Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 2
Góðar heimtur úr sigur- liðinu „Það er óhætt að segja að heimtur hafi verið góðar úr Reykjavík, en allir þeir sem skipuðu lið Reykvíkinga í spurn- ingakeppninni „Hvað held- urðu?“ auk hagyrðings, hafa not- fært sér verðlaunin úr undanúr- slitunum og verið gestir okkar hér á Melstað, auk þess sem þeim var boðið í mat á Vertshúsinu á Hvammstanga," sögðu þau séra Guðni Þór Ólafsson, prestur á Melstað í Miðfirði og eiginkona hans Herbjört Pétursdóttir, en þau reka gistiheimili í gamla prestshúsinu á Melstað. Það vakti töluverða athygli þegar boðið var upp á dvöl að Melstað sem verðlaun í spurning- akeppninni. Það var Herbjört sem átti hugmyndina að verð- laununum. „Ég vorkenndi fólkinu þetta eilífa konfektát og óttaðist að í undanúrslitunum yrði konfekt áfram í verðlaun. Ég hafði því samband við Ómar Ragnarsson og þá kom í ljós að engin önnur verðlaun höfðu verðið boðin. Ég spurði hann hvort þeir vildu ekki þiggja dvöl á Melstað sem verð- laun og hann tók því fengins hendi, enda þessi verðlaun tölu- vert í anda þáttanna.“ „Reykvíkingarnir hafa hegðað sér vel og tengslin við þetta fólk hafa orðið meiri en við venjulega gesti hér, enda voru þau hér í okkar boði,“ sagði Guðni Þór. „Það hefur verið mjög ánægju- legt að taka á móti þessu fólki,' enda eru þau mjög opin og hæfi- leikarík. Annars er það áberandi hvað útlendingar sem gista hér eru miklu opnari og spyrja okkur meira út úr, en Islendingarnir. Þeir vilja helst vera út af fyrir sig. Útlendingarnir vilja hinsvegar fræðast um allt mögulegt." „Nei, Flosi skildi ekki eftir stöku í gestabókinni," sagði Her- björt. „Enda var hann hér í fríi og búinn að yrkja stökur fyrir árið.“ Þó reykvíska sigurliðið séu þeir einu sem enn hafa nýtt sér verð- launin hafa aðrir haft samband og bjuggust þau Guðni Þór og Her- björt við að flestir myndu nýta sér boðið. Séra Guðni Þór Ólafsson og Herbjört Pétursdóttir, gistiheimilishaldarar á Melstað með þeim Eysteini Guðna, Liiju írenu og Sunnu. Mynd. Sáf. En hvað hefur fólk fyrir stafni í Miðfirði? „Það ekur um og skoðar slóðir Grettissögu. Þá er vinsælt að aka út á Vatnsnes og skoða Hvítserk og Borgarvirki. Hér eru líka gjöful veiðivötn innan klukku- tíma aksturs, Hópið, Sigríðar- staðavatn og Torfastaðavatn. Þá er nýbúið að opna jeppaveg upp á Arnavatnsheiði. Það er engin hætta á að fólk verði í erfiðleikum með að drepa tímann." Hafið þið orðið vör við að sú kynning sem Melstaður fékk í spurningaþættinum hafi haft áhrif á aðsókn hér? „Það hefur verið töluvert um að fólk hefur hringt og spurst fyrir um staðinn og ég held að ástæðan sé sú að fólk tók eftir þessu í sjónvarpinu. Þetta er þriðja sumarið, sem við rekum þessa gistingu og aðsókn hefur aldrei verið meiri en nú. Það á sér sjálfsagt fleiri ástæður, m.a. þá að þeir sem hafa gist hér hafa sagt vinum og vandamönnum frá staðnum." -Sáf Aðstoðarmaður Derricks tekinn Fritz Weppert, betur þekktur hér á landi sem Harry Klein, að- stoðarmaður lögreglumannsins eldklára Derricks, lenti heldur betur í því fyrir nokkrum dögum, þegar lögreglan í V-Þýskalandi gómaði hann með kókaín á sér. Þeir Derrick og Klein hafa í augum Þjóðverja, sem og okkar íslendinga, verið réttvísin holdi klædd. En svo bregðast krosstré sem aðrir raftar og kletturinn í hafinu sökk í sæ og þykir þeim þýsku nú að fokið sé í flest skjól. Fastlega er búist við því að fram- leiðendur Derrickþáttanna ætli sér að skipta um aðstoðarmann Derricks í framtíðinni. Miljónabar hjá BSRB I sumar hafa mjög kostnaðar- samar framkvæmdir verið í orlofsbúðum BSRB í Munað- arnesi. Þær framkvæmdir hafa þó ekki beinst að vatns- veitunni á staðnum, en dval- argestir í Munaðarnesi hafa töluvert kvartað undan vatns- málunum. Á stundum vantar vatnið bara. Nei þeir hjá BSRB ákváðu að leysa vatns- málið með því að byggja lítinn bar í veitinga- og skrifstofu- húsinu. Bar þessi er samt að- eins sagður taka um tuttugu manns en þrátt fyrir það hleypur kostnaður við hann á einhverjum miljónum. Tímaritið List Ekki eru allir þeirrar skoð- unnar að tímaritamarkaðurinn sé fullplægður. Nú hefur frést að væntanlegt sé á markað- inn nýtt tímarit, Tímaritið List. Það er Tryggvi Árnason, fyrr- verandi bankamaður, mynd- listarmaður og tölvusérfræð- ingur, sem stendur að útgáf- unni og samkvæmt heimild- um blaðsins er Auglýsinga- stofa Ólafs Stephensen eitthvað viðriðin útgáfuna. Þetta tímarit á að vera lúxus- tímarit og fjalla að sögn um góðan smekk auk viður- kenndrar listar. Blaðið á að selja mjög dýrt, þannig að áhugafólk um listir með magra buddu á ekki að geta gluggað í listasmekk aðstand- enda blaðsins. Við höfum hlerað að meðal efnis í fyrsta tölublaði sé úttekt Auglýsing- astofunnar Ósa á Listasafni íslands. Óttast byltingu í Stúdentaráði sitja gráir fyrir járnum jafnmargir stúd- entaráðsliðar hægrimanna og félagshyggjufólks. Vaka félag haegrimanna fer með stjórn Stúdentaráðs og lítur út fyrir að félagið óttist byltingu Rös- kvu. Á síðustu tveimur fund- um ráðsins hefur einn Vöku- liða mætt í lögreglubúningi og fyrir utan Félagsstofnun hefur beðið lögreglubifreið. Konur geta náð ýmsu fram ef þær vilja svo viðhafa. (dag vildu þaer geta keypt bjór í frí- höfninni á leiðinni á kvenna- þingið í Osló....- enda gott að væta raddböndin fyrir allar umræðurnar og baráttu- söngvana sem syngja á. Þær slógu því á þráðinn til fríhafn- arstjóra og spurðu hvort ekki væri hægt að gera undari- tekningu og selja nokkra Nýtt helgarblað er föstudagsblað Þjóðviljans í nýrri og breyttri mynd. Um langan tíma hefur Sunndags- blaðið verið helgarútgáta okkar. Síð- ustu árin hefur það borist lesendum á laugardögum. Margt mælir með því að helgarblöð með fjölbreyttu efni, sem menn lesa I rólegheitum í lok vinnuvikunnar, hafi borist mönnum á föstudögum. Við höfum því hætt útgáfu Sunnu- dagsblaðsins jafnframt því að föstu- dagsblaðið hefur vaxið upp í að verða myndarlegt og Nýtt helgarblað. Vonandi líkar lesendum vel þessi breyting. Ritstj. Þessi blessuð verslun ! armannahelgi ætlar alveg1 að setja mig á hausinn. Það er sama hvort það er dropinn í sjálfan mig [ eða dropinn á bílinn. Dropín^enriyííír "\ mælinn er þó aðgangs eyrinn að þessu húllum hæi þar sem sauðdrukkið fólk spillir allri ánægj"^ mnifyrir manni. s U 2 S(ÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.