Þjóðviljinn - 09.08.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.08.1988, Blaðsíða 3
Svavar Gestsson alþm. Flugvöllinn burt Þingsályktunartillaga þess efnisflutt í byrjun nœsta Alþingis Þegar þing kemur sanian í haust mun Svavar Gestsson alþingismaður Reyk víkinga flytja þingsályktunartillögu þess efnis að flugvöllurinn í Reykjavík verði fluttur í burt af öryggisástæðum og einnig hvað það kostar að flytja hann frá núverandi stað. Að sögn Svavars Gestssonar er brýnt í ljósi síðustu atburða að gera viðeigandi ráðstafanir strax til að koma ferjufluginu á annan flugvöll en Reykjavíkurflugvöll vegna þeirrar hættu sem af því flugi stafar, sem og öðru flugi svona nálægt ibúðarhverfum. Svavar sagði að í þingsályktunar- tillögunni yrði ekki bent á neinn sérstakan stað sem gæti komið í staðinn fyrir Reykjavíkurflugvöll en nauðsynlegt væri að huga vel að öllum þeim kostum sem fyrir hendi væru fyrir annan flugvöll. -«rh FRETTIR Birkidauðinn Þórsmörk sker sig úr Astand skóglendis í Þórsmörk er miklu verra en annars stað- ar um þessar mundir. Stað- reyndin er sú að birkidauða varð vart víða annars staðar sunnan- iands og vestan á árunum 1984 og 1985 og hefur ekki enn tekist að finna skýringu á honum, sagði Jón Gunnar Ottósson, líffræðing- ur hjá Skógrækt ríkisins, i sam- tali við Þjóðviljann. Að sögn Jóns Gunnars, sem nú vinnur að rannsóknum á íslenska birkinu ásamt hópi annarra vís- indamanna, er víðar farið illa með birkiskóga en f Þórsmörk. „Átroðningur er talsverður í uppsveitum Árnessýslu en þó hefur ástandið þar skánað frá því er það var verst. Tíðarfar ræður ákaflega miklu um afkomu og ævi birkitrjáa, t.d. verður birki á Vestfjörðum ekki nema þetta 30- 50 ára á meðan það nær 80-120 ára aldri á Norður- og Austur- landi. Við verðum að bíða fram á haustið eftir niðurstöðum úr þeim rannsóknum sem ég er að gera." Ingvi Þorsteinsson hjá RALA segir að hægt sé að bjarga skóg- lendinu í Þórsmörk þótt ekki komi þjóðgarður til. „Það sem skiptir mestu máli nú er að farið verði að huga að því að koma á ítölu á ferðamenn þarna yfir mesta álagstímann. Hitt er rétt að það kom fram tillaga á síðasta þingi Náttúruverndarráðs um að vinna beri að því að gera Þórs- mörk að þjóðgarði." Sjúkraflug Flugstjorinn átti leið hjá Ætlaði að ná í reiðhjól stráksins útá völlen lenti ísjúkraflugi inn að Öskju Alaugardaginn fór þyrla Land- helgisgæslunnar í tvo sjúkra- leiðangra, annan inn að Öskju og hinn vestur á Barðaströnd. Und- anfarið hefur reynst erfitt að manna þyrlurnar til að sinna allra nauðsynlegasta fluginu Loðna Færeyingar fiska Landhelgisgœslan: Fimm skip á heimleið með fullfermi I" cftirlitsfhigi TF Sýnar, Fokkerflu- gvélar Landhelgisgæshinnar í gær sáust finun færeysk loðnuskip á heimleið með fullfcrmi af loðnu, hátt í 2 þúsund tonn hvert skip. Þá voru tvö færeysk loðnuskip á veiðum Grænlandsmegin við miðlínu. Að sögn Berents Sveinssonar hjá Landhelgisgæslunni sáu Gæslu- menn einnig þrjá borgarísjaka á loðnumiðunum þarna norður frá sem geta verið hættulegir skipum. Fyrsta íslenska skipið, Hólmaborgin frá Eskifirði, hélt á miðin í gær. Norðmenn eru farnir út úr land- helginni; þeir höfðu fengið leyfi til að veiða 40 þúsund tonn af loðnu en fundu enga. -grh vegna þeirrar deilu sem flug- mennirnir eiga nú í við ráðuneyt- ið. En betur fór en á horfðist á laugardaginn. Einn af flugmönnum Gæslunn- ar, sem nú er reyndar í löglegu og fyrirframákveðnu sumarfríi, átti leið niður á flugvöll til þess að ná í reiðhjól stráksins síns sem hann hafði skilið þar eftir. Hann vissi ekki fyrri til en hann var kominn upp í þyrlu og á leið inn að Öskj u í sjúkraleiðangur. Hann fór einnig í seinni leiðangurinn á Barðast- röndina en þar var um mjög al- varlegt tilfelli að ræða. Ekki er víst að Landhelgisgæslan hefði getað sinnt þessu mikilvæga sjúkraflugi ef strákurinn hefði ekki skilið eftir hjólið sitt niðri á flugvelli og pabbinn verið svo græskulaus og velviljaður að ná í hjólið fyrir strákinn. Að sögn Gunnars Bergsteins- sonar forstjóra vildi svo vel til að einn flugstjóranna var í öðrum erindagjörðum þarna niðri á velli þegar kallið kom og hann brást vel við þótt hann væri í sumarfríi. „Ég skal ekki segja hvort við hefðum lent í erfiðleikum ef hann hefði ekki verið þarna, ég held nú ekki," sagði Gunnar. Að sjúkraflug Landhelgisgæsl- unnar skuli rekið með slíkri slembilukku eins og virðist eiga sér stað þessa dagana er ekki þegnum þessa lands né nokkurs annars bjóðandi. -gís. Að sögn Þórodds Þórodds- sonar hjá Náttúruverndarráði er ekkert farið að huga að þessari tillögu sem samþykkt var á síð- asta þingi ráðsins. „Landgræðsl- an er nú að semja við bændur um að friða svæðið frekar fyrir beit, um annað veit ég ekki. Þessi til- laga sem samþykkt var á síðasta þingi hefur komið fram áður og ég tel líklegt að hún verði skoðuð á næsta ári." Tillagan um Þórsmörk var svo- hljóðandi: „Sjötta Náttúruvernd- arþing íslands skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir því að þjóðgarði verði komið upp í Þórsmörk." -gís. Mikill erill var í gjaldeyrisdeildum bankanna í gær. Kröfur atvinnurekenda um gengisfellingu og almennar umræður um að gengisfelling sé á næsta leyti hefur rekið á eftir þeim sem hyggja á langferð að sækja skotsilfrið hið fyrsta. Mynd: E.ÓI. Seðlabankinn Gjaldeyrisútstreymi eðlilegt Sigurður Örn Einarsson, Seðlabanka: Tœplega merkjanleg aukningí eftirspurn eftir gjaldeyri. Seðlabankinn vakinn ogsofinnyfir breytingum á gjaldeyrissölunni Starfsmenn Seðlabankans hafa ekki merkt að neinu ráði aukna ásókn í erlendan gjaldeyri á undanförnum dögum þrátt fyrir sífellt þyngri kröfur forsvars- manna flskvinnslunnar um geng- isfellingu og almenna spádóma um að gengisfelling sé á næsta leyti. í Seðlabankanum er þó fylgst grannt með gjaldeyrisút- streyminu og þar eru menn við- búnir að grípa í taumana ef útlit er fyrir að „svarti miðvikudagur- inn" 25. maí í vor endurtaki sig. - Það eina sem við verðum var- ir við er að fólk sem ætlar að ferð- ast tekur gjaldeyrinn um leið og það getur, sagði Sigurður Örn Einarsson í deild erlendra við- skipta í Seðlabankanum. - Við fáum tölur daglega frá bönkunum og þeir hafa ekki ver- ið að kaupa gjaldeyri af okkur, sem sýnir ljósast hvert útstreymið er, sagði Sigurður. Að sögn Sigurðar hefur Seðla- bankinn heimild til að fella gjald- eyrisskráningu, sýnist ástæða til, sem leiðir sjálfkrafa til þess að gjaldeyrissala stöðvast. - Venju- lega hefur það verið þannig að þegar sala hefur verið stöðvuð er það gert í samráði við viðkom- andi ráðherra eða rfkisstjórnina í heild, sagði Sigurður. ^,-^ Landhelgisgœslan Deilt um skatt á dagpeninga Flugmenn Gœslunnar vilja halda sömu launakjörum og aðrir flugmenn. Fjármálaráðuneytið: óskattlagðir dagpeningar eru lögbrot n eilan á milli flugmanna hjá Landhelgisgæslunni og fjár- málaráðuneytisins stendur um að þeir vitja fá sömu laun og aðrir flugmenn í landinu og hafa sett fram sömu kröfur og flugmenn hjá Flugleiðum fengu í gegn eftir að bráðabirgðalögin gengu í gildi. Krafa þeirra um að þurfa ekki að borga skatt af dagpening- uiiuiii virðist vera helsti ást- eytingarsteinninn. Fjármálar- áðuneytið hefur alveg frá því í vetur tekið illa í þessa kröfu og á laugardaginn kváðu starfsmenn þess upp úr með að skattfrjálsir dagpeningar væru lögbrot. Þar með er komin opinber yfir- lýsing um það að samningar Flug- leiða við flugmenn sína, þar sem þetta ákvæði er m.a. inni í samn- ingnum, séu ólöglegir. „Þetta kemur manni mjög á óvart og allt frá því í febrúar í vetur hefur eng- inn haft orð á því af hálfu við- semjenda okkar að slíkt væri ó- löglegt. Við höfum staðið í samn- ingum við þessa menn allan þennan tíma og svo kemur þetta eins og köld vatnsgusa framan í mann í fréttum um helgina. Ég er farinn að halda að ríkið vilji hafa okkur á lélegra kaupi en flug- menn fá almennt í landinu. Við höfum alltaf fylgt þeim hvað launakjör varðar og það er ekki lengra síðan en fyrir 2-3 árum að annað hljóð fór að heyrast úr fjármálaráðuneytinu. Við erum orðnir langþreyttir á þessu. Mað- ur gæti haldið að við værum eitthvað lélégri starfskraftar nú en áður eða að við inntum okkar verk ekki eins vel af hendi og áður. Eitthvað hlýtur að valda þessu breytta viðhorfi hjá ríkinu í okkar garð," sagði einn flug- manna Gæslunnar í samtali við blaðið. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans er menn enn að funda í þessari deilu en lítið virðist ganga. Á meðan gengur illa að manna þyrlur Gæslunnar til nauðsynlegasta sjúkraflugs eins og kemur fram annars staðar hér í blaðinu. -gís. Þrlöjudagur 9. ágúst 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.