Þjóðviljinn - 04.08.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 04.08.1988, Blaðsíða 13
HEIMURINN Matthías Rúst fyrir sovéskum rétti. „Mannúð" í hávegum höfð. utanríkisráðherra sambands- stjórnarinnar í Bonn, hélt heim- leiðis frá Moskvu þangað til Rúst var náðaður og leystur úr haldi. Genscher átti viðræður við æðstu menn, þar á meðal Míkhael Gor- batsjov aðalritara, um fyrirhug- aða opinbera heimsókn Helmuts Kohls kanslara til Sovétríkjanna í haust. Ekki er að efa að utanrík- isráðherrann hefur sætt færi og talað máli hins unga landa síns Tass rifjaði upp afbrot Rústs. Hann hafi teflt lífi og limum manna í tvísýnu með því að fljúga margoft þvert yfir flugleiðir breskra, vesturþýskra og sové- skra farþegaflugvéla. Síðan hafi hann látið vélina hnita hringa í lágflugi yfir Kreml áður en hann lenti henni á Rauða torginu. Það hafi verið hreint lán að enginn slasaðist. Fréttir frá Bonn herma að Kohl hafi látið í Ijós ánægju með náðun þegns síns. „Þetta hefur jákvæð áhrif á andrúmsloft heim- sóknar minnar til Moskvu.“ Reuter/-ks. Forseti Bandaríkjanna: „Níðist ekki á öryikjum!“ „Öryrkinn“ er Michael Dukakis, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins Oonald Reagan kallaði Michael Dukakis „öryrkja“ á blaða- mannafundi í Hvíta húsinu í gær, en sagði síðar að hann „hefði bara verið að reyna að vera fynd- inn“! Víetnam/Bandaríkin Enginn vinskapur í bráð Stjórnvðld í Víetnam kváðust í gær ætla að hætta við fyrirhugað samstarf við fulltrúa ráðamanna í Washington um að grafast fyrir um örlðg bandarískra hermanna í Víetnam. Astæðan væri sú að Bandaríkjastjórn hefði engan áhuga á bættri sambúð ríkjanna. Utanríkisráðherra Hanoi- stjórnarinnar, Nguyen Co Thach, segir í bréfi til fulltrúa Bandaríkjamanna í fyrrum vænt- anlegri dátaleit að ekkert verði úr samvinnu í bráð. Utanríkisráðu- neyti Bandaríkjanna hafi ein- dregið lagst gegn því að nokkurt diplómatískt samband yrði tekið upp milli þessara fornu fjandríkja og því væri fáránlegt að Víetnam- ar gyldu ekki líku líkt. Thach beindi spjótum sínum einkum að Gaston nokkrum Sigur, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, en hann lét svo ummælt á fundi með þing- mönnum á dögunum að Banda- ríkjastjórn væri andsnúin nokkr- um tengslum við Hanoistjómina. Þá stungu þingmenn uppá því að Víetnamar og Bandaríkja- menn nálguðust hverjir aðra fyrir milligöngu sendiráðs einhvers þriðja ríkis. Sigur sá ekki síður meinbugi á þeim ráðahag en þeim fyrri. Til þess að slíkt kæmi til álita yrðu Bandaríkjamenn að söðla um í afstöðu sinni til valds- herra Víetnams „en hún er sú að einangra þá algerlega“. Reuter/—ks. Á fundinum spurði einhver viðstaddra forsetann hvort hann teldi að Dukakis bæri að rekja sjúkrasögu sína í fjölmiðlum og gefa almenningi kost á að vega og meta hvort hann væri hæfur til þess að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Þessu svaraði forseti Banda- ríkjanna á svohljóðandi hátt: „Sjáðu nú til, því fer fjarri að ég hafi í hyggju að níðast á öryrkj- um.“ Skömmu síðar var haldinn annar blaðamannafundur og þá reyndi Reagan að draga í land. „Eg var staddur niðri í fréttasal rétt áðan og reyndi að svara spumingu með því að segja brandara og ég held að ég hafi verið að gera að gamni mínu en ég er þeirrar skoðunar að það sem ég sagði hefði ég betur látið ósagt.“ Hægri sinnaðir öfgamenn í „Lyndon • Larouche-samtökun- um“ hafa komið þeim orðrómi á kreik að Dukakis hafi verið undir læknishöndum vegna þunglyndis eftir að bróðir hans, Stelian, lést í bílslysi árið 1973. Annar kvittur hermir að Dukakis hafi þjáðst af þunglyndi eftir ósigur í fylkisst- jórakosningum árið 1978. Kosningasstjóri Dukakisar hefur vísað báðum sögusögnun- um á bug. Þær séu rógur og runn- ar undan rifjum pólitískra erkifj- enda fylkisstjórans. Ronald Reagan. „Ég var bara að reyna að vera fyndinn..." Er Bandaríkjaforseti var hann: „Nei. Ég var bara að reyna inntur eftir því hvort einhver fót- að vera fyndinn, en það mis- ur væri fyrir gamanmálum hans tókst.“ um örorku Dukakisar svaraði Reuter/-ks. Sovétríkin Rúst látinn laus Afplánaðifjórðung refsingar. Manngildi í há- vegum haft eystra, segir Tass Einsog mönnum er í fersku minni flaug vesturþýskur ung- lingur, Mattías Rúst að nafni, lít- illi Cessna flugvél til Sovétríkj- anna í fyrra í leyflsleysi og lenti henni á sjálfu Rauða torginu í Moskvu. Skömmu fyrir áramót var réttað í máli hans og fór svo að hann var dæmdur í fjögurra ára nauðungarvinnu. Rúst var látinn laus í gær og kom hann heim til Frankfurt um kvöld- matarleytið. Rúst afplánaði semsagt aðeins fjórðung refsingar sinnar. Tass fréttastofan sagði lausn Rústs til marks um það að manngildishug- sjónir væru í hávegum hafðar í austurvegi. Fréttamaður Tass ræddi við flugkappann áður en hann steig uppí flugvél Lufthansa flugfé- lagsins í gær. Rúst var inntur álits á sovésku réttarkerfi, sovéskum saksóknurum og sovéskum fang- elsum. „Ég hef ekki undan neinu að kvarta,“ sagði sveinninn og bætti því við, að sögn Tass, að nýfengið frelsi sitt væri til marks um mannúð sovéskra ráða- manna. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég framdi alvarlegan glæp,“ var haft eftir Rúst, „og ég held að lausn mín sé til marks um bætt samskipti ríkja okkar.“ Ekki liðu nema þrír dagar frá því að Hans-Dietrich Genscher, Angóla/Kúba Mpi hplflf1 a hór furirl(í jjNCI |JdlVlV d |Jci lyili; Fulltrúar Angólu og Kúbu í Genfhöfnuðu ígœr tilboði Pretóríustjórn- arinnar Ríkisstjórnir Angólu og Kúbu höfnuðu í gær friðartilboði hvítu minnihlutastjórnarinnar í Pretóríu. Því er nú óljóst mjög hverjar verða lyktir viðræðn- anna um framtíð Namibíu og vopnahlé í Angólu sem fram hafa farið í Genf að undanförnu. Fyrirliði kúbönsku sendi- nefndarinnar í Genf ræddi við fréttamenn í gær og greindi frá því að Kúbanir og Angólamenn væru á einu máli um að tilboð Piks Bothas, utanríkisráðherra Suður-Afríku, væri óviðunandi. Botha bauðst í fyrradag til þess að kveðja alla hermenn sína heim frá Namibíu og hafa lokið her- flutningum fyrir l.júní á næsta ári. Hann setti skilyrði; allir kúb- anskir hermenn skyldu halda heimleiðis frá Angólu og enn- fremur skyldi loka sjö herbúðum Afríska þjóðarráðsins í því sama landi. Hvoru tveggja skyldi lokið fyrir l.júní 1989. Ofannefndur Kúbani kvað af og frá að ganga að þessum kost- um því það jafngilti því að reka rýting í bak manna sem berðust með oddi og eggju gegn aðskiln- aðarstefnunni. Hann sagðist ef- ast stórlega um að ráðamenn í Gríska ríkisstjórnin hyggst gera Bandaríkjamönnum að loka flugherstöð sinni í Hellenikon, steinsnar frá Aþenuborg. Það var blaðafulltrúi stjórn- valda, Sotiris Kostopolous, er skýrði frá þessu í gær. „Gríska ríkisstjórnin hefur tekið fjölda ákvarðana að undanförnu og ein þeirra er sú að Hellenikonstöðin skuli hverfa.“ Lúanda hefðu hug á að gerast „böðlar baráttunnar gegn apart- heid“. Aðstoðarutanríkisráðherra Angólu, Venancio de Moura að nafni, kvaddi sér einnig hljóðs í Grikkland Hann vildi ekki segja hvenær Bandaríkjamenn í Hellenikon yrðu að hverfa á brott með allt sitt hafurtask en sagði öruggt að starfsemin sem þar fer fram yrði ekki flutt á aðra herbækistöð Bandaríkjamanna eða nýrri komið á fót á grískri grund. Einsog menn rekur minni til létu valdhafar í Aþenu það boð út ganga fyrir skemmstu að núgild- hópi fréttamanna í gær. Hann tók í sama streng og Kúbaninn og sagði tilboð Pretóríustjórnarinn- ar þess legt að engu væri líkara en að hún tæki viðræðurnar í Genf ekki hátíðlega. Reuter/-ks. andi herstöðvarsamningur þeirra og kollega þeirra í Washington félli úr gildi í desember næstkomandi og yrði ekki endur- nýjaður í núverandi mynd. Frá áramótum hefðu bandarískir her- menn 17 mánuði til þess að hverfa á brott frá Grikklandi. Nema nýir samningar tækjust á þeirn tíma. Reuter/-ks. Kanar missa Hellenikon Fimmtudagur 4. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.