Þjóðviljinn - 26.07.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 26.07.1988, Blaðsíða 14
Áætlun Jónasar Síðastliðinn föstudag birti ég hér í blaðinu pistil, sem nefndist „Rýnt í fortíðina". Kveikjan að honum voru einkennileg ummæli ágæts Framsóknarmanns norður í Eyjafiröi. Þótti mér þau lýsa nokkrum ókunnugleika á sögu og þróun íslenskra stjórnmálaflokka. Sú saga verður auðvitað ekki rakin í fáum orðum en á nokkrum steinum má þó stikla, ef verða mætti til einhvers skilningsauka þeim, sem hug hafa á því að gerast áhrifamenn á hinumpólitískavettvangi. Þar verður naumast nokkur liðtækur leiðsögumaður nema hann þekki sæmilega til þeirrar sögu, sem nútíðinervaxinaf. Þaðerslæmt, ef sögulegar staðreyndir um eðli og þróun stjórnmálaflokkanna koma slíkum mönnum á óvart. ÞegarJónas Jónsson vann, þvínæst samtímis, aðstofnun bæði Framsóknarflokksins og Al- þýðuflokksins þá var það liður í langtíma áætlun. Kjarni Fram- sóknarflokksins voru forkólfar samvinnuhreyfingarinnar- en megin tilgangur hennar var sá, að berjast fyrir bættum kjörum al- þýðu manna til sjávar og sveita- og frjálslyndari hluti bændastétt- arinnar. Ymsirefnabændur slógust þar einnig í för því ekki varðaallir„afaurumapar“. Burð- arásar Alþýðuflokksins yrðu hinsvegar verkamenn, sjómenn og launafólk í þéttbýlinu. Jónas taldi, að hagsmunir þessara stétta færu í megin atriðum sam- an. Ef bændur þyrftu að bregða búi, m.a. vegnaerfiðrarefna- hagsafkomu og flyttust á mölina, þrengdi það atvinnumöguleika þar, sem ekki voru alltof rúmir fyrir. Það væri hinsvegaraugljós hagur bænda, að efnahagsaf- koma neytenda í þéttbýlinu væri sem rýmst. Af þessum ástæðum taldi Jónas að þessum flokkum bæri að vinna saman á vettvangi stjórnmálanna. Hann taldi einnig einsýnt, að pólitískirandstæðing- ar þessara flokka, samkeppnis- menn, eins og Jónas nefndi þá gjarna, hlytu að sameinast um þriðja flokkinn. Það gerðist með stofnun íhaldsflokksins. Kjarni hans voru stórkaupmenn, stórút- gerðarmenn og aðrir umsvifa- mennáfjármálasviðinu, auk íhaldssamra bænda. Hér voru línurskýrar, andstæðurnar skarpar. fhaldsflokkurinn var stærstur þessara flokka. Hann mótaði stjórnarfarið fram til 1927. Svo til hver einasta tillaga, sem stjórn- arandstaðan flutti á Alþingi, var felld eða svæfð, líkt og á sér reyndar stað nú, nærri 60 áru m seinna. Stórhug þessaratveggja fylkinga og viðhorf til almennra umbótamála má m.a. marka á því, að þegareinn aðalforingi Ihaldsflokksins var að því spurð- ur hvenær vænta mætti þess, að bílfært yrði orðið milli Akureyrar og Reykjavíkur þá nefndi hann árið 1940. Þau undurgerðust raunar rúmum 10 árum fyrr. -mhg ídag er 26. júlí, þriðjudagur í fjórtándu viku sumars, þriðji dagur hey- anna, 208. dagurársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 4.15 en sest kl. 22.51. T ungl vaxandi á öðru kvartili. Viðburðir Þjóðhátíðardagur Líberíu. UM ÚTVARP & SJONVARP 7 Hopp og hí Kl. 19.25 endursýnirSjónvarp- ið Poppkorn, með „Hinum ómót- stæðilegu“, sem er „söngva-, glæpa- og gleðimynd“. Þar bregða meðlimir hljómsveitar- innar „Kátir piltar" sér í gervi lögreglugengis, sem á í höggi við illskeyttan, alþjóðlegan glæpa- rokk, Ástráð nokkurn Ástvalds- son. Það eru nú ekki beinlínis nein rólegheit yfir „Hinum ómót- stæðilegu". Ægir þar ýmsu sam- an, sem hér skal ekki rakið. Menn verða bara að afla sér frek- ari upplýsinga með því að horfa á myndina, og er ekkert neyðar- brauð. -mhg Gestaspjall Rás 1, kl. 22.30 Þann 13. des. s.l. var þáttur Viðars Eggertssonar, Gestaspjall - Slitur af Paradís, fluttur í Ut- varpið. Þessi þáttur verður nú endurfluttur í kvöld. Viðar hefur gert víðreist á leiklistarhátíðir, bæði austan tjalds og vestan, og þykir sem þar sé hann kominn í sjálfa Paradís. Vill þar sitt af hverju gerast og sumt harla óvænt. I þættinum segir Viðar frá ýmsum ævintýrum, sem hann og félagar hans lentu í á leiklistar- hátíðum í Suður-Frakklandi, Belgrad, Póllandi og Edinborg. Sömuleiðis frá sérstæðum og eft- irminnilegum sýningum og því, hvernig það er að vera gestur á leiklistarhátíðum, annars vegar sem áhorfandi og hins vegar sem þátttakandi. -mhg Tónlist Rás 1 kl. 20.15 og 23.20 í kvöld verður flutt kirkjutón- list eftir þá Liszt og Dovrák. Fyrst er Fantasía og fúga eftir Liszt um sálminn „Ad nos, ad salutarem undam“. Jennifer Bate leikur á orgelið í Royal Albert Hall í Lundúnum. - Síðan er „Te deum“ fyrir einsöngvara, kór og hljómsveit, op. 103 eftir Dovrák. María Helenita Olivares sópran og Gianni Maffeo bariton syngja með Tékkneska fflharmóníu- kórnum og Sinfóníuhljóm- sveitinni í Prag. Váslav Smetácek stjórnar. - Á „síðkvöldinu“ kom svo „La valse“ eftir Ravel. Sin- fóníuhljómsveitin í Montreal leikur, Charles Dutoit stjórnar. - Þá Nokturna nr. 3, „Sirénes“, eftir Debussy. Sinfóníuhljóm- sveitin f Lundúnum leikur og Ambrosian Sigers syngja. Micha- el Tilson Thomas stjórnar. - Og loks „Draumar", sinfónískt ljóð op. 6, eftir Prokofiev. Skoska þjóðarhljómsveitin leikur, Ne- eme Járvi stjórnar. -mhg. Geimferðir Rás 1, kl. 20.35 Mannkindinni nægir nú ekki lengur að ráðskast með jarðar- krflið, sem hún er auðvitað búin að stórskemma, m.a. með því að eyða þar gróðri og dýralífi, held- ur vill hún nú einnig fara að leggja undir sig gjörvallan him- ingeiminn. Sjálft tunglið fær ekki einu sinni að vera í friði og er þó vandséð hvað það hefur til saka unnið. í kvöld, og eitthvað áfram, ætl- ar Sjónvarpið að rekja sögu þess- arar viðleitni. Þá verður sýndur fyrsti þátturinn í nýjum, breskum heimildamyndaflokki. Þar er sögð saga geimferðanna allt frá hönnun fyrstu eldflauganna í Þýskalandi til stjörnustríðsáætl- ana nútímans. Greint er frá geimferðum Bandaríkja- og So- vétmanna og spjallað við menn, sem tyllt hafa tá á tunglið. Sögu- maður er leikarinn Martin Sheen og hefst sagan árið 1957. -mhg. GARPURINN KALLI OG KOBBI FOLDA 14 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Þriðjudagur 26. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.