Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 25
FLÖSKUSKEYTI Sjónvarps- verslun Nú geta Bandaríkjamenn verslað í gegnum sjónvarpið. Á skjánum eru sérstakir þættir þar sem stórmarkaðir kynna vöruúrval sitt og verð og sjón- varpsáhorfendur geta í ró og næði skoðað tilboðin og pantað svo vöruna heim með einu símtali. Verðið á vör- unum er yfirleitt lágt og þessi sölu- mennska hefur slegið í gegn svo um munar. Nú eru stórmarkaðirnirfarnir að hafa eigin sjónvarpsstöðvar og nýlega voru 125 þúsund heimilitengd slíkri sjónvarpsstöð í Chicago. Áhorf- endur geta þá hringt í verslunina og pantað myndir af ákveðnum vöru- flokkum. Þegarákvörðun hefurverið tekin um hvað kaupa skuli inn til helg- arinnar er hringt aftur. Auglýsingarn- ar eru því ekki lengur aukaefni í sjón- varpinu heldur aðal dagskrárefnið. í samkeppni við sjálfan sig Danska sjónvarpið (DR) mun byrja með nýja sjónvarpsrás 1. október næstkomandi. Sjónvarpsrásin kall- ast TV-2 og mun leggja áherslu á fréttir. Áformað er að fara í sam- keppni við DR. Fréttaútsending hefst á sama tíma, klukkan hálf átta á kvöldin, enfréttirhjáTV-2verða tíu mínútum lengri en hjá DR. Til- gangurinn með því er sá að halda áhorfendum áfram við skjáinn þegar kvölddagskráin byrjar. Fréttirnar hjá TV-2 verða ekki jafn einangraðar við Kaupmannahöfn og fréttir DR heldur er ætlunin að nýta svæðisstöðvarnar. Auk frétta verða fræðsluþættir frá sex til hálf átta, en eftir fréttir verða kvik- myndir og annað afþreyingarefni. Hormónagrátur Það er staðreynd að kona græturfjórum sinnum meira en karl. Ástæðan ersú að þærfram- leiða svo mikið af hormóninu prolaktin. Hormón þetta hefur áhrif á mjólkurkirtla kvenna þannig að þeir framleiða móður- mjólk. En hormónið hefureinnig áhrif á tárakirtlana og mjólkandi konur eru því grátgjarnari en aðr- ar konur, að ekki sé talað um karlmenn. Ókynþroskastúlkur eiga því samkvæmt þessu ekki að gráta meira en piltar, því prol- aktinframleiðslan er mjög svipuð hjá báðum kynjum fram að kyn- þroskaskeiðinu. En þegarstúlk- an verður kynþroska, þá streyma tárúrhvörmum. Prolaktinfram- Ieiðslakvennannaer60% meiri en hjá körlum. Þær þurfa samt ekki að að gráta þessvegna, því vísindamenn telja að gráturinn sé öllum mönnum hollur, eyðir áhyggjum og gremju og kemur fólki í gott skap. Reykingamenn þjóri Loksins geta reykingarmenn tekið gleði sína á ný, það er að segja, þyki þeim sopinn góður. Nú hefur nefnilega verið sannað að áfengi verji lungun gegn tó- baksreyk. Reyndarertalið að áfengi í stórum stíl geti haft skaðleg áhrif á lungun, en einn snafs á dag kemur lungunum í lag. Það voru auðvitað danskir vísindamenn sem komust að þessari merku niðurstöðu. Hæfi- legt áfengismagn í blóðinu heldur ensímum úrtóbaksreyk í skefjum, en ensím þessi brjóta niðurvefi ílungunum. Séáfeng- ismagnið hinsvegar of mikið hef- ur það þveröfug áhrif og getur haft alvarlega lungnasjúkdóma í förmeð sér. Eva Luna Suður-ameríska skáldkonan, Isabel Allende, sendi nýlega frá sér nýja skáldsögu, en hún varð á sínum tíma þekkt fyrir skáld- söguna „HúsAndanna" sem Thor Vilhjálmsson þýddi á sínum tíma af mikilli snilld. Nýjaskáld- sagan nefnist Eva Luna og gerist í Venezuela, en þar hefur Isabel búið síðan hún varð landflótta frá Chile við valdarán herforingj- annaárið 1976. BARNAKOMPAN Umsjón: KRISTÍN VALSDÓTTIR ANDRÉS GUÐMUNDSSON Geturðu -furxdið >5 ^Q)- Dósa- hrista Einu sinni var sýnt hér á Barn- ablaðsíðunni hvernig á að búatil hljóðfæri sem heitir Tappahrista. Það er hægt að búa til ennþá einfaldari hristu úrtómri málmdós, t.d. gos- dós, og hrísgrjónum eða baunum. Þú setursvolítið af hrísgrjónum eða baunum í dósina, þó ekki of mikið því þá verður dósin of þung og hljóð- ið ekki eins skemmtilegt. Síð- an límir þú fyrir gatið með góðu límbandi og þá er hljóð- færið tilbúið. Ef þú vilt skreyta hristuna þá getur þú límt pappír utan á dósina og litað eða málað. SAGAN UM BÖRNIN SEM TÝNDUST Einu sinni voru hjón á bæ einum. Þau áttu tvö börn sem hétu Ása og Jón. Einu sinni fóru þau upp ífjall. Þá kom allt í einu þoka og þau villtust lengra upp á fjallið. Þegar þokunni létti voru þau rammvillt. Þau gengu lengra og lengra og komu allt í einu að helli einum. í hellinum áttu tröllskessur þrjár heima og tóku þær Ásu og Jón og settu í búr. „Hvað eigum við nú að gera Jón minn?“ sagði Ása. „Við skulum bíða og sjá hvað setur og svo skulum við spyrja hvað þær heita,“ sagði Jón. Svo gerðu þau það. Sú fyrsta hét Einsömul, önnur hét Ægi- leg og hin þriðja hét Síðust. Þær sögðust heita þessum nöfnum af því sú fyrsta var svo einmana, önnur hét Ægileg af því hún var svo ægileg og þriðja og síðasta hét Síðust af því hún var alltaf síðust að hlaupa. En nú spurðu Ása og Jón af hverju þau væru látin í búr. Þá sagði Ægileg: „Við ætlum að hafa ykkur hjá okkur þangað til þið viljið verða vinir okkar.“ Þá sögðu Ása og Jón að þau vildu verða vinir þeirra ef þær bara vildu fara með þau heim. Þær gerðu það. Þegar þau komu heim urðu miklir fagnaðarfundir. Mamma þeirra fór út og þakk- aði tröllskessunum fyrir að koma heim með börnin hennar. Þóra Sigurbjörnsdóttir, 9 ára Stafa- þraut Athugaðu þessa mynd og reyndu að finna út hvað hlut- irnir heita. Þegar þú hefur gert það tekur þú annan staf í hverju orði og raðar þeim saman. Ef þú raðar þeim rétt saman færðu út nafn á mán- uðieðamanni. NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.