Þjóðviljinn - 27.07.1988, Side 1

Þjóðviljinn - 27.07.1988, Side 1
Miðvikudagur 27. júlí 1988 169. töiublað 53. árgangur Stóriðjuáform Einkaframtak ráöherra? OlafurRagnar Grímsson: Stefna iðnaðarráðherra í andstöðu við Alþýðubandalagið. Álver sem huggun gegn gjaldþroti í útgerð og útflutningsiðnaði. Orkuverð ekki rœtt ístjórn Landsvirkjunar. Samningur við útlenda auðhringi ekki rœddur íríkisstjórn Fulltrúar Alþýðubandalagsins stakrar markaðsskrifstofu iðnað- lenda auðhringi hafi ekki verið í stjórn Landsvirkjunar viidu að arráðuneytisins og Landsvirkjun- kynntar í ríkisstjórninní. stefnan í raforkusölumálum yrði ar. Varaformaður Framsóknar- Á síðasta þingi hafði Friðrik mótuð innan stjórnar stofnunar- flokksins hefur kvartað undan Sophusson iðnaðarráðherra innar. Málinu var vísað til sér- því að samningaviðræður við er- frumkvæði að því að felld var þingsályktunartillaga Alþýðu- bandalagsins um að fram færi á vegum alþingis úttekt á því hversu þjóðhagslega hagkvæmt stórt álver við Straumsvík væri. Sjá viðtal við Ólaf Ragnar á síðu 7 Sirkusstemmning verður í bænum næstu vikurnar, en í gær var brautar. Sirkustjaldið tekur tæplega 3000 áhorfendur og er það bæði spænska sirkusfólkið í óðaönn að koma sér fyrir neðan Suðurlands- regnhelt og eldtraust, að sögn Carlosar Raluy. Mynd: Ari. Skemmtun Sirkus frá Spáni Verðafram í september Á túninu neðan Suðurlands- brautar var Zirkus Raluy að koma sér fyrir í gær og verður fyrsta sýning næsta föstudags- kvöld. í Reykjavík verður sýning öll kvöld til 20. ágúst og tvisvar um helgar, en síðan liggur leiðin út á land. Bræðurnir Carlos og Luis Ral- uy frá Barcelona hafa ferðast með sirkusinn um flestar álfur síðastliðin 15 ár, en þetta er í fyrsta skipti sem ísland er sótt heim. -mj Verslunarmannahelgin Útihátíð- imar áriegu Sex útihátíðiraðþessu sinni. Þjóðhátíð í Eyjum ogFjör ‘88 á Melgerðismelum mestsóttar Finnur og ísbirnan en Finnur er aðal söguhetjan í Ævintýri á ísnum. Kolbrún Erna Pétursdóttir og Árni Pétur Guðjónsson. Leiklist Leikur án orða Nú um verslunarmannahelgina verða haldnar sex útihátíðir víðs- vegar um landið. í Atlavík, Galtalækjarskógi, Vík í Mýrdal, Bjarkarlundi, á Melgerðismelum og einnig verður haldin Þjóðhá- tíð í Vestmannaeyjum að vanda. í Galtalæk, Vík í Mýrdal og í Bjarkarlundi eru hátíðirnar með rólyndislegu yfirbragði. Ekki er gert ráð fyrir að mikils áfengis sé neytt á þessum hátíðum og ein þeirra, hátíðin í Galtalækjar- skógi, er beinlínis bindindishátíð. Hinsvegar er minna gert við því að ölvunar gæti á öðrum hátíðum um helgina. Að sögn Flugleiða er mest ásókn í Þjóðhátíð í Vestmanna- eyjum og á hátíðina Fjör ‘88 á Melgerðismelum, en einnig virð- ist nokkuð mikil ásókn vera í Atl- avík. Skemmtiatriði eru keimlík frá einni hátíð til annarrar utan hvað misjafnlega lokkandi hljóm- sveitir virðast ráða nokkru um það hvert yngri kynslóðin sækir. Kraftasýningar eru á flestum hát- íðanna. Engin útihátíð er í næsta ná- grenni við höfuðborgina en á síð- ustu árum hafa verið haldnar úti- hátíðir um verslunarmannahelg- ar í Húsafelli og Þjórsárdal. Fylgiskönnun Boraarar r ^i|| i eitt prósent Steingrímur vinsœlli en Guðrún hjá Kvennalista- kjósendum Borgarar fá minna fylgi en Þjóðarflokkurinn og Flokkur mannsins í nýrri Skáísskönnun sem birt var á Stöð 2 í gær. Kvennalistinn lækkar flugið held- ur en Framsókn og Sjálfstæðis- flokkur vinna nokkuð á. Þar var einnig spurt um álit á stjórnmálamönnum, og er Steingrímur Hermannsson lang- vinsælastur. Meðal stuðnings- manna Kvennalistans virðist Steingrímur í miklu meiri metum en Guðrún Agnarsdóttir sem fremst er í þeim flokki. Sjá síðu 5 Alþýðuleikhúsið sýnir um þessar mundir leikritið Ævintýri á ísnum. Þetta er farandsýning sem leikhópurinn hefur farið með víðsvegar um landið við dág- óðar undirtektir yngstu kynslóð- arinnar. í viðtali hér í blaðinu segir Margrét Árnadóttir, leikstjóri og sögumaður, frá undirbúningi sýningarinnar, uppsetningunni, söguþræðinum og viðtökunum sem sýningin hefur til þessa feng- ið. Hún segir Alþýðuleikhúsið vera að setja upp tvær nýjar sýn- ingar um þessar mundir. Auðvit- að séu húsnæðisvandræði leikhússins bagaleg en samt sé það „virkt sem aldrei fyrr!“ Sjá síðu 8 og 9

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.