Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 30
Ásgrímssafn, Bergstaöastræti 74, er lokaö um óákveðinn tíma vegnaviögerða. Ásmundarsalur, fyrsta einka- sýning Hlyns Helgasonar. Á sýn- ingunni eru tíu akrýlmálverk, mál- uð á pappír, og nokkrar túss- teikningar. Sýningin verðuropn- uð 30. júlí klukkan 15.00 og stendur til 7. ágúst, en hún er opin 16.00 - 21.00 virka daga og 15.00 -20.00 um helgar. Blindrabókasafn íslands, Hamrahlíð 17, sýning á snertilist eftirörn Þorsteinsson. Sýningin stendurtil 1. ágúst, bókasafnið er opið alla virka daga kl. 10:00- 16:00. Bókasafn Kópavogs, Bjarni Sigurbjörnsson sýnirtíu olíumál- verk í listastofu safnsins. Sýning- in stendurtil 31. júlí. Listastofan er opin á sama tíma og bókasafn- ið, kl. 9:00-21:00, mánudagatil föstudaga. Eden, Hveragerði, Ríkey Ingi- mundardóttir sýnir málverk og postulín. Ferstlkla, Hvalfjarðarströnd, sýning á myndverkum eftir Bjarna Þór Bjarnason, Akranesi. Á sýningunni, sem stendur til 13. ágúst, eru olíukrítarmyndir, Col- lage og grafík (einprent). Mynd- irnarerutilsölu. Gallerí Borg, Pósthússtræti 9, sýning á verkum sem galleríið hefur til sölu eftir gömlu íslensku meistarana. Skipt verður um verk reglulega á sýningunni sem standa mun f sumar. Gallerí Borg er opið virka daga kl. 10:00- 18:00, ogkl. 14:00-18:00 um helgar. Grafíkgalleríið, Austurstræti 10, kynning á grafíkmyndum Daða Guðbjörnssonarog keramikverk- um Borghildar Óskarsdóttur. Auk þess ertil sölu úrval grafíkmynda eftirfjölda listamanna. Galleríið eropiðvirkadagakl. 10:00- 18:00. Galleri Gangskör, verk Gang- skörunga eru til sýnis og sölu í galleríinusemeropiðkl. 12:00- 18:00 þriðjudaga til föstudaga. Gallerí Svart á hvítu, Laufásvegi 17(fyrirofan Listasafnið), sýning áverkum Nínu Gautadótturopn- uð 30. júlí klukkán 14.00 oa stendurhúntil 14. ágúst. Ásýn- ingunni eru oliu- og akrýlmálverk unnin 1987 - 88. Auk sýningar- innar er á efri hæð gallerísins list- averkasala og eru til sölu verk ýmissa listamanna. Listaverkas- alurinn er opinn á sama tíma og sýningarsalurgallerísins, klukk- an 14.00 -18.00 alla daga nema mánudaga. Kjarvalsstaðir, austursalur: Sýning á verkum Jóhannesar S. Kjarvals, þará meðal mörgum verkum sem ekki hafa komið fyrir almenningssjónirfyrr. Sýningin stendurtil21.ágúst. Vestursalur: Sýning sænska listamannsins Claes Hake á höggmyndum og veggmyndum unnum úr steini, gipsi og bronsi. Sýningin stendurtil 31. júlí, Kjar- valsstaðir eru opnir daglega kl. 14:00-22:00. Listasafn ASÍ, Grensásvegi 16. Lokaðfram íágústvegnasumar- leyfa. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga kl. 13:30-16:00. Höggmynda- garðurinn er opinn daglega kl. 11:00-17:00. Listasafn íslands, Sýning á / verkum Marc Chagalls og sýn- ingin Norræn konkretlist 1907- 1960 eru opnar alla daga kl. 11:00-17:00. Sýningin Norræn konkretlist stendur til 31. júlí, og sýningin á verkum Chagalls til 14. ágúst. Leiðsögn um Chagall- sýninguna fer fram á sunnu- dögum kl. 13.30. Kaffistofa List- asafnsins er opin á sama tíma og sýningarsalirnir. Mokka, Davíð Þorsteinsson sýnir Ijósmyndir teknar af gestum og starfsfólki Mokka á undanförnum árum. Norræna húsið, sumarsýning á verkum Jóns Stefánssonar „Landslag" stendur nú yfir. Sýn- ingin verður opin daglega kl. 14.00-19.00 til 21. ágúst. Nýhöfn, Hafnarstræti 18, sumar- sýning á verkum ýmissa lista- manna. Verkin eru öll til sölu og afhendingarstrax. Sýningin stendurfram í september, Ný- höfn er opin alla virka daga kl. 12:00-18:00, en lckuð um helgar. Nýlistasafnið v/ Vatnsstíg, síð- asta sýningarhelgi á verkum þýska myndhöggvarans Peter Mönning. Sýningin stendur til 31. júlí, og er opin kl. 14:00-20:00. Tryggvagata 18, Tryggvi Gunn- ar Hanssen er með málverka- og hugmyndasýningu að T ryggva- götu 18, Reykjavík. Ásýningunni er einnig hægt að fræðast um hugmy ndir varðandi jarðarkaup undir Jökli. Sýningin er opin dag- legakl. 18:00-22:00. Þjóðminjasafnið, Bogasalur, sýning á verkum W.G. Colling- woods (1854-1932). Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 11:00-16:00, ogstendurtil lokaseptember. Hvað á að gera um helgina? í bíó með mömmu Magnús E. Sigurðsson, prentsmiðurog Oslóarekkill „Ég reikna ekki með því að ég fari úr bænum, heldur ætla ég að dytta að garðinum og slappa af í fásinninu í Reykjavík.“ - Á ekki að nota tækifærið þegar konan er í Osló og þræða skemmtistaðina? „Nei, það er ekki á planinu. Hinsvegar fer ég í bíó á laugardag og er búinn að bjóða mömmu með mér. Við ætlum að sjá Leiðsögu- manninn, sem Helgi Skúlason leikurí.“ - Þú getur semsagt ekki án kvenfólks verið? „N ei, maður verður að hitta konurnar reglulega. “ - Ekkert vandamál með börnin þegar konan er erlendis? „Þau fóru með henni og eru hjá afa sínum og ömmu í Svíþjóð á meðan konan er á kvennaþinginu í Osló. Þannig aðég er aleinn.“ LEIKLIST AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1984-1. fl.A 01.08.88-01.02.89 kr. 325,92 ‘Innlausnarverö er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggjaþarjafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, júlí 1988 SEÐLABANKIÍSLANDS Ferðaleikhúsið, Tjarnarbíói, sýningar á Light Nights eru fjögur kvöldíviku,kl. 21:00, fimmtudaga til sunnudaga. TÓNLIST Heiti potturinn, Duus-húsi, mánudagskvöld 1. ágúst, klukk- an 21.30. Djamm. Guðmundur R. Einarsson trommur, Kristján Magnússon píanó, Tómas R. Einarsson kontrabassiog Þor- leifur Gíslason saxófónar (alto og tenór). Skálholtskirkja, síðustu Sumar- tónleikar þessa sumars verða nú um helgina (Skálholti. Fernir tón- leikar verða haldnir, klukkan 15.00 laugardag, sunnudag og mánudag og klukkan 17.00 á laugardag en auk þess er mess- að klukkan 17.00 á sunnudag. Tónleikarnir á laugardaginn klukkan 15.00 og mánudaginn klukkan 15.00 verða helgaðir kammertónlist Jóhanns Sebasti- ans Bachs en á seinni tónleikum laugardagsins og sunnudagstón- leikunum klukkan 15.00 verða leikin verk eftir A. Corelli og G. Ph. Telemann. Áætlunarferðir eru frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík að Skálholti. Brottför kl. 13.00 frá Reykjavík en til baka kl. 17.45. Kaff iveitingar eru í Lýð- háskólanum í Skálholti. HITT OG ÞETTA Árbæjarsafn, ný sýning um Reykjavík og rafmagnið er í Mið- húsi (áður Lindargata 43a). Auk þess er uppi sýning um forn- ieifauppgröftinn í Viðey sumarið 1987, og „görnlu" sýningarnar eru að sjálfsögðu á sínum stað. Safnið er opið alla daga nema mánudagakl. 10:00-18:00. Leið- sögnumsafniðerkl. 15:00ávirk- um dögum, og kl. 11:00 og 15:00 um helgar. Veitingar í Dillonshúsi kl. 11:00-17:30, léttur hádegis- verðurframreiddurkl. 12:00- 14:00. Kl. 15:00-17:00 á sunnu- daginn leikur Páll Eyjólfsson gít- arleikari tónlist frá ýmsum löndum, ÍDillonshúsi. Geysisgos, næsta laugardag lætur Geysisnefnd setja sápu í Geysi í Haukadal klukkan 13.00. Ef veðurskilyrði verða hagstæð má búast við gosi skömmu síðar. Þeir sem verða á ferð um upp- sveitirÁrnessýslu munu ugglaust fylgjast með þessari tilraun. Ferðafélag íslands, dagsferðir um verslunarmannahelgina: Sunnudag 31. júlí klukkan 13.00 - Gönguferð f Innstadal. Ekið að Kolviðarhóli og gengið þaðan. Verð kr. 600. Mánudagur 1. ág- úst. Klukkan 8.00 - Þórsmörk - dagsferð. Sumarleyfi hjá Ferð- afélaginu er ódýrt. Það er nota- legt að gista í Skagfjörðsskála/ Langadal. Klukkan 13.00 - Ár- mannsfell - Þingvellir. Þægileg gönguleið á Ármannsfell. Verð kr. 1000. Brottför í dagsferðirnar er frá Um- ferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. í lengri ferðirnar er farmiðasala á skrifstofu FÍ, Öldugötu 3. Hana nú, Kópavogi, lagt upp i laugardagsgönguna frá Digra- nesvegi 12, kl. 10:00 í fyrramálið. Verið með í bæjarröltinu í skemmtilegum félagsskap, sam- vera, súrefni, hreyfing og nýlagað molakaffi. Útivist, dagsferðir um verslun- armannahelgina: Sunnudagur 31. júlí, klukkan8.00. Þórsmörk- Goðaland. Léttarskoðunarferðir. Verð kr. 1200. Klukkan 13.00. Sogasel - Djúpavatn. Meðal ann- ars gengið um Sogin, óvenju lit- ríkt svæði á Reykjanesfjallgarði. Verð kr. 800. Verslunarmannafrí- dagurinn 1. ágúst. Klukkan 8.00. Þórsmörk. Einsdagsferð. Verð kr. 1200. Klukkan 10.30. Kaupstað- arferð frá Kjalarnesi til Reykjavík- ur. Gengið frá Tiðaskarði um Saurbæ og eftirgömlu þjóðleið- inni um Esjuhlíðar (frábært út- sýni) að Esjubergi. Ef veður leyfir er siglt frá Móum á Kjalarnesi um sundin (meðal annarra Þern- eyjarsund) til Reykjavíkur að Grófarbryggju. Annars rúta. Brottför einnig klukkan 13.00 og slegist í hópinn við Ártún. Mætið í stórkostlega kaupstaðargöngu og siglingu. Verð aðeins kr. 1000. BrottförfráBSÍ, bensínsölu. Upplýsingar og f armiðasala á skrifstofu ÚtivistarGrófinni 1, símar 14606 og 23732. GAL*{ <y § Skemmtun ÁN ÁFENGIS. 0Q \ c 30 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.