Þjóðviljinn - 28.07.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.07.1988, Blaðsíða 2
VISPRSQ Í'ÉRÐÁBLÁÐ Karl Sigurhjartarson Kunnum fram í fingurgóma að ferðast s Forvitni sem rekurfólk áfram. Uppsveifla íferðalögum Islendinga síðustu ár. Langferðir vinsælli. Asía, Ameríka og Afríka Ferðamáti íslendinga hefur kannski ekki verið beinlínis til umræðu að undanförnu heldur enn frekar ferðamáti erlendra ferðamanna hér á íslandi. Þeir virðast flæmast burt frá landinu vegna dýrtíðar og óhóflegs okurs iðnaðarfrömuðanna og verslun- arinnar. En hvað um Islendinga sjálfa? Það er forvitnilegt að kanna hvað verður almennt um Islendinga á sumrin... Karl Sigurhjartarson formaður Félags íslenskra ferðaskrifstofa hefur lifað og hrærst innanum ferðalög og ferðamennsku um langt skeið og því hafsjór fróð- leiks um ferðalög og ferða- mennsku í hinum víðasta skiln- ingi. - Ferðamáti Islendinga hefur breyst þó nokkuð á síðustu árum. Það hefur orðið sveiflukennd þróun, ef hægt er að nefna eitthvað á þann veg. Ferðalögum hefur fjölgað mikið. Mikil upp- sveifla orðið, segir Karl. Uppsveifla - Uppsveiflan varð stærst kringum 86-87 en þá var talað um að aukningin hefði orðið kring- um 20%, hvort árið, sem hlýtur að teljast nokkuð mikið. Af því var stór hluti í sólarlandaferðum, en sólarlandaferðum hefur aftur farið fjölgandi á síðustu árum. - Ef maður lítur aftur um 5 til 6 ár, sér maður nokkuð miklar breytingar verða, og sveiflur. Á þeim árum uppgötvuðu íslend- ingar sumarhúsin og um svipað leiti flug og bfl, en á þeim árum var vaxtarbroddurinn þar. Eftir að það tók smám saman að mett- ast hafa sólarlandaferðirnar aftur tekið við. Þeim hefur aftur farið fjölgandi síðustu 3 árin. - Nú á allra síðustu árum hefur það færst í aukana að fólk vilji fara í lengri ferðir. Til Asíu eða Suður-Ameríku. Til Bandaríkj- anna og Flórída. Bandaríkin urðu að vísu óvinsælli eftir að doilaragengið reis svo eftirminni- lega en eftir að það lækkaði aftur hefur aðallega ferðum til Flórfda farið fjölgandi. Hafa gengisbreytingar þá svo djúpstœð áhrif á ferðalög og oft er látið í veðri vaka? - Já, já. Fólk er alltaf í verð- samanburði, öllum stundum. Það er greinileg tilhneiging í þá veru. Auðvitað er það ekki svo að um leið og heyrist af gengisbreytingu þá sé gengið frá breytingum á ferðum, það eru lengri sveiflur í þessum málum. En hvernig standa íslenskir ferðamenn að vígi? Eru þeiralveg vonlausir útí heimi? - íslendingar eru orðnir nokk- uð góðir. Þeir standa sig nú oftast miklu betur en aðrir. Þeir eru að mestu að verða sjálfbjarga ferða- menn og gefa öðrum þjóðum ekkert eftir í þeim efnum. Það hefði kannski verið hægt að segja eitthvað miður gott um íslenska ferðamenn fyrir 15-20 árum, en nú kunna íslendingar fram í fing- urgóma að ferðast. Hversvegna? - Fólk byrjar svo snemma að ferðast núna. Krakkarnir fara orðið með foreldrunum hvert á land sem er, og því er það einsog þeim eiginlegt að ferðast um framandi lönd. Eftir 2-3 slíkar ferðir með fjölskyldu og farar- stjórum eykst sjálfstraustið og viðkomandi treystir sér frekar til að takast á hendur ferðalög til framandi landa. - Fólki óx svo í augum að fara út í heim, en nú eru fleiri og fleiri sem eru að læra það. Tölur og met ■ - Framanaf þessu ári var útlit fyrir algjört metár. Fyrstu fjóra mánuðina varð gífurleg aukning á ferðalögum, komu og brott- förum til og frá landinu, en síðan rénaði það lítillega, sló á það. - VR verkfallið hafði mikil áhrif á flæði ferðamanna inní og útúr landinu. Það gerði það tals- vert lengi eftir að það var afstað- ið, sem var kannski eðlilegt. En þær gengisfellingar sem hafa orð- ið á þessu ári hafa haft mjög mis- munandi áhrif. Sú fyrri, 6% gengisfellingin, svo gott sem snerti ekki við ferðamönnum og ferðamennskunni hér, en sú síðari, 10% gengisfellingin, hafði mun meiri áhrif. Með fullri virð- ingu fyrir baráttu launþega fyrir bættum kjörum, þá nær það ekki nokkurri átt að lítill þjóðfélags- hópur geti stöðvað allar sam- göngur til og frá landinu. Þessu er öðru>'ísi farið á meginlandi Evr- ópu, - þó flug stöðvist þar, skapast aðeins óþægindi af því, kannski veruleg, en menn hafa þó möguleikann á að komast ferða sinna í bíl eða með járn- braut. - Ef skoðaðar eru tölur frá síð- asta ári og bornar saman við það sem af er þessu ári má sjá að það hefur orðið 13% aukning íslend- inga í útferðum. Það er nokkuð mikið, því ferðalögum landans hafði þá fjölgað svo mikið að það varð metár. Þetta er því met á met ofan! - En erlendum ferðamönnum fækkaði. í júní einum má sjá miklafækkun Bandaríkjamanna, eða um 1300 manns, miðað við síðasta ár, en á móti kemur að fólki frá öðrum hornum heimsins hefur fjölgað mikið, um 800, þannig að fækkunin hefði getað verið meiri og haft víðtækari áhrif en hún gerði. - Það er nú merkjanlega minna um flug-og-bfl farþega en áður. Kannski útaf Lion Áir mál- inu. Þar eru 2000 - 2500 manns sem hefðu komið á ferðaskrif- stofur að öllum líkindum ef þetta hefði ekki boðist þeim. Blessuð sólin En, fyrirgefðu, maður vindur sér úr einu í annað, eru áberandi einkenni á þessum langferðum sem fólk er farið að taka sér á hendur, til Asíu, S-Ameríku eða N-Ameríku? Hvað eiga þessar ferðir sammerkt? - Tja, það er glettilega oft sem fólk vill vera í sól. Þetta sólarleysi okkar hérna uppi hrekur okkur alltaf til þess að þrá hana meir en kannski góðu hófi gegnir. - í þessum langferðum virðist fólk nefnilega oftast vera að sækj- ast eftir sólríkum stöðum sem það í leiðinni getur fengið mikið út úr að sjá. Upplifað einhver ævintýri um leið og það verður útitekið og sællegt. Fólk viil kannski vera um kyrrt í viku á sólarströnd; Pattaya, Copaca- bana, Hawaii, en ferðirnar taka oftast um þrjár til fjórar vikur. - Og siglingar, fólk virðist fara meir í siglingar nú. Kannski í rómantískar siglingar á Karab- íska hafinu, eða eitthvað slíkt. - Það er eiginlega beggja blands hvernig fólk skipuleggur ferðirnar sínar. Það fer bæði með skipulögðum hópferðum og eins jafnvel í örsmáum hópum, tvenn hjón eða eitthvað slíkt. Þá er ferðin eiginlega „klæðskera- saumuð“ fyrir fólkið. Það nostrar þá mikið sjálft við að velja góða viðkomustaði. - Yfirleitt vill fólk taka þátt í skoðunarferðum og sjá sem mest af þeim löndum sem það ferðast um. Þetta er líka að breytast í sólarlandaferðunum. Þessum hefðbundnu. Menn vilja hafa eitthvað fyrir stafni,. hafa eitthvað að gera. Það er ekki nóg að liggja bara og flatmaga á ein- hverri strönd svo vikum skipti án þess að líta dulítið í kringum sig. Sjá það umhverfi almennilega sem maður er í. ... ofurölvi? - Það er liðin tíð að fólk sé ráf- andi um ofurölvi útí heimi einsog algengt var áður fyrr. Ég held ís- lenski ferðamaðurinn sé að verða Karl Sigurhjartarson: Fólk vill sjáeitthvað nýtt, eitthvað sem ekki sést héreða í næsta nágrenni, hið óvænta. Það er og á að vera forvitni sem rekur fólk áfram. n L Hvernig sem á stendur Við erum á vakt allan sólarhringinn J /(W^YfTU4p \ HREVn LL 68 55 22

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.