Þjóðviljinn - 09.08.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.08.1988, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 9. ágúst 177. tölublað 53. árgangur VinnumarkaÖurinn Verkafólk á „tilboösverði“ Neyðin heimafyrirgulltryggirafköstin. „Brask,((segir Ásmundur. „Ógeðfelldauglýsing,(( segirÞórarinn „Erlend starfsmannaskrifstofa getur útvegað duglegt starfsfólk, sem er til í að vinna samkvæmt lágmarkslaunum, í fjölda starfs- greina.“ Þannig hófst auglýsing sem birtist í Morgunblaðinu síð- asta sunnudag og var jafnframt tekið fram að fólkið, sem kæmi frá einu þróunarlandanna, væri sérstaklega valið og „tilbúið að vinna mjög vel til að geta séð fyrir ættingjum sínum í sínu heima- landi.“ Þjóðviljinn hafði sam- band við þá Ásmund Stefánsson, forseta ASÍ, og Þórarinn V. Þór- arinsson, frkvstj. VSÍ, og leitaði álits þeirra á þessari auglýsingu. „Mér sýnist auglýsingin augljóslega vera ólögleg fýrir það fyrsta. Þarna er um hreint brask að ræða, ástundað af einhverjum sem ekki treystir sér til að láta nafns síns getið,“ sagði Ásmund- ur Stefánsson. Sagðist Ásmundur ekki hafa trú á að íslenskir at- vinnurekendur væru það auðtrúa að þeir létu ginnast af auglýsing- um eins og þessum. „Hvað atvinnuleyfi varðar, þurfa um- sóknir að fara fyrir verkalýðsfé- lög og þótt auðvitað sé ekkert sem útilokar að fólk frá þessum löndum fái atvinnuleyfi, held ég í fyrsta lagi að ekkert verkalýðsfé- lag myndi samþykkja að hingað kæmi mjög stór hópur af erlendu fólki inn á vinnumarkaðinn. í öðru lagi held að það séu ekki forsendur fyrir því að sækja um Olafur Jóhann jarðsunginn Útför Ólafs Jóhanns Sigurðs- sonar verður gerð í dag klukkan hálftvö frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Samferðamenn minnast skáldsins í Þjóðviljanum í dag. Sjá síður 6-8 atvinnuleyfi fyrir stóran hóp af fólki, eins og vinnumarkaðurinn er í dag.“ Þá sagði Ásmundur að það væri bein lagaskylda að allir sem hér ynnu, yrðu að njóta þeirra kjara sem samningar kvæðu á um. „Það er því hreint rugl að hægt sé að ráða hingað fólk og láta það vinna á lágmarks- töxtum. Það væri bæði brot á samningum og landslögum,“ Skóglendið í Þórsmörk er miklu verr á sig komið en gerist annars staðar á slíkum svæðum sunnanlands og vestan. Tillaga þar sem skorað er á stjórnvöld að vinna að því að gera svæðið að sagði Ásmundur. Þórarinn V. Þórarinsson sagð- ist telja heldur ógeðfelldan blæ á þessari auglýsingu. Aðspurður hvort hann teldi að íslenskir at- vinnurekendur teldu svona tilboð freistandi á þrengingatímum í ís- lensku efnahagslífi sagði hann: „Það var nú svo í fyrrahaust að þá var skortur á vinnuafli og nokkuð gert að því að fá fólk hingað frá þjóðgarði var samþykkt á síðasta þingi Náttúruverndarráðs. Nátt- úrufræðingar telja brýna nauðsyn á því að koma á ítölu á öllu svæð- inu á mesta álagstímanum. Að undanförnu hefur aðeins gilt ítala Norðurlöndunum og Skotlandi. Það fólk hefur dugað vel, fólk af okkar eigin menningarsvæði. Samt sem áður var það nú niður- staða margra að það væru svo ríkar siðferðilegar skuldbinding- ar því samfara að fá fólk hingað til lands til svona dvalar að það væri mjög erfitt að gera það; spurningar um húsnæði og aðra aðstöðu. Hvað varðar starfskraft fyrir Langadal og því hefur álagið aukist á skóglendið í Húsadal og í Básum. Sjá síðu 3 frá Asíulöndum eins og ég hygg að þarna sé verið að tala um, myndi ég álíta að menn væru enn varfærnari, því þá kynnu að fylgja fleiri vandamál og stærri en verið væri að leysa í vinnuafls- hallæri. Ég hygg að það hafi kom- ið fram síðasta haust að menn fara varlega í þessum málum,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson. phh SH Á brattann að sækja Samdráttur í útflutningi og minni tekjuráfyrri helmingi ársins miðað við sama tíma ífyrra. Þorskblokk heldur áfram að lœkka í verði. Útflutningsverðmæti sjávaraf- urða hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna er 300 miljónum króna lægra fyrstu sex mánuði þessa árs en var á sama tíma í fyrra. Út- flutningur í tonnum talið hefur dregist allverulega saman á fyrri helmingi ársins, samhliða því sem framleiðsluaukning hefur orðið á helstu botnfiskafurðum. Þetta hefur leitt til þess að birgðasöfnu- nin er nú hátt í 10 þúsund tonn en var helmingi minni á sama tíma í fyrra eða um 5 þúsund tonn. Þá heldur verð á þorskblokk áfram að lækka á Bandaríkja- markaði. í síðustu verðskrá var blokkarpundið skráð á 1,35 doll- ara en samkvæmt síðustu fréttum er það komið niður í 1,20-1,25 dollara hvert pund. Sjá síðu 2 Gjögur Veiðibann ábestatíma Ekkert tillit tekið til erfiðrar sjósóknar Trillukörlum norður á Gjögri í Strandasýslu, sem gera út fimm 2-3ja tonna trillur á handfæri í sumar, finnst það vera vitlaus fiskveiðistjórnun sem tekur ekk- ert tillit til staðhátta þar nyrðra og bannar allar fiskveiðar yfir besta tíma sumarins. Sérstaklega hefur tíðarfarið verið erfitt í sumar; gengið á með hvassviðri, rigningu og þoku. í þessari tíð hefur lítið gefið á sjóinn og afli verið eftir því. Sjá síðu 2 Dauð birkitré í Litlaenda í Þórsmörk. Myndin vartekin fyrir örfáum dögum. Mynd Kristjana Guðmundsdóttir. Þórsmörk Alversta ástandið Birkiskógur hvergi eins illa farinn á landinu og íÞórsmörk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.