Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 23
Reynslan af Norræna húsinu hefur í alla staði verið góð, segir Sigurður. sínum kom hann að þeirri hug- mynd sinni að stofna til þessara menningartengsla. í lauslegri þýðingu blaðamanns er endirinn einhvernveginn svona, en að sjálfsögðu hefði rithöfundurinn og skáldið kannski orðað þetta betur á íslensku en blaðamaður- inn: „...Ég kasta hér fram hug- myndinni fyrir ykkur, latnesku ríki: þið, Fransmenn, Spánverj- ar, ítalir, Portúgalir, og aðrirsem teljast til Miðjarðarhafsríkjanna, stofnið latneskt menningarsetur í Reykjavík. Við þurfum á því að halda. Nú þegar er að finna í Reykjavík norrænt hús, sérlega fallegt hús meira að segja, sem rekið er af Norðurlandaþjóðun- um fimm. Reynslan af þessu nor- ræna húsi, sem hefur verið starf- rækt í fimmtán ár, hefur í alla staði verið nægilega jákvæð til að hægt sé að segja með vissu að Suðræna húsið í Reykjavík gæti orðið veglegt og átt bjarta fram- tíð. Við, íslendingar, biðjum þess að þetta geti orðið að veru- leika. Hugmyndinni hefur verið kastað fram, nú er að koma henni í framkvæmd." Framvinda þessa máls er enn ekki ljós en Frakkar hafa sýnt mikinn áhuga á hugmyndinni. -TT um eins og t.d. sundstöðum. En Seltjarnarnesbær virðist ekki líta á sína laug sem griðastað. Pað er ekki við starfsfólkið að sakast heldur skort á skýrum reglum og hreinum línum bæjaryfirvalda. Þá má geta þess að ég hef kom- ið á bókasafn þar sem útvarps- tæki með poppmúsík var í gangi svo glumdi um alla lesstofuna. Hvar endar þessi vitleysa? Hve- nær verður ólíft í lestrarsal Landsbókasafnsins? Þessi dæmi sýna að hávaðafé- lagið ætti ekki að skorta verkefni. Hvernig væri nú að særa það upp frá dauðum og magna það upp í hamramma afturgöngu er gengi ljósum logum og riði hávaðahús- um svo þar yrði engri ólátakind vært stundinni lengur? Og svo væntum við þess að Ragnar Arn- alds reki með harðri hendi á eftir hávaðafrumvarpinu sínu á al- þingi í vetur. Annars mun hann hafa verra af. Að syngja fyrir Pinochet í Morgunblaðinu 16. júní er stutt viðtal við heimssöngvarann Kristján Jóhannsson. Hetjan var á þriggja vikna söngferðalagi í Chile og söng í Toscu í 110. sinn í óperunni í San Diego. Pinochet slátrari og sadisti var meðal á- horfenda. Þess vegna fengu söng- vararnir ekki að bera vopn í sýn- ingunni. Ráðamenn voru skít- hræddir um að þeir myndu hlaða byssur sínar alvörukúlum og skjóta helvítis hundinn. Og tólf þjálfaðir stjórnarhermenn voru látnir hlaupa í skarðið á sviðinu. Pá hefur heimssöngvaranum þótt mikill hasarinn. Hann segir í við- talinu að „óneitanlega hafi verið Kristján Jóhannsson brá sérnýlega til Chile og tók þar lagið fyrir Pinochet oddvitaherforingjastjórnarinnar. spennandi að kynnast ástandinu í Chile“. Einmitt! Pað hlýtur að vera æsispennó eins og fyrsta flokks sjónvarpsþriller. Fólk kúgað, svívirt og drepið. Tosca er mikil píningsópera. Alltaf heyrast baksviðs sársauka og angistarvein. Þá eru þeir að toga þá, teygja þá, slíta þá, fletja þá, skera þá, brytja þá, baka þá og jafnvel éta þá. Pyntingar hafa óvíða náð jafn fágaðri fullkomnun og í Chile. Þeir hafa ekki verið í miklum vandræðum með verismann í þessari Pinoc- hetuppfærslu á Toscu. Og mikið djöfull hefur það verið spenn- andi. Uppáhalds pyntingasjóið frá listrænu og lýrísku sjónarmiði hjá Pinochet er að troða glors- oltnum músum upp í leggöngin á konum ungum og gömlum. Og mest fjör kasóléttum! Þá taka nú þessar korrimakvinnur svona heldur betur aríurnar. Kólórat- úra! Og þá aka þeir sér af kæti og hugsjónahasar pyndingapródús- erarnir. Kannski runka þeir sér líka háttsettustu herforingjarnir. í nafni frelsis og lýðræðis! I nafni listarinnar! Já. Heimssöngvarinn þarf mikið á sig að leggja. Það verður að gera meira en gott þykir fyrir frægðina. Og nú bíðum við stoltir íslendingar eftir sigurför söngv- arans um Suður-Afríku þar sem hann mun varpa fögrum ljóma á nafn ættjarðar sinnar með því að syngja í Toscu í tvö hundruðasta sinn. Stjáni á heimssviðinu! Ringir og trillur og bravissimo! En hann á sér skæðan keppinaut. - Þeir eru að kenna litla svarta Sambó öskuraríuna miklu í písl- aróperunni heimsfrægu í Suður- Afríku. Sigurður Þór Guðjónsson NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23 E.M.J. Hugvekja um fómfýsi Mönnum hættir stundum til að segja um íslenska stjórnmála- menn, að sannfæring þeirra risti ekki ýkja djúpt, þeir séu stefnu- lausir, hagi seglum eftir vindi og reyni að komast sem auðveldast frá öllum málum, þannig að þeir þurfi ekki að taka neina þá áhættu, sem fylgir því að halda skýrri hugsjón til streitu. Gott dæmi um þessa fordóma manna er sú setning sem vox populi lagði einu sinni fyrir löngu í munn öldnum stjórnmálamanni honum að öllum líkindum til nokkurrar háðungar: „Ég segi nei og aftur já“. Þessi skoðun kann stundum að vera á einhverjum rökum byggð, en oft er hún alröng og reyndar hið argasta óréttlæti í garð þeirra ágætismanna, sem þjóðin hefur valið til að standa með krumlurnar límdar við stjórnvölinn í hvaða fárviðri sem er. En hvað er svo raunverulega sannfæring og hugsjón? Flestir ættu að geta verið sammála um að það er ekki nægilegur próf- steinn á slíkt, að hugsjónamaður- inn sé reiðubúinn til að berjast við einhverja andstæðinga fýrir því sem hann telur vera sannfæringu sína. Það liggur nefnilega í hlutarins eðli, að sér- hver stjórnmálamaður á sér and- stæðinga, hversu litla hugsjón sem hann annars hefur, og þarf að standa í harðri baráttu við þá fyrir stefnuleysi sínu jafnt sem öðru. Alls kyns karp við mislita andstæðinga er þess vegna ekki neinn mælikvarði á það í sjálfu sér að deiluefnið sé raunveruleg hugsjón eins eða neins, - svo framarlega sem andstæðingurinn er ekki spanski rannsóknarrétt- urinn eða af svipuðu sauðahúsi, en slíkt mun teljast til undantekn- inga á þessum hálfum. Hinn raunverulegi mælikvarði hug- sjónarinnar er annar: hann er sá hvort maðurinn er reiðubúinn til að heyja harðvítuga baráttu fyrir henni við sína eigin samherja, fórna vinum sínum, hagsmunum þeirra og margra annarra, jafnvel ærunni sjálfri gagnvart samtíð- inni og gjörvallri Islandssögunni fyrir það eitt að hún nái fram að ganga. Þessi afstaða hins trygga hugsjónamanns var einu sinni dregin saman í meitlaða setn- ingu, sem lögð var í munn lækn- um á þeim tíma þegar læknar voru lærðir menn og lögðu allt í sölurnar jafnvel líf og heilsu sjúklinga sinna fyrir það að lækn- islistin mætti leika lausum hala, eins og franski skáldmæringurinn Moliere hefur lýst svo fagurlega. En setningin var þessi: „Pereat mundus, fiant pillulae“, - megi heimurinn farast, bara ef pillurn- ar blífa. Ef þessum stranga mælikvarða er beitt á gjörðir íslenskra stjórnmálamanna, kemur í ljós að þrátt fyrir alla fordóma má finna meðal þeirra glæsileg dæmi um ótvíræða hugsjónamenn. Lengi vel blasti við öðrum fremur dæmi sjávarútvegsráðherra vors, sem hefur verið reiðubúinn til að fórna hagsmunum og heiðri ís- lendinga svo og sínum pólitíska orðstír til að geta stuðlað að út- rýmingu nokkurra sjávarspen- dýra, uns hætta er á því að fiskút- flutningurinn hrynji svo að hann rétt nægi til að standa undir kostnaði af óarðbærum hval- veiðum. Er málið þá komið í slík- an hnút hugsjónarinnar vegna, að torvelt er að sjá hvernig bjarga megi bæði brýnustu hagsmunum þjóðarinnar og sjá þó um leið fyrir því að hugsjónamaðurinn missi ekki andlitið og krókni ekki af hugsjónaleysi nema þá einna helst með því að sjávarútvegsráð- herra segi af sér í vísindaskyni. Síðustu vikur hefur þó þetta dæmi, sem menn hafa haft fyrir augum um langt skeið, fallið í skuggann af öðru sem er kannske ennþá skýrara. Fram hefur nefni- lega gengið fyrir skjöldu nýr hug- sjónamaður, menntamálaráð- herra vor, sem hefur sýnt það og sannað að hann er reiðubúinn til að fórna öllu fyrir hugsjón sína. Fyrir hana hefur hann efnt til ill- deilna við sjálfan háskólarektor, móðgað freklega tvo af virðuleg- ustu lagaprófessorum háskólans, sem menn hefðu hingað til ekki ekki sett á bás með æstum stjórn- arandstæðingum, fengið stóran hluta háskólaborgara upp á móti sér hvar í flokki sem þeir standa, komið því til leiðar að róttækir og íhaldssamir stúdentar snúa bökum saman gegn honum - og hefði menn þó varla grunað að slíkt stæði yfirleitt í mannlegu valdi - gert í þessu skyni að sinni eigin stefnu þá reglu einræðis- herra á borð við Ceausescu og Jarúselskí að skoðanir skuli skipta máli við stöðuveitingar, sett víðlesnasta blað landsins og sitt eigið stuðningsblað í slæman vanda, m.a. með því að vega ill- yrmislega að nánum vandamanni þess, þannig að það veit nánast ekki sitt rjúkandi ráð, og stefnt sínum eigin stjórnmálaframa í mikinn voða. Eftir þessar miklu fórnir stendur ráðherrann eftir berrassaður í öllum svipti- vindunum, en getur þó huggað sig við það að þótt allt annað sé, glatað sé hugsjóninni samt borg- ið. Og hvaða hugsjón er ráð- herranum þá svo dýrmæt, að fyrir hana er hann reiðubúinn til að fórna öllu öðru? Hún er sú að troða Hannesi Hólmsteini inn í háskólastöðu, sem hann hefur ekki verið dæmdur hæfur til að gegna. Pereat mundus, fiat Hannes. e.m.j.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.