Þjóðviljinn - 28.07.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 28.07.1988, Blaðsíða 14
Stórfengleg sýning fyrir framan menningarhöllina í Tirana, höfuöborg Albaníu. Sperrtir pótintátar og nótintátur. Hvað geturðu hugsað þér betra en svíð og rófttstöppti í útíleguna — í bátsferðína — sem gjöf tíl vina erlendís eða skyndírétt í hádegínu ...? OSA svið og rófustappa hátíðaréttur í dósunum sem þú opnar með eínum fingrí. FERÐABLAÐ Albanía Luktasta. land á jörð í haust efnir ferðaskrifstofan Farandi til ferðar um Grikkland og Albaníu í samvinnu við MAI. Hér er ekki átt við mánuðinn heldur sérkennilegt félag sem hef- ur það að markmiði sínu að efla vináttu og menningartengsl milli Aibaníu og íslands. Með í för verður Sigurður A. Magnússon rithöfundur til leiðsagnar og hópnum til halds og trausts. Flogið verður frá íslandi 2. september til Grikklands og höfð tveggja nátta viðdvöl í Aþenu. Eftir skoðun höfuðborgarinn- ar verður ekið í rólegheitum í norðvestur að landamærum Al- baníu, en í leiðinni komið við á nokkrum sögufrægustu stöðum Grikklands sem fararstjórinn, Sigurður A. Magnússon, kann glögg skil á. Þessir staðir eru. Missólongi, Akriníon, Kalavríta, Preveza, Igoumenitsa, Jannina og fleiri. 7. september verður haldið inní Albaníu til 7 daga dvalar. Þar verður víða farið og margt for- vitnilegt litið og upplifað í þessu lokaðasta samfélagi samfélag- anna. Eftir að snúið er til baka til Grikklands er gert ráð fyrir 3-4 daga dvöl á eynni Korfu en því næst ekið um Kalabaka og Mete- óra á meginlandinu áður en flogið verður heim frá Aþenu um London. Sósíalíska Alþýðulýðveldið Albanía er ekki stórt land, aðeins 28.748 ferkílómetrar að flatar- máli, eða ámóta stórt og sem næmi fjórðungi íslands. Landið er á vestanverðum Balkanskaga við Adríahaf og á landamæri að Júgóslavíu og Grikklandi. í Al- baníu búa um 3 miljónir manna, þar af rúmlega 200 þúsund í höf- uðborginni Tirana. Albanía er að þremur fjórðu hlutum hálendi og skógi vaxin fjöll. Nýtanleg vatnsorka er gíf- urleg og margar raforkustöðvar hafa verið byggðar. í jörðu finnst meðal annars mikið magn af olíu, járni, nickel, krómi og kopar. Gróður er fjölbreytilegur og einnig dýralíf (dádýr, birnir, gaupur, úlfar, villisvín og fleiri). Loftslagið á láglendinu við ströndina er einsog í öðrum Miðj- arðarhafslöndum. Sólin skín svo að segja stöðugt allt sumarið og að vetrinum rignir. Meðalhiti dagsins á sumrin er 20-30 gráður. Albanía er náttúrufagurt land. Þar er fjölskrúðugt mannlíf og margt að sjá. í Albaníu er tekið af gestrisni á móti öllum þeim sem áhuga hafa á að heimsækja land og þjóð. Á leið sinni um iáglendið sér ferðamaðurinn frjósama akra teygja sig um allt þar sem áður voru mýrar og malarían geisaði. í Durres, sem er aðal hafnar- borgin og íslenskir Jórsalafarar áttu leið um, er verið að grafa ' upp hringleikahús frá dögum Rómverja og vantar tvo metra upp á að það nái sama þvermáli og Koloseum í Róm. Baðstrandirnar eru lausar við hina svokölluðu kóka-kóla menningu og blátært Adríahafið leikur við baðgestina. Albanir eru þar þúsundum saman í sumarfríi og á kvöldin er farið í göngutúra, dansað, horft á kvik- myndasýningu undir berum himni, farið á kaffihús þar sem hljómsveitin spilar tónlist sem er sérkennileg á margan hátt og sýnir vel að albönsk menning er á skurðpunkti austurs og vesturs, þjóðdansarar troða upp og tæki- færi gefst til að blanda geði við fólk. Albanskur himinn þar sem ernirnir voka, Fjöll þrungin af drekum, Sléttur í gullkófi, Auðugt haf af perlum sínum, Svona eru þcer, lendur okkar! (Lasgush Poradeci, 1898-1987) Guðrún Agnarsdóttir Á ferð ogflugi ✓ A leið á Nordisk For- um. Varíútlöndum og enn áður á leiðinni frá Landmanna- laugum í Þórsmörk - Ég verð á ferð og flugi á næst- unni. Eg fer á Nordisk Forum um mánaðamótin en það er nú eigin- lega bæði frí og vinna, sagði Guð- rún Agnarsdóttir, alþingismað- ur, er Þjóðviljinn náði af henni tali í miðjum pappírsönnum á Al- þingi, einmitt þegar maður hefði ímyndað sér að alþingismenn tækju sér frí. - Síðan vonast ég til að geta ferðast um ísland í viku, tíu daga, þegar þeirri ferð er lokið. Ætli ég verði ekki tæpa viku í Laxárdal í Þingeyjarsýslu en eftir það ræður veðurfarið því hvort ég verði næstu daga á Vesturlandi og fjörðunum eða á Austfjörðum, Guðrún Agnarsdóttir sagði Guðrún, - ég hlakka mikið til. Síðasta sumar fór ég útí heim, vegna útskriftar dóttur minnar, en þarsíðasta sumar fór ég í gönguferð úr Landmannalaugum og í Þórsmörk, og var í viku í Öræfasveit. Hvor vikan var hinni yndislegri. En, annars, ég mæli með göng- uferðinni, úr Landmannalaugum og í Þórsmörk fyrir hvern sem er. Það er dásamlegt að ganga þessa leið með góðum hóp. Um annarskonar ferðalög svara ég þannig til að ég er í miðju útópísku ferðalagi, heillandi ferðalagi, til að skapa eitthvað í nútímanum, sagði Guðrún Agn- arsdóttir. Góða ferð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.