Þjóðviljinn - 28.07.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.07.1988, Blaðsíða 2
.*-rrrrvir*rT iTfrv FRETTIR Skólp Mengunarvandi víða um land Á Akranesi leggur ódaun yfir bœinn. Skólprœsi opin og ná ekkiútísjó. Skólp fer í höfnina á ísafirði. Tugmiljóna framkvœmdir Aflestum þéttbýlisstöðum landsins er frárennsli frá hol- ræsum mikið mengunarvanda- mál. A Akranesi ná lagnir víða ekki út í sjó svo fjörur eru þaktar saur og öðrum úrgangi frá hol- ræsakerfi bæjarins. Hjá Holl- ustuvernd fengust þær upplýsing- ar að þetta væri landlægt vanda- mál og meðal annars hefði borist kæra frá ísafirði þar sem skólp rennur í höfnina. Skagablaðið segir frá holraesa- vandamáli Akurnesinga og tekur viðtal við Hannes Þorsteinsson líffræðing. Hannes segir að sveitarfélögum beri að ganga þannig frá holræsum að úth- laupin nái út að fjöruborði í stór- straumi. Raunveruleikinn sé hins vegar víðs fjarri þeirri kröfu. Á Akranesi sé ástandið verst við Ægisbraut þar sem úrgangur safnist í stóra polla í fjöruborðinu svo daun leggi yfir bæinn. Mikil hætta er á smiti alls konar sjúkdóma getur stafað af þessum úrgangi sem er morandi af bakt- eríum. En bæði börn og gæludýr leika sér í fjörunni. Birgir Þórðarson hjá Hollustu- vernd sagði þetta ástand nánast Tveggja saknað Báturínn fannst mannlaus Leitað ífjörum út með Siglufirði r Igærmorgun fundu leitarmenn gúmmíbát mannanna tveggja frá Siglufirði, sem leitað hefur verið að frá því á þriðjudags- kvöld. Mannanna, sem eru á þrítugs- aldri, er enn saknað. í gær voru fjörur gengnar fram í myrkur, allt frá Þórðarhöfða og út að Sauða- nesi, en báturinn fannst undir Strákafjalli. í dag verður sama svæði gengið. í fyrrinótt tóku um 50 manns þátt í leitinni í slæmu veðri og komu björgunarsveitarmenn frá Sauðárkróki, Hofsósi og úr Fljót- um, heimamönnum til aðstoðar. Auk þess nutu þeir aðstoðar þyrlu landhelgisgæslunnar. mj Geysisgos Sápa sett í hverinn Næsta laugardag lætur Geysis- nefnd setja sápu í Geysi í Hauka- dal klukkan 13. Ef veðurskilyrði verða hagstæð má búast við gosi skömmu síðar. Þeir sem verða á ferð um uppsveitir Árnessýslu munu ugglaust fyigjast með þess- ari tilraun. En hvað verður af sápunni? Ekki er vitað til að heilbrigðis- fulltrúinn í Árnessýslu hafi skipt sér af því svo að ætla má að hún valdi ekki teljandi mengun. ríkja á öllum þéttbýlisstöðum landsins. f því sambandi mætti benda á Kópavog og Seltjarnar- nes en nýlega væri búið að setja upp tvær nýjar dælustöðvar í Reykjavík sem bættu ástandið þar nokkuð. Birgir sagði að hol- ræsavandamálið hefði verið kært á ísafirði þar sem skólpið færi í höfnina. Eftir að nýtt sjúkrahús tæki til starfa á ísafirði ætti þetta eftir að versna þar. Skólpið frá sjúkrahúsinu mun fara beint út í Pollinn, sem hefur verið stolt bæjarbúa. Áð sögn Birgis er víða verið að vinna að endurbótum. En í flest- um tilfellum kostuðu endurbætur tugi miljóna og þar stæði hnífur- inn í kúnni. Vinna við lagnir út í sjó væri mjög dýr. Þá væri frá- rennsli skólps mikið vandamál á stöðum eins og Hveragerði þar sem skólp væri leitt út í á ásamt úrgangi frá ullarþvottaverk- smiðju. Heilsuhælið hefði nánast dælt úrgangi í túnfótinn hjá sér en nú hefðu menn þar tekið við sér. Birgir sagði að kannski þyrfti markvissara eftirlit og reglur frá heilbrigðisyfirvöldum í þessum efnum. -hmp Á biðstofunni. Sjúklingar eiga ekki að vera feimnir við að biðja lækni að skýra hlutina út fyrir sér, segir Olafur Ólafsson landlæknir. Enda sé það skylda lækna að upplýsa sjúklinginn. Mynd: Ari. Heilbrigðismál Skríflegt samþykki Ólafur Ólafsson landlæknir: Sjúklingar gefi skriflegt samþykkifyrir meiriháttar aðgerðum. Um 500 kvartanir borist á 8 árum. 170-80% tilfella lýkur máli með sáttum með lögfræðing með sér til lækn- hér á landi innan fárra ára. Á is, segi ég fyrir mig að þá nenni ég þeim litlu umræðum sem átt þessu ekki lengur,“ sagði Ólafur. hefðu sér stað á meðal lækna Þetta kerfi fríar lækni ekki af heyrðist sér að þeir tækju þessari mistökum sínum, að mati Ólafs. w * Olafur Olafsson landlæknir leggur til að sjúklingar gefi skriflegt samþykki sitt fyrir meiriháttar aðgerðum. Með því staðfesti sjúklingur að læknir hafi skýrt út fyrir honum tilgang að- gerðarinnar, gang hennar og mögulegar afleiðingar. Síðan 1980 hafa 500 kvartanir borist landlæknisembættinu. 1 30% til- fella eru kvartanir vegna meintrar rangrar meðferðar og I 20% tilfella vegna samskiptaörð- ugleika læknis og heilbrigðis- starfsfólks. Ólafur viðrar þessa hugmynd sína í Læknablaðinu. í samtali við Þjóðviljann sagði hann að hug- mynd sín væri sú að skriflegt sam- þykki sem þetta hnykkti á um að læknar skýrðu sjúklingum frá til- gangi aðgerða, hvernig þær færu fram og um mögulegar afleiðing- ar þeirra. „Við lítum svo á að það sé skylda hvers læknis að gera þetta og það hafi orðið töluverð breyting á samskipum læknis og sjúklings frá því sem var,“ sagði Ólafur. Hann sagði mikla áherslu lagða á það við menntun lækna- stúdenta að þeir skýrðu málin vandlegafyrirsjúklingum. Flestir læknar sinntu þessu vel en auðvit- að vildi þetta bregðast eins og annað. Ólafur leggur til að aðferð Breta verði tekin upp í þessum efnum en ekki Bandaríkja- manna. En hún er sú að skýra frá tilgangi aðgerðar, gangi hennar og mögulegum afleiðingum. í Bandaríkjunum væri talin upp röð eftirverkana. Sú leið hefði leitt til mikilla málaferla. „Ef sjúklingur þarf að fara að mæta Læknir verði alltaf að bera ábyrgð á faglegum mistökum. Hins vegar geti aðgerðir stundum misfarist án þess að nokkur mannlegur máttur geti komið í veg fyrir það. Þess vegna sé mikil- vægt að sjúklingur sé vel upplýst- ur um það sem á að gera við hann. Ólafur er vongóður um að kerfi sem þetta verði tekið upp hugmynd vel, sérstaklega ungir læknar. Að sögn Ólafs koma hlutfalls- lega upp jafn mörg mál hér á landi og á hinum Norðurlöndun- um. En munurinn væri sá að hér lyki þeim mun oftar með sáttum eða í 70-80% tilfella. Þá hefðu hærri bætur verið greiddar hér en á hinum Norðurlöndunum. -hmp Úrhelli Skriðuföll og flóð Ólafsfjarðarmúli og Siglufjarðarvegur lokuðust vegna skriðufalla. Vegaskemmdir og vatnsflaumur í minkabúi í Vopnafirði Um norðan- og austanvert landið hefur rignt hressilega síðustu daga og í gær höfðu veg- agerðarmenn í nógu að snúast við, að lagfæra skemmdir af völd- um vatnavaxta. Mest úrhelli var í fyrrinótt og mældist úrkoman 50 mm á Sigl- unesi. Þá lokuðu skriður og grjót- hrun bæði Siglufjarðarvegi og Ól- afsfjarðarmúla. Að sögn lögreglu á Siglufirði varð hrun á nokkrum stöðum á Strandavegi og stór skriða féll austan við Stráka- göngin. Mönnum var leyft að fara um veginn í gærdag, en þá hafði veðrinu slotað og búið að hreinsa það mesta af veginum. Rignt hafði nær samfellt á Sig- lufirði í um viku, en á mánudag og þriðjudag færðist veðrið í aukana og var ekki hundi út sig- andi, eins og lögreglan komst að orði. Vegaeftirlitsmaður á Akur- eyri, sagði að ýtt hefði verið því mesta af veginum um Ólafsfjarð- armúla og mætti segja að hann væri fær. Engum væri þó ráðlagt að fara vegna hættu á grjóthruni, meðan enn rigndi. Endanlegri viðgerð yrði ekki viðkomið fyrr en veðrið gengi niður. Á bænum Svínabökkum í Vopnafirði flæddi vatn inn í minkahús er Haugsá braut niður vamargarð. Að sögn Jóhönnu Jörgensdóttur, eru þau með á 4. þúsund minka í 2 húsum og náði vatnshæðin í húsunum, um 50 sm. Búrin eru í meiri hæð og sak- aði minkana ekkert. Hins vegar gróf vatnsflaumurinn undan öðru húsinu og taldi hún það vera einn og hálfan metra á 10 m löngum kafla. Við brýr á Sunnudalsvegi í Vopnafirði rofnuðu vegir og urðu þrír bæir einangraðir, þar til við- gerð lauk í gær. Á veðurstofunni fengust þær upplýsingar að nú væri að draga úr veðrinu. í dag héldist norðan- áttin, en á morgun ætti að verða meira og minna þurrt um allt land. mj ísafjörður Bæjarsjóður illa staddur Gjöld 29,7 miljónir umfram tekjur 1987. Fjármagnskostnaður 40 miljónir, framkvæmdir69. Forseti bœjarstjórnar: Getum ekki dregið úrframkvœmdum við höfn og grunnskóla gerði ráð fyrir og fara vextir mest arframkvæmdir. Verið er að fram úr, eða nálægt 15 miljónum f~\ rt /% *- 1 /T 1 iim r | ársreikningi bæjarsjóðs __________ Isa- Qarðarkaupstaðar fyrir 1987, kemur fram mun verri niður- staða en gert var ráð fyrir í fjár- hagsáætlun. Um 29,7 miljónir vantar upp á að telyur hafi staðið undir heildargjöldum bæjar- sjóðs, - sem hefur þurft að fjár- magna með lántökum og þá einn- ig allar afborganir lána, segir í skýrslu bæjarstjóra, sem rakin er í staðarblaðinu Bæjarins besta. Rekstrargjöld og útgjöld vegna framkvæmda, sem hlutfall af rekstrartekjum, voru 114% og hefur þetta hlutfall ekki verið hærra síðan 1982. Tekjuafgangur er 29 miljónum minni en áætlun og á eftir koma 6 miljónir um- fram í launagreiðslur. Kristján Jónasson, forseti bæjarstjórnar, sagði gífurlega hækkun vaxta stærstan þátt í slæmri útkomu, en á síðasta ári voru útgjöld vegna fjármagns- kostnaðar um 40 miljónir á með- an til framkvæmda og fjárfest- inga fóru 69 miljónir. Hann sagði að við upphaf kjörtímabilsins hefði verið talið mögulegt að fara út í verulegar framkvæmdir og það gert. Stærstu póstarnir hafa verið bygging stjórnsýsluhúss og hafn- stækka grunnskóla og nýtt íþrótt- ahús er í byggingu og unnið hefur verið við úrbætur á vatnsmálum ísfirðinga. — Úr hafnarframkvæmdum drögum við alls ekki. Getum það ekki vegna þeirrar þjónustu sem inna þarf af hendi við bátaflot- ann. Hann og fiskvinnslan standa nú einu sinni undir þessu öllu saman. Grunnskólinn og íþrótta- húsið eru líka framkvæmdir sem við getum ekki dregið, sagði Kristján er hann var inntur eftir því hvort ákveðinn hefði verið samdráttur í framkvæmdum vegna stöðu bæjarsjóðs. mj 2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 28. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.