Þjóðviljinn - 28.07.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.07.1988, Blaðsíða 5
þjónustu sem hægt er að fá á stað sem liggur betur við. Þetta eru Iátlaus merki og í samræmi við alþjóðlegar venjur. Mikið er lagt upp úr samræmi í útliti þeirra og eru öll frávik óleyfileg. Helstu ákvæði er horfa til breytinga frá eldri reglum eru þau að ákveðið hefur verið að leyfa einföld stöðluð skilti sem benda á tímabundna sölu eða þjónustu á heimilum og eins hef- ur verið ákveðið að leyfa svoköll- uð „sólarhringsskilti" til að vísa á ýmsa viðburði í sveitum á meðan á þeim stendur. Óski þjónustuaðili eftir að sett verði upp leiðbeiningarmerki við þjóðveg skal hann kynna sér regl- urnar sem um það gilda og sækja skriflega um uppsetningu merkis eða merkja, til umdæmisverk- fræðings Vegagerðar risins við- komandi umdæmi. Ef umsóknin er samþykkt setja starfsmenn Vegagerðarinnar merkið upp þegar umsækjandi hefur greitt áætlaðan kostnað. Umsækjendur setja þó sjálfir upp staðarmerki (D35 og D36) að fengnu leyfi Vegagerðarinnar. Vegagerðin getur afturkallað leyfi fyrir leiðbeiningarmerki ef forsendur breytast. Pess er vænst að með þessari endurskoðun sé komið á móts við óskir flestra sem hlut eiga að máli og að góð samstaða náist um framkvæmd þessara mála, segir í kynningarriti um nýorðnar breytingar. Landmœlingar Feröakortiö, omissandi ferðafélagi I sumar kom út ný útgáfa af ferðakorti Landmælinga Islands. Annarsvegar er um að ræða eiginlegt kort, þar sem vestur- hluti landsins er á annarri hlið- inni og austurhlutinn á hinni, en hinsvegar er hægt að fá kortið í formi kortabókar og er það du- lítið öðruvísi fyrirbrigði en kortið sjálft. Kortið er prentað í sex litum, samkvæmt nýjum staðli, og auk vegakerfis og annarra upplýsinga fyrir ferðamenn sýna hæðarlínur landslagið. Jafnvel er nauðsyn- legt fyrir ferðamenn að endurný- ja ferðakortið reglulega þar sem á því eru aliar nýjustu uþplýsing- ar um nýja vegi og vegi með slit- lagi. Öll veganúmer eru merkt á kortið svo og vegalengdir milli staða. Kortabókin hefur að geyma sömu eða svipaðar upplýsingar og kortið sjálft en er dulítið öðru- vísi útbúin. Hún er í stærðinni 12 x 24,5 cm., 48 síður sem skiptast í 28 kortasíður og 20 síður með skýringum við kortin og leiðbeiningum til ferðamanna. Bókin er mjög hentug á ferða- lögum þar sem hún fer vel í vasa eða hanskahólfi bifreiðar. Bókin er í gormbandi sem gerir það kleift að hafa hana opna á þeirri kortasíðu sem óskað er. En þrátt fyrir allt er víst að hægt að finna marga verri ferð- afélaga en ferðakortið eða korta- bókina. " MATARBRÚSI" HEITUR O G KALDUR "MATARBRÚSINN" heldur heitum mat sjóðandi heitum í minnst 8 tíma og köldum mat ferskum.Tilvalið fyrir ferðamenn, veiðimenn og alla aðra sem vilja njóta heitrar eða kaldrar máltíðar á áningarstað. "MATARBRÚSINN" inniheldur 3 ryðfría stálpotta (18/10 eðalstál) með lokum sem öll þrýstast vel á pottana þegar " MATARBRÚSANUM" erlokað. HEILDSÖLUBIRGÐIR OG EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI LENKÓ HF. tMBJVEQ11-200 KÓPAVOQI - SÍMI46366 Verslunarmannahelgin r x grm ^ i Vik tt skemmtun fyrir alfa fiölskylduna Fjölbrev Hestaleiga, Utigrill og Varöeldur, Leikir og íþróttir, Flugeldasýnina, Útsýnisflug og siglingar, Minigolf, og margt fleira. Jón Páll Sigmarsson, Hljómsveitin Kaktus Vík '88 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.