Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 10
FRETTIR S-afrískar vörur Tilgangslaus tilmæli Magnús Finnsson: Kaupmenn hunsa áskorun um að hœttasölu. 140 tonn flutt inn á móti 58,6 tonnum á sama tíma ífyrra Á fyrstu 3 mánuðum þessa árs Innflutningur á vörum frá S- Afríku hefur aukist mikið það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma í fyrra og skýtur það óneitanlega skökku við á sama tíma og umræða um við- skiptabann á s-afrískar vörur var mikil, auk þess sem Alþingi sam- þykkti lög sl. vor sem banna allan innflutning þaðan frá og með næstu áramótum. Kaupmannasamtökin beindu þeim tilmælum til félagsmanna sinna sl. vor að hætta sölu á vörum frá S-Afríku. Að sögn Magnúsar Finnssonar, fram- kvæmdastjóra Kaupmannasam- takanna, hafa þau tilmæli ekki borið mikinn árangur því sala og dreifing á s-afrískum vörum virð- ist síður en svo hafa dregist sam- an. var flutt inn 141 tonn af vörum frá S-Afríku að verðmæti rúmlega 12 miljónir króna en á sama tíma í fyrra höfðu verið flutt inn 58,6 tonn að verðmæti 6,6 milljónir króna. Ekkert bendir til þess að innflutningur hafi dregist saman síðustu mánuði svo búast má við að innflutningur frá S-Afríku í ár verði mun meiri en í fyrra en allt síðasta ár voru flutt inn 470,7 tonn af vörum þaðan fyrir 32,9 miljónir króna. Einn stærsti innflytjandinn á vörum frá S-Afríku er fyrirtækið Mata h/f en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og skilaboð í gær og fyrradag tókst ekki að ná sam- bandi við Gísla V. Einarsson forsvarsmann fyrirtækisins. «Þ Fiskútflutningur Horft framhjá vikukvotanum Sveinn H. Hjartarson LÍÚ.: Kvótareglurnar eru til viðmiðunar. Menn þreifa sig áfram með hve mikið þeirgeta selt. Marías Guðmundsson hjá Fiskifélaginu: Við setjum puttana íeffarið er 15-20% framyfir Mikið meira magn af fiski hef- ur nú verið selt á Bretlands- markaði í þessari viku en leyfl voru veitt fyrir af gámanefnd utanríkisráðuneytisins og LÍÚ. Þegar er búið að selja rúmlega eitt þúsund tonn en söluskýrslur sem nefndin hefur undir höndum fyrir fyrstu þrjá dagana eru upp á 830 tonn. I þessari viku fara því flskútflytjendur í fyrsta sinn langt fram yflr þann kvóta sem þeim var skammtaður. Að sögn Sveins H. Hjartar- sonar hjá LÍÚ eru þessar reglur fyrst og fremst til viðmiðunar. „Menn hafa verið að þreifa sig áfram með það hve mikið er hægt að selja án þess að það komi nið- ur á verðinu og okkur hefur fund- ist það eðlilegt í stöðunni. Ég get ekki gefið þér nákvæmar tölur um það hve nú er búið að selja mikið“. Stefán Gunnlaugsson, formað- veittleyfi ur „gámanefndar" í utanríkis- ráðuneytinu, sagði að þeir hefðu enn sem komið er ekki fengið neinar upplýsingar um að farið hefði verið fram úr leyfum varð- andi gámafiskinn. „Við fylgjumst vel með þessu en þessar reglur eru fyrst og fremst til viðmiðunar og til þess að hafa einhverja stjórn á þessu. Við erum frjáls- lyndir og höfum engum refsað enn. Ég hef það á tilfinningunni að þau leyfi sem við höfum gefið út hafi jafnvel ekki verið notuð að fullu. Marías Guðmundsson hjá Fiskifélaginu sagði að hann fengi í hendurnar allar söluskýrslur varðandi gámafiskinn. „Núna er maður frá sjávarútvegsráðuneyt- inu úti til að fylgjast með málum. Við teljum að setja þurfi puttana í þetta ef menn fara 15-20% fram úr leyfunum sem gámanefndin gefur út. Fetta er fyrsta vikan sem það gerist að menn selja umfram sín leyfi og þetta verður að skoða nánar. Samkvæmt upplýsingum hafa fyrstu þrjá dagana í þessari viku verið seld 830 tonn af gáma- fiski. “ Viðskiptadeild utanríkisráð- uneytisins veitti leyfi fyrir 550 tonnum af gámafiski fyrir þá viku sem nú er að líða. LÍÚ hefur talið að eðlilegt sé að selja um 800-900 tonn af ferskum fiski í viku hverri á þessum markaði. Samkvæmt þessum viðmiðunartölum er ljóst að sölurnar eru komnar talsvert yfir þau mörk nú þegar. í gær seldi Ottó Wathne 150 tonn af smáþorski og fékk 85 krónur fyrir kílóið. Á mánudag- inn fór meðalverðið hins vegar niður fyrir 70 krónur kílóið. Verðið núna þykir eðlilegra en það sem fékkst um daginn en þá fengust um 90 krónur fyrir kflóið að meðaltali. -gís. Sala á vörum frá S-Afríku eykst þrátt fyrir tilmæli um að sölu verði hætt og lagasetningu um algert viðskiptabann frá og með næstu ára- mótum. Helgarveðrið Fyrirtaks útivistarveður Hœg norðangola um alltland. Veðurspá um verslunarmanna- helgina er nokkuð góð og ekki útlit fyrir að blíðunni verði til- takanlega misskipt milli lands- manna. Samkvæmt upplýsingum veð- urstofunnar er spáð norðanátt í dag og kalda víðast hvar og súld við norðurströndina og sums staðar á Austurlandi. Á Suður- landi er hins vegar spáð létt- skýiuðu og sól. A morgun er spáð björtu veðri alls staðar, úrkomulaust og létt- skýjað, hæg breytileg átt verður ríkjandi eða norðangola um land allt. Á norðanverðu landinu verður heldur skýjaðra en sunn- anlands. Gert er ráð fyrir að veður verði svipað bæði á sunnu- dag og mánudag, þó eru líkur á að sólin fari líka að skína á Norð- urlandi í sama mæli og fyrir sunn- an þegar kemur fram á sunnudag og mánudag. iþ Laugavegur Steinlagði kaflinn ónýtur Steinarnir teknir upp og malbikað. Kostnaðurinn 2,2 miljónir. Enginn ábyrgur Blómafrjókorn Slæmt ofnæmi Kemurfram í , útbrotumáhúð g hef alla vega séð þrjá sjúkl- inga, sem fengið hafa slæmt ofnæmi af því að neyta blóma- frjókorna. Hins vegar er ekki hægt að að staðhæfa að fjöldi of- næmissjúkling hafl aukist vegna þeirra, sagði Helgi Valdimars- son, læknir á Landspítalanum. Hann sagði að fræðilega væru líkur á að talsvert samband væri milli neyslu blómafrjókorna og ofnæmis, en engar kerfisbundnar rannsóknir hefðu verið gerðar á því hér. Margir kaupa blómafrjókorn dýrum dómum og telja þau auka lífsþrótt og stuðla að betri heilsu, en andmælendur segja að verið sé að plata fólk og neysla þeirra geti valdið slæmum hliðarverkunum, t.d. ofnæmi. Helgi sagði að í tveimur tilfell- unum hefðu sj úklingarnir haft of- næmi fyrir öðrum efnum, en einn hafði ekki áður orðið fyrir óþæg- indum af völdum ofnæmis. Ein- kennin voru útbrot og læknaðist fólkið skjótt eftir að látið var af blómafrjókornaátinu. iúj Sá kafli Laugavegar sem gerð- ur var upp í fyrra hefur reynst vera ónýtur. Gatnamálastjóri segir ekki hægt að finna neinn einn sökudólg heldur hafl röð mistaka valdið því hvernig fór. Framkvæmdirnar kostuðu borg- arbúa 22 miljónir króna og bætast nú við 2,2 milljónir í við- gerðarkostnað. Lagfæringar hefjast alveg á næstunni en ekki liggur fyrir hvað sú vinna mun taka langan tíma. Undanfarin tvö sumur hafa farið fram miklar gatnagerðar- framkvæmdir við Laugaveg. f hitteðfyrra var neðsti hluti Laugavegar sundurgrafinn allt sumarið og hefur sá hluti staðist umferðina en hann er malbikað- ur. Víkurverki var svo falið að steinleggja þann hluta sem gerð- ur var upp í fyrra og hefur hann ekki staðist umferðina eins vel og hafa steinarnir riðlast og sigið. Sigurður Skarphéðinsson að- stoðargatnamálastjóri sagði erfitt að segja hverjum þessi mistök væru að kenna en áætlaður við- gerðarkostnaður væri 2,2 miljón- ir króna. Ef vinna sem þessi væri vel af hendi leyst á öllum stigum hennar ættu steinalagnir sem þessar alveg að geta gengið. Þetta væri flóknara en svo að hægt væri að benda á einn sökudólg. Mis- tökin lægju hjá verktaka, eftirliti og hönnun. En bæði eftirlit og hönnun voru í höndum gatna- málastjóra. Að sögn Sigurðar samþykkti Borgarráð á þriðjudag að láta all- ar kröfur á einstaka aðila í þessu máli niður falla að tillögu gatn- amálastjóra. Borgarráð hefði einnig samþykkt tillögur gatnam- álastjóra um úrbætur. Xkveðið hefði verið að taka steinana upp og malbika í staðinn. Það væri bæði of dýrt og tímafrekt að fara í steinalögnina aftur. Undir steinunum er steypulag sem verð- ur að fjarlægja líka en þar undir er rifflað malbikslag með hita- lögnum. Þær hafa eitthvað skemmst sagði Sigurður og verða þær lagfærðar og síðan malbikað yfir. Viðræður eru hafnar við kaup- menn á þessum kafla Laugavegar til að finna skásta tímann fyrir lagfæringarnar. Sigurður sagði næstu viku fara í að áætla hve langan tíma þetta tæki. Hann sagði malbikaða kaflann á neðri hluta Laugavegar hafa reynst eins og búist var við. Mikil um- ferð færí þarna um og þyrfti að malbika ofan í hjólför á tveggja til þriggja ára fresti. -hmp 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ Aldraðir Ný íbúðalán Félagsmálaráðherra hefur gef- ið út reglugcrð um nýjan lána- flokk hjá Byggingasjóði ríkisins. Hann er ætlaður fólki eldra en 60 ára til kaupa eða byggingar á sér- hönnuðum íbúðum fyrir aldraða. Um er að ræða tvær tegundir lána, til skamms tíma og til lengri tíma. Áætlað er að veita 100-200 miljónum í þennan lánaflokk á þessu ári. Samkvæmt tilkynningu frá fél- agsmálaráðuneyti eiga skamm- tímalánin að fyrirbyggja að um- sækjandi þurfi að selja íbúð sína áður en hann getur flutt inn í þjónustuíbúðina. Lánstími verð- ur 5 ár og eru fyrstu tvö árin af- borgunarlaus. Langtímalánið verður til 40 ára og tvö fyrstu árin afborgunarlaus. Þetta lán er fyrir fólk sem er að kaupa sína fyrstu íbúð og fær það þá hámarkslán samkvæmt regl- um Byggingasjóðs um lán til ný- bygginga. Ef umsækjandi á íbúð fyrir miðast lánið við mismun á söluverði fyrri íbúðar að frá- dregnum áhvflandi lánum og kaupverði þeirrar sem sótt er um lán til. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.