Þjóðviljinn - 28.07.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.07.1988, Blaðsíða 10
FERÐABLAÐ Atlavík við Löginn, skömmu fyrir Verslunarmannahelgi 82. Mynd áþj. Útihátíðir Langhelgi við Löginn Stuðmenn, Strax, Bubbi, Megas, Sjón, BjarniAraog Sú Ellen. Firnamargtforvitnilegt á seyði íAtlavík ’88 Stuðmennirnir Egill og Valgeir í gapandi ham í Atlavík 84, en á þá hátíð kom Ringo Star, Hringursem við hvern sinn fingur lék af lífi og sál. í ár skína Látúnsbarkarnir skærast af öllum í Atlavík 88. í Atlavík verður stórhátíð um Verslunarmannahelgina. Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands hefur vcg og vanda af undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar sem endranær og er þar firnamargt forvitnilegt á seyði. Útihátíðarhljómsveitirnar Stuðmenn og Strax verða hátíð- argestum til helberrar gleði og stanslauss glaums en auk þeirra hefur Bubbi Morthens þekkst boð UÍA um að skemmta í Atla- vík. Auk þessara verða Megas, Bjarni Arason og Búningarnir, Bjartmar Guðlaugsson og Sú Ell- en frá Norðfirði í Atlavík um Verslunarmannahelgina. Hljóm- sveitin Ný Dönsk hefur einnig bæst í hópinn. Skemmtikraftar verða á svæð- inu, kannski flestir sjálfskipaðir úr röðum hátíðargesta, og með þeim hefur verið sett saman skemmtidagskrá. Sjón er einn þeirra sem áformað hefur verið að komi fram í nefndri skemmtidagskrá. Dansleikir verða haldnir föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld og á þeim leika hljómsveitirnar sem að framan hafa verið taldar. Síðdegis á laug- ardag verður haldin Látúnsbark- akeppni í Atlavík undir styrkri stjórn Stuðmanna og eru kepp- endur alls 40 úr 8 kjördæmum. Á sunnudeginum koma 16 hlut- skörpustu barkarnir fram og þá verður valinn Látúnsbarki hvers kjördæmis, alls 8 kandídatar. í beinni sjónvarpsútsendingu RUV í ágúst verður Látúnsbarki 88 valinn. Af öðrum skemmtiatriðum má nefna fallhlífastökkvara og kraftlyftingamenn. Náttúrufegurð er mikil við Löginn og því ætti skemmtisjúkum hátíðargestum að veitast fró í upplitinu frá glaumnum yfir hábjarta dagana. Hallormsstaðarskógur og ná- grenni hans svíkur engan og vís- ast er að fáir unni sér hvíldar frá gefandi gönguferðum um skóg- lendið og grösugar hlíðar við Löginn. A svæðinu er að finna veiting- asölur og salerni ef að líkum lætur og einnig er vísast að hátíðingum verði gert að tjalda á þartilgerð- um tjaldsvæðum, sem Skógrækt ríkisins starfrækir reyndar öll sumur. Frá Akureyri fara rútur BSÍ föstudaginn 29. júlí klukkan 8.15 og 17.00, laugardaginn 30. júlí klukkan 8.15 og sunnudaginn 31. júlí klukkan 8.15. Til baka frá Atlavík aftur á mánudeginum 1. ágúst klukkan 14.00 og 16.00 um Egilsstaði. Föstudaginn 29. júlí er hægt að komast frá Reykjavík til Atlavíkur, með því að skipta um bíl á Akureyri klukkan 17.00. Sætaferðir verða farnar föstu- daginn 29. júlí frá Neskaupsstað klukkan 15.30 og 19.30, frá Eski- firði klukkan 16.10 og 20.10, frá Reyðarfirði klukkan 16.30 og 20.30, frá Egilsstöðum í tengslum við áætlunarflug frá Reykjavík og áætlunarbfla frá Akureyri. Laugardaginn 30. júlí og sunnu- daginn 31. júlí verða sætaferðir frá Egilsstöðum eftir þörfum og einnig til baka. Mánudaginn 1. ágúst verða svo ferðir frá Atlavík eftir þörfum. Dýrast er að fara frá Reykja- vík, eða kringum 6 þúsund krón- ur báðar leiðir, en frá öðrum stöðum er verðið oftast í kringum 1 þúsund krónur. Inná svæðið þarf svo hver að greiða 4500 krónur. Útihátíðir Galtalækjarskógur Tjaldsvœði, unglingatjaldsvæði ogsérstök hjólhýsastœði. Fjölbreytt skemmtun án vímu Orðið er að venju að halda bindindismót í Galtalækjarskógi um Verslunarmannahelgina og svo sannarlega verður ekki brugðið útaf henni í ár. IOGT og íslenskir ungtemplarar standa að bindindismótinu en starfsmenn mótsins, sem eru fúsir til að leggja sig fram um að veita sem besta þjónustu, verða um 200 talsins og er lögð höfuðáhersla á að gestir mótsins njóti helgarinn- ar sem best. Aðalhljómsveit mótsins á palli verður hljómsveit Birgis Gunn- laugssonar en í tjaldi verða ung- lingahljómsveitirnar Kvass frá Stykkishólmi, Fjörkarlar frá Reykjavík og Que frá Dan- mörku. Aðrir tónlistarmenn eru Pálmi Gunnarsson og söngtríóið Fine Country Kids frá Kanada. Á mótinu verða einnig grínist- arnir Ómar Ragnarsson og Jó- hannes Kristjánsson eftirherma. Sterkasti maður heims, Jón Páll Sigmarsson mætir og skemmtir mótsgestum með ýmsum aflraunum. Af barnadagskránni er helst að nefna Brúðubflinn, hjólreiðakeppni BFÖ, söngvar- akeppni og skipulagða leiki og keppni fyrir yngstu börnin á morgnana. Aðrir dagskrárliðir eru meðal annars ökuleikni BFÖ, íslandsmeistarakeppni í dansi, Porvaldur Halldórsson annast helgistund, Valur Óskars- son stýrir fjöldasöng, varðeldur og flugeldasýning. Vinsælu leiktækin í Ævintýra- landi eru á sínum stað fyrir börn- in og á mótinu verður Tívolí sett upp mikið endurbætt. Næsta ná- grenni Galtalækjarskógar býður upp á fjölbreyttar og skemmti- legar gönguferðir, stuttar sem lam»ar. Ymislegt fleira verður gert fyrir mótsgesti. Verið er að kanna möguleika á svæðisútvarpi þar sem komið yrði á framfæri tilkynningum til mótsgesta og út- varpað dagskrárliðum á milli þess sem leikin yrði tónlist. Aðstaðan í skóginum fer batn- andi með hverju árinu. Á staðn- um er stórt veitingahús, hreinlæt- isaðstaðan er mjög góð og tjald- stæðin eru dreifð um stórt skógi- vaxið svæði. Sérstök stæði eru fyrir hjólhýsi og unglingarnir geta einnig haldið hópinn á sérstöku unglingatjaldstæði. Frá Umferðarmiðstöðinni fara Mótsgestirfylgjast með skemmtidagskrá á danspalli í Galtalæk. Mynd H. Óskarsson. rútur BSÍ föstudaginn 29. júlí klukkan 8.30 og 21.00, laugar- daginn 30. júlí klukkan 8.30 og 14.30, sunnudaginn 31. júlí klukkan 8.30. Frá Galtalæk eru ferðir sunnu- daginn 31. júlí klukkan 16.00 og mánudaginn 1. ágúst klukkan 13.00 og 16.00. Fargjald er 1200 fram og til baka. Einsog að framan greinir verð- ur dagskrá mótsins fjölþætt að venju og reynt er að höfða til allra aldurshópa svo að öll fjölskyldan geti komið og átt skemmtilega helgi í fallegu unhverfi án áfeng- is. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.