Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 22
Sigurður Pálsson segir að hugmyndin að suðrænu húsi í Reykjavík hafi fengið betri undirtektir en hann hafi þorað að vona. Mynd: E.Ói. Camerata nova Á laugardaginn hélt hópur ungs fólks er kallar sig Cam- erata Nova, tónleika í Krists- kirkju. Stjórnandi var Gunn- steinn Ólafsson. Það erungur maður sem nemur tónsmíðar og hljómsveitarstjórn í Þýska- landi. Fyrst lék hljómsveitin concertino fyrir kontrabassa og strengi eftir sænska tón- skáldið Lars Erik Larsson. Hann var nemandi Alban Bergs. Og lagði stund á tón- listargagnrýni um tíma. Sem sagt kollega! En músikkrítik er það hundleiðinlegasta sem undirritaður hefur lagt stund á um dagana. Miklu meira gam- an finnst honum að njóta bara tónlistarinnar en vera að dæma þetta. En hann ersamt að myndast við að dæma og dæma sökum sjúklegrar greiðvirkni sinnar. Þeir eru alltafað nauða í honum þessir álfar á dagblöðunum. Þó ekki á Mogganum. En þeir eiga það eftir. Lars Erik karlinn Larsson sem gæti nú ekki heitið lágkúrulegra nafni, er mjög vont tónskáld eftir þessu consertinói að dæma. Því- lík sætsúpa! Eða eigum við frekar að segja kellogs kornfleks. En góðir hjóðfæraleikarar gera allt að músík. Og Hávarður Tryggva- son lék á kontrabassann sinn af miklu öryggi og músíkgáfu. Hann hefur fallegan tón og fínar fraser- ingar. En hljómsveitin var frem- ur dauf í dálkinn. Og ekki var hún með hýrara bragði í Konsert í D eftir Stravinski. Hún spilaði einn- ig dauðyflislega Pragsinfóníuna hans Mozarts sem var lokaverkið á tónleikunum. Það vantaði drama og ljóðrænu. Alla þá dýrð sem gerir Mozart að Mozart. Þetta var nú bara svona. Því er nú ver og miður. En þá ber á það að líta að hér var á ferðinni ungt og óreynt fólk sem áreiðanlega á eftir að taka miklum framförum. Og ég óska því allrar blessunar. Hávaða- ofbeldi Rétt fyrir jólin í fyrra var stofn- að með talsverðum fjölmiðla- látum félagið Átak gegn hávaða. Það ætlaði að berjast gegn hvers kyns hávaðamengun. Og félagið hefur tekið hugsjón sína svo bók- staflega að ekki hefur heyrst frá því stuna né hósti, hvað þá heróp, síðan Atli Heimir hélt sína sjón- varpstölu um markmið félagsins daginn eftir stofnunina. En hávaðaofbeldinu linnir ekki. Ég minni hér á nokkur atr- iði. Austurstræti 22 heldur áfram sínu striki. Á daginn er það hljómplötubúðin en á kvöldin og um helgar er það íkorninn. I góða veðrinu á sunnudag heyrðust frá honum hljóðin út í Pósthússtræti. Hvernig stendur á því að ekkert afl í samfélaginu getur eða vill taka í taumana? Hvað myndi gerast ef ég kæmi með kassettutæki og spilaði upp úr öllu valdi á Torginu? Myndi enginn skipta sér af mér? Jú ætli ekki það. Mér yrði áreiðanlega ekki liðið slíkt uppátæki. En af- hverju kaupmönnum? Eiga þeir Suðrænt hús í Reykjavík? Sigurður Pálsson leggur til að Frakkar, Spánverjar, ítalir og Portúgalir hafi samstarf um að koma upp latneskri menningarmiðstöð hér á Islandi sem héti „Suðræna húsið“ Sigurður Pálsson rithöfundur hefur lagt til að stofnað verðijil „Suðræna hússins", „Maisonde Sud“, hér á íslandi. í hugmynd Sigurðar felst að latnesku þjóð- imar: Frakkar, Spánverjar, Italir, Portúgalir og önnur Miðjarðar- hafsríki, hafi með sér samstarí um starfrækslu hússins og nán- ari útfærslu á hugmyndinni. Hugmyndina bar Sigurður upp á ráðstefnu sem haldin var í París í janúar síðastliðnum á vegum franska utanríkisráðuneytisins en enn sem komið er hefur hún farið hljótt hér á landi. Á ráðstefnunni voru helstu menntamenn Evrópu og var þema hennar að miklu leyti að ræða menningarsamstarf innan Evrópubandalagsins og við Evrópuþjóðir utan þess. Hugmyndin kviknaði upphaf- lega fyrir tæpum tveimur árum í hópi fímm Islendinga sem voru við nám í Frakklandi og hefur verið viðruð við nokkra aðila hér á landi, þar á meðal Vigdísi Finn- bogadóttur, forseta lýðveldisins. - Satt að segja bjóst ég ekki við að ræðan mín mundi hafa svo mikil áhrif á ráðstefnunni. Um leið og ég steig niður úr ræðustól voru menn farnir að koma til mín að spyrja mig nánar útúr. Hug- myndin fékk strax miklu meiri hljómgrunn en ég þorði að vona, sagði Sigurður Pálsson í samtali við Þjóðviljann. - Spurningarnar sem hug- myndin hefur vakið eru mun fleiri en svörin enn sem komið er, sagði Sigurður, - því það er tals- vert erfitt mál ef Evrópubanda- lagsríki hefja samstarf við ríki sem enn eru utan þess. Hver á að borga? - Hver á að borga brúsann? Hver á að ráða? Verða það ríkis- stjórnirnar sem standa að þessu eða einkaaðilar? Ef einkaaðilar, þá hverjir? Þetta eru bara örfáar spurningar sem þarf að svara áður en þetta verður að veru- leika, en ég held að það væri mik- ils virði að hugmyndin kæmist í framkvæmd. - Ég sé ekki annað en að það sé lífsspursmál fyrir Norður- löndin að menningarsamstarf og annað samstarf við Evrópubandalagsríkin verði meira en nú er, sagði Sigurður. Hugmyndin vakti strax mikla athygli á ráðstefnunni en Sigurð- ur kom orðum að henni er hann hélt ræðu undir liðnum „Hug- myndir að samstarfi Evrópu- þjóða“. Hann lýsti í stórum drátt- um íslandi og Islendingum í upp- hafí ræðunnar, því að sönnu þekkja kannski ekki margir mikið til landsins, en í lokaorðum y Lækjartorg? Geta ekki stjörn- uspekingar leitt Gulla Bergmann fyrir sjónir að í stjörnunum sé fall hans skrifað ef hann ekki hættir þessum látum? Það væri senni- lega eina ráðið til að kenna hon- um mannasiði. En kannski rætist þó úr þessum djöfulgangi í haust. Þá fara blessuð börnin að brjóta og bramla miðbæinn. Vonandi láta þau hendur standa duglega fram úr ermum og smaska þessar hávaðaholur í smátt. Nú verður sagt að ég sé að hvetja til ofbeld- isverka. Það er víst voða ljótt og kannski líka harðbannað. En hvað þá með að beita ofbeldi? Þeir sem neyða músík ofan í fólk að því forspurðu á almannafæri fremja ofbeldi af grófara taginu. Gulli Bergmann er ofbeldissegg- ur númer eitt í bænum. Og kemst upp með það! Það er frábært vitni um menningarbrag Reykjavíkur. (Fyrir nú utan einhæfnina í diskó- teki hans. Hvernig væri t.d. að spila ærlegar „sinfóníur" og „óp- erur“ svo sem tvo tíma á morgn- ana þriðju hverja viku til að auka fjölbreytnina og stækka hlust- endahópinn? Og er ekki hægt að biðja um óskalög? Ég panta að fá sjálfsmorðssöng Seneca úr ópe- runni Krýningu Poppeu eftir Monteverdi. Mjög róandi og tímabær aría: Ámici é giunta l’hora). Hávaðakúgunin í strætó hefur hins vegar skánað talsvert síðan kvartað var til Borgarráðs. Þó eiga menn alltaf á hættu að tólin séu sett í fullan gang. En sé SVR ófært um að tryggja farþegum frið í vögnunum hlýtur að koma til kasta borgaryfirvalda. En þau hafa greinilega engan áhuga á málinu. Þau fara aldrei með strætó! Áreiðanlega væri búið að taka fyrir þessi ósköp ef ráða- menn yrðu að þola þau. Betri borgarar láta ekki bjóða sér hvað sem er. En flestir farþegar í strætó eru börn og unglingar og gamalt fólk og svo þessir heiðar- legu sérvitringar einsog undirrit- aður. Þess vegna er Reykjavík eina- höfuðborg Evrópu þar sem diskótek er rekið í almennings- vögnum. Um daginn brá ég mér til Vestmannaeyja með Herjólfi. í rútunni til Þorlákshafnar var poppið í fyrsta gír. Farþegi gerði við það athugasemdir og var mús- íkin ekki til vandræða eftir það. í Eyjum hitti ég fólk sem kvartaði mjög um popplæti í rútunni þegar það fór með henni. í þeirri ferð kunni enginn við að „nöldra" yfir hávaðanum og þess vegna þrum- aði hann alla leiðina. 1 rútunum eru flestir farþegarnir útlending- ar sem af skiljanlegum ástæðum hafa sig lítt í frammi með um- kvartanir í ókunnu landi. En ætli þeim finnist ekki skrýtið að aka um furðulega náttúru íslands með enskusungna poppsmelli öskrandi í eyrunum? Þetta ættu menn að hugleiða. Ferðamenn meta menningarstig þjóða eftir svona atriðum. Reyndar eru Eyjamenn ekki barnanna bestir í hávaðamálunum. í einu göngu- götu kaupstaðarins er ekki vært fyrir poppfeiknum úr hátölurum fra einhverri lákúrulegustu og amerískustu búllu sem ég hef augum litið á ævinni. Hún heitir Bjössabar. Og nú segi ég frá ljótasta há- vaðaofbeldinu sem ég hef orðið vitni að upp á síðkastið: Á Seltjarnamesi er verið að byggja nýtt íþróttahús. Rétt hjá eru tvær íbúðablokkir aldraðra. Mikill hávaði fylgir svona fram- kvæmdum eins og að líkum lætur og verður víst ekki hjá því kom- ist. En vinnuflokkarnir bæta gráu ofan á svart með Bylgjunni eða Stjörnunni úr útvarpstæki sem þeir eru með í hálfbyggðu húsinu. Bergmálar þá og endurkastast rokkið í öllum steinveggjum nærliggjandi bygginga. Inni á heimilum gamla fólksins er þetta stundum truflandi þó allir gluggar séu lokaðir. Hvað þá ef það vill njóta sumars og sólar á svölunum. Jafngildir innrás í hí- býli þess. Það er röskun á frið- helgi einkalífs á heimilum manna. Kvartanir hafa engan ár- angur borið. Ef verktaki getur ekki séð um að frá svona fram- kvæmdum berist ekki ónauðsyn- legt ónæði, ætti bæjarstjórnin að hafa manndóm í sér til að taka fram fyrir hendurnar á honum. En Sigurgeir og félagar hafa víst öðrum hnöppum að hneppa. Hvern fjandann varðar eina uppalega bæjarstjórn um „nöld- ur“ og „nagg“ þeirra sem gamlir eru og lasburða. - Slíkar stjórnir ráðast aðeins á garðinn þar sem hann er hæstur. En það er fleira skemmtilegt á þessu litla og lága Seltjarnarnesi. Sundlaugin ert.d. eina laugin fyrir innan Elliðaár þar sem popp er iðulega leikið um hátalarakerfi. Þegar samtök- in „Tjörnin lifi“ vildu leggja fram undirskriftalista á sundstöðum í Reykjavík neituðu borgaryfir- völd á þeirri forsendu að sund- staðir væru „griðastaðir”. Þar ætti fólk að fá frið fyrir argi og dægurþrasi. Þetta er hárréttur skilningur. Ef fólk á einhvers staðar að vera frjálst undan oki poppsins eða annarrar útvarps- starfsemi er það á útivistarsvæð- 22 SÍDA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.