Þjóðviljinn - 09.08.1988, Page 7

Þjóðviljinn - 09.08.1988, Page 7
sjá, þegar litið er yfir verkaskrá Olafs Jóhanns, að hann hafi snemma verið ráðinn í að skrifa hvað sem það kostaði; sextán ára var hann þegar fyrsta bókin kom á markaðinn, og svo fylgdu tvær í viðbót á næstu tveimur árum. Innan við þrítugt hafði hann skrifað ekki færri en níu bækur, og þar á meðal nokkrar sem verða að teljast til merkari bók- menntaverka þessa tímabils: Fjallið og draumurinn, þessi fjögurhundruðsíðna skáldsaga frá 1944; Litbrigði jarðarinnarfrá 1947, sem kannski mætti kalla unglingabók þótt hugtakið væri varla þekkt þá; í það minnsta gæti metnaður höfundarins verið allri greininni fyrirmynd, enda hefur bókin verið þýdd og gefin út víða um heim. f*á er ekki síður ástæða til að minnast á smásagnasöfnin þrjú: Kvistir í altarinu, frá ’42, Teningar í tafli, frá ’45 og Speglar og fiðrildi, frá ’47. I þessum bókum er að finna perlur sem verða að teljast með því besta sem skrifað hefur verið af smá- sögum á íslensku; þar á meðal má nefna sögur sem flestir af minni kynslóð hafa kynnst á leið í gegn- um skólakerfið og gerðu mörgum þá píslargöngu léttbærari, sögur einsog Hengilásinn, um sveita- drenginn sem fer með aleiguna í kaupstaðinn til að kaupa helst allt í veröldinni en kemur út með einn hengilás sem hann hefur ekkert að gera við, eða sagan Reistir pýramídar um það þegar Friðmundur Engiljón, vitrasti smiður í heimi, kemur á bæinn til að smíða nýja hlöðu og nýtt fjós, og kennir sveitapiltinum í leiðinni að skilja dularfyllstu byggingarlist jarðarinnar. Þetta var á einhverjum mestu umbrotatímum íslandssögunnar, tímum hernámsins sem linnti svo ekki þegar stríðinu lauk; árunum þegar endanlegur sigur vannst í fullveldisbaráttunni, sigur sem þó var örlítilli beiskju blandinn vegna þess að ýmsum þótti sem erient stórveldi, og ekki það menningarlegasta, vildi jafn- harðan kaupa það frelsi sem þjóðinni áskotnaðist, og það sem verra var: margir hérlendir virt- ust reiðubúnir að selja allt sem borgað yrði fyrir með dollurum. Þessi barátta, baráttan fyrir varð- veislu sjálfs þjóðernisins, setti mjög mark á skoðanir og verk Ólafs Jóhanns, einsog sjá má af hinum stóra sagnaflokki hans sem hófst með Gangvirkinu, ’55 og lauk svo með Seiður og hélog ’77 og Drekar og smáfuglar ’83. Þótt þetta varnarstríð fyrir varð- veisiu gamalla gilda tæki stund- um á sig þá mynd að verið væri að agnúast út í nútímann sjálfan, og að hrakspár margra góðra höf- unda og menningarvita um örlög þjóðar og tungu rættust ekki, sem betur fer, þá má hinu ekki gleyma að við værum eflaust verr stödd í þeim efnum ef jafn skilvirkir bar- áttumenn og Ólafur Jóhann hefðu ekki gefið þessum málum gaum. Ég get ekki sagt að ég hafi kynnst Ólafi Jóhanni persónu- lega. Við hittumst aðeins einu sinni. Það var í maí fyrir þremur árum, Rithöfundasambandið efndi til samkomu sem kallaðist Dagur ljóðsins, í fyrsta sinn, og daginn fyrir samkomuna upp- götvaðist að það hafði gleymst að póstleggja boðsmiða til nokkurra heiðurs- og mektarmanna, þar á meðal Ólafs Jóhanns. Ég var yngsti maðurinn í stjórninni og var gerður út af örkinni ásamt tveimur álíka grænjöxlum til að fara og afhenda þessa boðsmiða persónulega. Hjá Ólafi Jóhanni við Suðurgötuna fengum við skemmtilegar móttökur: hann var í aðra röndina hinn þverasti, vildi ekki sjá þennan boðsmiða og hafði uppi hæðnisorð um þann hégóma og þá fordild að lesa há- stöfum yfir heilan bíósal einhver ljóð, sem væru í eðli sínu best til þess fallin að njóta í einrúmi. Á hinn bóginn var hann höfðing- legur heim að sækja, bauð okkur bláókunnugum til stofu, reiddi fram kaffi og konfekt og skemmti okkur með sögum lengi kvölds. Ég hef hér aðeins getið um brot af verkum Ólafs Jóhanns, og ég læt einnig öðrum eftir að tíunda viðurkenningar sem hann hlaut, af ýmsu tagi. Ég nefni það eitt að það var Rithöfundasambandi ís- lands til mikils sóma að hafa hann sem heiðursfélaga undanfarin ár. Sem formaður þeirra samtaka, og sem óbreyttur lesandi og að- dáandi verka Ólafs Jóhanns kveð ég hann með söknuði og votta aðstandendum samúð. Einar Kárason Allt of snemma var Ólafur Jó- hann Sigurðsson kallaður frá okkur, ekki sjötugur að aldri. Allt of snemma þurfum við að sjá á bak einum mesta sagnaþul þess- arar aldar og einu fágaðasta ljóð- skáldi okkar tíma. Þegar vinur deyr verður eftir tómarúm sem ekkert getur fyllt því hún er innantóm og röng klif- unin um að maður komi í manns stað. Auðvitað læknar tíminn sárustu sorgina en eftir stendur ófuilt og opið skarð. Þá er fágæt huggun að vita að eftir hafi verið skilinn söngur sem halda mun áfram að hljóma, tónar sem aldrei þurfa að deyja, vita að maður getur sest með bók í hönd og áður en varir er hinn gengni farinn að hvísla af síðum hennar: En því hef ég kveðið þannig á stjarnlausri nóttu hinnar þaulslœgu vélar, að ég er farinn að óttast um fólkið, um drenginn, um blómið á bakka fljótsins sem blöð sín teygir móti eilífu Ijósi, -farinn að spyrja hvort enginn sé óhultur lengur, og um mig læsist geigur við margt í senn. Sögur og ljóð Ólafs Jóhanns Sigurðssonar voru þrungin geig og spegluðu þá opnu kviku sem vinum hans duldist ekki. Dren- gurinn úr Grafningnum, sá sem gekk geiglaus móti dásemdum heimsins í sögunni um hengilás- inn, hafði löngu séð í gegnum blekkingarvefinn og bar þungan kvíða í brjósti. En hann hafði ekki gefist upp. Hann hafði ekki gengið inní ríki feiknstafaguð- anna, ekki selt sálu sína. Von hans og trú á mannkynið höfðu auðvitað orðið fyrir mörgum áföllum en samt lét hann aldrei af að boða það fagnaðarerindi sem honum þótti mannkyni mikilvæg- ast: Úr leggjum, völum og lokasjóði, svifmjúkum punti, seigum rótum, fléttum lyngjurta lesnum á heiði, stöfum dalgeisla skal Dreyrá brúuð. Ólafur Jóhann var af þeirri kynslóð sem svipti þjóðinni frá stöðunum miðalda til hins tækni- vædda nútímalífs. Kynslóð sem væddist bjartsýni þegar hún sigr- aðist á kreppunni miklu en hlaut að missa mikið af vongleði sinni við ógnir styrjaldanna sem á eftir komu. Ótrúlega margir samtíðar- menn hans lokuðu augunum fyrir alvöru tímanna og viku sér undan ábyrgðinni sem því fylgir að vera maður. Ólafur Jóhann reyndi það aldrei. Hann lagði sál sína og heilsu undir í baráttunni gegn feiknstafaguðunum. Með því vann hann sjálfum sér lítið ver- aldlegt gagn, hvað þá heilsufars- legt, en hann skildi við okkur auðugari að máttugum sannleik og dýrmætum áminningum. Skáldsögur hans um breytingar samfélagsins urðu einhver fullkomnasta úttekt sem við höf- um eignast á þeirri veröld sem var, um leið og þær fluttu við- vörun sína. Skáldið Ólafur Jóhann Sig- urðsson var fulltrúi hins agaða og fágaða. Hann reyndi aldrei að beygja hjá vanda heldur tókst á við hann til hinstu stundar af ein- urð, sem er of sjaldgæf. í aganum hélst allt í hendur: Hugsun, myndir og mál. Þetta er auðvelt að sjá í ljóðum hans en blasir líka við ef grannt eru skoðaðar skáld- sögurnar, t.d. sagnabálkurinn mikli um Pál Jónsson. Þar er ekk- ert ódýrt. Skáldið horfist undan- bragðalaust í augu við samtíð sína og engin tilraun er gerð til að milda svipuhöggin. Marga hlýtur að svíða undan en fyrir arftakana verður dýrmætt að eiga þá við- vörun sem skrifuð var á vegginn. Oft er sagt að erfitt sé að vera rithöfundur á íslenska tungu og bera á baki sér hinn magnaða arf sem fornbókmenntir okkar eru. En auðvitað er arfurinn líka til þess fallinn að brýna metnað þeirra sem nú lifa og að hans vegna ætti ekki að vera unnt að leyfa sér að skrifa fátæklega lág- kúru. Skáldskapur Ólafs Jóhanns er skýrt dæmi um árangurinn sem náðst getur sé þessi brýning tekin alvarlega. Pálssagan er saga hinn- ar nýju Sturlungaaldar og Völs- ungasaga svífur þar yfir vötnum. Ljóð hans fela í sér listfenga sam- þættingu arfs og módernisma enda báru þau hróður hans víða. Á einum vettvangi bókmennta þótti mér Ólafur Jóhann ókrýnd- ur konungur. Það var í smásagna- gerð. Þótt smásögur hafi ekki notið þeirrar hylli sem þær eiga skilið undanfarna áratugi hygg ég að sú tíð komi fyrr en varir að menn meti listatök Ólafs Jóhanns á þessari vandasömu grein. Þá munu sögur eins og Hengilásinn, Píus páfi yfirgefur Vatíkanið, Reistir píramídar hljóta viður- kenningu að verðleikum, ekki aðeins vegna boðskapar síns og mannlífslýsinga heldur einnig fyrir listatök skáldsins á efni sínu og einhverju vandmeðfarnasta sagnaformi sem fundið verður. Ólafur Jóhann var ekki lang- skólagenginn maður en hann var sannmenntaður og víðfróður. Samræður við hann voru menntandi því hann dró skarpar myndir, hugsun hans var meitluð og fáguð og ævinlega ræddi hann af hreinskilinni alvöru. Sumum mönnum er lagið að vera mjúkir í tungu. Það var Ólafur ekki. Hann hikaði ekki við að segja til syndanna ef honum þótti það rétt. Og tilsögn hans var þannig að maður hlaut að taka henni. Hún var veitt af alvöru og alúð, mótuð af reynslu og raun. Okkur hættir til að halda í gá- leysi að ávallt komi dagur eftir þennan dag og ýmsu frestum við til morguns. Við fráfall Ólafs Jó- hanns er sárt að hugsa um allt það sem ósagt var, allt það sem ólært var, sárt að hugsa um tómið sem maður tók sér ekki til að fræðast af honum um skáldskap og menn- ingu, spurningarnar sem maður ætlaði alltaf að bera upp en gaf sér ekki tíma til. Þannig glatast því miður alltof margt úr reynslu kynslóðanna þegar lífinu er lifað jafnhratt og nú um stundir. Síð- asta samtali sem ég átti við hann, örfáum dögum fyrir andlát hans, lauk með því að hann kvaðst hugsa gott til að lesa mér kvæði sem hann hefði í smíðum. Af þeim lestri verður ekki fyrr en á víðlendum handan vatnanna miklu. Og nú er of seint að þakka fyrir allar stundirnar hérna megin þeirra vatna. En það er gott að mega geyma þær í hjarta sér. Það er líka gott að vita til að Ólafur Jóhann fékk að kveðja okkur fullur af þeim eldmóði sem hann bjó alla ævi yfir, fullur vonar og trúar á mátt bókmenntanna til góðra verka. Páll Jónsson skrifar í sögu sinni margt um þá góðu konu sem gerðist förunautur hans. Aldrei hef ég efast um að þar hafi höf- undurinn verið að þakka konu sinni, Önnu Jónsdóttur, sam- fylgdina. íslenskir bókmennta- unnendur eiga henni ógoldna skuld fyrir þá einstöku umhyggju sem sem hún sýndi manni sínum. Án eljusemi hennar hefði Ólafur Jóhann ekki getað gefið sig að listsköpun sinni með svipuðum hætti og raun varð á. Að Ónnu er þungur harmur kveðinn en hugs- anlega raunabót að vita að nú líta margir tii hennar með þökk og virðingu. Henni og ástvinum öllum votta ég samúð og flyt þakkir. llcimir Pálsson Gull úr Grafningi (Kveðjustef til Ólafs Jóhanns Sigurðssonar) Þitt skíra mál þögnin svarta grefur aldrei í gleymsku, lœtur það Ijúft og hljómfagurt Ijóð og sögur Ijóma. Þú hefur lagt þjóð af mörkum útvalinn orðaforða, aukið sjóð íslenskrar túngu gulli úr Grafníngi. Helgi Sæmundsson Það er líkt og jörðin bresti undan fótum og maður taki að sökkva þegar góður vinur hverfur skyndilega sjónum þessa heims. Síðdegis laugardaginn 30. júlí lést Ólafur Jóhann Sigurðsson, einn fremsti rithöfundur fslendinga, eftir örstutt dauðastríð. Þjóð hans ætti og að vera brugðið. Kynni okkar Ólafs hófust fyrir ríflega fjórum tugum ára. Enda þótt hann væri litlu eldri, var hann þegar þjóðkunnur og þroskaður höfundur, en ég eins og hver önnur óráðin spíra. Þetta var á þeim árum er hildarleiknum mikla, heimsstyrjöldinni síðari, var nýlokið, sjálfstæði íslands staðfest á Þingvelli og draumur- inn „um fegra líf og sáttgjarnari hendur“ eins og skáldbróðir Ólafs, Jón Óskar, kvað gagntók hug okkar og hjarta. Þetta var á þeim árum er sú von var undir- eins vindi skekin af köldu stríði og Keflavíkursamningi, Natóað- ild og varanlegri hersetu. Þetta voru miklir umbrotatímar í list- um og hugmyndafræðum og oft erfitt að halda áttum í því mikla moldviðri sem upp var þyrlað. Þá var gott að leita leiðsagnar reyndari og vitrari manna. Einn þeirra var vinur minn Ólafur Jó- hann. Hann hvatti mig að kanna framar öllu hið sígilda í verkum horfinna kynslóða, ganga hefð- bundinn skólaveg, læra, eins og það var áður kallað og þótti ekki fi'nt um þetta leyti. Að vísu blundaði sú tilhneiging í mér sjálfum, en hvatning Ölafs styrkti mig í þeirri vissu að án þess að undirstaðan sé traust verði virkið sem á henni er reist brostfeldugt. í þeim hvatningarorðum lá líka trú á hæfileikum ungs listamanns sem á mótunarárum skipti miklu máli. Umræða um lífið og tilver- una, stjórnmál og vísindi, já og hinstu rök fylgdi í kjölfarið og efldi og skerpti lífssýn mína. Ekki var síður mikilvægt að leita í smiðju til Ólafs þegar ég á náms- árum mínum tók að reyna að koma saman ritsmíðum um sjón- menntir. Þar var sorað tungutak barið miskunnarlaust í hreinsun- areldi hinnar skýlausu kröfu um klára framsetningu og vandað málfar. Til frekari áréttingar fylgdu góð ráð: lestu að staðaldri íslendingasögur, kviður Hómers í þýðingu Sveinbjarnar Egils- sonar og Þjóðsögur Jóns Árna- sonar, ráð sem ég fylgdi umsvifa- laust, ráð sem ég er Ólafi ævin- lega þakklátur fyrir, ráð sem margur mætti þiggja enn þann dag í dag. Hæst ber þó í mínum huga framlag Ólafs Jóhanns til ís- lenskra bókmennta. Hann var ekki einungis meistari orðsins, hins tæra stíls, sem einna helst minnti á íslenskt fjallaloft, heldur bar hann skuggsjá orða sinna að margslungnum mannlífsheimi hins hveriandi bændasamfélags, heimi fornra dyggða og festu er hann saknaði svo mjög, í and- stöðu við bæjarsamfélag í mótun, þar sem nýfluttir bláeygir sveita- menn voru að hasla sér völl og átta sig á ókunnu umhverfi. Hann mátti gerst um það vita sjálfur því hann var einn af þeim. Ólafur Jó- hann bar reyndar með sér bestu einkenni íslensks bónda. Hann var hæglátur í fasi, seintekinn, orðheldinn, raungóður, sagna- maður góður og glettinn þegar sá gállinn var á honum. Umfram allt var hann sjálfum sér trúr og köllun sinni til hinstu stundar. Ólafur var einn hinn mesti dreng- skaparmaður sem ég hefi kynnst og á vináttu okkar bar aldrei skugga. Önnu Jónsdóttur, tryggum för- unaut, Jóni og Ólafi yngra, góð- um sonum og frændliði öllu votta ég mína dýpstu samúð. Hörður Agústsson Þriðjudagur 9. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.