Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 8
A BEININU Samgönguerfiðleikar hjá Framsókn Friðrik Sophusson svarar útúr um nýja álverið. Steingrímur alltafmeð íráðum um Straumsvíkurálver. Halldór og Jóhanna í ráðherranefnd með Friðriki. Jóhannes Nordal einstaklega hœfur maður Friðrik Sophusson iðnaðar- ráðherra hefur verið í sviðs- Ijósinu undanfarnar vikur eftir að lagt var úr höfn með er- lendum stóriðjuhringum að kanna um nýtt álver í Straumsvík. Margt er enn óljóst um þetta fyrirtæki, enda enn ekki gerðir samningar nema um „hagkvæmnisathug- un“, en Friðrik hefur verið gagnrýndur, af stjórnarand- stæðingum og stjórnarliðum, fyrir að hafa haldið máiinu í þröngum hópi, og minnugir fyrri skeiða í ísienskri stóriðju- sögu hafa margir uppi miklar efasemdir um byggingarstað, raforkuverð, eignarform og um gagnsemi álvera og ann- arrar stóriðju hérlendis yfir- höfuð. Friðrik er „á beininu“ til að svara nokkrum þeirra spurninga sem hafa vaknað um þetta, og var fyrst beðinn að lýsa gangi mála þegar umsaminni hagkvæmnisat- hugun lýkur. - Niðurstöður úr athuguninni koma varia fyrren í fyrsta lagi í mars á næsta ári, og þá fyrst er málið komið á ákvörðunarstig. Þá mun rikisstjórnin - þetta er hennar mál og ég fer með það á hennar vegum - leggja fyrir al- þingi frumvarp að lögum um mál- ið, ef um hefur samist. Sam- kvæmt lögum er það síðan Lands- virkjun sem semur um orkuverð- ið. Það er ekki iðnaðarráðuneyt- ið eða starfshópurinn um stækk- un álvers sem gengur endanlega frá slíku samkomulagi, en starfs- hópurinn mun að sjálfsögðu undirbúa það einsog hægt er. Gangi allt eins hratt og mögulegt er gæti álver farið að starfa í fyrsta lagi í upphafi árs 1992. Þú segir málið ekki enn á á- kvörðunarstigi, - þó hefur einn ráðherranna, Halldór Ásgríms- son, kvartað yfir því að sjálf á- kvörðunin um athugunina miðað við Straumsvík hafi aldrei verið borin undir ríkisstjórn og ekki heldur þingflokka stjórnarinnar. Þingið sem slíkt hefur ekkert fjallað um málið og stjórn Lands- virkjunar að því er virðist ekki heldur. Er þetta einkamál Frið- riks Sophussonar? - Það er fyrst til að taka að í samningum síðustu stjórnar við Alusuisse var gert ráð fyrir stækkun álversins í Straumsvík. í framhaldi af því skipaði þáver- andi iðnaðarráðherra starfshóp til að kanna þetta, en snemma árs 1987 fékkst sú niðurstaða að Alu- suisse hefði ekki áhuga á að taka þátt í stækkun að sinni. Starfs- hópurinn leitaði þá nýrra leiða í samráði við ríkisstjórnina, og Al- bert Guðmundsson þáverandi ráðherra gerði ríkisstjórninni þá grein fyrir stöðu málsins og gaf út fréttatilkynningu. í stefnuyfirlýsingu núverandi stjórnar er síðan tekið fram að það verði unnið að samstarfi við erlenda aðila um stóriðju hér á landi. Þetta samþykktu stjórnar- flokkarnir, og ég starfa auðvitað í umboði þeirra. Áður en upplýs- ingapakki var sendur ýmsum fyrirtækjum ytra í desember var formönnum stjórnarflokkanna sérstaklega kynnt innihald pakk- ans. Auk þess eiga fulltrúar stjórnarflokkanna sæti i starfs- og hjá Alusuisse. Það er hinsveg- ar hald margra að það verð tryggi ekki arð af sölunni og sé raunar á takmörkum framleiðslukostnað- ar. Hver er þín stefna um orku- verðið? - Það er rétt að hafa í huga að það eru lagaákvæði um orku- verðið. I lögunum um Landsvirkjun segir skýrum stöf- um að orkusala til stóriðju skuli ekki leiða til hærra raforkuverðs til almenningsrafveitna. Við erum því bundnir af því að selja orkuna á það góðu verði að ekki hækki verð til rafveitnanna. Þetta eru þau mörk sem við erum bundnir af. Ertu þá ekki að tala um hærra verð en til Alusuisse núna? - Ég er ekki að tala um neitt ákveðið verð, heldur bendi á að þessi viðmiðun er fest í lögum. Síðan reiknar Landsvirkjun út framleiðslukostnað á raforku, og þarf þá að taka tillit til margra þátta, meðal annars þess sparn- aðar sem fæst ef um stórnotanda er að ræða. Þeir sem við erum að tala við núna hafa ekki fengið neitt ákveðið tilboð um orku- verðið. Það er að sjálfsögðu samningsatriði sem kemur upp í frekari viðræðum. Og verð á raf- orkunni gæti líka tekið mið af öðrum atriðum í hugsanlegum samningi, til dæmis sköttum. Það þarf að hafa heildarhagsmunina í huga þegar slík ákvörðun er tekin, - þó þannig að almenn- ingsrafveiturnar kaupi ekki dýr- ar, og eigendur Landsvirkjunar fái sinn arð. Menn hafa líka haft töluverðar áhyggjur af áhrifum nýs álvers I Straumsvík á byggðaþróun, að slepptum deilum um virkjunar- röðina. - Það er rétt að rifja upp að þegar álverið var byggt við Straumsvík var komið til móts við landsbyggðina, settur upp sjóður sem var einskonar forveri Byggðasjóðs. Ég vil ennfremur taka það fram að markaðsskrif- stofa ráðuneytisins og Lands- hópnum, og Guðmundur G. Þór- arinsson er ekki bara flokks- bróðir Halldórs Ásgrímssonar heldur líka í sama þingflokki og hann. Að minnsta kosti tveimur þing- mönnum Framsóknarflokksins, formanninum og Guðmundi G., var þetta sumsé fullljóst allan tímann. Þetta mál var líka tekið upp í ríkisstjórninni oftar en einusinni og sagt nákvæmlega frá því þar 15. júní, þremur vikum fyrir samkomulagið við erlendu fyrirtækin. Það liggur á borðinu að það hefur verið haft fullt samráð, innan ríkisstjórnarinnar og milli stjórnarflokkanna um þetta. Ber þá að Ifta svo á að athuga- semdir Halldórs Ásgrímssonar og fleiri hafí fyrst og fremst þann til- gang að friða ákveðna kjósenda- hópa? - Eigum við ekki að segja að það sé samgönguskortur innan Framsóknarflokksins sem veldur því að þessi vitneskja hefur ekki borist til þingmanna flokksins. Staðarvalið og fleiri atriði hafa þó verið kynnt ftarlega á alþingi og í fjölmiðlum. Þetta mál var síðar rætt mjög ítarlega á ríkisstjórnar- fundi og þar lagði ég til að sett yrði á laggirnar ráðherranefnd til að fylgjast með framvindu máls- ins, -í henni eru auk mín þau Halldór Ásgrímsson og Jóhanna Sigurðardóttir. Ég mun síðan gefa alþingi skýrslu um mmálið þegar það kemur saman í haust. Þið eruð með þessu að hnekkja fyrri ákvörðun um virkjunar- röðina? - Virkjunarröðin hefur verið ákveðin í þingsályktun, og sam- kvæmt henni er Fljótsdalsvirkjun næst. Ef aðstæður breytast gerir Landsvirkjun tillögu um aðra virkjanaröð, sem yrði auðvitað að byggjast á hreinum hagkvæmnissjónarmiðum, og ég mun þá leggja það fyrir alþingi. Almennt er þó talið að breyta þurfi virkjunarröðinni. Á þingi í vetur lögðu þingmenn Alþýðubandalagsins fram tillögu um þjóðhagslega athugun á álveri við Straumsvík. Af hverju varst þú á móti þcirri tillögu? - Það verður að gera greinar- mun á framkvæmdarvaldinu og löggjafarvaldinu. Það er alveg ótvírætt í verkahring iðnaðarráðuneytisins og iðnaðar- ráðherra að fara með þessi mál, og leggja þau síðan fyrir alþingi, stjórn Landsvirkjunar og svo framvegis. Ég sé ekki að það hafi verið nein ástæða til þess að al- þingi færi að kjósa nefnd til að gera þessa úttekt þegar ljóst var að hún hefur í stórum mæli farið fram nú þegar. Mál af þessu tæi hafa raunar verið til meðferðar hjá ýmsum ráðherrum í mjög langan tíma. Það má heldur ekki gleyma því að það verður að við- hafa ákveðinn trúnað þegar rætt er við erlend fyrirtæki sem starf- semi sinnar vegna geta ekki verið að tala við opnar þingnefndir um hvaða mál sem er. Raforkuverið, - þegar útlend- ingarnir voru hér um daginn gáfu þeir í skyn í viðtölum að þeir byggjust við svipuðu orkuverði virkjunar mun auðvitað vinna áfram að því að finna aðila til að fjárfesta áfram í stóriðju. Það er til dæmis augljóslega hagkvæmt að fara út í Fljótsdalsvirkjun ef fundið verður nógu stórt eintak af stóriðju til að kaupa orku af svo stóru orkuveri. Þegar rætt er um byggðaþróunina verður að gera sér grein fyrir að sá mannafli sem fer í að vinna við nýtt álver er ekki mjög mikill, þegar tekið er tillit til viðbótarvinnuafls á mark- aðnum þessi nokkur ár sem tekur að byggja það. Þegar talað er um orkuverið til viðbótar verður að hafa í huga að hvort sem það ger- ist á Þjórsársvæðinu eða annars staðar, þá er það ekki í Reykjavík eða á suðvesturhorninu. Ég geri ekki ráð fyrir að Rangæingum finnist virkjanir efst á Þjórsár- svæðinu vera virkjanir í Stór- Reykjavík. Þensluáhrifin eru mun minni en margir halda, vegna þess að stór hluti af kostnaðinum er er- lendur kostnaður sem ekki hefur áhrif hér á landi, kannski þriðj- ungur byggingarkostnaðar við ál- verið er innlendur með eftir- spurnaráhrif hér, og um það bil 70 prósent af kostnaði við orku- verið. Þensluáhrifin verða mun minni en af byggingu álversins í Straumsvík á sínum tíma. En er þenslan ekki næg fyrir? - Það eru bylgjur í íslensku efnahagslífi, og engan veginn víst að núverandi þensluskeið standi enn þegar álverið kæmist í bygg- ingu, - þessi uppbygging gæti þvert á móti reynst mjög heppileg fyrir efnahagslífið. Um leið eru teknir peningar til orkuversins sem þá fara ekki í ýmsan nýiðnað, hátækni, físk- eldi, Iíftækni... - Við getum ekki hætt að virkj a og hljótum að borga af því. Aðal- atriðið er að sala til þessara aðila, plús eðlileg viðbót á innlendum markaði, standi undir afborgun- um af þeim lánum. Ég vil líka að það komi skýrt fram að við erum ekki með þessu að veija stóriðju frammyfir ann- an iðnað. Stóriðja á þvert á móti að rísa hér við hliðina á öðrum iðnaði, og auka fjölbreytnina; Hún gæti einmitt verið til hjálpar fyrir hátæknina, sem er nýtt í stóriðj uverunum. Því hefur verið haldið fram að þessir álverssamningar séu einka- mál Friðriks Sophussonar, - en þegar að er gáð sést annar maður í hverju horni, Jóhannes Nordal. Er eðlilegt að sami maður sé bæði seðlabankastjóri og þarmeð iykil- maður í lánsútvegun, stjórnarf- ormaður Landsvirkjunar sem á að ákveða orkuverð og skipaður af ráðherra sem formaður við- ræðunefndar við erlendu fyrir- tækin? - Að þessu verkefni hefur nú verið starfað um tveggja til þriggja ára skeið, undir forystu Jóhannesar Nordals, - það voru forverar mínir sem völdu hann. Ég er mjög ánægður með hans störf í þessum starfshópi, hann gjörþekkir þessi mál. Ég tel að hann sé einn hæfasti maður sem við eigum völ á, og við eigum auðvitað að nota okkar bestu menn þegar um er að ræða samn- inga einsog þessa. -m 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.