Þjóðviljinn - 10.08.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.08.1988, Blaðsíða 2
Björn Arnórsson, hagfrœðingur BSRB: Ríkisstjórnin hefur brotið trúnað við launafólk. Viðbúið að gripið verði til aðgerða í haust Stjórn BSRB hefur ekki álykt- að um þessi vinnubrögð ríkis- stjórnarinnar, en sjálfur tel ég þessa nefndarskipun vera út og suður, sagði Björn Arnórsson, hagfræðingur BSRB, þegar Þjóð- viljinn leitaði álits hjá honum á skipan forstjóranefndarinnar svo kölluðu. Björn sagði að með því að grípa inn í samninga hefði ríkis- stjórnin brotið gróflega gegn þeim aðferðum, sem viðhafðar hefðu verið við samninga að und- anförnu, þar sem tekið hefði ver- ið tillit til ýmissa aðstæðna í þjóðfélaginu og horft meira til kaupmáttar en beinna prósentu- hækkana. „Með þessu hefur ríkisstjórnin skapað trúnaðarbrest, sem verð- ur slæmt veganesti þegar samn- ingar verða lausir í apríl nk., þótt ekki sé farið að bæta á það með mjög einhliða gengisfellingu núna. Björn benti á að flestir nefnd- armanna hefðu áður en þeir voru skipaðir í nefndina tjáð sig mjög opinskátt um gengisfellingu. „Það er rétt núna að rifja upp þau aðvörunarorð sem verka- lýðshreyfingin hafði um gengis- fellingu í vor, í stað þess að leita annarra Ieiða. Nú virðist eiga að sigla í sama farið, vitandi að fyrri gengisfelling gerði ekkert raun- verulegt gagn.“ Björn sagði að sér þætti mjög grátbroslegt að horfa upp á ríkis- stjórn státa af fastgengisstefnu á meðan enginn teldi að þörf væri fyrir gengisfellingu, og væri þá með yfirlýsingar í tíma og ótíma um að fyrirtækin eigi að bera ábyrgð á gerðum sínum, en um leið og atvinnurekendur æmtu hlypi sama ríkisstjórn beint í gengisfellingarfarið. En býst Björn við því að verka- lýðshreyfingin grípi til einhverra aðgerða í haust ef niðurstaðan nú verður enn ein kjaraskerðingin? „Það er ekki í mínum verka- hring að segja til um það, en ég á erfitt með að ímynda mér hvernig menn ætla að sigla í gegnum þá kjaraskerðingu sem fylgir gengis- fellingu. Það er því viðbúið að gripið verði til einhverra ráða. Með því að grípa inn í samning- ana hefur ríkisstjórnin brotið trúnað gagnvart launafólki og það er ekki vænleg aðferð til þess að stefna að því jafnvægi í þjóðfé- laginu sem þeir segjast vilja stefna að.“ -Sáf Hreindýr Veiðikvótinn aðeins 330dýr r Iár verður aðeins leyfilegt að veiða um 330 hreindýr og nefur veiðikvótinn verið minnkaður um helming frá því í fyrra. Það er gert vegna þess að hátt á annað hundrað dýr fundust dauð niðri á fjörðum fyrir nokkru og því hætta á að hreindýrastofninn þoli ekki mikla veiði að þessu sinni. Veiðar máttu hefjast 1. ágúst sl. en ekki hefur frést af neinni veiði enn sem komið er, en allir bænd- ur þar eystra eru um þessar mundir á kafi í heyskap. Að sögn Óla Stefánssonar, fyrrum veiðieftirlitsmanns og bónda að Merki í Jökuldal, voru nýlega talin um 1500 dýr undir Jökli og voru kálfar um 33% dýr- anna sem þykir gott. Þau 330 hreindýr sem veiða má í ár skipt- ast á milli 32ja hreppa þar eystra sem þýðir að hver þessara hreppa fær 2-35 dýr í sinn hlut, sem síðan deilist út meðal bænda í viðkom- andi hreppum. Aðspurður um kílóverð fyrir hreindýrakjöt að þessu sinni sagði Oli að verðið réðist svo til eingöngu af því hvað markaður- inn vildi borga og taldi hann ekki ólíklegt að fyrir kílóið af læri og hrygg fengjust 12-1400 krónur. Það eru svo til eingöngu hótel og veitingahús sem kaupa hrein- dýrakjöt. Óli Stefánsson sagði að engin skýring lægi á lausu um hvað hefði ollið dauða hátt á annað hundruð hreindýra sem fundust dauð á Borgarfirði eystra ekki alls fyrir löngu. Sjálfur er hann á þeirri skoðun að fóðurbreyting hafi valdið þar mestu um þegar dýrin komu af fjöllum og niður á láglendið en ekki úr hor eins og sumir hafa viljað halda fram. Sem fyrrum veiðieftirlitsmað- ur með hreindýraveiðum sagði Óli að alltaf væru einhver brögð að því að skotglaðir veiðimenn veiddu dýr án leyfis en því miður hefði ekki enn tekist að hafa hendur í hári þessara hrappa. Ný- verið hækkuðu sektir vegna þessa og eru í dag nú 70-80 þúsund krónur þannig að það getur verið dýrt spaug að drepa hreindýr án veiðileyfis. „Hreindýraveiðin er ekki neitt neitt í dag miðað við það sem hún var hér áður fyrr. Þá komu í hlut Jökuidalshrepps um 130-140 dýr sem ég skaut svo til öll fyrir hreppinn, en í dag get ég best trúað að hreppurinn fái ekki út- hlutað nema tveimur dýrum. Þannig að menn eru ekkert að flýta sér við að ná þeim í dag og gera það ekki fyrren um mánaða- mótin næstu þegar heyskap er' lokið og allt komið í hús fyrir vet- urinn,“ sagði Óli Stefánsson bóndi. -grh Fiskeldi Forstjóranefndin Rökrétt framhald - Það er augljóst að ríkis- stjórnin telur sér henta betur að nýta þau ráð sem koma annars staðar að en frá verkalýðshreyf- ingunni, sagði Ásmundur Stef- ánsson, forseti Alþýðusam- bandsins við Þjóðviljann um sk. forstjóranefnd sem ríkisstjórnin hefur skipað sér til halds og trausts í glímunni við vanda efna- hagslífsins. Asmundur sagði að ekki hefði verið leitað til verkalýðshreyfing- arinnar um að tilnefna fulltrúa í nefndina. - í vor þegar verið var að undirbúa bráðabirgðalögin buðumst við til viðræðna við ríkisstjórnina um efnahagsmálin almennt. Á þeim tveimur fund- um sem við áttum þá með ríkis- stjórninni þá tók ríkisstjórnin undir það að ljóst væri að kaupið væri ekki vandamálið sem við væri að etja heldur óráðsían í þjóðfélaginu. Ríkisstjórnin var hins vegar ekki tilbúin til annars en að ræða kaupið eitt og sér og það hvernig ætti að skerða það, sagði Ás- mundur. Hann sagði að það þyrfti því varla að koma neinum á óvart að ríkisstjórnin vildi ræða við at- vinnurekendur. - Það er rökrétt framhald af því sem hún hefur verið að gera til þessa, sagði Ás- mundur. Eins og um hnútana er búið er líklegast að niðurstaðan verði sú að haldið verði áfram að hlaupa undan vandanum og gengið fellt í stað þess að ganga í það sem gera þarf, eins og að snúa atvinnurek- strinum til betri vegar, opinberu fjármálunum og skattamálunum. __________________-rk Ríkisstjórnin Veröbólgan og Steingrímur Matthías Á. Mathiesen, sam- gönguráðherra og starfandi for- sætisráðherra í fjarveru Þorsteins Pálssonar, sagði í fréttatíma Rík- issjónvarpsins í gærkvöldi að að- alvandamál ríkisstjórnarinnar væru mikil verðbólga og yfirlýs- ingagleði Steingríms Hermanns- sonar, utanríkisráðherra og for- manns Framsóknarflokksins. -grh Svört skýrsla Fíkniefni Smyglari handtekinn Maður á sjötugsaldri Þegar Arnarfellið, eitt af skipum Sambandsins, lagðist að bryggju snemma í gærmorgun, var skipverji á sjötugsaldri hand- tekinn af fíkniefnadeild iögregi- unnar og reyndist hann vera með 1 kíló af hassi. Þegar síðast fréttist stóð rann- sókn málsins yfír en talið er að fleiri aðilar tengist þessari smygltilraun en sá handtekni. -grh Isamanburði við helstu ná- grannalönd okkar ss. Noreg, írland, Skotland og Færeyjar er aðstaða til uppbyggingar fiskeldis mun hagstæðari þar en hér á landi, hvort sem um er að ræða lán til stofnframkvæmda eða rek- strarlán. Til að snúa þessari þró- un við kynnti landbúnaðarráð- herra á ríkisstjórnarfundi í gær tillögur nefndar sem gert hefur athugun á starfsskilyrðum fi- skeldis hérlendis. Nefndin leggur til að rekstrarvandi fiskeldisfyrir- tækja verði leystur með ríkisá- byrgð, hliðstætt því sem gert er í Noregi, þar sem húner ailt að 50%, eða að stofnað verði sérs- takt ábyrgðarfélag á vegum banka og sjóða í sama skyni. Á fundi með blaðamönnum í gær, þar sem niðurstöður nefnd- arinnar voru kynntar, kom fram að í þessum samanburðarlöndum verður rekstur fiskeldisfyrirtækja að teljast mun auðveldari en hér. Til að mynda eiga fiskeldisstöðv- ar í þessum löndum kost á lánum fyrir öllum rekstrarkostnaði og sumsstaðar með ríkisábyrgð á rekstrarlánum og með styrkjum sem auka lánamöguleika til rekstursins. Auk þess mæta opin- berir aðilar þar þörfum banka fyrir viðunandi tryggingar fyrir lánum. Hins vegar komst nefndin að þeirri niðurstöðu að hér á landi sé ekkert samræmt fyrirkomulag og erfitt sé að sjá hvemig innlend fískeldisfyrirtæki eigi að geta fjármagnað hluta rekstrar- kostnaðarins að óbreyttu. Sé litið á stöðuna í dag varð- andi stofnframkvæmdir kemur í ljós að löndin, önnur en Fær- eyjar, veita 25-30% styrki til þeirra á meðan hér eru engir slík- ir styrkir veittir. Hér er gerð krafa um að eigið fjármagn sé minnst 33% af stofnframkvæmd- um en í samanburðarlöndunum er krafan mun lægri eða frá 20% og allt niður í 5%. Þar geta lán og styrkir numið allt að 80-95% en hér aðeins 67% og svo mætti lengi telja. Varðandi rekstrarlán til físk- eldis • hér og í áðurnefndum löndum má til samanburðar nefna að þar em veitt lán til fjármögnunar allt að 100% rekstrarkostnaðarins en hér- lendis fá fiskeldisfyrirtækin að- eins 50% rekstrarkostnaðarins fjármagnaðan með rekstrarlán- um, en verða síðan sjálf að finna leiðir til að fjármagna afganginn. Nýkjörinn formaður Lands- 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 10. ágúst 1988 sambands fiskeldis- og hafbeitar- stöðva, GuðmundurG. Þórarins- son alþingismaður sem sæti átti í nefndinni, sagði að þetta mál þyldi enga bið og brýnt væri að tekið yrði á málum fiskeldisins því framtíðin væri þess. Hann sagði að miðað við núverandi framleiðslugetu seiðaeldisstöðva mætti gera ráð fýrir að um 10 miljónir seiða fam að jafnaði í eldi á ári hverju og allt að 5 milj- ónir seiða í hafbeit. Áætlað út- flutningsverðmæti afurða sem þessi seiði munu gefa af sér em um 5 miljarðar króna á verðlagi dagsins í dag, sem er um 10% af heildarútflutningi landsmanna og samsvarar ársútflutningi á áli á síðasta ári. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.