Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 6
Aðalstöðvar Útgerðarfélags Einars Guðfinnssonar hf. í Bolungarvík. sérstöðu vegna þess hve eigna- mikið fyrirtækið er. Það þolir því hugsanlega betur þau áföll sem nú ganga yfir, þrátt fyrir gífurlega miklar lántökur á undanförnum árum. Hins vegar er ef til vili hættara við stórflóði þar en ann- ars staðar, bresti stíflan. Svo vitn- að sé til orða Sverris Hermanns- sonar, bankastjóra Landsbank- ans, hér í blaðinu, hefur bankinn ekki lengur efni á að halda uppi illa stöddum sjávarútvegspláss- um úti á landi. Fari fyrirtækið yfir strikið, eða gefist bankinn upp og gangi að fyrirtækinu gætu afleið- ingar orðið hroðalegar. Væntan- tega þyrfti að selja skipin og þau taka kvótann með sér. Eftir verð- ur fiskvinnsluhús, sem verður lít- ils virði þar sem kvótinn er á bak og burt. Keðjuverkandi áhrif gætu síðan haft geigvænlegar af- leiðingar, þegar ýmsir þjónustu- aðilar við þessi fyrirtæki hættu að fá greitt og glötuðu jafnvel helstu viðskiptavinum sínum. Ástandið gæti jafnvel orðið þannig að eng- inn vildi verða síðastur til að selja eignir sínar og flytja úr plássinu. ...sem er ólíklegt... Hér er ekki verið að segja að þetta verði framtíð Bolungarvík- ur og líklega er þessi mynd nær því að vera raunveruleiki fyrir ýms nágrannaplássin. Því þrátt fyrir þau orð Sverris Hermanns- sonar að Landsbankinn hefði ekki lengur efni á að halda uppi illa stöddum sjávarútvegsfyrir- tækjum úti á landi, þá sagði hann líka að það þyrfti ýmislegt að ganga á, áður en hann tæki þátt í að skrúfa fyrir lán til Bolungar- víkur. í fyrsta lagi yrði það senni- lega enn dýrari kostur fyrir bank- ann og í öðru lagi er Bolungarvík ekki flaggskip útgerðararmsins í Sjálfstæðisflokknum fyrir ekki Grimmilegir vextir að drepa þorpin Sverrir Hermannsson: Landsbankinn verðurað skera. Getur ekki haldið illa stöddum sjávarplássum á floti að óbreyttu. Bankinn í klemmu „Ég geri ráð fyrir að þeir séu eins settir og önnur útgerðarfyr- irtæki. Hér hefur ríkisstjórnin veðjað á einhver kraftaverk, en það er misskilningur ef menn álíta að það geti gengið mjög lengi að fiskiðnaðarfyrirtæki kaupi og kosti til verkunar á einu kílói af fiski eitthundrað krónum og fái svo áttatíu krónur fyrir það. Þetta er grunntónninn í þessu,“ sagði Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, þeg- ar Helgarblað Þjóðviljans innti hann álits á vanda útgerðar og fiskvinnslufyrirtækja á borð við Einar Guðflnnsson hf. í Bolung- arvík. „Auðvitað geta menn hagrætt, en ef menn sem safna skuldum í dag og skulda, þá er fljótt að snú- ast á ógæfuhliðina vegna þessara grimmilegu vaxta. Og núna heyrir maður að landsstjórnar- menn eru farnir að kenna bönk- unum um vextina, rétt eins og þeim var kennt um gengisfelling- una inni í Múlakaffi. En eru stjórnmálamenn búnir að gleyma því að þeir hafa eiðsvarið hver um annan þveran að fara ekki ránshendi um eigur sparisjóðs- eigenda?“ En getur Landsbankinn haldið upp illa stöddum sjávarplássum mikið lengur? „Landsbankinn getur það ekki. Ef haldið verður áfram að búa þannig að fiskvinnslunni í landinu að hún er rekin með tapi, þá getur bankinn ekki haldið henni uppi. Það getur hann ekki og allra síst undir þeim kringum- stæðum að hann er auðvitað sekt- aður fyrir að lausafjárstaða hans er ekki eins og tilskilið er, sam- kvæmt reglum Seðlabankans. Þetta gerir Landsbankinn ekki Sverrir Hermannsson: Við skerum á lífæð þjóðarinnar ef menn taka ekki neinum sönsum. neitt og getur ekki gert, því hann getur ekki farið þannig með sína eigin fjármuni." En hvað getið þið gert ef ríkis- stjórnin grípur ekki inn í? „Auðvitað er það neyðarráð ef skera þarf á sjálfa lífæð þjóðar- innar, sjávarútveg og fiskvinnslu. En ef menn taka ekki neinum sönsum, þá verður auðvitað að gera það. Einhvern veginn verð- urað berja menn til bókarinnar." En er hægt að leggja niður bæ á borð við Bolungarvík? „Það held ég ekki og ýmislegt má nú ganga á, áður en ég tek þátt í því. En það er mörg Bol- ungarvíkin.“ En þið eruð í hnappheldu, þið verðið að halda áfram að lána því annars stöðvast reksturinn í þorpunum og getið ekki lánað því þá verðið þið að borga sektir í Seðlabanka. Hvernig ætlið þið að losa ykkur út úr þessu? „Ja, nú er of stórt spurt, en við horfum ekki aðgerðalausir á þetta til lengdar. Það má alveg vera ljóst,“ sagði Sverrir Her- mannsson. phh Stöðumælar gáfu Stööumælar í Reykjavík hafa ekki oft gefið tilefni til árekstra né blaðaskrifa, en nú er öldin önnur. Breyttar og harðari innheimtuaðgerðir og 100% fjölgun í þeirri stétt manna sem mælir göturnar og skellir aukaleigu fyrir bíla- stæðin á bílrúður borgaranna hafa séð fyrir því. Þó vita sennilega fáir Reykvíkingar að undanfarna mánuði hafa þeir greitt um 5 miljónir króna á mánuði í stöðumæla, en ríflega 10 miljónir í sektir! En launamál og ráðningamál stöðumælavarða/stöðuvarða gefa einnig ástæðu til at- hugunar. í vetur var öllum stöðumælavörðum sagt upp, hluti þeirra endurráðinn sem stöðuverðir, sem er hið nýja bráðan stöðumælavanda, eins og talsmenn borgarinnar halda fram. Við breytinguna var stöðu- mælavörðum fjölgað og starfs- heitum þeirra breytt í stöðuverði. Sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson að fyrir breytingu hefðu um 12-13 stöðumælaverðir verið „á götu- í janúar í ár gerðu borgar- stjóraembættið og lögreglustjór- aembættið með sér samning, samkvæmt þeirri heimild í nýju umferðarlögunum að borgin skyldi í framtíðinni sjá um inn- heimtu stöðumælagjalda. Höfðu borgaryfirvöld forgöngu í málinu og að sögn Inga Ú. Magnússonar voru tvær ástæður fyrir því. Ann- ars vegar að óeðlilegt hafi þótt að stöðubrot flokkuðust undir lög- brot og því hafi þurft að breyta og hins vegar að borgaryfirvöld, sem sjá um uppsetningu og viðhald stöðumæla, hafi viljað fá þær tekjur sem af þeim mátti fá. Þessi breyting kom til framkvæmda 1. mars síðastliðinn. Þar með hættu sektir af vangoldnum stöðumæl- agjöldum og gjöld af stöðumæl- um að renna til ríkissjóðs, en renna þess í stað til borgarinnar í svokallaðan bílastæðasjóð. Stöðumælaverðir hættu að vera til - að mestu - en upp rann ný stétt stöðuvarða. Sektir hættu að heita sektir, en heita þess í stað aukastöðugjald, og mál sem af þessu spunnust hættu að vera op- inber mál sem gátu endað fyrir sakadómi, en urðu þess í stað einkamál sem fóru fyrir fótgeta. Síðast en ekki síst eru aukastöðu- gjöld með lögveði í bifreið sem lýtur stjórn svo kærulauss öku- manns. Afleiðing er að borgi ökumenn ekki aukastöðugjöld getur lögmannsstofan, sem sér um innheimtu í umboði borgar- innar, farið fram á uppboð á bif- reiðinni, tekið hana af eiganda - sem á lögfræðimáli kallast vörslu- svipting - og selt í nýja portinu við Miklagarð sem nú er verið að útbúa í þessum tilgangi. 25%nýting stöðumæla Það má velta því fyrir sér hvað liggur að baki því að stöðumæla- varsla hefur verið hert svo mjög. í fyrsta lagi liggur fyrir að bifreið- um í borginni hefur fjölgað mikið og álag á bifreiðastæði þar af leiðandi aukist. Á hinn bóginn má reikna út að þar sem stöðu- mælaríborginni, samkvæmt upp- lýsingum Inga Ú. Magnússonar gatnamálastjóra, eru um 1100 og tekjur borgarinnar í maí af þess- um mælum voru um 5 miljónir króna, að hver stöðumælir er að- eins notaður um tvær klukku- stundir á dag að meðaltali. Gjald- skyldur tími er 8 klukkustundir hvern virkan dag, þannig að með- alnýting mælanna er aðeins um Gullkvarnir borgarsjóðs fara í taugarnar á flestum bifreiðaeigend- um sem þurfa að leggja ökutækjum sínum í miðbænum um þessar mundir. 25%. Að meðaltali standa stöðu- mælar því ónotaðir sex klukku- stundir dag hvern. Þetta virðist því benda til þess að „stöðumæla- vandinn“ sé ýktur og fjölgun stöðumælavarða og harðari inn- heimta sé því kannski fyrst og fremst ætluð til að auka tekjur borgarsjóðs, frekar en að leysa |jl 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ -

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.