Þjóðviljinn - 09.08.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.08.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Sölumiðstöðin Mikill samdráttur Áfyrstu sex mánuðum ársins hefur verðmœti útflutnings minnkað um 300 miljónir króna. Samhliða hefur orðið framleiðsluaukning á helstu botnfiskafurðum. Birgðasöfnun er um lOþúsund tonn en var5 þúsund tonnl987 Afyrstu sex mánuðum ársins hefur orðið allverulegur sam- dráttur í fiskútflutningi hjá Sðlu- miðstöð hraðfrystihúsanna þrátt fyrir aukningu í framleiðslu á botnfískafurðum. Þetta liei'ur leitt til þess að birgðasöfnun er alli að helmingi meiri nú en á sama tíma í fyrra. Að sögn Össurar Kristinssonar upplýsingafulltrúa Sölumið- stöðvarinnar bætast síðan ofan á þetta viðvarandi verðlækkanir á þorskblokk á Bandaríkjamark- aði. Samkvæmt síðustu verðskrá var pundið af þorskblokkinni skráð á 1,35 dollar en er á niður- leið og virðist vera komið niður í 1,20-1,25 dollar. Á síðasta ári þegar verð á þorskblokk var hvað hæst fór pundið á um 2,10 doll- ara. Samkvæmt síðasta tölublaði Frosts, sem Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna gefur út, hefur verðmæti útflutnings minnkað um 300 miljónir króna miðað við sama tíma í fyrra. Fyrstu sex Ríkisstjórnin Þorsteinn fór HittirReagan á morgun Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra hélt í fyrradag áleiðis til Bandaríkjanna og hefst opinber heimsókn hans þar í dag. Upphaflega var áætlað að for- sætisráðherrann færi vestur í lok maí, en erfiðleikar í stjórnarsam- starfinu komu þá í veg fyrir för- ina. í fylgd með Þorsteini er kona hans Ingibjörg Rafnar, ráðuneyt- isstjóri í forsætisráðuneytinu, að- stoðarmaður forsætisráðherra, skrifstofustjóri utanríkisráðu- neytisins og skrifstofustjóri svo- kallaðrar varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Þorsteinn er væntanlegur í Hvíta húsið á morgun til fundar við Reagan forseta, en Þorsteinn ætlar einnig að eiga sérstakar við- ræður við varnarmálaráðherrann Carlucci og Baggett flotaforingja Atlantshafsflota Nató í Norfolk. Heimsókninni lýkur á föstu- dag. Matttiías íforsætið Friðrik varaformaður sagður vant við látinn Meðan á Bandaríkjaför Þor- steins Pálssonar stendur mun Matthías Á. Mathiesen sam- gönguráðherra gegna embætti forsætisráðherra. Þorsteinn ætl- ar að taka sér sumarfrí í Banda- ríkjunum að lokinni heimsókn- inni til Reagans og er ekki vænt- anlegur til landsins fyrr en um 20. ágúst n.k. Það vekur athygli að Friðrik Sophusson varaformaður Sjálf- stæðisfiokksins leysir formann- inn ekki af í forsætisráðuneytinu. Hann er sagður vant við látinn en Friðrik hefur undanfarna daga verið á ferðalagi um Reykjanes- kjördæmi. -lg. mánuðina 1987 var verðmæti útflutningsins tæpir 5 miljarðar króna en er rétt liðlega 4,5 milj- arðar í ár. Þá eru um 10 þúsund tonn af fiski í birgðageymslum nú en voru aðeins um 5 þúsund tonn á sama tíma í fyrra. Til helstu útflutningslanda SH hefur verið flutt út 25,5% minna út af sjávarafurðum til Banda- ríkjanna en í fyrra, 22,3% minna til Eaglands, 12,5% minna til Þýskalands, 6,1% minna til Frakklands, 29,2% minna til landa í Asíu og til annarra landa 13,6% minna. Aðeins er um aukningu að ræða til Rússlands og það allverulega eða um 59,8%. í tonnum talið nam út- flutningur SH aðeins 37.474 tonnum fyrstu sex mánuði ársins en var 45.422 á sama tíma í fyrra. Á sama tíma og þessi samdrátt- ur á sér stað í útflutningnum hef- ur framleiðslan í tonnum talið aukist á helstu botnfisktegundun- um. 15,5% framleiðsluaukning hefur orðið á þorskafurðum, úr 12.404 tonnum fyrstu sex mánuð- ina í fyrra í 14.324 tonn í ár. Framleiðsla ýsuafurða hefur aukist um 12,6% það sem af er árinu, 13% aukning á ufsa, tæp- lega 30% á karfa og tæp 19% aukning á grálúðu. -grh Útgerð eins nýjasta frystitogara landsins hefur gengið mjög vel og áhöfnin sett nýtt met í aflaverðmæti í einni veiðiferð. Haraldur Kristjánsson HF 46 miljóna króna túr Sjólastöðin: Nýtt aflaverðmætamet. Hásetahluturinn ríflega 400 þúsundkrónur Frystitogarinn Haraldur Krist- jánsson HF sem Sjólastöðin hf. gerir út frá Hafnarfirði kemur til heimahafnar í dag með um 300 tonn af frystum þorskflökum og aflaverðmætið er um 46 miljónir króna. Hásetahluturinn mun vera ríflega 400 þúsund krónur og skipstjórinn fær tæpa miljón í sinn hlut en veiðiferðin hefur staðið í fjórar vikur. Að sögn Haraldar Jónssonar framkvæmdastjóra Sjólastöðvar- innar hf. slær togarinn þar með fyrra metið sem Akureyin EA f rá Akureyri átti frá því í fyrra en þá aflaði togarinn fyrir um 44 milj- ónir króna í einum túr. Haraldur sagði að aflinn hefði fengist fyrir vestan á Halamiðum og fyrir Norðurlandi. Hann sagði að strax í byrjun ferðarinnar hefði veiðst mjög vel og þá hefði það legið ljóst fyrir að möguleiki væri á að slá aflaverðmætamet Akureynnar. „Þó að upphæðin sé mikil sem kemur í hlut hvers og eins í áhöfn- inni má ekki gleyma því að þeir eru búnir að vera úti stanslaust í fjórar vikur og venjulega fer sami maður ekki nema í tvo túra í einu og tekur sér síðan frí þess á milli," sagði Haraldur Jónsson. -grh Kvennaþingið Mikil ánægja Kvennahópar heimígœrogí dag. Ráðstefna hér eftirfimm ár? Kvennaþinginu í Osló lauk á sunnudaginn og flcstar ís- lensku konurnar voru væntan- legar heim f gær og í dag. Mikil ánægja með þinghaldið ríkti meðal íslensku kvennanna og uppi eru hugmyndir um að halda starfinu áfram með kvennaráð- stefnu hér eða í Færeyjum eftir fimm ár. Norðurlandaráð mun þó ákveða frekar hvað verður úr þeim hugmyndum. Að sögn Vilborgar Harðar- dóttur var mikil ánægja með þinghaldið allt. „Þetta var ákaf- lega yfirgripsmikið og hver og einn varð að velja úr hvað hann vildi sjá og heyra. Ég fylgdist mjög vel með innflytjendakon- unum á hinum Norðurlöndun- um. Sögur þessara kvenna voru ekki fallegar og ég er sannfærð um það nú að þjóðir Norðurland- anna eru meiri rasistar en ég hélt. Ríkisstjórnir Norðurlandanna eru að senda flóttamenn beint í dauðann, t.d. íranskar konur og karlmenn. Þá er farið illa með þetta fólk hvað varðar vinnu og Svíþjóð er þar engin undantekn- ing. Það vinnur erfiðustu og verst borguðu vinnuna. Þá voru margir góðir fyrirlestr- ar fluttir þarna á ráðstefnunni og ég fylgdist vel með nokkrum þeirra. Konur frá þróunarlönd- unum vöktu athygli mína. Þær voru ófeimnar við að deila á framkomu ríku landanna og voru yfirleitt miklu pólitískari en kon- ur frá öðrum löndum. Um leið og við styrkjum einhverja íbúa til að grafa brunnholu í landi sínu styðjum við ríkisstjórnir okkar eigin landa til að hlunnfara og arðræna þessa sömu þjóð í gegn- um alþjóðaviðskipti. Við verðum að byrja á því að breyta ríkis- stjórnum í okkar eigin löndum ef við viljum hjálpa fólki í þróunar- löndunum að einhverju gagni," sagði Vilborg Harðardóttir í sam- tali við Þjóðviljann eftir heimkomuna frá Osló. -gís. Gjögur Veiðibann á besta tíma Ólafur Thorarensen: Ekkert tillit tekið tilaðstæðna. Aflinn handflattur ogsaltaður. Ægileg ótíð ísumar Okkur finnst það ansi blóðugt að þurfa að vera í fískveiði- banni yfir besta veiðitímann og þá sérstaklega þegar búin er að vera ægileg ótíð í allt sumar. Það er fyrst núna sem hefur gefið eitthvað á sjóinn en þá megum við ekki veiða samkvæmt reglum sem taka ekkert tillit til náttúrulegra staðhátla hér nyrðra, sagði Ólafur Thorarensen á Gjögri í Strandasýslu við Þjóðviljann. Frá Gjögri er gerðar út fimm 2-3ja tonna trillur og hefur lítið fiskast það sem af er sumri vegna mikillar ótíðar. Hvassviðri hafa verið tíð með rigningu og þoku og aflabrögð eftir því. Þó eru menn bjartsýnir á að eitthvað fari að rofa til í aflabrögðum eftir veiði- bannið sem hófst 28. júlí og lauk á sunnudag. Nýlega landaði fimm tonna handfærabátur 3,5 tonnum af vænum fiski á Norðurfirði og annar bátur jafn miklu í Djúpu- vík. Af þeim sökum gera menn sér vonir um að fiskiganga sé á leið inn Húnaflóann á næstunni. Allur afli þar nyrðra er verkaður í salt og handflattur. Að sögn Ólafs Thorarensens ættu byggðarlög eins og Gjögur að hafa sérstakan þorskkvóta í stað þess að vera að veiða úr sam- eiginlegum kvóta smábáta. Veðurfar getur hamlað veiðum í langan tíma og svo loks þegar gef- ur er jafnvel lítið eftir af kvótan- um og stutt í stoppið. Ólafur sagði að stjórnvöld ættu að taka þau norsku sér til fyrirmyndar og banna hvítflibba-sjósóknurum að veiða fisk sér til tekna heldur að- eins í soðið þegar á annað borð þurfi að takmarka sóknina í þorkstofninn. „Þetta stjórnleysi í fiskveiðum gerir það að verkum að trillukarl- ar eru farnir að halda út til veiða í tvísýnum veðrum sem býður auðvitað hættunni heim," sagði Ólafur Thorarensen á Gjögri. _____________________ -grh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þri&judagur 9. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.