Þjóðviljinn - 03.08.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.08.1988, Blaðsíða 6
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Sjávarpláss í hættu Stærsti atvinnurekandinn í Þorlákshöfn, Meitillinn hf., hefur sagt upp starfsfólki sínu. Taliö er aö fleiri frystihús víös vegar um landiö þurfi aö feta þessa sömu slóö. Rekstrartap er þaö mikið að viö blasir hrun hjá fjölmörg- um fiskvinnslufyrirtækjum. Vegna þess að mörg þeirra eru buröarásinn í atvinnulífi hvert í sínu plássi, er hætt viö aö framundan sé staðbundið atvinnuleysi. Það er einkum fjármagnskostnaðurinn sem fariö hefur úr böndum. Hjá mörgum fyrirtækjum eru vaxtagreiðslur miklu hærri en vinnulaun. Þaö kostar fyrirtækin meira aö leigja fé til aö greiöa atvinnutæki heldur en að hafa fólk á launum viö aö stjórna þessum tækjum. Samkvæmt þess- ari verðlagningu er fjármagniö mikilvægara en vinnan. Hávaxtastefnan, sem hér ræöur ríkjum, hefur í för meö sér gífurlega eignatilfærslu. Fyrirtæki, sem gætu staðið undir fjármagnskostnaöi upp á 2 til 3% umfram verö- bólgu, geta fæst hver skilaö þaö miklum aröi aö hann standi undir vöxtum sem eru um og yfir 10% umfram verðbætur. Raunvextir upp á 10% tvöfalda verögildi höfuöstóls á rúmum 7 árum ef ekkert er greitt niöur. Þaö eru tæpast margar atvinnugreinar sem geta afskrifað eignir sínar svo hratt? Þeir, sem eiga fé, hagnast vel. Eignir þeirra aukast hrööum skrefum en atvinnurekstur og einstaklingar, sem þurfa að taka lán, missa eigur sínar. Ríkjandi ástand getur leitt til mikillar uppstokkunar á eignastétt samfélagsins. Þrátt fyrir upphlaup einstakra ráöherra, sem sumir hverjir tala eins og harðir stjórnarandstæðingar, er Ijóst aö það eru sjónarmið frjálshyggjunnar sem ráöaferðinni í ríkisstjórninni. Það eru því litlar líkur til að reynt verði með opinberum aðgerðum eða tilskipunum að hafa áhrif á vextina. Trúaöir frjálshyggjumenn telja það ganga guð- lasti næst aö hafa afskipti af því verði sem myndast á hinum frjálsa markaði. Þaö er framboöiö og eftirspurnin sem á aö ráöa verðinu. Sé framboö á lánsfé of lítið þá hækki verðið og vextirnir fari upp úr öllu valdi. Þeir ein- staklingarog þau fyrirtæki, sem ekki geta staðið undirsvo háum vaxtagreiöslum, hætti þá sjálfkrafa aö taka lán, t.d. meö því að leggja einfaldlega niöur reksturinn. Með tím- anum muni slíkur samdráttur leiða til þess aö þeir, sem bjóða fé á leigu, neyðist til aö lækka vextina. Þannig muni hin ósýnilega hönd markaðarins stýra öllu á hinn besta veg. Þegar upp er dregin glansmynd frjálshyggjunnar af blessun markaðslögmálanna, vill oft gleymast að þar ganga hlutirnir fyrir sig meö miklum skrykkjum. í lýsingu hagfræðinga á þróun miljónaþjóðfélaga hafa skrykkirnir jafnast mikiö út og allt viröist slétt og fellt á yfirborðinu. í litlu samfélagi geta dyntir óhefts markaöskerfis leitt til harmleikja sem þjóðfélagsþegnarnir vilja ekki viö una. Ætli sé t.d. þjóðfélagslegur vilji fyrir því aö leggja í rúst tilveru manna í fjölmörgum sjávarplássum? Þegar lokað er frystihúsi, er á mörgum stöðum verið aö segja upp meirihluta af landverkafólki. Það fólk hefur að engu aö hverfa. Geri þaö sér engar vonir um aö frystihúsiö opni á ný, liggur ekki annað fyrir því en aö flytjast á brott. Fast- eignir þess verða að sjálfsögðu verðlausar en skuldirnar halda áfram að hlaða á sig vöxtum og verðbótum. Óhætt mun að fullyrða að meirihluti Islendinga vill ekki að slíkar hremmingar séu daglegt brauð hjá hluta af þjóðinni. Fólk vill að landinu sé stjórnað, m.a. til að komið verði í veg fyrir slíkar uppákomur. ÓP rvivii i i wvj oivvjmu Af andláti Helgarpostsins D V skrifaði á dögunum leiðara um samkeppni blaða og útvarps- stöðva. Tiiefnið var einkum það að Helgarpósturinn hvarf úr tölu fjölmiðla. Leiðarinn segir m.a. að Helgarpósturinn hafi verið heldur hressandi blað og telur honum það til gildis að hafa af- hjúpað Hafskipsmenn. Um leið hafi það mál orðið banabiti blaðs- ins: „Hafskip fór á höfuðið. Helg- arpósturinn fór einnig á höfuðið, líklega eins og hann hefði einblínt einum of lengi á Hafskip, svo lengi að blaðið hætti að vera ferskt.“ Þessi fréttaskýring DV nær heldur skammt. Það er að vísu freistandi að ætla, að blað eins og Helgarpósturinn lifi eða deýi á því hvort menn séu að skandalis- era svo bragð sé að í þjóðfé- laginu. Með öðrum orðum; ekk- ert Hafskipsmál, ekkert blað.En þetta er ekki nema partur af veru- ieikanum - rétt eins og Haf- skipsmál og önnur þeim lík voru ekki nema partur af lesefni Helg- arpósts. Draumur um óháð blað Helgarpósturinn var meðal annars draumur fjölmiðlamanna um óháð blað sem lýtur aðeins lögmálum spennandi frétta- mennsku og keppir að þeim efn- istökum að hverjum steini sé velt við. Þeir sem í blaðið skrifuðu voru oftar en ekki að skjóta með nokkru yfirlæti á aumingjana á hinum pólitísku dagblöðum sem þeir töldu sitja í spennitreyju beinnar eða óbeinnar pólitískrar ritskoðunar. En þeir góðu Helg- arpóstmenn máttu bíta í það súra epli veruleikans, að rétt eins og allir hlutir eru gerðir úr nokkru efni, þáeru blöð einhverjum háð: pólitískum hreyfingum vissulega, auglýsendum ekki síður, eigend- um sínum. Og manni skilst að það hafi verið stríð milli þeirra fjármagnseigenda sem töldu sér slæg í því að fara með meirihluta- vald á Helgarpóstinum sem hafi endanlega gengið af blaðinu dauðu - miklu fremur en að Haf- skipsþráhyggja einhverskonar hafi stuggað lesendum út í busk- ann. Nú er ekki ástæða til að gera lítið úr gömlum og nýjum draumi fjölmiðlamanna um óháð blað. En ef menn ætla að lifa sig inn í þann draum í alvöru þá er varla um annað að ræða en að sjálfir starfsmenn blaðsins leggi saman hag sinn og hugsjón. Með öðrum orðum: reki sitt málgagn sem einskonar framleiðslusamvinnu- félag með fullri ábyrgð starfs- manna. Sem þýðir bæði að menn deili með sér velgengni og taki á sig fjárhagsleg skakkaföll. Þetta er að sönnu ekki auðvelt fyrirkomulag eins og þeir hafa reynt sem starfa á danska blaðinu Information. Það ágæta blað hékk á hrorriminni en komst þá í eigu starfsmanna sem hafa rekið það með talsverðum myndar- brag. En þó hefur starfsmanna- lýðræðið stundum reynst þeim feikilega erfitt, tímafrekt og óhagsýnt, eins og vonlegt er. Mestu skiptir þó að þeir vita hvað það kostar að standa á eigin fót- um, kannast við það, reyna að snúast við þeim vanda eins og hann blasir við á hverjum tíma. Útvarpsmálin frjálsu Leiðarinn í DV fjallar reyndar um fleira. Hann ítrekar þau frjálshyggjuviðhorf að „einstakl- ingar“ taki við Ríkisútvarpinu svo að það sé „rekið í raunveru- legri samkeppni við aðrar stöðv- ar“. Hann ítrekar og að það sé mesta hneisa að Þjóðviljinn, Tíminn og Alþýðublaðið njóti vissrar fyrirgreiðslu af hálfu ríkis- ins. Og allt er þetta náttúrlega í nafni réttlætis og frelsis. Skelfing verður maður þreyttur á þessu masi. Niður- skurðurinn hjá Bylgjunni, sem einnig er vikið að í leiðaranum, ætti þó að minna menn rækilega á það, að samkeppni í ljósvaka- miðlum (einkum og sérí lagi í Iitlu málsamfélagi eins og því ís- lenska) leiðir ekki til annars en þess að sífellt er leitað ódýrari og metnaðarminni lausna á dag- skrármálum. Ríkisútvarpið býr við gallað fyrirkomulag eins og best sést undanfarin misseri þeg- ar íhaldið gengur hart fram með sinni pólitísku frekju að spilla fyrir því fyrirtæki á sem hug- vitssamlegastan hátt. En við skulum ekki velkjast í neinum vafa um það, að Ríkisútvarpið eitt hefur amk MÖGULEIKA á því að sinna þeim fjölbreyttu verkefnum sem vinna verður í einu samfélagi, vilji það heita sjálfstætt menningarríki. Lítill fengur að kasta því fyrirtæki í kjaftinn á „einstaklingum" sem vel gætu lagt það endanlega í rúst í hlutabréfaskærum sínum: Helg- arpósturinn þarf ekki að vera einsdæmi í fjölmiðlaheimi. Markaðsfrelsi, skoðanaeinokun Og svo eru það hin smærri pól- itísku blöð. Það má vel vera að Þjóðviljinn, Tíminn og Alþýðu- blaðið liðu undir lok, eins og DV segir, ef markaðslögmálin fengju öllu að ráða. En þá kemur líka á daginn að markaðslögmálin eru hápólitísk og þjóna óvart einum flokki: Sjálfstæðisflokknum. Eftir stæðu þá ein Morgunblaðið og DV, bæði hægrisinnuð blöð sem í meðferð mála eru innan þess hrings sem Sjálf- stæðsiflokkurinn dregur með til- veru sinni. Réttlæti markaðarins er um leið skoðanaeinokun af því tagi, að í ýmsum öðrum löndum mundu menn krossa sig í bak og fyrir og kalla á lög gegn auðhringamyndun sér til vern- Þjóðviljinn Síðumúla 6 -108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandl: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, Óttar Proppé. Fróttaatjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hiörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjömsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrtta-og prófarfcaieatur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pótursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstof ustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglysingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Katrín Bárðardóttir, ÓlafurBjörnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Helgarblöð:80 kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 3. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.