Þjóðviljinn - 26.07.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 26.07.1988, Blaðsíða 16
r"SPURNINGI * Er meira um rusl á víða- vangi eftir tilkomu ein- nota gosumbúða? n Þórhildur Sveinsdóttir nemi: Já, það er mun meira. Ég er á móti einnota umbúðum og vil að notaðar séu umbúðir sem nýta má aftur. Framleiðendur ættu að bera ábyrgð á að þeim væri skilað og hvetja fólk til þess með einhverjum hætti. Haraldur Sigurðsson leigubílstjóri: Já, þar munar miklu. Best væri að fá alla til að vinna saman og setja þær í rusladallana. Þeim hefur sem betur fer fjölgað mikið. Víglundur Þorsteinsson vélstjóri: Já. Það ætti að borga fólki fyrir að skila þessum dósum. í Banda- ríkjunum sá ég fólk safna þeim saman og síðan fékk það visst fyrir kílóið. Margrét Jónsdóttir nemi: Ég hef lítið tekið eftir því. Sjálf er ég á móti þessum dósum og vil að notaðar séu umbúðir, sem hægt er að endurnýta. <y i5 j?' “N. tS § Skemmtun “ ÁN ÁFENGIS QQ o % % 4/?MANNN þiÓÐVIUINN Þrlðjudagur 26. júlí 1988 168. tbl. 53. árg. SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 Á LAUGARDÖGUM 681663 R$K S. ****** 500 101 ROK3AVÍK 3Sv*%' Skattkort , W0SSKAT1STJÚI* ^ ÞANNIG ERHÆGTAÐNYTA ÓNÝTTAN PERSÓNUAFSLÁTT Launamaður sem ekki hefur nýtt meira en 20% af persónuafslætti sínum þegar komið er fram yfir mitt stað- greiðsluár geturfengið skattkort með uppsöfnuðum persónu- afslætti og nýtt hann á seinni helmingi ársins. Skattkortið veitir heimild til þess að nýta þann persónu- afslátt sem ónýttur er frá upp- hafi árs til mánaðarins á undan útgáfu skattkortsins. Skattkort með uppsöfn- uðum persónuafslætti tilgreinir ekki mánaðarlegan afslátt eins og önnur skattkort. Þess í stað kemur heildarupphæð upp- safnaðs persónuafsláttar fram á kortinu. Launagreiðanda ber að nota eins mikið af persónu- afslættinum og þörf er átil þess að ekki verði dreginn stað- greiðsluskattur af launum, uns afslátturinn á kortinu er uppur- inn. Þetta skattkort má nota samhliða aðalskattkorti. Skattkort með uppsöfn- uðum persónuafslætti er ekki gefiðúttil þeirrasem: - hafa fengið námsmanna- skattkort og þannig nýtt meira en 20% af persónu- afslætti sínum - hafa afhent maka sínum skattkort til afnota og þannig ráðstafað meiru en 20% af persónuafslætti sínum til makans. Umsóknareyðublöð fást hjá skattstjórum og ríkis- skattstjóra. Umsókn berað senda til staðgreiðsludeildar ríkisskattstjóra, Skúlagötu57, 150 Reykjavík. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.