Þjóðviljinn - 26.07.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 26.07.1988, Blaðsíða 11
ÍÞRÓTTIR 1. deild Keflvíkingar i fallbaráttu KR vann öruggan sigur á IBK, 3-0, í rokleik í gœrkvöld Það var ekki býsna góð knatt- spyrna sem boðið var upp á í Frostaskjólinu í gærkvöld. Keflvíkingar sóttu KR-inga heim og fóru allslausir til baka eftir að Vesturbæingarnir höfðu unnið nokkuð örugglega, 3-0. Rok gærdagsins setti svip sinn á leikinn og voru áhorfendur rétt liðlega 500, enda hafa flestir íþróttaunnendur setið inni í hlý- junni í Höllinni og fylgst með handboltanum. Jósteinn Einars- son skoraði fyrsta markið á 20. mínútu eftir að boltinn hafði rúll- að í gegnum alla vörn ÍBK og eftirleikurinn því auðveldur fyrir kappann. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og því allt í járnum. KR-ingar voru mun betri aðil- inn í seinni hálfleik en tókst ekki að bæta við marki fyrr en á 64. mínútu að Willum Þór Þórsson skoraði af stuttu færi. Júlíus Þor- finnsson skoraði síðan þriðja markið þegar 8 mínútur voru til leiksloka og var það jafnframt fallegasta mark leiksins. Willum og Björn léku upp vinstri kant og Björn gaf góða sendingu á Júlíus sem skoraði af öryggi. -akh/þóm 3. deild Reynir vann toppslaginn Stjarnan burstaði ÍK A-riðill ÍK-Stjarnan............0-8 Stjaman kafsigldi þama ÍK og virðist fátt geta komið í veg fyrir að liðið komist upp í 2. deild. Staðan í leikhléi var 0-3 en ekki náðist í nöfn á markaskorurum í leiknum. Víkverji-Grótta........4-3 Grótta dróst endanlega aftur úr toppliðunum með þessum ósigri. Víkverji var kominn í 3-1 Hvöt-Huginn ■ ■■■■■(■•■■■Aia 0-0 Ekkert mark var skorað í þess- ari viðureign og eru bæði liðin í nokkurri fallhættu fyrir vikið. Staðan Þróttur N............8 5 1 2 16-7 16 ReynirA..............8 5 0 3 15-11 15 Einherji ............7 4 2 1 16-7 14 Dalvík...............8 3 2 3 12-22 11 Hvöt.................9 2 4 3 5-7 10 Magni................8 2 3 3 8-8 9 Huginn...............9 2 3 4 15-21 9 Sindri...............7 1 1 5 11-15 4 -þóm Jósteinn Einarsson skorar hér fyrsta markið í leik KR og IBK í gærkvöld. SL-deild Tæpt hjá Val Unnu Leiftur frá Ólafsfirði 1 -0 í afar döprum leik Það var ekki létt að sjá hvort liðið væri ofarlega í deildinni og hvort neðarlega þegar Valur og Leiftur mættust á sunnudaginn á Valsvellinum að Hlíðarenda. Ó- kunnugir hefðu líklega talið að bæði liðin væru neðarlega í deildinni. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill og ekki mikið um færi en þau fáu sem vom átti Valur. Leifturs- menn pökkuðu í vörn og reyndu að ná skyndisóknum en það gekk ekki sem best gegn Valsvörninni. Þeim tókst þó að sækja nokkmm sinnum að Valsmarkinu, en strönduðu þar á Guðmundi markverði Baldurssyni. Síðari hálfleikur var framanaf spilaður á vallarhelmingi gest- anna og var sókn Vals þung. Þeim gekk hins vegar illa að reka endahnútinn á sóknirnar sem flestar komu er Valur Valsson komst upp vinstri kantinn og gaf fyrir. Á 65. mínútu gaf Valur fyrir Leiftursmarkið á Atla sem skaut hörkuskoti í þverslána og út á völlinn þar sem Atli náði boltan- um aftur en skaut yfir í það skiptið. Sex mínútum síðar var Valur enn á ferðinni og gaf fyrir markið þar sem Þorfinnur náði ekki að boltanum. Eftir kraðak í teignum teygði Sævar hausinn í boltann og skallaði yfir hópinn í markið 1-0. Leið og beið eftir næsta færi á meðan Leiftursmenn sóttu í sig veðrið. Undir lok leiksins voru þeir famir að verma vamarmönnum Vals undir ugg- unum og á 86. mínútu voru þeir nokkmm sinnum nærri að skora eftir góða fyrirgjöf. Valsmenn áttu síðasta færið í leiknum er Valur gaf enn fyrir og Atli skall- aði að markinu en vamarmenn Leifturs vörðu á marklínunni. Bæði liðin þyrftu að taka sig á, Valsmenn til að ná í UEFA sæti og Leiftur til að falla ekki. Af Valsmönnum var Valur Valsson ágætur og Atli stendur alltaf fyrir sínu. Það vantaði samt alla bar- áttu í liðið enda virtust leikmenn- imir nokkuð þreyttir eftir slaginn gegn Fram um daginn. Leiftursmenn léku fyrst og fremst vamarleik sem gekk ekki alltaf sem best en þeir máttu stundum þakka fyrir að fá ekki á sig annað mark. Það var ekki fyrr en undir lokin þegar miðjumenn- irnir fóm að styðja sóknina sem þeir komust áleiðis að markinu. Þorvaldur var góður í markinu og besti maður liðsins. . Hlíöarendi 24. júlf Valur-Leiftur 1-0 1-0 Sævar Jónsson 71.mín Uð Vals: Guömundur Baldursson, Þor- grímur Þráinsson, Magni Blöndal Péturs- son, Sævar Jónsson, Guðni Bergsson, Sigurjón Kristjánsson, Ingvar Guðmunds- son, Atli Eövaldsson, Guömundur Bald- ursson, Valur Valsson, Jón Grótar Jóns- son. Liö Lelfturs: Þorvaldur Jónsson, Friðrik Einarsson, Gústaf Ómarsson, Sigurbjörn Jakobsson, Árni Stefánsson (Friögeir Sig- urðsson 20. mín), Halldór Guðmundsson, Hafsteinn Jakobsson, Þorsteinn Geirsson, Lúövík Bergvinsson, Hörður Benónýsson (Róbert Gunnarsson 73. mfn), Steinar Ingi- mundarson. Dómari: Sæmundur Víglundsson Maður leikslns: Valur Valsson Val. -ste SL-deild Fram einokar tindinn Unnu Akureyrar-Þórsarana 1-0 á sunnudaginn og eru þar með nokkuð öruggir með sigur í deildinni. Ennskorar Guðmundur Steinsson. Ómar fékk rautt spjald með tveimur mörkum Finns Thorlaciusar og marki Ólafs Ámasonar, en missti forskotið niður í 3-3. Níels Guðmundsson skoraði síðan sigurmark Víkverja en mörk Gróttu gerðu Bernharð Petersen tvö og Erling Aðal- steinsson eitt. Staðan Stjarnan............10 9 1 0 35-6 28 Grindavik............10 9 0 1 32-10 27 Grótta ..............10 6 1 3 19-13 19 ReynirS..............10 4 1 5 15-14 13 Víkverji..............9 4 1 4 22-22 13 Afturelding..........10 2 3 5 11-19 9 IK...................10 3 0 7 11-22 9 Leiknir R.............9 2 1 6 13-31 7 Njarðvík.............10 1 0 9 5-21 3 B-riðill Reynir Á.-Þróttur N ■ ■■■■■ 1 -O Þróttarar höfðu fjögurra stiga forskot í riðlinum fyrir þennan leik en hafa nú misst það í eitt stig. Reynir fékk ekki að leika á heimavelli sínum vegna agabrots fyrir skömmu en það kom ekki að sök. Grétar Karlsson skoraði þetta mikilvæga mark Reynis á lokamínútu leiksins. Laugardalsvöllur 24. júli Fram-Þór Ak........................1-0 1-0 Guðmundur Steinson 22. mín Uð Fram: Birkir Kristinsson, Ómar Torfa- son, Jón Sveinsson (Kristján Jónsson 45. min), Pétur Ormslev, Kristinn Jónsson, Viðar Þorkelsson, Pétur Arnþórsson, Steinn Guðjónsson, Guðmundur Steins- son (Helgi Bjarnason 78. mfn), Ormarr ör- lygsson, Arnljótur Davíðsson. Lið Þórs: Baldvin Guðmundsson, Siguróli Kristjánsson, Nói Björnsson, Birgir Skúla- son, Einar Arason (Axel Vatnsdal 78. mín), Júlíus Tryggvason, Guðmundur Valur Sig- urðsson, Jónas Róbertsson, Valdimar Pálsson, Kristján Kristjánsson, Halldór Áskelsson. Spjöld: Nói Björnsson og Birgir Skúlason Þórog Viðar Þorkelsson og PéturArnþórs- son Fram gul spjöld. Ómar Torfason gult og rautt. Dómari: Eyjólfur Ólafsson Maður lelksins: Arnljótur Davíðsson Fram. -ste Enn halda Safamýrarpiltarnir áfram að draga úr spennunni í fyrstu deild með stöðugum sigr- um og eru nú langefstir í deildinni. En Þórsarar voru þó ekki léttur biti að kyngja á sunnu- dagsk völdið þegar liðin mættust á Laugardalsvellinum og máttu Frammarar vera sæmilega ánægðir með eins marks sigur. Fram byrjaði leikinn á að sækja á fullum krafti og virtust ætla að ganga frá úrslitunum strax en Þór tók vel á móti og gagnsótti af krafti. Fyrsta færið fékk Guðmundur markamaskína Steinsson þegar hann skaut yfir eftir sendingu frá Amljóti Da- víðssyni. Fljótlega var byrjað að brjóta á Guðmundi og var Birgir Skúlason fyrstur í röðinni en fékk gult spjald fyrir vikið Nói Bjöms- son var næstur á það gula eftir brot á Arnljóti. Glæsilegt mark Eina mark leiksins kom á 22. mínútu eftir aukaspyrnu Pétur Arnþórssonar þegar Arnljótur framlengdi aukaspyrnuna með kollinum á Guðmund Steinsson sem var einn og óvaldaður í víta- teignum og tók boltann fallega á lofti og þrumaði í netið 1-0. Þórs- arar náðu strax skyndisókn eftir að hafa byrjað á miðjunni og Halldór átti hörkuskot af stuttu færi úr þvögu fyrir framan Fram- markið en Birkir varði af snilld. Fimm mínútum síðar fékk Krist- ján Kristjánsson stungusendingu fram völlinn og rauk upp vallar- helming Fram, gaf yfir á Halldór sem skaut hörkuskoti rétt fram- hjá. Ormarr örlygsson svaraði fyrir Fram nokkrum mínútum síðar þegar hann tók skyndilega lúmskt þrumuskot utan vítateigs en Baldvin markvörður var vel á verði. Fram-drengjunum tókst að næla sér í tvö gul spjöld á klaufalega hátt rétt fyrir leikhlé. Ómar Torfason fékk gult fyrir brot og Pétur Amþórsson hljóp fyrir boltann í aukaspyrnu, var aðvaraður en endurtók leikinn strax aftur og fékk að sjá gult fyrir vikið. Omar fékk rautt spjald Seinni hálfleikur var ekki síður fjörugur en sá fyrri og liðin sóttu bæði af kappi. Ómar Torfason varð að fara af leikvelli á 57. mín- útu þegar hann eins og margir aðrir sparkaði boltanum í burt eftir að búið var að dæma á Fram liðið og fékk í staðinn að sjá rauða spjaldið. Fyrsta verulega hættulega færið kom á 69. mínútu þegar Pétur Ormslev tók auka- spymu utan vítateigs og af sinni alkunnu hittni skaut beint á koll- inn á Viðari Þorkelssyni sem skallaði rétt framhjá. Pétur Ormslev fékk stungusendingu á 84. mínútu en tókst ekki að hrista vamarmenn Þórs af sér og gaf boltann yfir á Amljót sem þru- maði að markinu en varnarmann Þórs tókst að komast í veg fyrir skotið. Undir lokin sóttu Þórsar- ar ívið meir og á lokamínútunni léku Nói og Kristinn skemmti- lega saman í gegnum vörn Fram uns Nói þmmaði að markinu en Birki tókst að slæma hendinni í boltann sem fór útaf. Góð skemmtun Frammarar sýndu í leiknum af hverju þeir eru á toppnum. Vörn þeirra var sterk, enda enduðu flestar sóknir Þórs á henni og sóknirnar með Arnljót og Guð- mund í broddi fylkingar voru alltaf hættulegar. Liðið var gott í heild sinni og erfitt er að taka neinn úr en óhætt er að segja að Amljótur blómstarar þessa dag- ana og er einn af bestu mönnum liðsins. Þór var ekki síðra lið og barðist einstaklega vei. Leikmennirnir gáfu toppliðinu lítinn tíma í sókn- inni og vom alltaf komnir í Frammarana strax og þeir fengu boltann. Einnig voru skyndi- sóknir þeirra ávallt hættulegar og máttu leikmenn Fram oft taka á honum stóra sínum. Þórsliðið var einnig mjög gott í heild sinni og erfitt að taka neinn út úr. Einn af slökustu mönnum á vellinum var líklega dómarinn. Honum gekk illa að ná tökum á leiknum og sýndi oft vald sitt með dómum sem áhorfendum og leik- mönnum sýndist ekki alveg rétt- ir. En þessi leikur var hraður og ekkert gefið eftir svo að líklega hefur hann ekki verið auðdæmd- ur. -«te Amljótur Daví&sson Fram: „Eg er ánægður með sigur enda þrjú stig í húti. Þetta var þó erfitt þegar Ómar fór útaf en í heild tel ég 1-0 sigur sanngjörn úrslit. Líklega erum við búnir að eyðileggja spennuna í mótinu en við getum þó ekki sagt svo fyrir víst, við ætlum að vinna mótið og spila góða knattspymu fyrir okkur og áhorfendur". Kristján Kristjánsson Þór: „Þetta voru ekki sanngjörn úrslit. Fram var að vísu með boltann 80% I leiknum en komst lítið nær markinu en við og færin skiptust nokkuð jafnt. I fyrri hálfleik pössuðum við að Viðar fengi ekki boltann og þá riðlaðist spil þeirra nokkuð. Nú er bara að bíta á jaxlinn og vinna þá leiki sem eftir eru en við stefnum á langþráð Evrópu- sæti. Þriðjudagur 26. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.