Þjóðviljinn - 27.07.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 27.07.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRETTIR Persaflóastríðið Irakar virðast óstöðvandi Iranskir uppreisnarmenn berjast við hlið íraka umlOG kílómetrum austan landamœranna. De Cuellar og Velajatí rœðast við í New York íranskir hermenn áttu í gær í vök að verjast fyrir ásókn her- sveita íraka og íranskra banda- manna þeirra, Mujahedín skæru- liða, sem héldu lengra en nokkru sinni fyrr inní Iran. Meðan þessu fór fram hófust viðræður um lyktir styrjaldarinnar í aðalstöðv- um Sameinuðu þjóðanna í New York. Hernaðaryfirvöld í Teheran gáfu síðan út yfirlýsingu síðdegis í gær þar sem sagði að sveitir Íieirra hefðu endurheimt slamabad-Gharb úr höndum ír- aka og skæruliða Mujahedín-E- Khalq. Íslamabad-Gharb liggur um 100 kílómetrum austan landa- mæra íraks og írans. Fulltrúi Mujahedínliða, sem hafa aðalstöðvar í Bagdað í boði Saddams Husseins, kvað það hinsvegar af og frá að hermenn íransstjórnar hefðu endurheimt bæ þenna, hann væri enn í hönd- um sinna manna. Sjálfir þóttust írakar hvergi nærri þessum bar- dögum hafa komið. Þvert á móti hefðu þeir dregið ýmsar hersveita sinna til baka yfir landamærin. Hvað færi á milli uppreisnar- manna og stjórnvalda í Iran væri vitaskuld einkamál þeirra. Fjöl- skyldumál. Á sama tíma og barist var um Íslamabad-Gharb bauð Javier Perez de Cuellar utanríkisráð- herra írana sæti í einu af flosmjúkum hægindum skrifstofu sinnar. Ali Akbar Veljatí er orð- inn tíður gestur í New York en þetta er í fyrsta sinn að hann ræðir við aðalritara Sameinuðu þjóðanna um frið í Persaflóa- stríðinu. Þeir félagarnir spjölluðu saman í tvær klukkustundir og að fundi loknum kvaðst Veljatí hæstánægður með hinar „mark- vissu og árangursríku viðræður.“ De Cuellar tjáði frétta- mönnum að hann myndi bjóða utanríkisráðherra fraka, Tareq Aziz, hjartanlega velkominn á skrifstofu sína í dag. Aðalritarinn sagðist ætla að vekja máls á álykt- un Öryggisráðsins númer 598 um vopnahlé íraka og írana, heimkvaðningu hermanna af framandi grundu og fangaskipti á fundi sínum með Aziz. Þetta væri einmitt það sem þeir Veljatí hefðu rætt í gær. Ennfremur sagði hann líkur á því að hann fitjaði uppá samræðum um hugs- anlega skipun nefndar til þess að rannsaka hverjir hefðu átt upp- tökin að ófriðnum fyrir 8 árum. Reuter/-ks. íraskir hermenn. Hafa sótt 100 kílómetra austur fyrir landamærin. Paragvœ Jesúíti í útlegð Strössner gerir ekki uppá milli „frelsunarguðfrœði“ og marxisma að er alkunna að síðastliðin 33 ár hefur Alfredo Strössner Mattiauda setið yfir hlut manna í Paragvæ. Hann er einn af örfáum einræðisherrum úr röðum hers- ins sem enn ríkja í Rómönsku Ameríku. Strössner er aldraður maður og það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Því verð- ur enn bið á því að landsmenn fái um frjálst höfuð strokið. Sambúð ríkis og kirkju var að mestu snurðulaus framan af blóð- ferli Strössners enda virtu báðir aðilar lögsögu hins. Það er til marks um þetta að Strössner hef- ur aðeins þurft að reka 17 guðs- menn í útlegð fyrir múður og mótmæli. En nú er öldin önnur. Klerkar landsins virðast ekki átta sig á því lengur hvað til síns friðar heyrir. Þeir hafa nefnilega fallið kylliflat- ir fyrir brasilískri „heresíu", vil- lutrú sem er að gera pótintáta Páfagarðs gráhærða, sjálfri „frelsunarguðfræðinni. “ Og þá er það sjálf fréttin. Strössner, eða einhverjir skó- sveina hans, fluttu spænska'n jes- úíta, kristmunk, nauðugan úr landi í gær. Juan de la Vega var tekinn höndum í fyrri viku fyrir að flytja fyrirlestra um „frelsun- arguðfræðina". Með öðrum orð- um: hann hvatti kollega sína til þess að taka höndum saman við alþýðu landsins og velta einræðis- herranum úr sessi. Guðfræðileg rök fyrir þeirri hvatningu sótti klerkur í II. Mósebók Gamla testamentisins. Strössner sér engan mun á marxisma og „frelsunarguð- fræði" enda kærir hann sig koll- óttan um isma og fræði. Hann þekkir hinsvegar vel muninn á sínum fáu en góðu vinum annars- vegar og fjölmennu fjendaliði hinsvegar. Þótt Juan de la Vega teljist klárlega til hinna síðarnefndu þurfti hann ekki að dúsa í myrkrastofu Strössners nema í þrjá daga. En hann hafði ekki gengið laus nema skamma hríð þegar þrír óeinkennisklæddir menn viku sér að honum á götu, tóku hann höndum og tróðu hon- um inní bifreið. Þvínæst var ekið að Iandamærum Paragvæ og Arg- entínu og fanganum hrundið yfir. Reuter/-ks. Alþjóðleg sölumennska Nestlé - hollvinurbamanna Alþjóðareglur brotnar. Purrmjólkhaldið að brjóstmylkingum. Pelagjöfverður 1 miljón barna að aldurtila á ári hverju íþriðja heiminum. Nestlé-auðhringurinn telursig vitabetur Nestlé-fjölþjóðaauðhringurinn er sakaður um að ógna lífi milj- óna barna í þriðja heiminum með því að efna ekki loforð um að stöðva dreifingu á þurrmjólk til mæðra og heilbrigðisstétta. Þrátt fyrir varnaðarorð sérfræðinga á vegum Alþjóða heilbrigðisstofn- unarinnar - (WHO) að þesshátt- ar drukkur, beri sök á dauða hvítvoðunga og ungbarna í þriðja heiminum og ietji mæður til brjóstagjafar, telja forráðamenn Nestlé sig vita betur og hafa tekið upp á nýjan leik fyrri iðju. Nestlé-fyrirtækið hætti dreif- ingu á þurrmjólk til þriðja heimsins árið 1984, eftir að al- þjóðastofnanir og félagasamtök víðsvegar um lönd höfðu rekið hatramma baráttuherferð gegn athæfi fyrirtækisins um sjö ára skeið. Nestlé féllst þá á að beygja sig undir ok samþykkta Álþjóða heilbrigðisráðsins og Barnahjálp- ar Sameinuðu þjóðanna um að óheimilt væri að gefa barnamat og þurrmjólk til fæðingarspítala í þriðja heiminum og hvetja heilbrigðisstéttir til að halda frammi „ágæti“ þurrmjólkur við mæður. Það var árið 1970 sem Nestlé var staðið að því að reka óvægna auglýsinga- og áróðursherferð fyrir notkun þurrmjólkur í ýms- um löndum þriðja heimsins þar sem læsi er takmarkað og hreint neysluvatn af skornum skammti. Mæður voru hvattar til þess að leggja af þann „plagsið" að hafa börn á brjósti, og gefa í staðinn undraformúlu Nestlé og heil- brigðisstéttum voru gefnar vil- landi upplýsingar um kosti þurr- mjólkur. Mergur málsins er hins vegar sá að pelagjöf þar sem neysluvatn er ekki uppá það besta og van- næring er landlæg, er nánast dauðadómur yfir brjóstmylking- um. Áætlað er að allt að ein milj- ón barna í þriðja heiminum deyi árlega af völdum vannæringar og steinsmugu sem rekja má með beinum hætti til pelagjafar. Nestlé hefur einkum verið sak- að um að dreifa þurrmjólk í miklu magni í ýmsum Asíu-lönd- um og samkvæmt skýrslum fyrir- tækisins sjálfs hefur sala á þurr- mjólk aukist mikið uppá síðkast- ið í Austurlöndum nær. Samkvæmt athugun sem tók til 51 sjúkrahúss í Suðaustur Asíu, kom í ljós að Nestlé hafði gefið þurrmjólk til þriggja fjórðu hluta þeirra - og í mun meira magni en keppinautar fyrirtækisins á sviði þurrmj ólkurframleiðslu. - Fulltrúar fyrirtækisins koma hingað reglulega og gefa okkur þurrmjólk til reynslu, er haft eftir lækni í Singapore, - okkur finnst ekki annað við hæfi en að dreifa þurrmjólkinni til mæðra - annað væri sóun. Ég er þó ekki allskost- ar sáttur við þetta því ég veit að móðurmjólkin er hollari. En hvað annað á ég að gera við alla þessa þurrmjólk? Fyrirtækið er jafnvel svo ósvíf- ið við að koma varningnum út og tryggja sér nýja markaði, að það hefur útbýtt þurrmjólk með því fororði að hún lækni steinsmugu, einmitt þegar börnin hafa mesta þörf fyrir móðurmjólkina. Forsvarsmaður stjórnar auð- hringsins telur sig þó ekki þurfa að biðjast afsökunar á einu né neinu. - Ég sé enga ástæðu til að biðj- ast afsökunar þrisvar á dag bara af því að eitthvert fólk úti í bæ ætlast til þess. Ef þú ætlar að spyrja mig um þetta þá ert þú að spyrja um frjálst einkaframtak og kapítalisma. Að mínu mati er óheftur kapít- alismi bestur til þess að tryggja mönnum frelsi og framfarir. Þetta er hreint stórkostlegt efna- hagskerfi. Svo mörg voru þau orð. -Morning Star/rk Þurrmjólk frá Nestlé gefur hraustlegf og gott útlit, bætir meltinguna... Undir slíku yfirskyni hefur Nestlé-auðhringurinn verið staðinn að því að halda þurrmjólk að heilbrigðisstéttum og hvetja mæður til að hætta að hafa börn sín á brjósti og kveða um leið upp dauðadóm yfir einni miljón barna á ári í löndum þriðja heimsins. Miðvikudagur 27. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.