Þjóðviljinn - 28.07.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.07.1988, Blaðsíða 3
búinn að læra sína lexíu í þeim efnum. Við höfum þurft að þola það miklar ákúrur vegna þessa. - Guðmundur Steinsson gerði þessu góð skil í leikritinu Sólar- ferð. Það leikrit átti að gerast á Spáni og lýsti ástandinu einsog það var á þeim tíma afskaplega vel. Dró upp raunsanna mynd af ástandi þeirra ára. Nú er hinsveg- ar annað uppá teningnum. Flest okkar hafa lært af þessu. - Fólk fer miklu meira með börnin með sér núna, en áður var meira um að fólk tæki þau alls ekki með í ferðalagið útí heim. Það var einsog heimahagafjötrun yngstu kynslóðarinnar. Blessun- arlega er það að mestu liðin tíð. Fólk er hætt að koma börnunum í fóstur hingað og þangað meðan það fer að sjá heiminn. Félagið Segðu mér nú eitthvað frá fé- laginu sem þú ert í forsvari fyrir. Hvað lœtur Félag íslenskra ferða- skrifstofa til sín taka? - Já, Félag íslenskra ferða- skrifstofa er samnefnari fyrir 18 ferðaskrifstofur sem hafa rúm- lega 90% hlutdeild í íslenska ferðaskrifstofumarkaðnum. Við köllum það hagsmunasamtök okkar og það virkar prýðilega á þann veg. Það getur barist vel og ötullega fyrir okkar sameiginlegu málum. - Við áttum í vetur það sem við skulum kalla samningaviðræður við greiðslukortafyrirtækin. Þær enduðu vel fyrir báða aðila. - Það sem núna brennur á fé- laginu er ósanngjörn sanikeppni frá ýmsum aðilum, samanber Lion Air málið. Það sem styggir okkur í því máli er að þsar er á ferðinni leiguflug án trygginga. Launþegasamtölt komast upp með að selja ferðir úr landinu án þess að þurfa að leggja til grund- vallar þær tryggingar sem okkur sem stöndum í atvinnurekstri er gert að leggja fram til að mega ferja fólk útúr landinu. - Við þurfum, hver ferðaskrif- stofa, að leggja fram til samgöng- umálaráðuneytisins 4 miljóna bankatryggingu með bakveði. Tryggingu sem bankinn lætur ráðuneytið vita af áður en við fáum leyfi til að flytja nokkurn mann á okkar vegum. - Tryggingin á að tryggja að lendi farþegi í ógöngum vegna mistaka ferðaskrifstofunnar, eða ef hún kannski verður gjald- þrota, þá geti hann komist heim en ílengist ekki útí heimi án alls. - Síðan eru aðilar, launþega- samtök, ýmis kvennasamtök og fleiri og fleiri sem selja flugferðir án þess að þurfa að leggja neinar ábyrgðir til grundvallar. Við erum með atvinnurekstur í gangi með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. Við erum með skrifstofuhald, fjarskipta- kostnað og gott starfsfólk, sem veitir viðskiptavinum okkar alla nauðsynlega þjónustu, því það er sjaldnast sem viðskiptavini nægir sæti í flugvél frá og til íslands. Og það er mesti misskilningur að hægt sé að vinna þessa vinnu ann- arsstaðar á betri eða ódýrari hátt en gert er hjá ferðaskrifstofum. Okkur eru sett ákveðin skilyrði og við erum ekkert að flýja þau. Við skjótum okkur ekkert undan að uppfylla þau en það getur ekki talist sanngjarnt að aðrir aðilar skuli geta staðið í þessu í beinni samkeppni við okkur án þess að þurfa að uppfylla sömu skilyrði. - Við höfum kvörtunarnefnd líka. Henni má ekki gleyma. Fé- lagið og Neytendasamtökin standa að þessari nefnd en hún hefur til meðferðar mál þar sem ferðamaðurinn leggur fram kvartanir og jafnvel skaðabóta- kröfur vegna kannski þess sem honum finnst vera svik ferða- skrifstofunnar eða eitthvað í þá veruna. Nefndin reynir svo að taka óvilhalla afstöðu í málinu. - Þannig að sé þetta tekið sam- an þá er eiginlega tilgangur fé- lagsins að stuðla að ábyrgum og heiðarlegum starfsháttum. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Þjónustan og vœntingarnar - Almennt gera menn sér ekki grein fyrir því að íslensku ferða- skrifstofurnar veita miklu betri þjónustu en annarsstaðar. Ó, þetta virðist vera einsog eitthvert leiðinda sjálfshól þegar maður segir það, en svona er það bara. - Kannski ræðst þetta af því að okkar er kunningjaþjóðfélag. Það er einsog máður sé alltaf að skipta við bróður eða frænda, eða altént félaga, þegar maður er að sinna íslenskum viðskiptavin. - Á hvern íslenskan farþega FERÐABLAÐ eru líka fleiri leiðsögumenn held- ur en gerist og gengur erlendis og þar af leiðandi betri þjónusta. Ég held það sé af hinu góða. Það er persónulegra og ég held að ís- lendingar vilji hafa þetta svona. En heldur þú að ferðum til kannski Afríku og Asíu fjær eigi eftir að fjölga? Er eitthvað mikið búið að breytast? Maður hélt nú að Evrópa vœri nœrtœkust þegar ferðalög eru annarsvegar? - Veistu, ég held að margir ís- lendingar séu að verða búnir að gera Evrópu skil. Hún er ekki eins ný og hún var. Fólk vill sjá eitthvað nýtt, eitthvað sem ekki sést hér eða í næsta nágrenni, hið óvænta. - Sjáðu, tökum Brasilíu sem dæmi. Við eigum alveg eftir að skoða hana. I huga margra er Brasilía bara Rio de Janeiro. Ég vil helst ekki að fólk fari til Brasil- íu nema skoða landið vel og vandlega. Brasilía er ámóta stór og Bandaríki Norður-Ameríku. Það er hægt að fara um Amason svæðið og sjá Indíánana sem þar búa. Það ér hægt að fara til Salva- dor eða Recife, en þar er Afríku- menning sterkust og ríkust. í suð: vesturhorninu, nærri landa- mærum Argentínu og Paragvæ er gífurleg náttúrufegurð, þar eru íbúarnir mest frá Evrópu. - Það er misskilningur að ætla sér að það eina sem sé áhugavert í Brasilíu sé kjötkveðjuhátíð í Rio. Brasilía er svo miklu meira. - Svo er það Perú með sína Aztekamenningu og Mexíkó og strendurnar við flóann og margt fleira. Heimurinn nær virkilega út fyrir strendur Spánar. - Það er alltaf eitthvað nýtt að skoða. Fólk vill gera eitthvað nýtt, fara eitthvað annað en á staði sem það þekkir út og inn. Það er og á að vera forvitni sem rekur fólk áfram. TT SYKURIAUÍ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.