Þjóðviljinn - 09.08.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.08.1988, Blaðsíða 9
Blkarkeppnl kvenna, undanúrsllt: kl. 20.00 Stjarnan-ÍA kl. 20.00 Valur-KR 3.d.A ki. 20.00 Grindavík-Njarðvík 4.d.A kl. 20.00 Augnablik-Ægir 4.d.B kl. 20.00 Hveragerði-Fyrirtak 4.d.B kl. 20.00Ármann-Skallagrímur 4.d.B kl. 20.00 Hvatberar-Vík. Ól. Markvörður Búlgara ver hér vítaspyrnu Péturs Ormslevs og eins og sjá má þá er hann búinn að hreyfa sig frá marklínunni þegar Pétur skýtur. A innfelldu myndunum má sjá þegar brotið er á Sigurði Grét- Fótbolti arssyni og þegar Valov ver, en efst til vinstri sést knötturinn stefna ( markhorn Búlgara og annað mark landans staðreynd. Léttleikandi landsliðið lak niður í lokin íslendingar komust Í2-0 en töpuðu samt, 2-3. Pétur Ormslev skoraði bœði mörkin en misnotaði síðan vítaspyrnu. Sigurmark Búlgara á síðustu mínútunni Það er alveg ótrúlegt hvað íslenska landsliðið á erfitt með að halda fullri einbeitingu í 90 mínútur. Liðið lék oft stórskemmtilega knatt- spyrnu gegn Búlgörum á sunnudag og komst í tveggja marka forystu, 2-0, eftir aðeins 17 mínútna leik, en augnabliks einbeitingarleysi gerði útslagið og Búlgarir sigruðu 2-3. Þá fengu íslendingar mörg ágæt marktækifæri sem fóru forgörðum, þar á meðal vítaspyrnu. ísienskir vallargestir vita að þetta er ekki fyrsta vítaspyrnan í landsleik sem misnotast, og þeir vita einnig að þetta er ekki í fyrsta skipti sem úrslit ieiksins ráðast á síðustu mínútunum. Hins vegar er þetta örugglega í fyrsta skipti i óralangan tíma að íslendingar ná forystu 2-0 í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleikur var mjög skemmtilegur og fengu áhorfend- ur talsvert fyrir aurana sína. Lið- in reyndu bæði að leika léttan fót- bolta og tókst bærilega upp. Strax á 7. mínútu náðu íslendingar for- ystunni en þá fengu þeir auka- spyrnu utan vítateigs Búlgara. Ragnar Margeirsson skaut föstu skoti á markið, Illia Valov hélt ekki boltanum og Pétur fylgdi vel á eftir og lagði knöttinn í hornið. Leikurinn var áfram opinn og skemmtilegur eftir markið og bættu íslendingar öðru marki við eftir aðeins tíu mínútur. Aftur skoraði Pétur, að vísu með að- stoð eins Búlgarans, en markið var stórglæsilegt. Aukaspyrna var dæmd á Búlgari vinstra megin við vítateig þeirra og bjuggust flestir við fyrirgjöf frá Pétri. Hann skaut hins vegar mjög föstu skoti í átt að markinu, boltinn skall í höfuð eins leikmanna Búlgara, og í markhornið fjær. Óverjandi, og sannarlega óvænt- ur glaðningur í nepjunni í stúk- unni. íslendingar bakka Eftir annað markið komust gestirnir meira inn í leikinn og bökkuðu íslendingar of mikið í kjölfarið. Sjálfsagt hafa margir ætlað íslenskan sigur í höfn en sú von varð að engu á 36. mínútu þegar Búlgarir náðu að minnka muninn. Þá fengu þeir auka- spyrnu rétt utan vítateigs íslend- inga, vinstra megin við miðju. Iordanov tók spyrnuna og lyfti knettinum yfir varnarvegginn, efst í nærhornið a la Maradona. Sérlega vel framkvæmt og mér er það til efs að Friðrik hefði getað varið þessa spyrnu. Á síðustu mínútu hálfleiksins munaði litlu að Pétri tækist að skora sitt þriðja mark er hann komst einn inn fyrir vörn Búlgara. Pétur gaf sér nóg- an tíma, Valov renndi sér til vinstri og Pétur skaut því til hægri, en Valov náði að verja með fætinum. Síðari hálfleikur var alls ekki eins skemmtilegur á að horfa og sá fyrri. Hafði vindur nú aukist til muna og erfiðara að halda bolt- anum en áður. íslendingar voru ekki eins sprækir og í fyrri hálf- leik og vakti athygli að Ragnari Margeirssyni var skipt útaf fyrir Halldór Áskelsson en Ragnar og Sigurður Grétarsson höfðu náð ágætlega saman fyrr í leiknum. Það var því ekki gegn gangi leiksins að Búlgörum tókst að jafna á 65. mínútu. Þá misstu ís- lendingar knöttinn á miðjum vallarhelmingi sínum, Mladenov lék á nokkra íslendinga og lét skot ríða af á vítateig - óverjandi fyrir Friðrik markvörð og boltinn festist í netinu. Víti í súginn Skömmu síðar fengu íslend- ingar kjörið tækifæri til að ná for- ystu á nýjan leik er þeir fengu vítaspyrnu. Halldór Áskelsson gaf þá skemmtilega sendingu á Sigurð Grétarsson sem var kom- inn í gott færi er honum var brugðið. Pétur Ormslev fékk því færi á að skora „hat-trick" en honum brást bogalistin og Valov varði. Að vísu var Valov löngu búinn að hreyfa sig frá marklín- unni þegar Pétur skaut en slíkt er alveg bannað í knattspyrnu. Aðeins mínútu fyrir leikslok munaði litlu að íslendingum tæk- ist að komast yfir þegar mikil þvaga myndaðist fyrir framan búlgarska markið. Búlgarir náðu að hreinsa frá og uppskáru mark í næstu sókn. Alexandronov, sem hafði komið inná sem varamað- ur, fékk þá háa sendingu fyrir markið og skallaði knöttinn efst í markið, yfir Friðrik sem hefði jafnvel átt að verja. Ömurlegur endir á ágætum landsleik enda voru áhorfendur mjög fúlir yfir úrslitunum. Eins og áður sagði þá léku ís- lendingar oft mjög vel í þessum leik. Fyrri hálfleikur var mjög skemmtilegur með marktækifæri á báða bóga en liðin slökuðu að- eins á í síðari hálfleik. Pétur Ormslev hefði með örlítilli heppni getað skorað fjögur mörk en varla verður við hann sakast því kappinn átti hreint ágætan leik. Þá var Sigurður Grétarsson mjög frískur í framlínunni og vörnin var^sterk mest allan leikinn. Sigurður Jónsson lék oft ágætlega á miðjunni en var engu að síður skipt út af fyrir Pétur Arnþórsson. -þóm Golf Sigurður beshir Nýbakaður íslandsmeistari í golfi, Sigurður Sigurðsson, sigr- aði í Coca Cola mótinu sem hald- ið var á Hólmsvelli við Leiru um helgina. Hann lék 72 holur á 306 höggum en Hilmar Björgvinsson, GS, varð annar á 309 höggum og Sveinn Sigurbergsson, GK, þriðji á 310 höggum. í kvennaflokki sigraði Karen Sævarsdóttir, GS, á 341 höggi, Steinunn Sæmundsdóttir, GR, varð önnur á 344 höggum og Alda Sigurðardóttir þriðja á 354 höggum. Ulfar Jónsson, fyrrum íslands- meistari, var ekki með á mótinu en hann tók um helgina þátt í Sviss Open. Hann stóð sig frá- bærlega á mótinu og hafnaði í 2.- 4. sæti eftir að hafa haft forystu um hríð. Úlfar lék á 298 höggum en sigurvegarinn, heimamaður- inn Borset, lék á tveimur högguir betur, eða 296 höggum. Þriðjudagur 9. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.