Þjóðviljinn - 09.08.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 09.08.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRETTIR íranllrak Vopnahlé 20. águst! Perez de Cuellar lœturþað boð útganga að íranir og írakarskuli hætta hernaðaraðgerðum ílofti, láði og legi klukkanþrjú eftir miðnœtti20. ásúst Írönum og Irökum ber að hætta ölluin vopnaviðskiptum á slaginu klukkan þrjú aðfaranótt 20. ágúst 1988. Þetta tilkynnti að- alritari Sameinuðu þjóðanna, Ja- vier Perez de Cuellar, í New York í gærkveldi. Hann skýrði enn- fremur frá því að hann hygðist bjóða leiðtogum írana og Iraka að senda fulltrúa sína til Genfar og hefja þar samningaviðræður „augliti til auglitis". Fyrsti fund- urinn færi fram þann 25. ágúst og myndi hann sjálfur stýra viðræð- unum. „Ég beini nú orðum mínum til forystumanna íslamska lýðveld- isins írans og lýðveldisins íraks að virða í einu og öllu vopnahlé og láta af hverskyns hernaðarað- gerðum í lofti, láði og legi þegar klukkan verður þrjú þann 20. ág- úst 1988," sagði aðalritarinn á fundi með fréttamönnum í gær. 'ÖRFRÉT^IRi,,^™ Neyðarástandi var lýst yfir í Súdan í gær vegna flóða í höfuöborginni Khartoum og víðar í kjölfar gífurlegra rign- inga á fimmtudag og föstudag. Talið er að ein miljón manna hafi misst heimili sín í höfuðborginni, mestmegnis fátæklingar sem bjuggu í hreysaþyrpingum út- hverfanna. Fjölmargir hafa látið lífið en stjómvöld vilja ekki segja hve margir. Neyðarástandið á að vara í sex mánuði hið minnsta. George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna var sýnt banatilræði í La Paz, höf- uðborg Bólivíu, ígær. Engan sak- aði. Shultz var í bifreið sinni á leið til fundar við gestgjafa sína þegar fjarstýrð sprengja sprakk aftar- lega í bílalest hans. Þrjár límú- sínur skemmdust óverulega, þar á meðal ökutækið er f lutti Helenu Shultz, eiginkonu utanríkis- ráðherrans. Síðar í gær lýsti áður óþekktur stjórnmálahópur til- ræðinu á hendursér, „Sveit Sím- onar Bólivars." Enginn virðist vita haus né sporð á þeim félags- skap, hvorki í Bólivíu né utan. Fjendurnir í sunnanverðri Afríku, Angólu, Namibíu og Suður-Afríku, féllust í gær á að slíðra sverðin klukkan 15 næstkomandi mánudag. Því- næst hefjist viðræður í Genf af enn meiri krafti en fyrr. Það voru fulltrúar Angólu, Suður-Afríku og Kúbu sem greindu frá þessu í gær. Þeir sögöust einnig hafa ákveðið að veita Sameinuðu þjóðunum langþráða heimild til þess að hefja undirbúning sjálf- stæðisyfirlýsingar Namibíu þann fyrsta nóvember næstkomandi. Aldursforseti heimsins er kúbönsk heiðurs- kona, frú Luisa Heredia Ruano, en hún verður 117 ára gömul þann 25. þessamánaðar. Þessar upplýsingar var að fá í kúbanska dagblaðinu „Trabajadores" í gær. Frú Ruano fæddist sem sagt árið 1871! Hún er dóttir þel- dökkrar ambáttar og átti sjálf eina dóttur barna. Afkomendur henn- ar eru nú 42 talsins. í heims- metabók Guinnes er frönsk kyn- systir frú Ruano sögð elst allra mannskepna. En frú Calment, sem býr í Arles, fæddist þann 21. febrúar árið 1875. Hún er með öðrum orðum „ekki nema" 113 ára gömul. Viðstaddir risu úr sætum og fögnuðu ákaflega. „Styrjaldaraðilar hafa full- vissað mig um að þeir muni virða þetta vopnahlé og fara eftir því með hliðsjón af ályktun númer 598," bætti hann við og vísaði til ályktunar Öryggisráðsins frá því í fyrra um tafarlaust hlé á bar- dögum. „Ríkisstjórnir íslamska lýðveldisins írans og lýðveldisins fraks hafa ennfremur fallist á að fulltrúar Sameinuðu þjóðanna ákveði hvaða dag og klukkan hvað vopnahléð hefjist." Undanfarnar tvær vikur hefur de Cuellar lagt nótt við dag í friðarviðleytni sinni og hefur átt tíða fundi með fulltrúum beggja í New York, utanríkisráðherrun- um Ali Akbar Velajatí frá íran og Tareq Aziz frá írak. Og loksins er útlit fyrir að honum hafi tekist að bera klæði á vopnin. Umliðna daga höfðu viðræð- urnar í New York einkum snúist um það hvort friðarviðræður valdsherranna í Bagdað og Te- heran ættu að fara fram „augliti til auglitis" eða hvort fulltrúar Sameinuðu þjóðanna ættu að ganga á milli með tilboð. írakar kröfðust „beinna viðræðna" fyrir vopnahlé en íranir sögðu þá kröfu fjenda sinna vera „gersam- lega óviðunandi vífilengjur." Á laugardaginn dró Saddam Hussein, hæstráðandi í Bagdað, nokkuð í land. Sagði til greina koma að fresta „beinum við- ræðum" þangað til eftir að sverð væru slíðruð svo fremi íranir settu fram tryggingar fyrir því að þeir mættu þeim síðar „augliti til auglitis." Daginn eftir gáfu íranir eftir; til greina kæmi að funda með erkifjandanum „Satan" einsog ajatollah Khomeini nefnir Hussein jafnan í ræðu og riti. Reuter/-ks. Javier Perez de Cuellar hefur unnið baki brotnu að því að íranir og írakar fallist á ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna númer 598 um frið. Nú hefur hann uppskorið árangur erfiðis síns. / gær var: 8.8. 500 i • Madame Sheli: „Heppilegtfyrir rómantíska ást" Þótt það sé alkunna að mánu- dagar eru til mæðu þá létu vesturþýsk kærustupör það ekki aftra sér frá því að ganga í það heilaga í gær, þann áttunda átt- unda '88. Þúsundir frímerkjas- afnara ruddust inná pósthús í smábæ einum til þess að verða sér úti um stimpilinn 8888, þeir al- hörðustu fengu 88888. Um gervallt Vestur-Þýskaland flykktust hjátrúarfullir elskendur inná vígsluskrifstofur og létu pússa sig saman. Sú saga hafði nefnilega komist á kreik að 8888 væri til ótvíræðrar hjónabands- sælu og gerði happatalan sú mun betur en að vega bara upp á móti mánudagsmæðunni. Vegna ofannefndrar mæðu mánudaganna hefur hann óorð á sér í hópi hjónaleysa. Fyrir vikið eiga vesturþýskir vígslumenn ein- att náðuga daga á mánudögum, náðuga mæðudaga. En gærdag- urinn var ekki náðugur heldur réttnefndur mæðudagur. Fyrir vígslumenn. Þeir urðu nefnilega að vinna til miðnættis í gær og öll leyfi sem hefjast áttu þann áttunda áttunda voru ógilt. Alla jafna vinna vígslumenn ekki nema 4-6 tíma á dag þótt þeir fái greitt fyrir 40 stunda vinnuviku. Einhversstaðar í Bæjaralandi liggur smáþorpið Blindheim. Þaðan bárust þær fréttir í gær að um 20 þúsund manns hefðu lagt leið sína í pósthúsið í því eina augnamiði að láta stimpla frí- merkjaumslög. Að sögn þorps- búa voru áköfustu safnararnir mættir strax í rauðabítið. Þeir hugðust allir freista þess að fá stimpilinn 88888 á umslagið sitt. Þ.e.a.s. áttundi dagur ág- ústmánaðar árið '88 klukkan átta að morgni. Spor þykir víst mikið gæfuspor Sameinuðu þjóðirnar Herferð gegn bamaþrælkun Sameinuðu þjóðirnar hyggjast beita sér fyrir stórátaki í rann- sóknum og upprætingu á barna- þrælkun, barnavændi og barna- klámi. Þetta þrennt er talið eyði- leggja líf miljóna barna víðsvegar í heiminum. Ásbjörn heitir maður Eide, norskur að ætt og uppruna. Hann er formaður starfsnefndar Sam- einuðu þjóðanna sem safnar upp- lýsingum um og vinnur að útrým- ingu þrælahalds í heiminum. Hann sagði við fréttamenn í gær að hópnum hefðu borist óyggj- andi heimildir um barnasölu á Haítí, í Bangladesh og Pakistan auk fáeinna ríkja í Rómönsku Ameríku sem hann vildi ekki nefna. „Við vitum ekki nákvæmlega hve viðamikið þetta vandamál er nú," sagði Eide, „en það er eng- um vafa undirorpið að barna- vændi, barnaklám og barna- þrælkun eiga sér stað víðsvegar í heiminum." Hann kvað starfshóp sinn hafa í hyggju að hrinda í framkvæmd viðamikilli áætlun um útrýmingu þessa þríeina ófagnaðar úr heiminum. Þetta væri áætlun sem tæki þrjú ár að framkvæma og yrði hafist handa eftir næstu ára- mót. Aðaláherslan yrði lögð á að afla upplýsinga og koma þeim til löggæslumanna, jafnt alþjóð- legra sem og í einstökum ríkjum. Reuter/-ks. „Til lukku ástin mín! ef það er stigið á degi sem hefur sömu tölu og mánuður og ár. Stjörnuspekingur Reuters, ísra- elinn madame Sheli, sagði um happatölur gærdagsins að „þær skapa kringumstæður sem eru í hæsta máta heppilegar fyrir hverslags ást af rómantíska tag- inu." Pör sættu víðar færi en í Vestur-Þýskalandi og létu gifta sig á þessum happadegi. Sams- konar fréttir bárust frá Svíþjóð, Austurríki og Sviss. Þriðjungi fleiri en vant er gengu íþað heil- aga í Stokkhólmi í gær. I Málmey gengu 26 einstaklingar í hjóna- band á einu bretti en nærri lætur að það hafi verið 13 pör, mikil happatala einsog alkunna er. Reuter-ks. Evrópubandalagsríki 55.000 fá vinnu Atvinna jókst nokkuð i aðildar- ríkjum Evrópubandalagsins í júní. Af þeim aragrúa sem enginn vildi ráða í maímánuði fengu 55 þúsund manns eða 0,4 af hundr- aði vinnu í júní. Fyrir vikið voru „aðeins" 15,4 miljónir manna atvinnulausar í EB-ríkjunum 12. Þetta eru nýjar upplýsingar frá Tölfræðistofnun EB, „Eurostat". Það er athyglisvert að frá ára- mótum hefur atvinnuleysi aukist í Danmörku og á ítalíu. Þessu er þveröfugt farið um Bretland og Spán. Þó hefur síðastnefnda ríkið algera sérstöðu hvað þessa fé- lagsmeinsemd áhrærir. En lítum á tölurnar. Einsog sjá má eru Grikkir ekki með á töfl- unni en þeir kváðu nota aðrar formúlur við útreikning atvinnu- leysis en félagarnir 11. Tölurnar sýna vitaskuld hlutfall atvinnu- lausra af heildarfjölda vinnu- færra manna. Að framanverðu eru upplýsingar um júnímánuð í ár en í þeim aftari eru tölurna frá því í sama mánuði í fyrra: Júní 1988 Júní 191 Belgía 10,6 11,6 Danmörk 6,8 5,8 Vestur-Þýskaland 6,7 6,6 Spánn 20,2 21,3 Frakkland 10,3 10,6 írland 18,8 19,4 ítalía 12,3 10,8 Lúxemborg 2,8 3,1 Holland 10,2 9,9 Portúgal 6,4 6,8 Bretland 8,6 10,5 Þriojudagur 9. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - 5ÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.