Þjóðviljinn - 28.07.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.07.1988, Blaðsíða 4
FERÐABLAÐ „Nei, Ari, sjáðu, ég er ekkert feit!“ Sigga Dóra dregur inn magann en Bryndís, virðist ekki hafa nokkrar áhyggjur af svoleiöis æfingum. Ætli þær hafi velt því fyrir sér hvort þær ætluðu að nota sólvarnaráburð númer 4 eða 7? Eða hvort til væri skilgreining á einhverjum sólvarnarstuðli? Mynd Ari. Nokkur heilræði hér! Áður en þú þeytir af þér hverri spjör og glennir þig framaní sól- ina, sem við hreinlega losnum ekki við af festingunni, ættirðu kannski að hugleiða dulítið heilræði og gagnlegan fróðleik um húðina og verndun hennar sem Apótekarafélag íslands hefur tekið saman í bækling. f bækiingnum er í stuttu máli gerð grein fyrir áhrifum sólskins á húð manna og bent á einföld atr- iði til þess að forðast óþægindi af þess völdum. Einnig er sagt frá því hvernig sólvarnaráburðir eru aðgreindir með svokölluðum sól- varnarstuðli. Aftast í bæklingn- um er tafla yfir það hversu háan sólvarnarstuðul sólvarnaráburð- ur ætti að hafa ef komast á hjá sólbruna fyrstu sólbaðsdagana í sumarfríinu. Það ætti því engum að dyljast að réttast er að fá sér þennan bækling án tafar en hann er hægt að fá endurgjaldslaust í öllum apótekum. - Húðlæknar vita núorðið að líkurnar á húðkrabbameini verða veruiegar ef húðin brennur snemma á lífsleiðinni, sagði Hjördís Claessen lyfjafræðingur í samtali við Þjóðviljann, en hún vann bæklinginn með hjálpgóðra manna. Hún sagðist hafa verið knúin til útgáfunnar vegna virð- ingarleysis fólks fyrir eigin húð og heilsu. Hér á eftir fer stuttur kafli úr bæklingnum: „Sólvarnarstuðull er tala sem segir til um hve mikla vörn tiltek- inn sólvarnaráburður veitir. Hann gefur til kynna hversu miklu lengur þú getur verið í sól- baði án þess að brenna miðið við að nota enga sólvörn. Dæmi: Getir þú verið hálftíma í sóibaði án þess að brenna þá getur þú verið 2 x háiftíma í sól- baði ef þú notar sólvarnaráburð nr. 2; og 6 x hálftíma í sólbaði án þess að brenna ef þú notar sól- varnaráburð nr. 6. Fyrir viðkvæma húð, eða húð sem er óvön sói, er rétt að nota áburð með háum sólvarnarstuðli (mikii sólvörn) í upphafi, og skipta síðan yfir í sólvarnaráburð með lægri sólvarnarstuðli eftir nokkra daga. Notið þó gjarnan áburð með mikilli sólvörn á nef, eyru og axl- ir, og einnig varir þar sem engin litarefni eru til varnar." Það var og. Auk þessa er að finna góð ráð áður en skrokkur- inn er beraður framaní sólina, upplýsingar um viðbrögð húðar- innar við sólargeislum, umfjöllun um spurninguna: „Eru sólböð skaðleg?" og margt, margt fleira. Örvar Kristjánsson leikur fyrir matargesti laugardags- og sunnudagskvöid Bjarkalundur ’88 • Limbóddn&keppni • Söngvarakeppnin (liUa) • Varðeidur 9 Grillveista • Hesuleiga • Bátaieiga 0 Karamellurigning 0 Hikir og íþróttir Hljómsvettin Stjómin Aida Ölafsdótlir Gretar Önrarsson (wwyiiMtj Upphafið á sjálfsagt mislöngu ferðalagi fyrir þá sem hér sjást. Hring- miöinn og tímamiðinn hefðu kannski breytt ferðaáætlunum þessara úlpuklæddu ferðamanna. Mynd - eik - Leiðabók BSÍ Á troðnum slóðum Langferðabílar BSI áferðum um vegi og vegleysur landsins. Hringmiðar, tímamiðar, sérferðir og venjulegar Sérstakan kafla um sérferðir er að fínna í nýjustu Leiðabók BSÍ. Það heyrir til nýmæla að þvíum- lfkt sé að fínna í leiðabókinni og því ekki úr vegi að nefna það lítil- lega. Um er að ræða ferðir frá Reykjavík, Akureyri, Mývatni, Egilsstöðum, Höfn í Hornafirði og Vík/Kirkjubæjarklaustri. Þarna er um að ræða að farið er með leiðsögumanni í annaðhvort styttri eða lengri ferðir og er í flestum tilfellum að finna upplýs- ingar um þann útbúnað sem ferð- alangurinn þarf að hafa með sér og hvað honum er ætlað. Frá Reykjavík er farið að Tröllafossi, í Borgarfjörð og Surtshelli, til Hólmavíkur, á Snæfellsnes og f Breiðafjörð, til Vestfjarða og í Látrabjarg, í Þórsmörk, í Landmannalaugar Fjallabaksleið nyrðri, um Sprengisand til Akureyrar og Mývatns og um hálendið og gist í tjöldum eða á hótelum. Frá Akureyri er hægt að fara í skoðunarferð um Eyjafjörð og siglingu um fjörðinn, í miðnætur- sólarferð til Ólafsfjarðar, í skoðunarferð til Mývatns og um Kjöl til Reykjavíkur. Frá Mývatni er hægt að fara í skoðunarferð um Mývatn, í Herðubreiðarlindir og Oskju, að Dettifossi og í Ásbyrgi og/eða Jökulsárgljúfur og einnegin er hægt að fara í Kverkfjöll. Frá Egilsstöðum er hægt að fara í skoðunarferð í Mjóafjörð, til Borgarfjarðar eystra og í Kverkfjöll. Frá Höfn í Hornafirði er hægt að fara á Vatnajökul og frá Vík/Kirkjubæjarklaustri eru ferðir í Lakagíga. Auk þessara ferða eru svo föstu áætlunarferðirnar þar sem fólk ferðast uppá sitt einsdæmi. Hringmiðinn og tímamiðinn eru nýjungar sem ekki hafa þekkst hér á landi í langferðum fyrr. Með hringmiða uppá vasann getur maður farið hringinn um landið á þeim tíma sem manni sjálfum hentar en hann gildir þó aðeins frá 1. júní til 15. septemb- er ár hvert. Bílstjórinn strikar einfaldlega út þann hluta hringvegarins sem maður hefur ekið. Tímamiðinn virkar lítillega öðruvísi. Maður kaupir einfald- lega vikumiða, eða allt uppí fjögurraviknamiða, og ferðast að vild innan þeirra tímamarka. Leiðbeiningarmerki Rataöuárétt Kannski hefði ekki farið svonafyrir honum þessum ef hann hefði notið tryggari leiðsagnar leiðbeiningarmerkja. Og þó. Mynd Sig. Náttúruverndarráð og Vega- gerð ríkisins, í samráði við Stétt- arsamband bænda, hafa nú ný- verið iokið endurskoðun á regl- um um leiðbeiningarmerki við þjóðvegi landsins. Heimílt er að nota svonefnd leiðbeiningarmerki við ákveðnar aðstæður en ákvæði um þau er að finna í reglugerðum nr. 414/1978 og 103/1988 um umferðarmerki. Þau eiga ekki að auglýsa ákveðna staði eða þjónustu heldur gefa vegfarandanum sem bestar upp- lýsingar. Þess verður sérstaklega að gæta að þau vísi ekki af leið á 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.