að við komumst ekki yfir heimsmál- in með þrjá á fréttastofunni en við munum ekki slá af kröfunum. Við munum auðvitað fylgjast vel með og gefa hlustendum nýjar og góðar upplýsingar um það sem er að gerast hér í kringum okkur. Fréttatímum fækkar en við ætlum að koma okkar að með talmáli og viðtalsþáttum inni í dagskránni. Þessar breytingar miða að því að gera allt starfið hér skilvirkara og vonandi leiða þær ekki til þess að Bylgjan verði verra útvarp. Raunar held ég að við séum að koma inn í uppsveiflu aftur núna,“ sagði Hallgrímur Thor- steinsson fréttastjóri Bylgjunnar. Aukin verður auglýsingaþjón- usta á Bylgjunni og mun starfs- fólki fjölga á þeirri deildinni. í harðri samkeppni er hart barist um fjármagnið. Var einhver að tala um að það myndi ráða ferð- inni í dagskrárgerð hinna frjálsu fjölmiðla? -gís. Minniskompur fyrir konur Bókaútgáfan Bókrún býður konum á leið á norræna kvenna- þingið í Osló að koma og fá gefins Minnisbók Bókrúnar 1988, á meðan birgðir endast. Björg Einarsdóttir, formaður Bókrúnar, sagði að þær hefðu fengið þá hugmynd að heiðra konur á leið á þingið með bóka- gjöfinni og stuðla þar með að því, að konur rituðu niður það mark- verðasta sem gerðist á þinginu. Við hvern dag í bókinni er að finna einhvem fróðleik um konur og aftast em ýmsar upplýsingar, t.d. hvaða 24 konur hafa verið kjömar á alþingi íslendinga.-mj fréttinni mynd af bleiu, sem hafði staðið undir vatnsbununni í fjór- ar mínútur. Bleian var koldrull- ug- Haraldur sagði að það hefði alltaf verið vandamál með neysluvatnið á ísafirði, einkum eftir miklar Ieysingar, en þá kæm- ist aur í vatnið. „Við emm núna að ganga frá pöntun á hreinsiútbúnaði og út- búnaði til þess að gerilsneyða vatnið. Þessi útbúnaður er vænt- anlegur fyrir næstu áramót og verður miðbærinn tekinn fyrst fyrir. Kostnaður við að koma þessum útbúnaði upp fyrir mið- bæinn er um 25 miljónir króna. Þá eru tveir bæjarhlutar eftir en kostnaður við þá verður aðeins minni. Það er hinsvegar vafamál hvort hægt verður að koma í veg fyrir óhreinindi í vatninu í verstu leysingum, þó svo að þessi hreinsibúnaður verði settur upp.“ -Sáf Fatlaðir í fluðum Það gekk oft mikið á er félagar í iþróttafélagi fatlaðra sigldu á gúmbátum niður stórbrotnar flúðir Hvítár í gær. Tilgangurinn var að safna fé til byggingar íþróttahúss fyrir fatlaða. Áheitum er safnað á gíróreikning númer 23000-5. Þjóðviljinn segir nánar frá ferðinni síðar. Mynd og texti: Ari. Hvammstangi Bílasölur Skipt á gömlum fyrir gamlan Nokkur tregða virðist vera í sölu gamalla bfla um þessar mundir. Nokkuð var hljóðið þó misjafnt í sölumönnum á bflasöl- unum en eitt eru þeir sammála um: Útsölurnar hjá umboðunum skemmdu fyrir þeim sem ætluðu að selja eins til þriggja ára gamla bfla, því verðið á eldri bflunum yrði að vera lægra en á þeim nýju hjá umboðunum. Þetta leiðir til þess að menn halda að sér hönd- um um sinn. Sala á gömlum bílum var dræm í júní en nokkur kippur virðist hafa komið í júlímánuði ef marka má ummæli sölumanna. Mest selst nú af bflum í verðflokknum 200-400 þúsund krónur. Árgerðir frá því fyrir ‘84 ganga illa út. Bflasalar eru sammála um það að allt að 90% viðskiptanna með eldri bfla séu bflaskipti. Vegna þessa séu miklu minni fjárhæðir í gangi og það komi auðvitað niður á bflasölum. Mismuninn stað- greiða menn í einhverjum mæli en mikið er um að boðin séu skuldabréf fyrir allri upphæðinni í þetta sex til 12 mánuði. Margir koma nú með bflinn sinn á bfla- sölu til þess að losa sig við hann vegna þess að þeir ráða ekki við afborgunarskilmála sem þeir gengu að hjá Fjárfestingarleigum og bönkum á sínum tíma. Þetta leiðir til þess að erfiðara er að eiga við þessi viðskipti. Þeir sem eiga peninga sjá sér leik á borði og bjóða lágt í bfla sem leiðir til þess að eigendur eru tregir að láta þá þótt tilneiddir séu. -gís. Atvinnurekstur í basli Þórður Skúlason: Ástandframleiðslufyrirtœkja bágborið. Sveitarfélögin ekki ístakk búin til að grípa til aðgerða. Karl Sigurgeirsson: Háir vextir einn helsti vandinn Eg er sannfærður um að fleiri fyrirtæki úti á landsbyggðinni eiga eftir að verða gjaldþrota á næstunni. Ástæður þess að ekki tókst að halda rekstri fyrirtækis- ins áfram er einkum geysilega hár fjármagnskostnaður, erfiðleikar í sauðfjárbúskap og mikil birgða- söfnun, sagði Karl Sigurgeirsson framkvæmdastjóri og hiutafjár- eigandi í Verslun Sigurðar Pálmasonar h/f á Hvammstanga. Síðastliðinn föstudag var fyrir- tækinu lokað og lýst gjaldþrota og hefur bústjóri tekið við um- sjón búsins. Verið er að kanna hvort nýir aðilar geti tekið við rekstrinum annað hvort með kaupum eða leigu. Þórður Skúlason sveitarstjóri á Hvammstanga sagði að hljóðið væri þungt í mönnum og tók undir það að staða annarra fyrir- tækja í framleiðslugreinunum væri líka mjög slæm og óvíst um framtíð margra þeirra. - Þetta er mikið áfall fyrir sveitarfélagið, fjöldi fólks missir atvinnuna og sveitarfélagið verð- ur af umtalsverðum tekjum vegna umsvifa fyrirtækisins. Áuk þess áttum við nokkurt fé úti- standandi hjá fyrirtækinu sem líkast til mun ekki skila sér, sagði Þórður. Þórður sagði að sveitarfélögin væru ekki í stakk búin til að grípa til aðgerða við þessar aðstæður. Stjórnvöld yrðu að gera ráðstaf- anir til að eðlileg starfsskilyrði sköpuðust úti á landsbyggðinni fyrir fyrirtækin því varla væri það | stefnan að allir flyttu suður í; vídeó- og tískubransann. Verslun Sigurðar Pálmasonar h/f hefur verið starfrækt í 75 ár á Hvammstanga og er eina verslun- in þar fyrir utan kaupfélagið. Hjá því hafa starfað milli 15-20 manns. Fyrirtækið rak einnig sláturhús og var brautryðjandi á því sviði að bjóða upp á nýslátrað kjöt utan hefðbundinnar slátur- tíðar. -iþ Lífeyrissjóðir Samtryggingu fómað Fleiri leita á náðir fjárfestingarsjóða. Hrafn Magnússon: Sýnd veiði en ekki gefin. Jón Sigurgeirsson: Eftirliti með lífeyrisgreiðslum áfátt Sífellt fleiri einstaklingar taka tilboðum fjárfestingarfélaga um að ávaxta fyrir þá lífeyri og atvinnurekendur, sem ýmist greiddu eða greiddu ekki í líf- eyrissjóð, hafa séð sér leik á borði að ávaxta sinn lífeyri utan al- mennu lífeyrissjóðanna. Með því fá þeir hærri ávöxtun á lífeyri og skattafrádrátt. Að sögn Vals Blomsterberg hjá Frjálsum lífeyrissjóði Fjár- festingarfélagsins, hefur sjóðsfé- lögum fjölgað um helming á sl. ári og eru nú um 400. Flestir þeirra standa fyrir atvinnu- rekstri. - Það eru því miður einhver brögð að því að menn láti fjár- festingarfélög ávaxta lífeyri sinn í stað þess að greiða í hefðbundinn lífeyrissjóð sinnar starfsgreinar, sagði Jón Sigurjónsson, hjá Líf- eyrissjóði byggingarmanna, en ágreiningur er um hvort meistar- ar geta valið hvert þeir borga. - Ég lít ekki á það þannig að þeir eigi val. Mörg meistarafélög eru með stjómaraðild að Lífeyris- sjóði byggingamanna, en við höf- um ekki haft bolmagn til að elta þá uppi sem ekki greiða í sjóðinn. - Það er talsvert um að menn borgi í engan lífeyrissjóð. Sam- kvæmt lögum eiga þó allir að gera það. Fjármálaráðuneytið á að fylgjast með þessu í gegnum skráningu lífeyrisréttinda, en það er alveg máttlaust apparat, sagði Jón. Þorgeir Egilsson, forstjóri Líf- eyrissjóðs verslunarmanna, sagði að það hefði færst í aukana að atvinnurekendur og einyrkjar létu vita af því að þeir hættu að gieiða í sjóðinn og ætluðu þess í stað að borga í séreignarsjóði. - Við lítum þessa sjóði ekki hornauga, en mönnum hlýtur að vera gerð grein fyrir að þeir missa ýmis réttindi sem þeir hafa í hefð- bundnum sjóðum, s.s. örorku- og makalífeyri. Hrafn Magnússon, formaður Sambands almennra lífeyris- sjóða, sagði að ásóknin í fjárfest- ingarsjóði væri sýnd veiði en ekki gefin. - Menn eru að gefa í skyn að sú háa raunávöxtun, sem nú er, verði við lýði næstu árin. Þriðjudagur 26. júlf 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.