Þjóðviljinn - 03.08.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.08.1988, Blaðsíða 7
VIÐHORF Fyriimyndarlandsfaðir Þá hafa viöhorf fslendinga til. stjórnmálaflokka og stjórnmála- manna veriö könnuð enn á ný, og það kemur í ljós að fylgi Kvenna- listans er farið að réna á nýjan leik. Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur hafa ekki einungis gleypt Borgaraflokkinn, heldur líka endurheimt hluta af tapi sínu til Kvennalistans. Sumir kjósendur hafa átt stutta viðdvöl hjá Kvennalistanum, og skýringin er kannski ekki síst sú að þeir hafa ekki fundið þar þann ótvíræða valkost sem þeir væntu. Eftir því sem fylgi Kvennalistans hefur vaxið í skoðanakönnunum, þeim mun varkárari hafa mál- svarar hans verið í yfirlýsingum. Aðspurðar segja þær gjarna að ríkisstjórninni hafi mistekist í efnahagsmálum, en þær hafa hins vegar ekki gefið skýr svör um það, hvað stjórnin hafi gert rangt og hvað þær myndu gera ef þær settust í stóla hennar. Ástand efnahags- og þjóðmála á fslandi kallar ekki bara á róttæka upp- stokkun, eins og vissulega felst í hugsjónum Kvennalistans, held- ur líka á skýr svör við núverandi „vanda þjóðarbúsins". Annars hefur það valdið mönnum meiri höfuðverk hvað skoðanakannanir segja um vin- sældir stjórnmálamanna. Sam- kvæmt þeim er Steingrímur Her- mannsson langvinsælasti stjórn- málamaður landsins, og sá sem helst slagar upp í hann er Halldór Ásgrímsson. Reyndar raða ráð- herrarnir sér í flest efstu sætin, á sama tíma og ríkisstjórnin er sú langóvinsælasta sem hér hefur setið síðan mælingar hófust, eins og þeir segja á Veðurstofunni. Menn hrista hausinn og spyrja hvort það séu engin takmörk fyrir þeim þversögnum sem rúmist í höfðum kjósenda. Spurningar í skoðanakönnun- um setja ávallt svarandann í ákveðnar stellingar, og spurning- ar um vinsældir stjórnmála- manna eru í sjálfu sér leiðandi. Menn leita ósjálfrátt í huga sér að því, hvaða stjórnmálamaður er forystusauðarlegastur og því ekki að furða að flestir nefni nafn Steingríms eða Halldórs. Þótt hjarta fjórðungs þjóðarinnar slái með Kvennalistanum, væri það einhvern veginn úr takt við þann Gestur Guðmundsson skrifar hjartslátt að nefna eina konu öðr- um fremur til forystu. Kvenna- listakonur hafa einmitt neitað að velja sér foringja, f stíl við hin fleygu orð Bob Dylans fyrir tæp- um aldarfjórðungi: „You don’t need a weatherman to know where the wind blows.“ (Þú þarft engan veðurspámann til að vita hvert vindurinn stefnir). Niður- stöður þessarar vinsældarkönn- unar ættu því einungis að vera þeim Þorsteini Pálssyni og Jóni Baldvin áhyggjuefni, því að þeir fleytti víst Hannesi Hafstein hel- víti langt, hvað maðurinn þótti myndarlegur á velli og bera sig höfðinglega, en Hannes yrði víst ekki kallaður annað en fituhlunk- ur í dag. Jón Magnússon og Jón Þorláksson voru hinir dæmigerðu landsfeður af myndum að dæma, eindæma virðulegir og ansi hreint leiðinlegir að sjá, en í kjölfar þeirra kom einhver skemmtileg- asti landsfaðir íslandssögunnar, Ólafur Thors. Hann var eins og fremstur meðal jafningja í þeim gæti samsamað sig með - dug- legan, sléttan og felldan mann, eins konar ímynd þess heimilis- föður sem vinnur sig smám sam- an með fjölskyldunni úr blokk- inni í einbýlishúsið. En af ein- hverjum sökum hefur þessi ímynd ekki reynst hafa sterkt að- dráttarafl á kjósendur. í þessari stöðu gátu Framsókn- armenn skotið Sjálfstæðis- mönnum ref fyrir rass. Þeir höfðu átt sína landsfeður, sem einkum höfðuðu til landsbyggðarinnar - „Landsföðurvinsældir Steingríms sýna ein- mitt hvernig föðurímyndin hefur breyst. Istað hins alvitra og strangaföður höfum við fengið hálfgerðan gosa. Nútímafaðir ersvolítið klaufalegur og kauðskur, hann vill ósköp vel en tekst ekki alltafjafn vel upp. Hann líkist Huxtable lœkni eða Stjána hennar Stínu meira en Guðföðurnum. “ róa einmitt á sömu mið og Steingrímur, en virðast ekki eins fiskisælir. Menn hljóta að minn- ast digurbarkalegra ummæla Jóns Baldvins þess efnis að ef illa fiskast, verði að skipta um kallinn í brúnni. í spurningum um vinsældir stjórnmálamanna er verið að elta uppi nýja landsfeður, og enginn hefur gert sig betur í því hlutverki síðustu árin en Steingrímur Her- mannsson. Samt eru allir sam- mála um það, að Steingrímur sé ekki alltof klár og skari ekkert fram úr í dugnaði og útsjónar- semi við stjórnun. Hann er fræg- ur fyrir að vera stöðugt í mótsögn við sjálfan sig, og reyndar ætti hann að hafa misst alla virðingu fólks fyrir að skorast undan ábyrgð á stjórnarathöfnum sín- um, því eins og alkunna er lætur Steingrímur alltaf eins og ein- hverjir allt aðrir eigi þar hlut að máli. Hvernig má það vera að jafn óábyggilegur maður er vinsælasti stjórnmálamaðurinn? Það væri kannski hollt að rifja upp, hvernig landsfeður okkar hafa verið fram að þessu. Það hópi atvinnurekenda sem áttu plássin út um allt land. í fasinu var blanda af virðuleika og galsa. Maðurinn var bæði ósvífinn og kjaftfor en óforbetranlega skemmtilegur og talsvert ábyggi- legur þegar á reyndi. Þjóðin elsk- aði þennan mann sem hafði alla þá eiginleika sem prýða foringja Íandnámsmanna. Það tók hins vegar langan tíma fyrir arftaka hans, Bjarna Benediktsson, að verða landsfaðir. Útlit hans, fas og skapsmunir virtust ekki líkleg til vinsælda, en smám saman ávann Bjarni sér vinsældir með greind sinni og stjórnunarhæfi- leikum. Á eftir brautryðjandan- um Ólafi var Bjarni það akkeri, sem íslensk borgarastétt gat hvílt við, á meðan hin kapítalíska þró- un gekk sinn gang. Síðan hefur þetta gengið ver. Hvorki Jóhann Hafstein né Geir Hallgrímsson höfðu burði til að halda merki þeirra Ólafs og Bjarna á lofti, og í einhverju pati ákváðu Sjálfstæð- ismenn að söðla um. í stað þess að hefja einhverja föðurímynd á stall, vildu þeir ungan mann, sem hinn ungi meirihluti kjósenda brautryðjandann Jónas og kraft- mikinn arftaka, Hermann Jónas- son. Á áttunda áratugnum, þegar bæði Sjálfstæðisflokkur og Al- þýðuflokkur höfðu litlausa for- ystu, áttu Framsóknarmenn verulegan skörung að gáfum og dugnaði, Ólaf Jóhannesson, sem þar að auki fékk alla þjóðina til að brosa út í annað, og hann átti stóran þátt í því að koma í veg fyrir að flokkurinn veslaðist upp með stöðnun landbúnaðarins en haslaði sér völl í bæjum. Það væri hins vegar rangt að setja Steingrím Hermannsson á bás sem arftaka þessara lands- feðra í beinan karllegg. Hann er svolítið önnur týpa. Fram að hon- um voru landsfeðurnir dæmi- gerðir „patríarkar“, eins konar ættarhöfðingjar sem stjórnuðu með myndugleik án þess að al- mennt væri efast um rétt þeirra til þess. Þeir voru menn sem sjálf- krafa þöfðu rétt fyrir sér. Landsföðurvinsældir Stein- gríms sýna einmitt hvernig föður- ímyndin hefur breyst. í stað hins alvitra og stranga föður höfum við fengið hálfgerðan gosa. Nú- tímafaðir er svolítið klaufalegur og kauðskur, hann vill ósköp vel en tekst ekki alltaf jafn vel upp. Hann líkist Huxtable lækni eða Stjána hennar Stínu meira en Guðföðurnum. Og veikleikar hans eru einmitt svo mannlegir að við fyrirgefum honum og elsk- um jafnvel enn meira fyrir vikið. Eins og Fyrirmyndarfaðirinn er Steingrímur kjánalega hégóm- legur og á erfitt með að viður- kenna mistök sín. Hann er stór- vaxinn drengur sem helst vill alltaf vera að leika sér. Hins veg- ar vantar stjórnarheimili doktor Steingríms Huxtable alveg fyrir- myndarmóðurina sem heldur í alía þræði af röggsemi. Og það vantar alla lífsorku barnanna. Doktor Steingrímur er alltaf í slagtogi með vinnufélögum sín- um, en í stað þess að vinna eru þeir sífellt að nöldra hver í öðrum og skammast eins og strákar í ká- bojleik: „Þú ert dauður." „Nei, kúlan straukst bara við.“ „Víst hitti hún þig beint í hausinn.“ „Nei, ég beygði mig áður.“ Það er ekki að furða að sá fyrirmynd- arfaðir sem kemur á eftir Lottó- inu á laugardagskvöldum er miklu vinsælli en leikþáttur Steingríms Huxtables sem iðu- lega er sýndur á undan því. Og nú er Steingrímur Her- mannsson orðinn fyrirmyndar- faðir allra landsmanna. Hann er á vissan hátt framför frá ábúðar- fullum landsfeðrum fyrri tíma, þó fyrst og fremst fyrir þá sök að hann er til marks um hnignun þess fyrirkomulags sem kallar á landsfeður. Síðan ég fattaði það að Steingrímur Hermannsson er dæmigerður fyrir hnignun feðra- veldisins, líður mér alltaf nota- lega þegar ég sé hann móðga alla heilbrigða skynsemi í fjölmiðl- um. Sósíalistar, Kvennalistinn og aðrir talsmenn breyttra samfé- lagshátta geta verið ánægðir með það að sá þverrandi hluti samfé- lagsins, sem heldur dauðahaldi í ríkjandi ástand, skuli hafa valið sér Steingrím Hermannsson að eftirlætisstjórnmálamanni. Með slíkan foringja er ekki hægt ann- að en að tapa. Gestur Guðmundsson er félags- fræðingur og skrifar vikulega pistla í Þjóðviljann. Mlðvikudagur 3. ágúst 1988 þjÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.