Þjóðviljinn - 30.07.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.07.1988, Blaðsíða 8
Þingvellir Hlúð að náttúm og sögu í skipulagi Brýntað leggja göngustíga til verndar gróðri ogfornminjum. Menningarmiðstöð reist við Kárastaðastíg og Valhöll látin óáreytt Þann 27. júlí voru liðin 60 ár frá stofnun þjóðgarðs á Þing- völlum og fyrst nú liggur fyrir heildstætt skipulag að Þingvalla- svæðinu. Stefnumörkun Þing- vallanefndar að framtíðarskipu- lagi þjóðgarðsins og næsta um- hverfis hans, er afrakstur þriggja ára vinnu. Á þeim tíma hefur ver- ið safnað viðamiklum upplýsing- um um náttúrufar og fornminjar á svæðinu, en meginmarkmið skipulagsins er verndun náttúru og menningarsögu Þingvalla. Er það löngu orðið aðkallandi vegna vaxandi umferðar almennings um þjóðgarðinn. Stefnt er að því að girða allt það land, sem friðað er. Frá Skógarhólum suður fyrir Kára- staðanes verður girðing flutt vest- ar en nú er, þannig að innan hennar verði Biskupsbrekkna- hraun, hluti mólendis meðfram Leiralæk, austurhlíðar Ármanns- fells og Meyjarsæti. Að austan- verðu verður breytingin sú að Amarfell verður innan þjóð- garðsgirðingar. hinum forna þingstað í Almannagjá er bæði gróður og búðarústir illai leikið af átroðningi gesta. Stefnt er að því í stefnumörkun Þingvalla- nefndar að framtíðarskipulagi þjóðgarðsins að draga úr álagi, m.a. með þjónustumiðstöð á gjábakkanum og göngustígagerð. Lagt er til að vegarstæði verði breytt á 2 stöðum. Til að hindra óþarfa akstur vestur með Þing- vallavatni, verði Sogsvegur sveigður til norðurs austan Arn- arfells og vegur að Skógarhólum verði lagður vestan Hvannagjár, svo umferð íþyngi Þingvallakvos- inni ekki meira en nauðsynlegt. Gróður og minjar niðurtroðið í niðurstöðum Náttúmfræði- stofnunar á rannsókn gróðurs í þjóðgarðinum, segir að allt svæð- ið næst Lögbergi sé troðið niður í svað og á fleiri stöðum við NÚFÆRÐU. . 105 g MEIRIJOGURT ÞEGAR ÞÚ KAUPIR 500g DOS!* gjámar hafi gróður látið á sjá vegna átroðnings mannfólksins. Það er ekki einungis gróður sem er í hættu, heldur kom slæmt ástand búðarústa í ljós við skrán- ingu fomminja. - Þar sem troðn- ingar liggja yfir búðirnar, eru þær hreinlega að fletjast út í ólögu- legar þúfur og moldarsvað. Þingstaðurinn forni og næsta ná- grenni hans em því í mikilli hættu og segir í stefnumörkuninni að tafarlaust verði að bregðast við eyðingunni, með lagningu göng- ustíga sem taki mið af legu forn- minja. Talin er ástæða til að takmarka umferð um nokkra viðkvæma og gróðurríka staði. Það er sérstak- lega rætt um Snókagjá, Silfru, Lambhaga og umhverfi Davíðs- gjár. Meðfram vatnsbakkanum er gróður víða spilltur vegna á- troðnings veiðimanna og eru verstu dæmin við Vatnsvik og Öf- ugsnáða. Þar standa á mörgum stöðum berar hraunklappir eftir. Lagt er til að sérstakt deiliskipu- lag verði gert af vatnsbakkanum og ákveðin svæði vernduð fyrir umferð. Ekki er eins ákveðið ráðist gegn erlendum trjátegundum og gert var í skipulagsdrögunum. Þar átti að fjarlægja allan gróður af erlendum toga, nema furu- lundinn sem markar upphaf ís- lenskrar skógræktar. Nú er ein- ungis talað um grisjun trjá- gróðurs innan þinghelginnar með hliðsjón af fomleifaúttekt. Mikiö líf í Þingvallavatni Allt frá 1974 hefur verið unnið að rannsóknum á lífríki og vatna- sviði Þingvallavatns og eftir 2 ár er áætlað að gefa út veglega bók um vatnið. í greinargerð Péturs M. Jónassonar prófessors segir að allt að 90% af aðrennsli vatnsins komi langan veg eftir neðanjarðarsprungum og er vatnasviðið um 1000 ferkílómetr- ar. - Gróðurrannsóknir sýna að vatnasvið’ Þingvallavatns er í hættu statt vegna ofbeitar, vatns og vinda. Sérstaklega er svæðið sunnan Langjökuls að Skjald- breið, suður Armannsfell og með Austurhlíðum Mosfellsheiðar illa farið. Sama gildir um Grafning. Hin nánu tengsl sem eru á milli vistfræði vatnsins og jarðfræði umhwerfisins eru sögð skipa Þing- Allt frá 1974 hafa verið umfangsmiklar rannsóknir á lífríki og vatnasviði Þingvallavatns. Mikið af fiski þrífst við góð skilyrði í vatninu og hér sjást líffræðingarnir Hilmar J. Malmquist og Sigurður Snorrason með 16 punda urriðahæng úr Þingvallavatni. vallavatni alveg sér á bekk meðal vatna heimsins og þó að umhverf- ið sé hrjóstrugt, er vatnið mjög frjótt. Er það rakið til þess að magn uppleystra efna er mikið í aðrennslisvatninu, sem kemur langan veg undan hrauni og eykur það vöxt gróðurs í vatninu. Um þriðjungur Þingvallavatns er þakinn gróðri og magn þör- unga mikið. Dýralíf er fjölbreytt að sama skapi og t.d. lifa 10 þús- und lífverur á fermetra á Sand- eyjardýpi og 120 þúsund dýr á hverjum fermetra í fjöruborðinu. Á alþjóðlegan mælikvarða er Þingvallavatn sagt mjög gott veiðivatn og eina vatnið sem vit- að er um að hafi 4 afbrigði af bleikju. Þau eru murta, snigla- bleikja, dvergbleikja og rán- bleikja. Við Olafsdrátt, norðan Arnarfells, eru aðalhrygningar- stöðvar þingvallableikjunnar og veiði bönnuð á því svæði. Ekki er gert ráð fyrir skipu- lagðri aðstöðu vegna skemmti- siglinga á vatninu í þjóðgarðs- landinu, en í Vatnsvirki á að út- búa aðstöðu fyrir gamalt fólk og fatlað til að komast að vatninu til veiða. Veitingar áfram í Valhöll f skipulagsdrögunum frá 1987 var stefnt að því að flytja alla þjónustu er laðaði að fólk og bfla vestur fyrir Almannagjá, þannig að í þinghelginni yrðu aðeins gamla kirkjan, bær og afdrep með snyrtingu. Nú segir að Val- höll verði að óbreyttu rekin sem veitingahús, en rétt sé að meta síðar framtíðarskipan veitinga- og gistiþjónustu, í ljósi þróunar mála á öllu Þingvallasvæðinu. Við Kárastaðastíg, vestur af hringsjánni, er lagt til að reist verði vegleg menningarmiðstöð, þar sem boðið verði uppá fræðslu um sögu og náttúru Þingvalla- svæðisins. Til tals hefur komið að á vegum Alþingis og þjóðkirkj- unnar rísi hús á Þingvöllum og segir í stefnumörkuninni að húsið mætti tengja menningarmiðstöð- inni. Ekki er minnst á Kárastaða- nes í því samhengi, eins og var í drögunum. A Gjábakka er talað um litla miðstöð til að taka á móti gestum úr suðri og austri og þjónusta landsvæði frá Arnarfelli að Lambhaga. Nýtt tjaldstæði er fyrirhugað við Leiralæk og fram- vegis verður áningarstaður hesta- manna við Skógarhóla. Eins og rætt var um í skipu- lagsdrögum verða girðingar um- hverfis einstaka sumarbústaði að hverfa og ekki á að framlengja samninga um bústaðina til lengri tíma en tíu ára í senn. Hefur sá tími verið lengdur um helming frá skipulagsdrögunum og þar vænt- anlega komið til móts við sumar- bústaðaeigendur á Þingvöllum. mj 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. júlí 1988. * miðað við verð á jógúrt í 180 g dósum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.