Þjóðviljinn - 30.07.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.07.1988, Blaðsíða 16
HVAÐERBREYTT OGHVAÐÓBREYTT IÁIAGNINGUNNI1988? Álagningu opinberra gjalda 1988 vegna ársins 1987 er nú lokið í öllum skattum- dæmum. Þessa dagana er verið að dreifa til gjaldenda álagningarseðlum þar sem fram koma niðurstöður álagningarinnar. SÍÐASTA ÁLAGNING SAMKVÆMT ELDRA SKATTKERFI Álagning opinberra gjalda 1988 er síðasta álagning sem ferfram samkvæmteldraskatt- kerfi. Að forminu til er álagning tekju- og eign- arskatts í aðalatriðum samkvæmt sömu lög- um og giltu um álagningu á árinu 1987. Hins vegar fellur niður innheimta álagðs tekju- skatts og útsvars á almennar launatekjur ársins 1987. Hækkun launa vegna aukins vinnuframlags gjaldandans sjálfs er almennt ekki skattlögð. YFIRFÆRÐAR TEKJUR SKA TTLAGÐAR Frá þessari meginreglu er þó gerð undan- tekning um reiknað endurgjald manna í atvinnurekstri (laun sem þeir reikna sér) og laun til manna sem eru eigendur eða meðeig- endur í því fyrirtæki sem greiðir þeim laun. Hafi laun verið yfirfærð á árið 1987, þ.e. skatt- lausa árið, vegna breytinga á uppgjörsaðferð eða annarri viðmiðun um tekjurnar gilda þar um sérstök ákvæði: Þær skulu skattlagðar sérstaklega sem svokallaðar yfirfærðar tekjur. SKILYRÐIFYRIR SKATTLEYSILAUNATEKNA Meginskilyrði fyrir skattleysi launatekna sem aflað var 1987 eru tvíþætt: Annars vegar að skattframtali 1988 hafi verið skil- að og hins vegar að tekjur hafi ekki verið yfirfærðar á árið 1987. Hafi skattframtali ekki verið skilað sætir gjaldandi áætlun skattstjóra. Kemurálagning opinberra gjalda vegna áætlunar skattstjóra til innheimtu með venjulegum hætti. SKATTLAGNING ANNARRA TEKNA OGEIGNA Niðurfelling á álögðum tekjuskatti og útsvari nær eingöngu til launatekna ársins 1987. Aðrar tekjur sem gjaldandi kann að hafa haft á árinu 1987 eru hins vegar skattlagðar á venjulegan hátt enda falla þær utan stað- greiðslu. Staðgreiðsla opinberra gjalda nær til launatekna almennra launamanna og reiknaðs endurgjalds einstaklings í atvinnu- rekstri. Ýmiss konar bætur, styrkir og verð- laun teljast til launa svo sem verið hefur. Þær tekjur sem ekki eru staðgreiðsluskyldar eru m.a. hagnaður af atvinnurekstri og sjálfstæðri starfsemi, leigutekjur, hagnaðurafsölueigna og skattskyldur arður af hlutabréfaeign. Álagning eignarskatts á eignir gjald- anda í árslok 1987 er óbreytt frá því sem ver- ið hefur, enda nær staðgreiðsla opinberra gjalda ekki til eignarskatts. Óráðstafaður persónuafsláttur síðasta árs nýtist til greiðslu eignarskatts að 38.021 krónum á þessu ári. ÓBREYTT INNHEIMTUFYRIRKOMULAG Innheimta opinberra gjalda á þær tekjur sem eru skattlagðar við álagningu verður með sama hætti og áður, þ.e. greiða ber álögð gjöld með sem næst jöfnum greiðslum á þeim gjalddögum sem eftir eru á árinu að lokinni álagningu. Álögð opinber gjöld vegna gjaldársins 1988 koma til innheimtu til viðbótar stað- greiðslu opinberra gjalda á árinu 1988. Launagreiðendum er sem fyrr skylt að halda þessum greiðslum eftir af launum samkvæmt kröfum frá innheimtumönnum ríkissjóðs eða gjaldheimtum. Gjalddagar eru eins og verið hefur, fyrsti dagur hvers mánaðar frá ágúst. Næsti gjald- dagi er 1. ágúst og hinn síðasti 1. desember. BARNABÆTUR, BARNABÓTAAUKI, HÚSNÆÐISBÆTUR OG VAXTAAFSLÁ TTUR Barnabætur og barnabótaauki hafa á árinu 1988 verið greiddar framfæranda ársfjórð- ungslega og fer útborgun þeirra næst fram 1. ágúst og síðan 1. nóvember. Þeir sem sótt hafa um húsnæðisbætur, og uppfylla skilyrð- in, fá þær greiddar út í einu lagi 1. ágúst. Hið sama gildir um útborgun á vaxtaafslætti. Allar þessar bætur ganga þó fyrst til greiðslu á vangoldnum opinberum gjöld- um áður en þær koma til útborgunar. KÆRUFRESTUR Athygli skal vakin á því að menn hafa 30 daga frest til þess að kæra álagningu opin- berra gjalda talið frá og með dagsettri auglýs- ingu skattstjóra um að álagningu sé lokið. Þeir sem kunna að hafa sætt áætlun skatt- stjóra vegna þess að skattframtali hefur ekki verið skilað, geta þannig skilað inn skattfram- tali áður en kærufrestur rennur út og fengið áætlun skattstjóra leiðrétta. Athugasemdir vegna ákvörðunar skatt- stjóra varðandi húsnæðisbætur skal senda skattstjóra viðkomandi skattumdæmis fyrir 1. september 1988. Kœrur vegna álagningar opinberra gjalda 1988 þurfa að berast skriflega til skattstjóra viðkomandi skattumdœmis áður en auglýstur kœrufrestur rennur út. RSK RlKISSKATTSTJÓRI CEB AUGtÝSINGAMÖNUSTAN / SÍA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.