Þjóðviljinn - 09.08.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 09.08.1988, Blaðsíða 14
,» .» » # * Ættartengsl Hann kom hér inn í kompuna til mín með talsverðum fyrirgangi. Hann var „hress í bragði og glað- ur" að vanda en þó leyndi sér ekki, að honum var talsvert niðri fyrír. - Hvað ertítt? spurði ég. - Títt, svaraði hann, - það er nú ekkert lítilræði. Kunningi minn, sem ég var að spjalla við í gær, sagði mér að nú væru menn búnir að uppgötva það, að Borg- araflokkurinn hans Alberts míns væri skilgetið af kvæmi Jónasar frá Hriflu. Já, það ætlar lengi að gæta áhrifa gamla mannsins. Ég hef nú alltaf verið linuríættfræð- inni og verð að játa, að ég áttaði mig ekki á hvernig þessum ætt- artengslum væri varið. Þess- vegna kom ég hingað til að hitta hana Guðrúnu mína Guðvarðar, hún er svo sleip í ættf ræðinni, en þá var mér sagt að hún væri hætt að vinna hér. Mikið helvíti varfyrir ykkur að missa hana. Nú, en þegar maður fer nú að hugsa sig um þá er þetta líklega bara alveg rétt ályktað. Sjáöu til, í raun og veru geta ailir stjórnmálaf lokkar á íslandi - Kvennalistinn segist ekki vera stjórnmálaflokkur- rakið ættir sínar til Jónasar og eiga honum tilveru sína að þakka. Hann stofnaði Framsóknar- og Alþýð- uflokkinn. Kommúnistar uxu af Alþýðuflokknum og þannig var Jónas afi þeirra. Sósíalistaf lokk- urinn varð svo til úr kommúnist- um og Alþýðuflokksmönnum. Þannig erJónas bæði afi og lang- af i Sósíalistaf lokksins. Sósíalist- arog Alþýðuflokksmenn mynd- uðu svo Alþýðubandalagið. Og þannig er Jónas bæði af i og langa-langafi þess. Og nú skulum við líta til hinnar áttarinnar. Stofnun Framsóknar- og Alþýðuf lokksins hlaut að kalla á andsvar. Það svar var íhalds- f lokkurinn - Sjálfstæðisf lokkur- inn, eins og hann hefur nef rlt sig frá 1929. Það er kannski rétt að orða það þannig, að Sjálfstæðis- flokkurinn sé óskilgetið afkvæmi Jónasar. Síðan æxlaðist Borgar- af lokkurinn af Sjálfstæðisf lokkn- um. Þannig er Jónas í raun og veru afi hans. Já, mikið fjandi hef- ur karlinn verið seigur. Það má með fullum sannindum segja að hann hafi, beint eða óbeint, stofnað alla þá stjórnmálaf lokka á íslandi, sem komist hafa til vits og ára s.l. 70 ár. Og ég segi nú bara: geri aðrir betur. Jæja, þú skalt nú ekki gera þessar hugleiðingar mínar hljóð- bærar fyrr en ég er búinn að bera þærundirGuðrúnu. Þaðerallur varinn góður þegar ættf ræöin er annarsvegar. -mhg ídag er9. ágúst, þriðjudagur ísex- tándu viku sumars, sautjándi dagurheyanna, 222. dagurárs- ins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 5.00 en sest kl. 22.04. Tungl minnkandi á fjórða kvartili. Viðburðir Þjóðf undi slitið 1851 (Vér mót- mælum allir). Þjóðhátíðardagur Singapúr. KaupstaðuríMosfells- bæ1987. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Jökull hæstur með 8672 mál. Saltsíldin litlu minni en á sama tíma ífyrra, bræðslusíldin nálega helmingi minni. Litvinoff leggur f ram tillögur út af landamæraskærum Sovétríkj- anna og Japana. Hann krefst þess að fast verði haldið við kínversk-rússnesku samþykkt- ina frá 1886, enda munu sovét- þjóðirnar kenna japanska hern- um að virða lögfest landamæri. UM ÚTVARP & SJONVARP T Dagstund í Metró Rás 1, kl. 22.30 í kvöld verður endurfluttur þáttur Ragnheiðar Gyðu Jóns- dóttur: Dagstund í Metró, en hann var á dagskrá 10. apríl s.l. Rakin er saga neðanjarðarlesta (Metró) Parísarborgar, fjallað um hið sérkennilega neðanjarð- arlíf og það, sem þar er brallað. Inn í þáttinn er fléttað franskri tónlist og lýsingu á ýmis konar uppátækjum listafólks í Metró. -mhg Tónlist Rás 1, kl. 17.03 og kl. 20.15 Það eru þeir Hándel, Mozart og Haydn, sem sjá um síðdcgis- tónlistina í dag. Efnisskráin er: a) Sónata í A-dúr fyrir fiðlu og fylg- iraddir, eftir Hándel. Iona Brown leikur á fiðlu, Denis Vig- ay á selló og Nicholas Kraemer á sembal. b) Píanósónata nr. 11 í A-dúr K 331, eftir Mozart. Zolt- án Kocsis leikur á píanó. c) Strengjakvartett í d-moll op 76 nr. 2 eftir Haydn. Amadeus kvartettinn leikur. Og svo er það kirkjutónlistin kl. 20.15: Hamingjan Líf eða dauði Stöð 2, kl. 23.25 Myndin er byggð á sannsögu- legum atburðum og fjallar um viðamestu mannaveiðar í sögu kanadísku riddaralögreglunnar. Veiðarnar fara fram árið 1931, í kaldranalegum óbyggðum nálægt norðurheimskautsbaug. Flótta- maðurinn og þjóðsagnapersónan Johnson hefst þarna við í hálfan annan mánuð í 40 stiga frosti og yfirstígur alla erfiðleika. - Stg. Edgars stjórnar leitinni. Hann er botnlaus wiskysvelgur en leggur það á sig að gerast bindindismað- ur um sinn, ef það mætti auðvelda honum eftirleitina. - Kvikmyndahandritið var unnið upp úr blaðafréttum, lögreglu- skýrslum og dagbókum. _ mhg Rás 1 kl. 19.35 „Órór gests ég úti beið / inn hann skyldi leiða / hamingjan um hlaðið reið / hafnaði öllum greiða". Ekki man ég betur en hún væri á þessa leið vísan eftir hann Grím frá Jökulsá á Flat- eyjardal sem Karl heitinn Krist- jánsson, fyrrv. alþingismaður, hafði yfir eitt sinn þegar við vor- um samnátta hjá Snorra á Hótel Blönduósi. Og í kvöld verður á dagskrá Rásar eitt þáttur um hamingjuna- sem hafnaði greiða Gríms á Jökulsá- í umsjá Ásdísar Skúladóttur. Flutt verður hug- leiðing skáldkonunnar Þuríðar Guðmundsdóttur og lesið upp úr ritgerðum unglinga um þetta efni. - Hamingjuhugtakið á sér langa og fróðlega sögu í heimspeki, siðfræði, sálfræði og stjórnmálafræði. Spurningin um hamingjuna vitjar hvers manns og hver verður að svara fyrir sig. - Á s.l. vori stóðu samtök fél- agsmálastjóra fyrir málþingi um þetta efni. Erindum þeim, sem fluttir voru á þinginu, verður út- varpað á Rás 1 næstu þriðjudags- kvöld kl. 19.35. -mhg GARPURINN KALLI OG KOBBI Risavaxna amaban skríður hljóölega eftir eldhúsgólfinu. T 2-15 © 1M7 Unxtrut PreM Synötctm Hún rokur út útfrymisanga sem líkist fæti; frumdýrið lykst utan um pakka af hafrakexi. C^^_ ^^/^M wlw/ CWHCH uBT §5 il. Góð tilraun, en kexinu -r*> l verðurðu FOLDA Folda? 14 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Þrlðjudagur 9. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.