Þjóðviljinn - 09.08.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.08.1988, Blaðsíða 8
MINNING FLÖAMARKAÐURINN Tröppur yfir girðingar til sölu. Uppl. I síma 91-40379. Ford Escort GL 1300 Fallegur, vel útlítandi Ford Escort GL 1300 árg.’83 til sölu. Ekinn 52.000 km. Ný sumardekk og ágæt nýleg vetrardekk fylgja. Útvarp. Bíll ítoppstandi. Verðtilboö. Upplýsing- ar í síma 681310 eða 681331 á daginn. Húsnæði óskast Ung og reglusöm snyrtileg og reyk- laus hjón með 2 börn, 8 og 11 ára, óska eftir að taka á leigu 4-5 her- bergja íbúð frá 1. okt. n.k. Upplýs- ingar í síma 16249 á kvöldin og 11640 á daginn. Margrét. Ritvél óskast Óskum eftir að kaupa góða en ódýra rafmagnsritvél. Hringið í síma 681310 eða 681331 á daginn. Óska eftir fólksbílakerru á góðu verði. Upplýsingar í síma 71232. Til sölu 4 sumardekk á felgum undir Tra- bant. Upplýsingar í síma 18648. Hraðsuðuketill Óskum eftir að fá nothæfan hrað- suðuketil gefins eða mjög ódýrt. Upplýsingar í síma 681331 eða 681310. Viltu fara til Spánar (Barcelona)? Ég er með húsnæði í Barcelona í skiptum fyrir húsnæði á íslandi eða upp í leigu. Má vera hjá fjölskyldu- fólki. Heppilegt fyrir fólk sem vill læra spænsku. Ég heiti Jordi og er að læra jarðfræði við Háskóla Is- lands. Get kennt spænsku ef fólk vill. Upplýsingar í síma 625308 eftir kl. 21.00. Dýravinir athugið! Fallegur og vel vaninn kettlingur fæst gefins. Algjört skilyrði að kett- lingurinn fari á gott heimili þar sem hugsað verður vel um hann. Upp- lýsingar í síma 83119. Kettlingar gefins Mjúkir, elskulegir 8 vikna kettlingar fást gefins. Sími 21903 eftir kl. 17.00. Uppþvottavél til sölu Nýyfirfarin uppþvottavél til sölu. Verð kr. 10.000. Hornsófi óskast á sama stað. Upplýsingar í sima 28321. Til sölu 2 sæta svefnsófi til sölu. Upplýsing- ar í síma 42787 eftir kl. 18.00. Dúkkuvagn Óska eftir vel með förnum dúkku- vagni handa 6 ára stelpu. Upplýs- ingar í síma 672143 eftir kl. 19.00. Borðstofuborð og 10 gíra reiðhjól Til sölu stórt, antik borðstofuborð og mjög vel með farið 10 gíra DBS kvenreiðhjól. Upplýsingar í síma 20292. Tak eftir Ef þú átt í fórum þínum gamlan vin sendibifreið sem þú vilt endilega losna við hið fyrsta fyrir lítið sem ekkert þá hafið samband. Bifreiðin má vera vélarlaus. Ég bíð við símann sem hefur númerið 672378. Sigurbjörn. Tanzaníukaffi Gefist áskrifendur að Tanzaníukaff- inu í síma 621309 þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13-22. Askrif- endur geta sótt kaffið á sama tíma. Fataskápur óskast til kaups á sanngjörnu verði. Hring- ið í síma 22507. Nýlegt leðursófasett 3+1+1 til sölu á kr. 50.000. Upp- lýsingar í síma 15467 eftir kl. 18.00. Þarf að losa mig við 2 klósett og vask á fæti. Hvort- tveggja notað. Upplýsingar í síma 40580. Til sölu neðri skápar úr eldhúsinnréttingu, vaskur og blöndunartæki. Verða ca. 10.000. Upplýsingar í síma 18138. Subaru sæti vantar í '80 árgerð af Subaru stati- on. Ökumannssæti úr '80-’83 ár- gerðum ætti að passa. Upplýsingar í síma 621309. Til sölu er þvottavél, frystikista og ónotuð útihurð. Upplýsingar í síma 15989. Tll sölu vegna flutninga mjög fallegt ítalskt borðstofuborð og stólar. Einnig nokkur málverk og fleiri listaverk. Upplýsingar í síma 29105. Gólfteppi til sölu Ljóst gólfteppi til sölu. Upplýsingar í síma 30052. íbúð óskast 1 -2 herbergja íbúð sem leigist ódýrt óskast sem fyrst í 6 mánuði. Örugg- um mánaðargreiðslum og góðri umgengni heitið. Upplýsingar gefur Ingibjörg í síma 687122. Ódýr Skoda-vél til sölu Vil selja vél í góðu lagi í Skoda 120 árgerð '82, keyrð 40.000 km. Vil einnig selja ýmsa aðra hluti í sama bíl s.s. bretti, hurðir, sæti, húdd, rúður, dekk á felgum og fleira. Upp- lýsingar í síma 91-43452 eftir kl. 17.00. Froskbúningur til sölu. Upplýsingar í síma 29892. fbúð óskast Kennari og fóstra óska eftir 2-3 her- bergja íbúð helst miðsvæðis í Reykjavík. Greiðslugeta 30.000 á mánuði. Algjör reglusemi. Upplýs- ingar í síma 29892 á kvöldin. Amstrad tölva Lítið notuð Amstrad tölva PC 1512 með litaskjá til sölu. Upplýsingar í síma 13527. Bíll á vergangi - bíll óskast Óska eftir að kaupa notaðan bíl skoðaðan eða í skoðunarástandi. Staðgreitt eða tvískiptar greiðslur. Verðhugmynd: Hleypur á einhverj- um þúsundum. Sími 13846. Ný hljómflutnings- tækjasamstæða TCK 2344 tvöfalt segulband, útvarp og plötu- spilari. Upplýsingar í síma 38587. Herbergi með eldunaraðstöðu Róleg, eldri kona óskar eftir her- bergi með eldunaraðstöðu til leigu. Upplýsingar í síma 18281. Skrlfborð Dökkt, vel með farið skrifborð fæst fyrir lítið. Sími 17102. Auglýsið í Þjóðviljanum ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI Ritari óskast á bókasafn frá 1. september 1988. Ensku- og vélritunarkunnátta áskilin. Upplýsingar gefa bókaveröir í síma 196001264 frá kl. 8- 16. Þér guðir sem ráðið brunnum og geislum: megi líf mitt líkjast þessu niðandi regni, tœru og svölu, þessum smáu dropum sem brynna vorfrjóum dal og laufkvikum hlíðum, falla á tún bóndans, vœta bert andlit örœfalands og glitra um stund í hári lítilla barna. Þegar Ólafur Jóhann Sigurðs- son er kvaddur fyrir aldur fram finnst manni hálfvegis eins og heilt tímabil sé liðið undir lok, heil kynslóð sé kvödd. Það féll í hans hlut öðrum fremur að færa annál síðustu áratuga; ekkert skáld hefur túlkað skýrar lífs- vanda þess fólks sem er vaxið upp í gamla bændasamfélaginu og komið til manndómsára þegar sú holskefla reið yfir sem gerbreytti ásýnd þjóðfélagsins á örfáum árum. Sýn Ólafs á íslenskt þjóðfélag eftirstríðsáranna ein- kennist af mikilli bölsýni. Því fór þó fjarri að hann sæi sveitalíf uppvaxtarára sinna í neinum rómantískum hillingum. Til þess var honum hin harða lífsbarátta og misrétti í of fersku minni. Hann boðaði ekki afturhvarf til gamalla lífshátta þótt honum hugnaðist ekki það siðferðilega rótleysi sem þessar breytingar höfðu í för með sér. Fulltrúar gamla tímans í sögum hans eru engar einhliða málpípur höfund- ar, engarsögu-hetjur, heldurein- att hálfbrjóstumkennanlegir eins og séra Böðvar í þeirri snjöllu sögu sem við hann er kennd og Páll Jónsson blaðamaður í Gang- virkissögunum. Þær sögur hljóta að teljast metnaðarfyllsta verk Ólafs Jóhanns. Ekkert annað verk í íslenskum bókmenntum setur sér það markmið að komast til botns í þjóðfélagsþróun síð- ustu áratuga, einhverjum afdrif- aríkustu tímum sem gengið hafa yfir þessa þjóð. Jafnframt verður þetta stóra verk til þess að tengja bækur Ólafs í samfelldari og skiljanlegri heild, jafnt sveitasög- urnar og Ijóðin sem Hreiðrið og bölsýnar þéttbýlissögur. Auðvit- að hafa verk Ólafs víðari skír- skotun, fjalla jafnhliða um vanda mannsins í heiminum, Páls Jóns- sonar í veröldinni, á viðsjárverð- um tímum, „öld hrævarelds og grímu“. í vitund Ólafs Jóhanns var skáldskapariðjan framlag í þjón- ustu lífsins, eins og tilvitnunin hér að ofan er glöggt dæmi um. Þessi ábyrgðartilfinning birtist ekki síst í vönduðum og nostursamlegum vinnubrögðum. Mér eru minnis- stæð handritin sem hann sendi frá sér til prentunar, þar sem allt var þaulunnið í minnstu smáatriðum og ekki stafkrók breytt upp frá því. Allt vélritað aftur og aftur á gömlu ferðaritvélina sem var orð- in lúin af áralöngum barningi’. Við hana sat hann eftir því sem heilsan leyfði. Skáldæðin var síður en svo þorrin þrátt fyrir margar sjúkdómslegur á síðustu árum. Ólafur var með nýja sögu í takinu og samtímis að leggja síð- ustu hönd á nýja ljóðabók, átti eftir að fullvinna tvö ljóð; fýrr skyldi hún ekki frá honum fara. Fyrir nokkrum mánuðum sendi hann mér í bréfi nokkur þessara ljóða og mér er til efs að hann hafi nokkurn tíma ort jafnVel og þessi síðustu misseri. Ólafur Jóhann Sigurðsson var einlægur vinur vina sinna. Svo- lítið tortrygginn á ytra borði eins og oft vill verða um menn sem sitja svo löngum stundum ein- angraðir við vinnu sína. En undir þeirri skel var mjög grunnt á þá þætti sem voru ríkastir í fari hans, mannúð, velvild og smáglettni og djúpan mannskilning. Um þessa eðliskosti þarf ekki að fjölyrða, svo ljóslifandi sem þeir birtast í öllum skáldskap hans. Lífsverk Ólafs Jóhanns Sig- urðssonar var orðið mikið og gott, en sjálfur þóttist hann eiga margt ógert og fann að tíminn var naumur. Hönd þín er þreytt og önd þín ekki síður. Endalaus þögnin kann við fáu svör. Þér finnst sem tifið segi: Tíminn líður! Tak pennann, karl minn! Senn mun Ijúka för! Ólafur fann að hann hafði skamman tíma til stefnu. Ekkert hefði verið honum þungbærara en að geta ekki skrifað lengur. Afstaða hans til dauðans í sfðustu ljóðunum einkenndist af æðru- leysi og sátt. Ekki verður Óiafs Jóhanns minnst svo að nafn Önnu komi ekki upp í hugann, svo nátengd eru þau í vitund þeirra sem þeim hafa kynnst. Samhentari hjón hef ég varla þekkt, og það var Anna sem bjó honum þau skilyrði að geta helgað tíma sinn skáld- skapnum í þeim mæli sem raun bar vitni. Til hennar leitar hugur okkar í dag í samúð og þökk. Þorleifur Hauksson Þegar skáld deyja og fiðla þeirra hljóðnar verður líf okkar sem eftir sitjum fátækara, undra- veröld mannsandans hefur smækkað. Aðrir deyja og lífið heldur sinn gang: Ungir bændur taka við að yrkja jörðina; sjó- menn ráðast í auð rúm og verka- fólk er ráðið í laus störf. Þótt ein- staklinga sé sárt saknað, þá kem- ur maður í manns stað. En það kemur ekkert annað skáld í stað þess sem kveður. Það yrkir ekkert nýtt skáld óortu ljóð- in þess látna, og hálfunnin skáld- saga verður ekki kláruð af öðr- um. Við hættum að bíða í eftir- væntingu eftir nýju verki, því við vitum að það verður aldrei skrif- að. Með skáldi kveðjum við ekki aðeins einstakling heldur ákveð- inn heim sem við vorum þátttak- endur í. Andlegt ríkidæmi þjóðarinnar er fátækara. Ólafur Jóhann Sigurðsson er allur. Skáld hins lygna Álfta- vatns, lyngása og brokmýra og nýgræðings í vorkaidri jörð, hef- ur lagt frá sér pennann fyrir fullt og allt. Þessi undursamlega næmni á litbrigði hrjóstrugrar jarðar, á ævintýrið og veruleik- ann og mannlegan hjartslátt, sem er allstaðar til staðar, er einstök í íslenskum skáldskap. Þótt Ólafur Jóhann hafi aldrei verið tekinn í tölu þjóðskálda, þá var þjóðin, örlög og hennar og saga sífellt viðfangsefni hans. Vonlaus barátta heiðarbúans við náttúruöfl og fátækt, krepp- an, rótleysið á mölinni og smán hinnar svívirtu og sviknu þjóðar ganga í gegnum skáldskap hans eins og rauður þráður. Allt þetta hjúpaði hann lýrískum undravef íslenskrar náttúru. Hjá þjóðinni sló hans hjarta, þar fann hann til, hér tók hann afstöðu. Ólafur Jóhann var jafnvígur á skáldsögur, smásögur og ljóða- gerð. Á seinni árum varð ljóðið, sem farvegur ljóðrænnar tjáning- ar og innileiks fyrirferðarmeira í skáldskap hans. Sumir sakna þess að Ólafur Jóhann skyldi ekki tak- ast meira á við snarpar og hrika- legar andstæður, en sennilega hefur hin ljóðræna fiðla verið of viðkvæm, vefjaþræðirnir of fínir til að takast á við grófleik og hrotta stríðandi tíma. Ég kynntist manninum Ólafi Jóhanni ekki fyrr en alllöngu eftir að ég hafði þekkt skáldið Ólaf Jóhann. Þá hafði hann í smíðum skáldsöguna Seið og hélog og ljóðabókin Virki og vötn lét hann aldrei í friði, eins og hann sagði mér. Um langan tíma hafði ekki komið skáldsaga frá hendi Ólafs og biðu lesendur hans fullir eftir- væntingar eftir þessari nýju skáldsögu. Útkoma hennar var stórviðburður á íslenska bóka- markaðnum. Þá var og skollinn á heimur auglýsingaprjáls og fjöl- miðlar vöktuðu hvert fótspor. Þeir tímar, þegar jákvæð um- sögn Kristins E. dugði til að selja bók voru liðnir. Það var Ólafi heitnum ekki auðvelt að laga sig að þessum breyttu aðstæðum, en útgerðin, eins og hann kallaði það, tókst vel, móttökurnar voru prýðilegar. ‘í framhaldi af þessu árang- ursríka samstarfi var ákveðið að gefa út heildarútgáfu af verkum hans. Á þessum árum áttum við sam- an marga samræðustund þar sem spjallað var um stjórnmál, útgáf- umál, skáldskap og annað sem á fjörur okkar rak. Einu sinni spurði ég hann, hvert verka sinna honum væri kærast. Hann hikaði en svaraði síðan eftir nokkra þögn. „Hreiðr- ið - það stendur mér næst“. Það mun þó vera „Bréf séra Böðvars" sem er hans þekktasta verk inn- anlands sem utan. Ólafur Jóhann var sósíalisti að lífskoðun sem ásamt því vega- nesti sem kreppan og sérstakar aðstæður heimsmála gaf ungum mönnum mótaði afstöðu og lífs- viðhorf hans. Sigurganga nasismans í Þýska- landi hlaut að kalla á menningar- legt endurmat allra hugsandi manna. Háskinn og hyldýpið voru of nálæg til að hægt væri að komast hjá því að taka afstöðu. Þær vonir sem bundnar voru við hin ungu Ráðstjórnarríki, sem í senn var eina tilraunin til að gera að raunveruleika síungan draum mannkyns um stéttlaust alþýðu- ríki og harðasta andstaðan við Hitlers- Þýskaland hlaut að fylkja mönnum saman til nvrrar Jifls- skipunar. Hann var félagi í Félagi bylt- ingarsinnaðra rithöfunda og einn af höfundum Rauðra penna. Ekki er mér kunnugt um hvort Ólafur Jóhann sat stofnfund Máls og menningar þann 17. júní 1937, en hann gerðist örugglega félagi þar það sama ár og í félagsráði var hann til æviloka. All frá því að „Fjallið og draumurinn" kom út árið 1944 hafa öll hans helstu verk að frá- töldum tveimur ljóðabókum komið út hjá Máli og menningu. Fyrir hönd Máls og menningar vil ég hér að ieiðarlokum þakka Ólafi Jóhanni fyrir samfylgdina, tryggð hans við félagið og frjótt samstarf í hálfan fimmta áratug. Sjálfur þakka ég honum og konu hans Önnu Jónsdóttur ein- læga og góða vináttu og mjög ánægjuleg kynni. Aðstandendum öllum votta ég innilega samúð mína. Þröstur Ólafsson 8 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 9. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.