Þjóðviljinn - 03.08.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.08.1988, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Einar Guðfinnsson hf. Skuldir umfram eignir Fyrirtœkið borgar hvorki tekju- né eignarskatt. Hrönn hf. hœstiskatt- greiðandi Vestfjarða. Greiðir 46% minna en í fyrra Inýútkominni álagningarskrá Skattstofu Vestfjarðaumdæmis kemur fram að hið gamalgróna stórfyrirtæki Einar Guðfinnsson hf. á Bolungarvík greiðir hvorki tekju- né eignarskatt. Samkvæmt upplýsingum Ólafs Helga Kjart- anssonar, skattstjóra í umdæm- inu er það vegna þess að skuldir fyrirtækisins umfram eignir eru það miklar að eignarskattsstofn nær ekki að myndast. Hins vegar greiðir fyrirtækið um 5.6 milljónir í aðra skatta, þar af um 3,1 miUjón í aðstöðugjöld. Hæsti skattgreiðandi fjórð- ungsins er útgerðarfyrirtækið Hrönn hf á ísafirði og voru lagðar 9,9 milljónir á fyrirtækið. Er það umtalsverð lækkun á skatt- greiðslum fyrirtækisins frá árinu á undan er það greiddi 14,5 miiljónir. Norðurtanginn á fsa- firði er annar í röðinni með 8,6 milljónir, miðað við 10,7 milljónir árið á undan og Miðfell í Hnífsdal greiðir 7,9 milljónir króna. Álagður tekjuskattur á ein- staklinga vegna tekna ársins 1987, „skattlausa ársins“, nam um 22,8 milljónum króna en var um 309 milijónir þar á undan. Sé tekið mið af hækkun á Lífeyris- tryggingagjaldi atvinnurekanda, sem er ákveðið hlutfall af launum og hækkaði um 35,5% milli ára má áætla að hefðu breytingar á skattalögum ekki komið til, hefðu Vestfirðingar greitt um 420 milljónir í tekjuskatt vegna ársins 1987. Þá greiddu Vestfirðingar um 25 milljónir í útsvar, en hefðu samkvæmt samskonar reikningi greitt um 446 milljónir króna. -phh Suður-Afríka Appelsínumar hverfa í haust Eitt af því sem töluvert hefur verið flutt inn af frá Suður- Afríku eru appclsínur. Mata hf. hefur flutt inn Outspan appel- sínur en þær munu ekki sjást í íslenskum verslunum eftir haust- ið. Del Monte vörurnar gætu þó ennþá sést í verslunum þar sem Del Monte fyrirtækið mun vera bandarískt en hefur mikil umsvif í Suður Afríku. Gunnar Gíslason hjá Mata sagði Þjóðviljanum að Outspan appelsínurnar myndu hverfa sjálfkrafa af markaðnum í haust. Innfluttningur á ávöxtum væri mjög árstíðabundinn og í haust myndi Mata flytja inn appelsínur frá Spáni. En Iög sem banna innflutning frá Suður-Afríku taka gildi um áramótin. Outspan appelsínurnar hefðu einfaldlega verið keyptar þar sem þær væru ódýrastar og góðar. Gunnar sagði aðeins einn farm hafa verið keyptan til landsins í ár og bjóst ekki við að meira yrði keypt. Að sögn Gunnars flytur Mata ekki inn neinar niðursuðuvörur Bolungarvík Mannlaus skekta áreki Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu Um miðjan daginn í gær fann bátur frá ísafirði mannlausa skektu á reki við Grænuhlíð sem var með utanborðsmótor og dauðan sel um borð. Héldu menn í fyrstunni að hér hefði orðið slys og var Slysvarnafélaginu gert við- vart og voru björgunarsveitar- menn settir í viðbragðsstöðu. En áður en leit hófst kom í Ijós að skektan hafði slitnað frá öðrum bát og hafði eigandi hans leitað hennar í þrjá tíma áður en hann gafst upp og sneri heim á leið til Bolungarvíkur. Að sögn Hannesar Hafsteins forstjóra Slysavarnafélagsins tóku björgunarsveitarmenn á móti eiganda skektunnar þegar hann kom inn til Bolungarvíkur. Honum hafði láðst að tilkynna hvarf skektunnar sem leiddi til þess að björgunarsveitirnar voru settar í viðbragðsstöðu þegar hún fannst því samkvæmt ummerkj- um gat slys hafa átt sér stað og að maður hefði fallið fyrir borð. -grh Fjölþjóðafyrirtækið Del Monte hefur mikil umsvif í Suður-Afríku, en það mun vera bandarískt að uppruna. Mikið af þeim ávöxtum sem auðhringurinn verslar með kemur frá Suður-Afríku frá Del Monte fyrirtækinu, ein- ungis ferska ávexti. Hann sagði Del Monte vera bandarískt fyrir- tæki í samruna við annað fyrir- tæki Nabisco að nafni. En það fyrirtæki tengdist meðal annars framleiðendum Winston síga- rettna. Del Monte er alþjóðlegur auðhringur sem hefur mikil um- svif í Suður- Afnku þannig að erf- itt getur verið að átta sig á hvaða vörur Del Monte koma frá Suður-Afríku og hverjar ekki. -hmp Loðna Enn ósamið um magn Engar viðræður við Grœnlendinga um skiptingu loðnukvótans. Á meðan veiða Fœreyingar í umboði þeirra Fyrr eða síðar verður að leysa þetta mál og mér finnst það persónulega heldur klént að ekki skuli vera hægt að ná samkomu- lagi um skiptingu loðnukvótans á milli okkar, Norðmanna og Grænlendinga, sagði Jón B. Jón- asson skrifstofustjóri í sjávarút- vegsráðuneytinu við Þjóðviljann. Ekki hefur enn náðst sam- komulag um skiptingu loðnu- kvótans á milli Islendinga, Grænlendinga og Norðmanna og hafa engar formlegar viðræður farið fram um málið í Iengri tíma. Á meðan taka Grænlendingar sér bessaleyfi til að úthluta Færey- ingum 65 þúsund tonna loðnu- kvóta þar sem þeir eiga engin loðnuskip til veiðanna, en íslend- ingar og Norðmenn skipta með sér bráðabirgðakvóta upp á 500 þúsund tonn. Af honum fá ís- lendingar 400 þúsund tonn en Norðmenn 100 þúsund tonn. Að sögn Jóns B. Jónassonar skrifstofustjóra í sjávarútvegs- ráðuneytinu átti Þorsteinn Páls- son forsætisráðherra óformlegar viðræður við Grænlendinga í Færeyjum á dögunum en þar vantaði fulltrúa Norðmanna. Um miðjan mánuðinn verður haldinn Norræn fiskimálaráðstefna í Finnlandi þar sem sjávarútvegs- ráðherrar allra Norðurlandanna munu hittast og þar má búast við að skipting loðnukvótans verði rædd meðal ráðherranna. Þrátt fyrir þessi stirðu sam- skipti íslendinga og Grænlend- inga varðandi skiptingu loðnuk- vótans hafa íslensk stjórnvöld framlengt löndunarleyfi fyrir um 30 grænlensk rækjuskip í íslensk- um höfnum til áramóta. -grh Humar Verb'ðin framlengd Sjávarútvegsráðuneytið ákvað að framlengja humarvertíð- ina um hálfan mánuð og sam- kvæmt því var síðasti leyfilegi veiðidagur 31. ágúst í stað 15. ág- úst eins og verið hefur undanfarin ár. Með þessu telur ráðuneytið sig vera að koma til móts við sjó- menn og útgerðarmenn humar- veiðibáta en Ijóst er að fáir eða engir ná að klára kvótanna sína að þessu sinni vegna lélegra gæfta og aflabragða sem verið hafa til þessa. Að sögn Sverris Aðalsteins- sonar hjá Kaupfélagi Austur- Skaftfellinga á Höfn í Hornafirði hefur yfirstandandi humarvertíð verið afspyrnuléleg til þessa og hafa menn engar skýringar á reiðum höndum hversvegna. Það er einna helst að sjómenn kenni um of köldum sjó og erfiðu tíðar- fari. Sverrir sagði að sjómenn á Höfn væru þessum duttlungum náttúrunnar ekki með öllu óvanir því samskonar ástand hafi verið á humarvertíðunum 1978 og 1968. Sverrir sagði að nú væri sá tími að humarinn væri í skelskiptum sem þýddi að gæðin væru ekki eins góð og alla jafna og er sá humar kallaður „gúmmíhumar" sökum þess hvað skelin á honum væri mjúk. En eftir skelskiptin yrði hann jafn góður sem fyrr. Landgrœðslan Dreifingu lokið Sveinn Runólfsson, landgrœðslustjóri: Fjár- magn mjög skorið við nögl. Flugvélakostur vannýttur þrátt fyrir næg verkefni í síðustu viku luku flugvélar Landgræðslunnar við að dreifa 1600 tonnum af áburði og gras- fræi sem er það magn sem dreift verður á þessu ári. - Fugvélakostur okkar gæti með góðu móti annað a.m.k. helmingi meiri áburðardreifingu og ekki skortir okkur verkefnin en starfsemin miðast alltaf við það fjármagn sem við höfum til ráðstöfunar sem síðastliðin ár hefur mjög verið skorið við nögl sagði Sveinn Runólfsson, land- græðslustjóri. Á þessu ári er tæplega 30 milljónum varið til áburðarkaupa og það magn sem dreift hefur ver- ið í ár er svipað og dreift hefur verið undanfarin tvö ár. Dreift hefur verið á hefðbundna staði en sérstök áhersla hefur verið lögð á svæði innan landgræðslugirðinga á Suðurnesjum. Tvær vélar hafa verið í áburðar- og frædreifingu í sumar, um 1100 tonnum var dreift með Páli Sveinssyni og 500 tonnum með minni vél, TF-Tún. Sveinn sagðist binda vonir við að sá mikli áhugi sem finna mætti meðal almennings yrði stjórn- völdum hvatning til að veita meira fjármagni til Landgræð- slunnar á næsta ári. Einnig átti hann von á að söfnunarátak það sem fór í gang í vor undir kjörorð- inu „Græðum og græðum“ ætti eftir að skila Landgræðslunni tal- sverðu fé en það átak mun standa yfir í 3 ár og verður einkum leitað eftir stuðningi hjá fyrirtækjum um land allt. -iþ Lotterí Getraunir og Lottó Hugsanlega gengiðfrá samningi í vikunni. Hœgt að tippa lengur. Úrslit fyrr kunn Allt bendir til þess að íslenskar getraunir og Lottó hefji samstarf innan tíðar. Ef að samstarfinu verður ætti að vera hægt að tippa allt fram til klukkan 14 á laugar- dögum og úrslitin yrðu kunn fyrir kvöldmat sama dag. Getrauna- seðillinn myndi þá liggja frammi á öllum Lottóstöðum og myndi ekki kosta neitt fyrr en honum væri rennt í gegnum kassann. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans munu aðstandendur Lott- ósins eiga fund með aðstandend- um íslenskra getrauna í kvöld. Er talið að það geti ráðist á fundin- um hvort að samstarfinu verður. Með því að renna getrauna- seðlinum í gegnum Lottókassann verður hægt að bjóða upp á fleiri kerfi bæði flókin og einföld. Þá mun öryggi eigenda getrauna- seðla aukast þar sem það hefur stundum komið fyrir að seðlar hafa ekki skilað sér úr söluturn- um og menn því orðið af vinningi. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans yrði tölvukerfi það sem stuðst yrði við bandarískt. En fyr- irtækið sem hannaði kerfið leggur mikla áherslu á öryggi i öllum færslum. -hmp 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mi&vikudagur 3. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.