Þjóðviljinn - 09.08.1988, Síða 5

Þjóðviljinn - 09.08.1988, Síða 5
VIÐHORF Samfylking að neðan Gestur Gubmundsson skrifar Frá landsfundi Alþýöubandalagsins í nóvember ’87. „Menn ættu ekki að setja sér neitt minna mark en að á næsta landsfundi hafi farið fram allsherjar endurskoðun á allri stefnu flokksins og starfsháttum í virku hópstarfi út um allt land.“ í síðustu viku skrifaði ég grein um landsföðurímyndir og eink- um þó Steingrím nokkurn Hux- table. Athugul kona sem ég hitti í Búðinni hafði það á orði að ég hefði vikið að forystuímyndum allra flokka nema Alþýðubanda- lagsins. Jamm, sagði ég, það var líka meiningin að menn veltu fyrir sér því sem vantaði í greinina, þ.e. hinni pólitísku ímynd Alþýðubandalagsins. Pegar menn voru að kjósa Allaballanum nýjan formann í fyrra var tekist á um pólitíska ímynd og starfshætti, fremur en um tiltekinn stefnuágreining. Menn vildu gfa flokknum nú- tímalega ásýnd, og einhvern veg- inn þótti Ólafur Ragnar hæfa þeirri ætlun. Því er ekki úr vegi að menn velti því fyrir sér hvernig það hefur tekist og hver sé eigin- lega ásýnd Alþýðubandalagsins undir forystu Ólafs Ragnars. Svo að ég vitni aftur í tal manna á förnum vegi, þá heyrði ég menn skeggræða stjórnmál í heita potti sundlauganna um helgina. Þar hélt einn maður því ákveðið fram að okkur vantaði menn að stjórnvelinum sem þyrðu að stjórna. Menn eins og Ölaf Ragn- ar, bætti hann við. Ég veit það ekki, svaraði annar, Ólafur Ragnar er svosem nógu gáfaður, en... Meira heyrði ég ekki af þessum samræðum, enda var ég óðar farinn að velta því fyrir mér hvort söluvænlegasta ímynd Al- þýðubandalagsins um þessar mundir væri ímynd Sterka Mann- ins með Ólaf Ragnar í aðalhlu- tverki. Einhvern veginn datt mér í hug gervi Jóns Baldvins fyrir fáum árum, að þar færi röskur og nútímalegur stjórnmálamaður sem myndi taka almennilega til í Kerfinu. Menn muna þetta kann- ski ekki núna, þegar Jón Baldvin er að jagast við samráðherra sína og fylgi Alþýðuflokksins komið niður fyrir þau hættumörk sem urðu síðast tilefni þess að skipt var um kall í brúnni. Það er engu líkara en meiri- hluti Alþýðubandalagsins hafi verið að velja sér Jón Baldvin, því að flestir stuðningsmanna Ólafs hafa einmitt hagað sér eins og þeirra hlutverki í sögu sósíal- ískrar hreyfingar væri lokið með kosningu Ólafs. Hann myndi síð- an redda málunum með aðstoð valinna manna. Ég get sosum sagt frá því hér að ég kaus Ólaf á landsfundinum í fyrra, en ekki til þess að redda málunum, heldur leist mér á ýmsan hátt vel á þá fylkingu sem stóð að baki honum og kenndi sig við lýðræði. Ég vonaðist til að hún myndi fylgja sigrinum eftir með öflugu lýðræð- islegu starfi innan flokksins. Maður átti von á að lýðræðissinn- arnir fögnuðu sigri með því að streyma inn í ýmsa starfshópa á vegum flokksins að endurskoða stefnu og starfshætti sósíalista á hinum ýmsu vígstöðvum, og brátt myndi krauma í pottum Allaball- ans barmafullum af nýjum hugs- unum og ferskum uppátækjum. En ég hef greinilega misskilið lýðræðishugmyndirnar. Það virðist Ólafur Ragnar einnig hafa gert. í samtali á Út- varpi Rót á sunnudaginn lét hann í ljós vonbrigði vegna þess skorts á frumkvæði sem hefði einkennt almenna félagsmenn Alþýðu- bandalagsins. Hann sagðist ekki hafa ætlað sér að skipuleggja fjöldastarf, heldur að veita því stuðning úr formannsstól. Nú ættu menn að hafa fengið tíma til að átta sig á því að Ólafur Ragnar gerir engin kraftaverk einn og að lýðræðið þarf þátttak- endur og þá virka. Allar stofnanir flokksins ættu að líta á það sem höfuðverkefni sitt á komandi hausti að virkja sem flesta félaga í hópstarf af ýmsu tagi. Ekki veitir af að fara ofan í saumana á stefnu flokksins og spyrja allra spurn- inga upp á nýtt, og full þörf er fyrir flokksfélaga í einstökum verkalýðsfélögum að krunka saman um starfshætti og kröfur viðkomandi félaga. Þetta er eng- in ný hugmynd, og tillögur í þessa veru voru reyndar samþykktar á síðasta landsfundi. Menn ættu ekki að setja sér neitt minna mark en að á næsta landsfundi hafi farið fram alls- herjar endurskoðun á allri stefnu flokksins og starfsháttum í virku hópstarfi út um allt land. I slíku starfi þurfa menn einna fyrst að leggja það niður fyrir sér, hver núverandi staða Alþýðu- bandalagsins er í íslenskum stjórnmálum. Þaðfervarlaámilli mála að flokkurinn er ekki lengur forystuafl félagshyggjuafla í landinu. Kvennalistinn hefur, a.m.k. um sinn, tekið þessa for- ystu. Þetta segi ég ekki bara af því að Kvennalistinn hefur nú mun meira fylgi en Alþýðubandalag- ið, heldur fyrst og fremst vegna þess að Kvennalistinn hefur mest frumkvæði að endurmati allra hugmynda og starfsstíls. For- senda þess að Alþýðubandalagið geti endurheimt þetta frumkvæði er að flokkurinn viðurkenni að aðrir hafa það nú og hegði sér samkvæmt því. Það hlýtur að vera keppikefli lýðræðissinnaðra sósíalista að styðja þær framsæknu bylgjur sem hefjast meðal fólksins, í stað þess að gera sífellt tilkall til þess að hafa sjálfir frumkvæði. Á næstu misserum getur Alþýðu- bandalagið varla ætlað sér stærra hlutverk í pólitíkinni en að fylkja sér einarðlega á bak við flest stefnumál Kvennalistans og læra um leið af vinnubrögðum hans, í þeirri trú að þegar til lengdar lætur verði sósíalísk kjölfesta flokksins nægilega þung á metun- um til að hann geti endurheimt forystuhlutverk sitt. Allaballinn getur sosum tekið undir flest bar- áttumál Kvennalistans. Sum voru á stefnuskrá Alþýðubandalagsins áður, en önnur hafa bæst við eftir að Kvennalistinn flutti þau, og ber þar hæst lögbindingu lág- markslauna. í raun og veru skýrir stefnumunur ekki þær auknu vinsældir sem Kvennalistinn hef- ur hlotið á kostnað Alþýðu- bandalagsins. Það sem skilur á milli feigs og ófeigs í þessum efn- um er trúverðugleikinn, og þá er maður aftur kominn að spurning- unni um ímynd. Það er heldur innantóm lýð- ræðisbylting sem felst einvörð- ungu í því að skipta um menn á valdastólum. Alþýðubandalag- inu dugar ekkert minna en ger- breyting á öllum starfsháttum og um leið á uppbyggingu flokksins. Rökrétt krafa lýðræðisafla hefði ekki verið að skipta um formann flokksins, heldur fremur að leggja niður formannsembættið og brjóta upp valdastofnanir flokksins á allan hátt. Alla vega er hægt að ganga nú þegar rösk- lega til verks og koma á fót þeim umræðu- og starfshópum sem vikið var að virkja hina almennu flokksmenn til þátttöku í allsherj- ar klössun á flokknum. í viðtali við Þjóðviljann fyrir skemmstu lagði Össur Skarphéð- insson á það áherslu að hinar andstæðu fylkingar flokksins slíðri nú sverðin og starfi saman. Össur telur að þessi samfylking verði að gerast undir forystu þeirra Ólafs Ragnars og Svavars, og þar greinir okkur Össur á. Ég held að endurreisn flokksins verði að gerast með fjöldavirkni almennra flokksfélaga sem mið- ist við þau verkefni sem nú bíða sósíalísks flokks fremur en átök liðinna missera. Svo að maður vitni í sögu sósíalískrar hreyfing- ar, þá talar Össur fyrir Samfylk- ingu Að Ofan, en ég leyfi mér að halda því fram að Samfylking Að Neðan sé það eina sem geti kippt Alþýðubandalaginu inn í nútí- mann. Gestur er félagsfræðingur og vinnur við ritstörf, - skrifar um þessar mundir vikulega hugvekj- ur í Þjóðviljann. Lagerstörf Óskum eftir aö ráöa starfsmenn á vörula Bónusvinna. Mötuneyti á staönum. Nánari upplýsingar hjá lagerstjóra á staðnum VERSLUNARDEILD SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM • SÍMI 681266 Sjúkraþjálfari óskast Okkur vantar sjúkraþjálfara til starfa á Höfn Hornafirði. Öll aðstaða er til staðar fyrir sjúkra- þjálfun auk íbúðarhúsnæðis. Upplýsingar veitii Ásmundur Gíslason, Skjólgarði í síma 97-81116 og 97-81221. Það er heldur innantóm lýðrœðisbylting sem felst einvörðungu í því að skipta um menn á valdastólum. Rökrétt krafa lýðræðisafla hefði ekki verið að skipta um formannflokksins, heldurfremur að leggja niður formannsembœttið og brjóta upp valdastofnanir flokksins á allan hátt Þriðjudagur 9. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.