Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Lítil framleiðni í bankakerfinu Aö undanförnu hafa forsvarsmenn fyrirtækja í útgerð, fiskvinnslu og öörum undirstöðugreinum kvartaö undan ástandinu í efnahagsmálum. Þaö ereinkum vaxtakgstnaöur sem þeir telja aö sé aö ríöa fyrirtækjunum á slig. Á meðan fjármagnseigendur maki krókinn, komi tap hjá framleiðslu- atvinnuvegunum í veg fyrir eölilega endurnýjun og uppbygg- ingu. Þetta hljóti aö enda meö því aö viðkomandi fyrirtæki segi upp starfsfólki og loki. Hafi stjórnendur þeirra ekki frumkvæði aö slíkum aðgerðum, fari þau á hausinn. Fréttir af ýmsum iðnfyrirtækjum, sem hafa nú þegar stöðvaö framleiöslu, og fiskvinnslustöövum, sem eiga í vandræðum meö að skrapa saman peninga til aö greiða vinnulaun, benda til þess aö hér sé á ferðinni eitthvað meira og alvarlegra en vanalegur barlómur búmanna sem kunna aö berja sér. Hér í blaðinu er sagt frá erfiðri stööu stórfyrir- tækisins Einars Guðfinnssonar hf. í Bolungarvík. „En það er mörg Bolungarvíkin,“ er haft eftir Sverri Hermannssyni bankastjóra. í fjölmörgum sjávarþorpum eru fyrirtæki, sem mynda burðarásinn í atvinnulífi viðkomandi staðar, í stór- kostlegri klemmu vegna gífurlegs fjármagnskostnaðar. Vextir og verðbætur eru víða miklu stærri liðir en greidd vinnulaun. Sumir stjórnmálamenn og fjöldinn allur af minni háttar sjálfskipuðum efnahagssérfræðingum hafist upp með þá visku að atvinnufyrirtækin verði að aðlaga sig markaðnum. Lausnarorðið sé aukin framleiðni, menn verði bara að hafa vit á að auka magn framleiðsluvörunnar án samsvarandi aukningar á fjárfestingu eða öðrum tilkostnaði. Það er því fróðlegt að velta fyrir sér framleiðni þeirra fyrirtækja sem annast það að útvega lánsfé. Hver skyldi framleiðni íslenska bankakerfisins vera. Það heyrir til undantekninga ef reikningar banka og spari- sjóða sýna ekki rekstarhagnað, og hann ekki lítinn. En hagn- aður banka segir ekki nema hálfa sögu því að unnt er að ákveða verðlag á þjónustu þeirra þannig að reksturinn skili hagnaði, sama hver tilkostnaður er? Tekjur banka og sparisjóða ráðast fyrst og fremst af þeim mun sem er á innláns- og útlánsvöxtum. í raun skiptir ekki sköpum hvort vextirnir eru háir eða lágir. Ef þess er gætt að hafa vexti, sem bankinn tekur fyrir að lána fé, nógu hátt yfir þeim vöxtum, sem greiddir eru ofan á innistæður sparifjár- eigenda, þá fer ekki hjá því að hægt sé að standa undir rekstrarkostnaði og hann má vera býsna hár. Munurinn á inn- og útlánsvöxtum mun óvíða á Vestur- löndum vera hærri en hér. Vaxtagreiðslur á almennar spari- sjóðsbækur ná ekki að halda í við verðbólguna. Margaug- lýstir súper-reikningar hafa gefið u.þ.b. 3% ávöxtun á ári umfram verðbætur. En fyrir það fé, sem bankarnir hafa leigt út, hafa þeir aftur á móti fengið milli 9 og 10% umfram verðbætur, stundum mun meira. Gífurlegar nettó tekjur bankakerfisins hafa staðið undir stórkostlegri fjárfestingu sem kannski er ekki endilega þjóð- hagslega hagkvæm. Bankar og sparisjóðir eiga dýrar bygg- ingar, gjarnan skreyttar fögrum listaverkum. Stórkostleg kaup þeirra átölvubúnaði hafa síður en svo komið í veg fyrir fjölgun starfsmanna sem er langt umfram aukningu þjóðar- framleiðslu og peningaveltu. Það er ekki að furða þótt menn efist um að þjóðhagslegrar hagkvæmni sé gætt í rekstri bankakerfisins. Ugglaust má koma við betra skipulagi og auka framleiðni miklu víðar en í frumframleiðslugreinum, t.d. í bankakerfinu. ÓP iVLirri vat Allir spái í hlutabréf Morgunblaðið talaði um það í Reykjavíkurbréfi um síðustu helgi að vaxtamálin væru í „sjálf- heldu“. Pað mætti ekki lækka vexti með pólitískum aðgerðum - eins þótt ljóst væri að hvorki ein- staklingar né fyrirtæki þyldu lengur hávaxtarástandið. Þegar blaðið hafði dæst yfir þessu stundarkorn taldi það sig finna smugu út úr sjálfheldunni: ef hægt væri að fá menn til að kaupa hlutabréf í stórum stfl, þá mundi eftirspurn eftir lánsfé hjaðna þátttakendur á íslenska (hluta- bréfajmarkaðinum. Rúmlega 40 þúsund íslendingar væru fjár- magnseigendur - kapítalistar. Um áhrif svo gagngerra breytinga á íslensku fjármálalífi þarf ekki að fjölyrða um hér. í Bretlandi er nú einn af hverjum fimm kjörgengum mönnum orð- nir eigendur að fyrirtækjum miö- að við 13 af hundraði árið 1983. Þarlendir telja ljóst að breytingar í þessa veru á síðastliðnum árum séu að skila sér í atvinnu- og stjórnmálalífi. Breytingar eigi sér stað á viðhorfum fólks til fyrirtækjareksturs - hann sé mun samtvinnaðri lífi fólks en áður um virst sem það væri meiriháttar frekja og kreppukommúnískur útúrboruháttur að draga svo fagr- an söng í efa. En samt er mjög nauðsynlegt að gera það. Stórkarlar og smakarlar Það er nefnilega vafalaust að nokkru leyti rétt að það hefur pólitísk áhrif ef að hlutabréfaspá- mennska verður útbreidd meðal þeirra launamanna, sem eitthvert fé hafa aflögu eftir hvunndagsút- gjöld. Einhver óviss en ósmár nokkuð og vextir síga í viðunandi horf. En þegar Morgunblaðið og önnur Sjálfstæðismannamálgögn mæna á stórefldan hlutabréfa- markað sem bjargvættinn í grasi lífsins, þá fylgir því vonaraugna- ráði mjög ákveðinn pólitískur til- gangur. Nýfrjálshyggjan vill nefnilega gera sem flesta að von- biðlum hlutabréfamarkaðar til þess að rota með því móti „and- stæður launavinnu og auð- magns“, draga tennur úr verk- lýðshreyfingunni, plata sem flesta launamenn til að hugsa eins og væru þeir kapítalistar. Ef allir væru kapítalistar... Þetta kemur skýrt fram í samantekt sem birtist í Stefni, málgangi Sambands ungra Sjálf- stæðismanna, nýlega og ber yfir- skriftina „Að gera sem flesta ís- lendinga að hlutabréfaeigend- um“ - með því þá að efla hlutab- réfamarkað og gera ríkisfyrirtæki að „almenningshlutafélögum“ að fyrirmynd stjórnar Margrétar Thatcher í Bretlandi. í Stefnis- grein er fyrst vitnað til Bandaríkj- anna sem fyrirmyndar og sagt á þá leið að þar séu röskar fjörtíu og tvær miljónir manna að spá í hlutabréf. Síðan segir: „Ef sömu hlutföll væru hér á landi mundi það þýða að um einn af hverjum fimm íbúum væru var. Verkföll í Bretlandi hafa ekki verið eins tíð á síðustu árum og áður.“ Nú mætti ýmislegt segja um þessa skírskotun til Bretlands': fækkun verkfalla þar í landi þarf ekki endilega að tengjast því að smákapitalistum í hlutabréfaham fjölgi - menn skuli ekki gleyma því að íhaldsstjórnin í Bretlandi hefur blátt áfram breytt lögum og beitt lögum í vaxandi mæli gegn verklýðsfélögum og möguleikum til verkfalla. Ég fæ að vera með En það skiptir ekki höfuðmáli; glöggt er enn hvað þeir vilja, af framhaldi greinarinnar sést, að Stefnismenn vona einmitt að ef t.d. fimmti hver íslendingur eða fjórði hver eignaðist nokkur hlutabréf í Eimskip, Flugleiðum eða Pósti og síma, þá mundi hann fara að hugsa sem ábyrgur fjár- festingaraðili og standa gegn bæði eigin launakröfum og ann- arra. Hér er um að ræða slóttugheit sem rétt er fyrir verklýðsflokka og verklýðshreyfingu að fylgjast vel með. Og svo hvern einstakan launamann náttúrlega. Við skulum ekki neita því, að það hljómar vel að „fólkið sjálft" eigi í fyrirtækjunum, njóti góðs af þeirra hagnaði og svo framvegis, hafi hag af því að fylgjast með því sem þar gerist. Svo gæti á stund- hluti þeirra færi í vaxandi mæli að hugsa „eins og kapítalistar“. Og það hlálega og dapurlega við það allt saman væri fólgið í þessu hér: Menn hugsuðu eins og kapítal- istar - án þess að vera það. Nokk- ur hlutabréf hér og þar í stórfyrir- tækjum og fyrrverandi ríkisfyrir- tækjum mundu engu breyta um það, að smákarlar yrðu áfram leiksoppar og peð í höndum þeirra fjölskyldna og klíkna sem „eiga landið", sem eiga stærri hluti og ráða hverjir stjórna fyrir- tækjum og hvernig þeir haga sér í launapólitík sem öðru. „Almenn- ingshlutaféð" mundi gera þeirra leiki auðveldari - án þess að hinar fámennu en öflugu klíkur þyrftu að kosta neinu til. Launamaður- inn sem gerðist hlutabréfaspá- maður hefði afar lítið grætt - en að öllum líkindum látið mikið af sínu stolti og sérstöðu í tilver- unni, ásamt með trúnaði við sín samtök. Og það sem einna verst væri: þessi þróun mundi í vaxandi mæli skipta launafólki í andstæða hópa. Þá sem eru með í fjárfest- ingargambítnum og þá sem hvorki vilja né geta það. Ofan á þann launamun sem fyrir er í samfélaginu og splundrar alþýðu oftar en hollt er bættist svo mun- ur á póiitískum hugsunarhætti, munur sem hlutabréfaeignin margnefnda mundi kynda undir. Gáum að þessu. ÁB. Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandl: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Möröur Árnason, Óttar Proppó. Fróttastjóri: Lúövík Geirsson. Blaöamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. LJósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utlltsteiknarar: Kristján Kristjánsson, Kristberguró. Pótursson Framkvæmdaatjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrif stof ustjórl: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrlfstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarala: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbrelðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Katrín Bárðardóttir, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðala, ritatjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verðilausasölu:70kr. Helgarblöð:80kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.