Þjóðviljinn - 03.08.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.08.1988, Blaðsíða 9
KmittiK Huctmm FLUGL£IDIR;• REYKJAVÍK MARATHON HJ''5 0 N k mgt , ,„«MTH« :JEirKJAYllt HEKSU** HENSOH 9 Níu hundruð hlauparar leggja upp í Reykjavíkurmaraþon 87 en vonandi verða enn fleiri keppendur í ár. Frjálsar Styttist óðum í Reykjavíkurmaraþon Stefnt er að stærsta maraþonifrá upphafi Hið árlega Reykjavíkurmara- þon verður haldið í fimmta skipti 21. ágúst nk. en hlaupið fór fyrst fram 1984. í fyrra hlupu tæplega eitt þúsund manns og er stefnt að því að fá enn fleiri til þátttöku nú. Eins og venja er þá geta keppend- ur valið um þrjár hlaupavega- lengdir, 7 km skemmtiskokk, 21 km hálft maraþon og maraþon sem er rúmlega 42 km. Þátttaka er öllum opin en keppendur í sjálfu maraþoninu verða þó að hafa náð 16 ára aldri. Þátttökugjald er kr. 800 fyrir maraþonið, kr. 600 fyrir hálft maraþon og kr. 400 fyrir skemmtiskokkið. Þátttökutil- kynningar skulu berast til Ferða- skrifstofunnar Úrvals fyrir 15. ág- úst en eftir það tvöfaldast þátt- tökugjaldið. Allir sem ljúka hlaupinu fá verðlaunapening en sigurvegarar karla og kvenna fá verðlaunabik- ar, auk þess sem dregið verður um fjölda aukaverðlauna. Þá skal bent á að drykkjarstöðvar verða með 5 km millibili en nauðsynlegt þykir að drekka vel meðan á keppni stendur. Hlaupið hefst í Lækjargötu kl. 12.00 sunnudaginn 21. ágúst. Keppnisgögn verða afhent á Ferðaskrifstofu Úrvals laugar- daginn 20. ágúst milli klukkan 09.00 og 16.00. Góða skemmtun! -þóm Þýskaland Stuttgart á toppnum Önnur umferð í v-þýsku Bund- esligunni var leikin um helgina. Stuttgart, með Ásgeir Sigurvins- son í broddi fylkingar, vann sinn annan sigur og er eitt á toppi deildarinnar. Liðið hefur fjögur stig en næstu lið með þrjú stig eru: Bayern Múnchen, Bayer Le- verkusen, Köln, Bochum, Wer- der Bremen og Karlsruhe. Það voru markaskorararnir Júrgen Klinsmann og Karl Allgöver sem skoruðu mörk Stuttgart og verður spennandi að fylgjast með gengi liðsins á næst- unni. Önnur úrslit í deildinni urðu þessi: Stuttgart-Hannover...........2-1 HamburgerSV-Dortmund.........0-0 B. Leverkusen-Gladbach ......3-1 Karlsruhe-Bayern Munchen.....2-2 Frankfurt-Stuttg. Kickers....1-2 Bochum-St. Pauli.............0-0 Nurnberg-Köln................0-2 B. Urdingen-Mannheim.........0-0 Kaiserslautern-W. Bremen.....0-0 -þóm Steinunn Sæmundsdóttir smellir lukkukossi á golfkúlu sína. Steinunn hefur þá endanlega sannað að hún er engu slakari golfari en hún var á skíðunum. Mynd: E. Ól. ÍÞRÖÍÍÍR Fótbolti r --------- Islendingar unnu Norðurlandameistarana íslenska drengjalandsliðið tekur nú þátt í Norðurlandamóti drengjalandsliða í Vásterás í Sví- þjóð. Náðu piltarnir þeim stór- góða árangri að leggja að velli Norðurlandameistara Svía á mánudag, enda þótt fyrsti leikur- inn hefði tapast. íslendingar léku fyrst gegn Norðmönnum á sunnudaginn og máttu lúta í lægra haldi en leikur- inn endaði 1-2. Bjarki B. Gunn- laugsson skoraði eina mark landans sem jafrnframt var fyrsta mark leiksins. Bjarki átti eftir að koma mikið við sögu daginn eftir ásamt tvíburabróður sínum, Arn- ari B. Gunnlaugssyni. Bræðurnir skoruðu öll fjögur mörkin gegn Svíum í 4-3 sigri. Fyrst skoraði Arnar, þá Bjarki tvisvar og loks bætti Árnar því síðasta við. Þess má geta að fs- lendingar misnotuðu vítaspyrnu auk þess sem mark var dæmt af þeim. Það kom ekki að sök þar sem þeir voru mun betri aðilinn i leiknum. íslendingar leika við Finna í kvöld, síðan við Englendinga og loks Dani, en staðan á mótinu er þannig að Danir eru efstir með fjögur stig, Englendingar og Norðmenn hafa 3 stig, íslending- ar 2 stig og Svíar og Finnar reka lestina án stiga. ______________________-þóm 0g þetta líka... Elsti leikmaður ensku deildarinnar, Billy Bonds, hefur loks ákveðið að leggja skóna á hilluna. Bonds verður 42 ára í september og hefur kappinn leikið 660 deildarleiki á ferlinum, sem spannar 24 ár. Hann byrjaði hjá Charlton 1964 en fór til VVest Ham þremur árum síðar og hefur verið leik- maður með liðinu í 21 ár. Nú ætlar gamlinginn hins vegar að taka að sér unglingaþjálfun hjá Hömmurum. Vinningstölurnar 30. júlí 1988 Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.067.766,- 1. vinningur var kr. 2.035.732,- Aðeins einn þátttakandi var með fimm réttar tölur. 2. vinningur var kr. 609.606,- og skiptist hann á 274 vinningshafa, kr. 2.252,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.422.428,- og skiptist á 5.492 vinningshafa, sem fá 259 krónur hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Miðvikudagur 3. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 9 Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasíml ill

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.