Þjóðviljinn - 30.07.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.07.1988, Blaðsíða 6
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Friðvænlegra ástand en lengi fyvr Eins og fyrri daginn er meira en nóg um ótíðindi úr ýmsum heimshornum. Samt eru næstliðnir mánuðir óvenju ríkir að jákvæðum fréttum - fréttum af því að friður sé að takast í nokkrum þeim staðbundnum styrjöldum, sem svo eru nefndar, og hafa hver um sig bætt við hættur á stórstyrjöld. Sovétmenn hafa samið um að fara með her sinn brott frá Afganistan. í Djakarta, höfuðborg Indonesíu, verður rætt um frið í Kampútseu og brottflutning víetnamsks herliðs þaðan. Suður-Afríka, Kúba og Angóla hafa gengist inn á áætlun um að kúbanskt herlið verði á brott frá Angólu og Namibía fái sjálfstæði. Og íran hefur fallist á vopnahlé í Persaflóast- ríðinu við írak sem er orðin ein hin langvinnasta og manns- kæðasta af þeim hundrað og tuttugu styrjöldum sem upp hafa blossað síðan heimsstyrjöldinni síðari lauk. í þessum dæmum, sumum að minnsta kosti, má finna skýringu á friðarvilja blátt áfram í því að styrjaldaraðilar eru þreyttir, ef ekki aðfram komnir. En fleira er þar á ferð. Lang- vinnar, staðbundnar styrjaldir hafa ekki síst lifað á miklum fjandskap risaveldanna, Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Það hefur verið regla með næsta fám undantekningum, að hvenær sem vopn fara að tala, þá hafa risaveldin komið við sögu með vopnasölu, hernaðaraðstoð, pólitískum stuðningi sitt við hvorn aðila - ekki að ófyrirsynju reyndar, að margar styrjaldir hafa verið kallaðar staðgenglastríð risanna. En nú er önnur tíð: friðarhorfur hefðu ekki batnað svo mjög ef ekki kæmi til einskonar samvinna Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna um að setja niður deilur. Sú samvinna er brösótt og brokkgeng, en hún er þó til í þeim mæli að það verður ekki eins auðvelt og oft áður fyrir stríðsaðila, að framlengja blóð- bað í það óendanlega með því að spila á ótta risaveldanna, annars eða beggja, við það að þau séu að missa spón úr sínum aski ef „þeirra“ menn tapa. Þessi þróun hefur margar hliðar jákvæðar. Friðargerð í staðbundnum stríðum og sýnileg framför í afvopnunarvið- ræðum styðja og flýta fyrir hvort öðru. Og vonandi venjast menn nú af því kaldastríðshugarfari sem einna lífseigast hefur orðið: en það er það, að menn hafa ekki lagt það á sig að skoða staðbundnar deilur eftir málavöxtum. Heldur tekið afstöðu til þeirra eftir einfaldri formúlu: er þetta Könum eða Rússum í hag eða óhag? Hinu skulum við heldur ekki gleyma, að friður er jafnan torsóttur- það verður ekki hætt að berjast strax í Afganistan eða Angólu þótt erlendar hersveitir verði á brott. Og vopna- hlé það sem stjórn Nicaragua og kontraskæruliðar gerðu með sér fyrir nokkru er farið út um þúfur. Stjórnin í Managua á þar nokkra sök, en fyrst og fremst verður sú þróun skrifuð á reikning Reganstjórnarinnar, sem rekur kontrasveitirnar, og hefur í rauninni aldrei gefist upp við þann ásetning sinn að Sandinistastjórninni í Nicaragua skuli steypt. Og við skulum heldur ekki gleyma því, að ekkert hefur gerst sem til friðar horfir fyrir botni Miðjarðarhafs - en þar hefur Bandaríkja- stjórn einmitt lagt sig mjög fram um að útiloka Sovétríkin frá því að gegna nokkru því hlutverki sem um munar í samning- aviðleitni. Allt um það: þótt friður sé torsóttur, þótt kjarnorkuháskinn sé yfir höfðum okkar sem fyrr, þá hafa orðið meiri umskipti á alþjóðavettvangi en dæmi eru til lengi, meiri umskipti en menn áttu von á. í þá átt að vopnavald hopar fyrir alþjóðlegri samningaviðleitni. Meira að segja Sameinuðu þjóðirnar, sem stórveldin hafa svo lengi lamað með því að sniðganga þau samtök eða stilla þeim frammi fyrir orðnum hlutum, eru að fá aukið vægi í þeirri friðarsókn sem allir vona að vari sem lengst og nái sem lengst. ÁB -----HALLGRÍMUR- ÍFANGEVRÓPU Heiðin er blaut. Það er blautt undir hverjum steini. Blautt hvert lítið blóm og lambagras. Það sjáum við sem höfum svind- lað okkur inn á setustofu þeirra sem ferðast á Saga-class, út um! skásettar rúðurnar á Leifi Eiríkssyni. Og rollurnar ráfa um í rigningunni, sumarúðanum, en létta manni drykkjuna um leið, því maður veit að maður þarf ekkert að smala, maður þarf ekk- ert að smala þessa heiði, löngu búinn að ná saman öllu sínu til ferðar í fremmede lander. Og ekki létta manni síður þjðina, glóðvolg morgunblöðin,- með öllum sínum leiðindum. Maður prísar sig sælan að þurfa ekki næstu vikurnar að velta sér upp úr hannesarmálum og öðrum tó- mötum á gúrkutíð. Aðeins þrig- gja tíma svefn og maður er laus við landsteinana. Frá Kef til Lúx og maður stígur frjáls og léttur, óbundinn á báðum fótum, á er- lenda grund. Evrópu. Og hún tekur manni fagnandi örmum, eftir sex ára hlé og skartar sínu fegursta með blóm- askrúði og tuttugu og þremur gráðum. Og hún er söm við sig, sú gamla. Vegirnir liggja troðn- ingslega um port og húsagarða og landamærin hlykkjast sérvi- skulega og sögulega um skógars- tíga, skipaskurði og jafnvel alla leið inn í eldhúskróka sumra þessara þjóða sem sínum megin við þau búa og burðast enn við að tala sín eigin tungumál og hampa sinni eigin menningu, borga í sín- um eigin gjaldmiðli, frönkum, schillingum og lírum. Ameríkan- íseríngin á hér engan séns og hinir einmanalegu hamborgarastaðir hennar eru auðveldlega kæfðir af óteljandi stórmerkilegum stöð- um, styttum og byggingum. „Places of interest". Enskan er hér fljótlega rekin aftur ofan í sitt upprunalega og hrausta kok af hraflandi rútubílstjórum og lest- arsveinum. Fátt er hér jafn sorrý- vert og ameríkanar á fíækingi og evrópubúarnir glotta langþreyttir framan í slík pokadýr á rifnum gallabuxum klifjaðir bókum sem fjalla um það hvernig komast eigi af einn dag í Evrópu með tíu doll- ara í vasanum. Maður er því fljót- ur að rifja upp rústum líka þýsk- ukunnáttu sína í röðinni við mið- asöluna á lestarstöðinni í Frank- furt. „Fur zwei nach Italien uber Basel und Chiasso im Schlafwag- en, bitte“. Og þýsku þulirnir fylgja manni suður eftir Rínar-bökkum með sínum eindrucksvoll anmerkung- en og veðurspánni sem líkist þeirri íslensku í öllu nema stærð- arhlutföllum. Vestfirðir verða að „Vestur-Evrópu“, Norð- Austurland að Skandinavíu allri „með Finnlandi og Lapplandi" en Austurland að glettingi allt heila Varsjárbandalagið. Suður- land er síðan einfaldlega Miðj- arðarhafið eins og það leggur sig með löndunum í kring. Á móts við Freiburg rifjast allt í einu upp fyrir manni gamall stúfur sem Jónas Hallgrímsson orti á náms- árum sínum í Svartaskógi: Ich kenne nicht den Namen sein; möcht’ihn so gerne haben in meinem zimmerlein. Þessi staka breytir því þo ekki að lestin bruni hraðar og hraðar, í tilhlaupi sínu áður en hún stendur undir sig hausinn og borar sig inn í gegnum Alpafjöllin, auðveld- lega og án þess að maður vakni eða veiti því aðra eftirtekt. Hins- vegar dreymir mann undarlega á þessum ljósmikla hraða, draumarnir hrannast upp og myndirnar flækjast svo hvor fyrir annarri á tjaldinu að loks verður allt að einni hugarhönk og maður vaknar upp með andfælingi. Reyndar nákvæmlega á þeim stað sem tvö hundruð árum áður hinn ítalski meðreiðarsveinn Go- ethes á suðurferð þess síðar- nefnda ráðlagði honum við svefn- leysinu að maður ætti aldrei að hugsa aðeins um eitthvað eitt, heldur alltaf að hafa þúsund hluti í hausnum í einu. Nokkuð sem maður hefur allar sínar götur síð- an haft að leiðarljósi. Það var og er í Tosvana-fylki á Ítalíu, þar sem morgunn hefur þegar hafist, áður en lestin brunar sem fyrr niður í Amó-dal, umkringd af skóguðum hæðum og húsaklettum þar sem þvottur- inn hangir daglangt undir eldhús- gluggunum, þó hann sé auðvitað þornaður fyrir hádegi í sólinni sem sífellt prýðir hinn azurri-bláa himin yfir Ítalíu, og einmitt er notaður í landsliðsbúning þjóðar- innar. Lestarstösðvarnar em hér í allt öðmm stíl en norðan heiða, þar sem þær em flestar í þessum nítjándualdar geimskutlustíl. Hér eru þær stabilli og ferkant- aðri, hlaðnar úr steini. Það er ró- legra bragð yfir þeim, enda aldrei neinn asi á ítölskum lestarteinum og tímaáætlanirnar innan rýmri marka. Hitinn er enda orðinn á suðrænan mælikvarða og svitinn brýst úr í Keflavíkurklæðnaðinn. Því er hún manni þyngri en ella, farangursbyrðin sem bíður drösls á brautarpalli í áfangastað og þyngist enn þegar herbergis- leitin margmædda hefst. Með þrjú orð að vopni æðir maður hæða á milli og hefur símtól á loft, en árangurslaust, svo að lok- um er húsaskjólsins leitað þar sem alltaf er yl að finna í borgum latínuþjóðarinnar, hjá gömlu góðu pens-jónunum sem af ást og hlýju reka sín heimili af risni og raunsn, gangandi og óparlandi gestum til gistingar. Upp lýkst portið á pensjónatinu í allri sinni loftháu dýrð og í forstofunni stendur örsmá og eidgömul grá- hærð „mamma“ með hýjung í vöngum, höfuð herðum neðar og brjóstin um sig miðja. Hávær, glaðvær og baðandi út höndum sínum sem að lokum lykja mann í mittishæð. Loksins er maður, langur af ferðum, kominn í hið eina og sanna „fang Evrópu“. Siena í Toscana 22. júlí 1988 Hallgrímur. Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Út06fandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Rltatjórar: Ámi Bergmann, MöröurÁmason, óttar Proppé. Fréttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaöamenn: Guömundur Rúnar Heiöarsson, Hjörleifur Sveinbjömsson, KristóferSvavarsson, Magnfríöur Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karisson, Siguröur Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sœvar Guöbjömsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrtta- og prófartcalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknaftr: Kristján Kristjánsson, Kristberguró. Pétursson Fram k v® mdast jór I: Hallur Páll Jónsson. Skrtfstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrtfatofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, ÞorgeröurSiguröardóttir. Bilstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiöslu- og afgraiöslustjórl: Bjöm Ingi Rafnsson. Afgrelösla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innhalmtumenn: Katrín Báröardóttir, ólafurBjömsson. Útkeyrsla, afgreiösla, rltstjórn: Síöumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síöumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og aetning: Prentsmiöja Þjóöviljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. Verö í lausasölu: 70 kr. Helgarblöö:80kr. Áskrtftarverö á mánuöi: 800 kr. 6 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. Júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.