Þjóðviljinn - 09.08.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.08.1988, Blaðsíða 6
MINNING Þegar sú gleðilega frétt barst á miðjum vetri 1976, að Ólafi Jó- hanni hefðu verið veitt bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs, náði ég taii af honum og spurði hvernig honum hafi orðið við. Hann hafði verið úti að ganga og hugsa um landhelgis- stríð og var ekki búinn að átta sig. En hann sagði þó strax að hann vonaði, að þessi verðlaunaveiting gæti orðið íslenskum bók- menntum að gagni, að hún kæmi starfsbræðrum sínum til góðs síð- ar í einni eða annarri mynd. Ég þekkti Ólaf Jóhann ekki nógu vel, því miður, en meira en nóg til þess að vita að í þessum hógværu ummælum var hann hreinn og beinn og sannur. Hann var mjög frábitinn mörgum hé- góma og hávaða í nútímanum og ekki síst fjölmiðlaskrumi - þá sjaldan'ég gat fengið hann til að eiga við mig viðtöl fyrir Þjóðvilj- ann, þá var hann síst af öllu að berja bumbur fyrir eigin verkum. Hann gat aðeins um ýmsar raunir sem bíða rithöfundar á vinnu- stofu hans, þegar honum finnst sér ekki vinnast sem skyldi, og bætti við brosandi: „Hörmu- legast er að menn taka alls ekki eftir því sem hefur kostað mest erfiði“. Hann leyfði mér í einu samtali að skoða iítillega leyndar- dóma eins og þann, hvernig sú prýðiiega saga, Bréf séra Böðv- ars, spratt af litlu atviki við Tjörnina sem höfundur varð vitni að. En helst vildi hann tala um þann háska, sem íslensku sjálf- stæði, reisn og menningu stafaði af undanhaldi fyrir því sem hann kallaði glysmenningu, prang- menningu, ofbeldisdýrkun, af þeim flótta sem brast í íslenskt þjóðlið frá einföldu lífi í þann metnað að græða sem skjótast á hverju sem vera skyldi og þá ekki síst á því að hafa her í landi. Einmitt um þessi efni fjallaði hann oft og mikið í ljóðum sínum og skáldsögum. Hann sagði eitt sinn við míg, að margir segðu að hann hataðist við klám og rusta- skap í bókmenntum og teldu hon- um til íhaldssemi. En mér, sagði hann, finnst þetta vottur um rót- tækni, því margt af þessum bókum er nátengt sölumennsku og prangi. Hann vissi vel af nýj- ungum í bókmenntaheiminum en þær voru aldrei hans ær og kýr - hann lét sig það miklu helst varða, hvort bókmenntir væru líklegar til að verða manninum stoð á vegferð hans. Og næm- leika sínum, viðkvæmni, mann- þekkingu, vönduðu málfari, sið- ferðilegu afli sínu beitti hann fyrst og síðast til að skapa einmitt slíkar bókmenntir. Það er einmitt haft fyrir satt um skáld, að þau séu sterkust í niður- rifinu, afhjúpuninni, ádrepunni - og margt ágætt gerði Ólafur Jó- hann í þá veru. Nægir í bili að minna á þá sem bregðast því skásta í sjálfum sér og finna má í því stóra persónusafni sem hann dregur upp í sagnabálkinum stóra - Gangvirkið, Seiður og hélog og Drekar og smáfuglar. En mér segir svo hugur, að þegar menn fara að velta fyrir sér sérstöðu Ólafs Jóhanns meðal rithöfunda sinnar tíðar, þá munu menn ekki síst undrast það, hvílíkum árangri hann náði í því að koma höndum eða réttara sagt orðum yfir hið jákvæða, að hann þreyttist ekki á því að leita fyrir okkur að efnivið í andóf, viðnám, gegn þeim viðsjárverðum og rikjandi straumum í tímanum, sem hafa kíppt fótum undan svo mörgum. Og lofaði okkur þó aldrei þeim þægindum að hann eða aðrir gætu fundið okkur greiðfæra leið út úr okkar vanda, okkar sálar- kreppu. Óg hver var þessi efniviður í andóf? í einföldu lífi, í þeirri al- þýðumenningu sem setur mann- gildi, gæsku og réttlætiskennd ofar auði og frægð - en án hennar hefði ég ekki reynt að skrifa bækur, sagði Ólafur Jóhann í ávarpi sínu þegar hann tók við bókmenntaverðlaunum Norður- landaráðs („Eina ræðan sem ég hefi haldið," sagði hann). Efni- viðurinn var í ómi af þulu. ömmu og rímu afa, í þeim hvftum silfur- þræði sem bræður okkar í skáld- skapnum hafa dregið „í svarta voð lævísrar nætur“. Og hið ein- falda og fagra mannlíf, það var í skáldlegu andófi Ólafs Jóhanns gegn ótíðindum í heiminum með sjálfsögðum og vönduðum hætti samofið náttúrunni sem aflvaka og lífgjafa og siðferðilegum mæl- ikvarða. Hann þreyttist aldrei á að brýna það fyrir okkur að fugl- ar landsins væru sálubótarfuglar, blóm best til sóknar og varnar, að sá sem hætt er kominn í hretum eða dapur mjög skuli styðjast við stráin, þreifa á kletti, þukla á mold. Með þessu móti gaf Ólafur okkur liðveislu sem var dýrmæt og á vonandi eftir að endast okk- ur sem lengst og hafi hann heila þökk fyrir. Arni Bergmann Um sumarkvöld við Álftavatn var lagt í frœkna för; farangurinn drenglund og ilmríkt mál á vör - ekki skorti einbeitni og djörfung. Þótt hjallar reyndust örðugir var sífellt sigið á, sótt upp hœstu klettariðin tindinum að ná; - undir kynti eldur þjóðlegs hugar. Já, tindurinn var klifinn og ekki miklast af, / því auðmýkt göfugs hjartalags snilldin sumum gaf - svo og styrk til verndar veikum bróður. Um sumardag í Reykjavík er lokið frœgðarför, á fögrum bökkum Álftavatns nú drúpir lyng og stör - og kveinstaf þylur huld í Henglafjöllum. Baldur Páímason Við þekktumst í aðeins rúm tvö ár. Ég var að skrifa dálitla menntaskólaritgerð um nokkrar af smásögum hans, og langaði þessvegna að hitta hann. Það var auðfengið. Marskvöldið, þegar við hittumst í fyrsta sinn, líður mér ekki úr minni. Við sátum og spjölluðum um sögurnar fram á nótt, og það var mér mikið ævin- týri. Hann var auðugur maður. Ékki að efnislegum gæðum; fátt var honum fjær skapi en slík auðæfi; heldur að andlegum auði. Og fáir hygg ég, að hafi ver- ið jafn örlátir á að deila auði sín- um með öðrum og hann. „Hann skorti tómlætið," var sagt um Heinrick Böll látinn. Þessi orð hafa komið í huga minn nú, þegar Ólafur Jóhann er dá- inn. Honum stóð ekki á sama um neitt, hann leiddi ekkert hjá sér. í huga hans voru bókmenntirnar og þjóðfélagið tvíeyki, sem ekki varð klofið í sundur. Menn, sem líta svo gagnrýnum augum á um- hverfi sitt, mæta tíðum efa- semdum, jafnvel andspyrnu þeirra, sem geta ekki eða vilja ekki horfast í augu við samtíma sinn. Fáir ungir höfundar hafa í fyrstu þolað jafnranglátar við- tökur gagnrýnenda og Ólafur Jó- hann Sigurðsson. Sögur hans voru sagðar „út í hött“ eða „koma mönnum nauðalítið við“, þegar þær voru fyrst gefnar út í lok fjórða áratugarins og í upp- hafi þess fimmta. Og það er undarleg staðreynd, að jafnstór- brotið listaverk og „Píus páfi yfir- gefur Vatíkanið“, einhver áhrifa- mesta smásaga, sem rituð hefur verið á íslensku, fékkst í fyrstu ekki birt, þar eð hún þótti of dap- urleg, of myrk. Þegar Ólafur Jóhann Sigurðs- sorr fluttist til Reykjavíkur geisaði kreppa í íslensku þjóðfé- Ólafur Jóhann Sigurðsson rithöfundur F. 26. 9.1918-D. 30. 7.1988 lagi. Hann lýsti stundum þeirri sýn, sem þá blasti við honum í höfuðborg Iandsins: atvinnu- Ieysingjum í Verkamanna- skýlinu, krepptum og matar- lausum öldungum í Austurstræti, fátæktinni sem blasti við í hverj- um glugga, þegar gengið var upp Hverfisgötu. Því er ekki að undra, að vonin um að bæta úr bágindum alþýðu manna skyldi verða leiðarstjarnan í ritverkum hans. Hann dró hvergi undan, hann leiddi lesendur sína inn í aumustu kot og þurrabúðir, stillti þeim upp í návígi við örbirgð og atvinnuleysi, og síðast en ekki síst: Hann sýndi þeim niðurlæg- inguna og firringuna, jafnvel brjálsemina, sem slíkt leiðir yfir fólk. Og þótt allar bókmenntir séu mótaðar af samtíma sínum, þá hygg ég, að margar af sögum Ólafs Jóhanns Sigurðssonar hljóti að teljast eilíf varnaðarorð um þær hörmungar, sem eru og verða fylgikonur fátæktar og alls- leysis. Síðar sóttu önnur mein í ís- lensku þjóðfélagi að huga Ólafs Jóhanns. Vörn íslenskrar tungu og menningar gegn innrás er- lendra áhrifa, varð honum hjart- ans mál. Hann talaði stundum um þjóðfrelsissteininn, sem við þyrftum að ýta upp brekkuna; og var oft svartsýnn á að sá steinn kæmist nokkurntíma alla leið upp á brún. Sjálfur gekk hann með reginafli að þessu verki. Fáir menn hafa verið jafnkröfuharðir um meðferð tungunnar, undir- stöðu alls þjóðfrelsis, og hann. Og það hlýtur að vera öllum hollt, sem eitthvað fást við að letra á blað, að ganga í smiðju til hans. Hann kenndi mér margt, ótalmargt, um íslenska tungu, færði mér í hendur sjóð, sem ég fæ aldrei fullþakkaðan honum. Við lifum „á öld hrævarelds og grímu“, sagði hann í einu af síð- ustu ljóðum sínum. Honum féll illa margt í fari samtímans; hann leit á heim okkar sem blekkinga- heim, auglýsingaheim. Sérstak- lega var hann gagnrýninn á fjöl- miðla samtímans. Ég hringdi til hans í síðasta sinn mánudaginn 25. júlí. Erindið var það að biðja hann um dálítið spjall í Þjóðlíf í tilefni af sjötugsafmælinu, sem fór í hönd. Hann beiddist undan, sagðist ekki vera neinn fjölmiðla- maður. Honum var fátt fjær skapi en auglýsa sjálfan sig; og eigin- lega held ég, að honum hafi ekki fundist hann eiga heima í þeim auglýsingaheimi, þeim grímu- heimi, sem við lifum í. Nú er höggvið skarð í raðir Suðurgötufólks, Önnu, Jóni og Ólafi sendi ég dýpstu samúðar- kveðjur. Segja má með nokkrum sanni, að listamenn lifi, meðan verk þeirra lifa. Ég er þess fullviss, að verk Ólafs Jóhanns Sigurðssonar munu lifa lengi, - lengur en flest önnur listaverk. Einar Heimisson Það er mönnum einsog Ólafi Jóhanni sem íslenskar bók- menntir eiga orðstír sinn að þakka. Höfundum með hæfileika til að skapa eftirminnilegan skáldskap úr sínum viðfangsefn- um og þar að auki kraft og áræði til að helga sig allan jafn ójarð- nesku fýrirbæri og bók- menntimar eru. Enda er svo að 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 9. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.