Þjóðviljinn - 04.08.1988, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 04.08.1988, Qupperneq 1
Fimmtudagur 4. ágúst 1988 174. tölublað 53. árgangur Alver Halldór sáttur við Straumsvík Vill hagkvœmnisat- hugun eystra um leið Halldór Ásgrímsson segir í við- tali við Þjóðviljann í dag að sjálf- sagt sé að halda áfram þegar haf- inni hagkvæmnisathugun um ál- ver við Straumsvík. Hann segir það hinsvegar tillögu sína að jafn- framt verði farið af stað með at- hugun á álverí eða annarri stór- iðju á Austurlandi. Halldór virðist í viðtalinu sætta sig við að fyrir Straumsvíkurál- verið verði virkjað á Suðurlandi, en í Morgunblaðinu fyrir hálfum mánuði sá ráðherann öll tor- merki á annarri virkjun en eystra, og fann nýju veri við Straumsvík flest til foráttu. Friðrik Sophusson iðnaðarráð- herra upplýsti á föstudag að Hall- dór væri ásamt sér og félagsmála- ráðherra í ráðherranefnd um Straumsvíkurver. Sjá síðu 4 Forstjóranefndin Gengisfelling pöntuð Þorsteinn ogfélagar skipa nýja ríkisstjórn til að losa sig undan ábyrgð á efnahagsráð- stöfunum. Forstjórarnefndin skilar eftir hálfan mánuð. Enginn ennþá frá krötum Með skipun svokallaðrar ráð- gjafarnefndar í fyrradag er Þor- steinn Pálsson í rauninni að búa til nýja ríkisstjórn sem skipuleggi efnahagsaðgerðir í haust. Ljóst er af vali nefndarmann- anna, sem undantekningarlaust eru forstjórar stórfyrirtækja í út- flutningi, að tillögur þeirra munu gera ráð fyrir gengisfellingu af stærri gerðinni og væntanlega umtalsverðri kjaraskerðingu, en nefndarnmenn hafa allir talað í þær áttir á undanförnum vikum og mánuðum. Einar Oddur Kristjánsson for- maður nefndarinnar sagði við Þjóðviljann í gær að nefndin hæfi strax störf og mundi skila af sér eftir hálfan mánuð. Athygli vekur að þrátt fyrir þennan asa á fulltrúa Þorsteins Pálssonar höfðu Alþýðuflokks- menn ekki skipað í nefndina fyrir sína hönd, og segja heimildir Þjóðviljans að sá dráttur stafi meðal annars af óánægju forystu- manna Alþýðuflokksins með frumkvæði Þorsteins að nefndar- skipan. Ölafur Ragnar Grímsson segir að með nefndarskipuninni séu ráðherramir að skjóta sér undan ábyrgð á væntanlegum efna- hagsráðstöfunum, gengisfellingu og kjararýrnun. Auk þess sé með þessari nefndarskipun verið að „ . , . ýta undir spákaupmennsku í stfl Forstjóranefndin, - bráoabirgðaríkisstjórn um efnahagsmál. Efri röð: Agust Einarsson varaformaður vjö jnyrka miðvikudaginn í vor. Sambands fiskvinnslustöðva, Guðjón B. Ólafsson forstjóri SÍS, Víglundur Þorsteinsson formaður Félags iðnrekenda. Neðri röð: Einar Oddur Kristjánsson framkvæmdastjóri Hjálms á Flateyri, sérstakur fulltrúi -- Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar, Jón Sigurðarson forstjóri Álafoss og sérstakur fulltrúi qjó síðu 3 Oa leiðara Framsóknarflokksins, og neðst til hægri enn óskipaður fulltrúi Alþýðuflokksins í forstjóranefndinni. * a Peningar meira virði en folk Vextir hœkkað langt umfram aðrar hagstœrðir á undanförnum árum. Eru víðajafnháir eða hœrri en launagreiðslur. Tekistáum lœkkun á launum vinnuafls og launum fjármagns „Vandamálin stafa ekki af ytri aðstæðum. Árið 1988 er næsthag- kvæmasta ár sem þjóðin hefur lifað miðað við efnahagslegar ytri aðstæður. Aðeins árið 1987 var enn betra. Vandamálin stafa af rangri efnahagsstefnu og inn- byrðis upplausn og óheilindum í ríkisstjórninni," segir Geir Gunnarsson alþingismaður. Geir bendir á að fjármagns- kostnaður sé að sliga atvinnu- lífið. „Það er unnt að líta svo á að atvinnurekstur í landinu greiði tvenns konar laun. Annars vegar laun fyrir vinnuafl, hins vegar laun fyrir fjármagn sem bundið er í húsum, landi, tækjum og rekstr- arfé. Það er tekist hér á um hvora tegundina af launum á að lækka. Sjá síðu 5 Með vinnuna í höfðinu Leirlistarkonan Kogga -Kolbrún Björgólfsdóttir: Leitast við að stoppa ekki eigið hugflœði. Stokka spilin upp á nýtt - Maður er með vinnuna f höfðinu og á bakinu frá morgni til kvölds. Því finnst mér orðið mikilvægt að finna góð áhugamál önnur en vinnuna, segir Kolbrún Björgólfsdóttir, leirlistarkona, í spjalli við Þjóðviljann. Jafnframt þvertekur hún fyrir að hún sé orðin þreytt á sköpun- inni: Ég vil þroska með mér eigin tjáningu, óháð utanaðkomandi kerfum, og vera um leið frjáls, segir hún. Það eina sem ég hef í raun og veru ástæðu til að vera hrædd við er að staðna og festast inni í einhverju geldu lífsmynstri. Sjá síðu 8

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.