Þjóðviljinn - 10.08.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.08.1988, Blaðsíða 3
Vinnueftirlitið Vinnuað- staða við tölvur víða léleg Vilhjálmur Rafnsson yfirlœknir: Þetta er fyrsta og eina rannsóknin afum 20 slíkum sem gefa þessa niðurstöðu. Við Þessar niðurstöður eru þær fyrstu sem sýna fram á sam- band þarna á milli og ein tilraun af tuttugu gefur ekki tilefni til þess að við drögum af þessu marktækar ályktanir. Viðbrögð okkar verða mjög svipuð og hjá eftirlitsstofnunum annarra þjóða og við munum að sjálfsögðu fylgj- ast með þessu. Þessi niðurstaða kallar á frekari rannsóknir, sagði Vilhjálmur Rafnsson, yfirlæknir hjá Vinnueftirliti ríkisins. Vinnueftirlitið gaf út bækling árið 1984 um spurninguna: Hefur tölvuskjár áhrif á fósturlát? Bæklingurinn er leiðbeinandi um vinnutilhögun við skjávinnu. Engar reglur hafa verið gefnar út af Vinnueftirlitinu um þessi mál. Hins vegar er ákvæði í samning- um bókagerðarmanna um að skjávinnufólk geti hvílt sig í tíu mínútur á hverri klukkustund. Svipuð ákvæði eru einnig í samn- ingum Sambands bankamanna og Verslunarmannafélags Rvk. Að sögn Vilhjálms Rafnssonar fylgist Vinnueftirlitið vel með þessum málum og nágrannaþjóð- ir okkar t.d. Danir hafa í sinni löggjöf reglur um að einstakling- ur vinni aðeins 4 tíma á dag við tölvuskjáinn. „Hvort menn fara síðan eftir því veit ég ekki. Hérna hefur ekki þótt ástæða til að fara út í þetta enda finnst mér þetta vera meira mál launafólks við vinnuveitendur sína. Þessar regl- ur eiga að koma inn í samninga eins og reyndar þegar hefur gerst. Við höfum alltaf lagt megin áherslu á það að vinnuaðstaðan við tölvurnar skipti hérna mestu máii. Rétt seta, rétt birta, breyti- legir stillimöguleikar og breytileg verkefni geta haft mikið að segja fyrir fólk. Það er kvartað yfir sjóninni, höfuðverkjum, vöðva- bólgum og streitu og fleiru í þeim dúr. Þessu veldur vinnuaðstaðan fyrst og fremst, skjárinn sem siík- ur er ekki sökudólgurtnn." -gís. Sjólastöðin hf Karlsefni til Grænlands Þreifíngar standa nú yfir meðal forráðamanna Sjólastöðvarinnar hf. í Hafnarfírði og grænlenskra útgerðarmanna um kaup á togar- anum Karlsefni sem fyrirtækið keypti á sínum tíma frá Reykja- vík. Þá hafa útgerðaraðilar frá Nýja-Sjálandi og Ástralíu einnig sýnt áhuga á að kaupa togarann. Að sögn Haraldar Jónssonar framkvæmdastj óra er verið að vinna að þessum sölumálum en sóknarmarkskvóti togarans var færður yfir á frystitogarann Har- ald Kristjánsson sem gerir það gott þessa dagana. Karlsefni er 22ja ára gamall togari og hefur að undanförnu legið við festar í Hafnarfjaðarhöfn. Þar mun hann væntanlega vera áfram þar til kaupandi að honum hefur fund- ist. _grh FRETTIR Tölvur Aukin hætta á fosturláti Helmingi meiri líkur áfósturláti efunnið er Í20 klst. eða meira á viku. Tvœr erlendar rannsóknir benda tilþess að segulsvið tölvunnar hafi áhrifá meðgöngu Nýlega hefur verið greint frá niðurstöðum úr tveimur rannsóknum þar sem meint áhrif tölvuskjáa á meðgöngu eru undir smásjánni. Annars vegar er um að ræða tilraun sem gerð var í Kaliforniu í Bandaríkjunum og 1.583 barnshafandi konur tóku þátt í og hins vegar tilraunir sæn- ska vísindamannsins Hákans Fröléns á meðgöngu músa undir segulsviðsáhrifum tölvuskjáa. Vísindamennirnir vilja ekki slá neinu föstu eða draga beinar ályktanir í sambandi við þessar niðurstöður sínar en gefa þó til kynna að eitthvert samband gæti veríð þarna á milli. Rannsókn Bandarikjamann- anna er sú fyrsta sem bendir til þess að samband sé á milli tölvu- skjárvinnu og fósturláts. Hún er jafnframt sú fyrsta sem talin er fullkomlega marktæk þar sem um 1500 konur tóku þátt í henni. Konur sem vinna meira en 20 tíma á viku við tölvuskjáinn verða allt að helmingi oftar fyrir fósturláti en þær konur sem ekki vinna við slíkar vélar. Konur sem vinna minna en 20 tíma eru í miklu minni hættu að því er virð- ist. Um 10% meiri líkur eru á fósturláti hjá þeim. Niðurstöður Bandaríkjamann- anna er ekki hægt að útskýra með öðrum þáttum sem geta haft mikil áhrif á meðgöngu svo sem aldri kvennanna, reykingum, á- fengisneyslu, menntun og vinnu- þrælkun. Sá varnagli er þó sleginn hér að vinnuaðstæður, streita og einhæf verkefni gætu hugsanlega haft áhrif á með- göngu þessara kvenna. Bent er á að nauðsynlegt sé að gera fleiri rannsóknir í þessu sambandi til að fá úr því skorið hvort vinnuað- stæður og streita við tölvuskjáinn geti valdið því að fósturlát verði fleiri meðal kvenna sem vinna á slíkum vinnustöðum. Sænski vísindamaðurinn Hák- an Frölén segist vera sannfærður um að tölvuskjárinn hafi áhrif á lifandi verur. Hann segir að sér hafi orðið þetta ljóst fyrir þremur árum. Niðurstöður úr músatilraunum hans sýna að skjárinn hefur áhrif á meðgöngu þeirra og veldur fósturláti. „Það er ekki mitt hlutverk að draga ályktanir af þessum niðurstöð- um. Það verða aðrir að gera. Þess ber að geta að enginn grundvall- armunur er á meðgöngunni hjá músum og mönnum. Þrátt fyrir það verður að fara varlega í að yfirfæra þessar niðurstöður beint yfir á mannfólkið.“ í tilraunum sínum notaði Svíinn margfalt sterkara segulsvið en er í venju- legum tölvuskjám og mýsnar voru hafðar í því allt frá byrjun meðgöngu og óslitið þar til henni lauk. -gís. Hafskips- og Útvegsbankamálið Réttarhöld í september Málið höfðað íSakadómi Reykjavíkur. Jónatan Þórmundsson: Mun trúlega taka marga mánuðifyrir dómstólum Jónatan Þórmundsson, sér- stakur saksóknari í Hafskipsmál- inu, segir að rannsókn sinni í mál- inu Ijúki væntanlega í byrjun september og telur líklegt að þá muni mál verða höfðað í Haf- skipsmálinu margfræga. Málið verður að öllum líkindum höfðað fyrir Sakadómi Reykjavíkur. Jónatan hefur haft báða þætti málsins til meðferðar, þ.e. þátt stjórnenda Hafskips sem og þeirra Útvegsbankamanna. „Ég hef skoðað þetta mál sjálf- stætt og það hefur kannski leitt til þess að það hefur verið talað við fleiri en áður. Ég hef rannsakað þetta upp á nýtt, en notað við það eitt og annað úr fyrri rannsókn- um,“ sagði Jónatan. Jónatan sagði menn hafa verið samvinnu- þýða og ekki yfir neinu að kvarta í þeim efnum, hins vegar væri mikið magn skjala að yfirfara og tengja efni þeirra saman. „Éf mál verður höfðað, þá fer það eins og gengur og gerist fyrir Sakadóm og hugsanlega fyrir Hæstarétt. Nú,efþaðverðurfellt niður þá er málið búið.“ Að- spurður hvort hann teldi líklegri niðurstöðu, sagðist Jónatan hafa unnið nærfellt ár í málinu og það væri sennilega rökrétt að álykta að eitthvað kæmi út úr því. „Verði höfðað mál má búast við að það taki allmarga mánuði fyrir dómstólunum. Bara málflutnin- gurinn í svona máli gæti tekið marga daga. Hins vegar er ekki gefið að það fari áfram fyrir Hæstarétt. Það er skylt að áfrýja sumum málum þar sem refsing er þung; ef hún er meira en fimm ára fangelsi þá er skylt að vísa málinu til Hæstaréttar. Hitt er annað að svona flókin mál, þar sem um meint misferli í við- skiptum er að ræða, fara gjarnan áfram til Hæstaréttar," sagði Jón- atan Þórmundsson. -phh Reykjavíkurflugvöllur Áhættumat fari fram Össur Skarphéðinsson: Ber vott um hugleysi borgarstjóra, verði tillagan ekki samþykkt Afundi borgarráðs í gær lagði Össur Skarphéðinsson, full- trúi Alþýðubandalagsins, fram tillögu þess efnis að framkvæmt yrði af hálfu borgaryfirvalda mat á þeirri hættu sem Reykvikingum kann að stafa af flugi til og frá Reykjavíkurflugvelli. Tillaga þessi er borin upp í beinu fram- haldi af viðtali sem Nýja helgar- blaðið tók við Guðjón Petersen, framkvæmdastjóra Almanna- varna ríkisins, þar sem hann lýsti hinum hörmulegu afleiðingum sem af flugslysi í miðbæ Reykja- víkur kynnu að hljótast. Kom fram í viðtalinu að hrap- aði Fokkervél niður í miðbæ Reykjavíkur, gætu afleiðingarn- ar orðið mikið manntjón og stór- bruni þar sem líklegt væri að að- alsímstöð landsins, alþingishús- ið, dómkirkjan og ráðhúsið yrðu eldi að bráð. A hinn bóginn treysti Guðjón Petersen sér ekki til að segja af eða á um, hvort nauðsynlegt væri að flytja flug- völlinn frá örryggissjónarmiði. Til þess þyrfti að framkvæma áhættumat, mat á hvaða líkur væru á slysi af þessu tagi. Það væri hins vegar ekki í verkahring Almannavarna ríkisins, heldur Almannavamanefndar Reykja- víkur, sem Davíð Oddsson borg- arstjóri er formaður fyrir. Tillaga Össurar verður lögð fram á borgarráðsfundi sem hald- ,inn verður nk. þriðjudag. „Ég á ekki von á öðru en að þessi tillaga verði samþykkt, því annað væri hreint hugleysi af hálfu borgar- stjóra, sem hingað til hefur ekki verið vændur um skort á þeim eiginleika. Hið eina skynsamlega er auðvitað að slíkt áhættumat fari fram,“ sagði Össur Skarp- héðinsson. -phh Mlðvlkudagur 10. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.