Þjóðviljinn - 10.08.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.08.1988, Blaðsíða 7
FRETTIR Kjarnorkusprenging í tilraunaskyni: Áhrif á veðurfar eru háskalegri en öll önnur. er raunverulegur háski Umrœðufundur á þingi norrænna veðurfrœðinga — Skylda vísindamanna að koma þessari þekkingu til almennings og stjórnmálamanna Asérstökum opnum fundi þings norrænna veðurfræðinga í Reykjavík á sunnudag um likur á því að kjarnorkustríð leiddi til mikils fimbulvetrar á jörðunni, bar mönnum saman um að vís- indamenn hefðu þegar sýnt fram á að þessi háski væri raunveru- legur. Bæri þeim skvlda til að halda áfram rannsóknum á þessu sviði og koma upplýsingum til al- mennings og stjórnmálamanna til að þeir drægju nauðsynlegar ályktanir af þessari tiltölulega nýju vitneskju. Því var m.a. hald- ið fram að umræðan um kjarn- orkuvetur hefði þegar breytt við- horfum manna að nokkru til kj arnorkusty rj alda. Það kom fram á fundinum, að mikið og gott samstarf hefur ver- ið með vísindamönnum úr ýms- um löndum, ekki síst sovéskum og bandarískum, um rannsóknir á þessu sviði. Og það voru einmitt Bandarfkjamaðurinn Alan Ro- bock frá Maryland-háskóla og Grígorí Stentsjikov, frá reik- nimiðstöð sovésku vísindakadem- íunnar, sem fluttu inngangsfyrir- lestra um þetta efni á fundinum á sunnudaginn var. Þeirri uppá- komu var reyndar líkt við það að hér væri um einskonar framhald á Reykjavfkurfundi þeirra Reag- ans og Gorbatsjovs að ræða Sól tér sortna í fyrirlestrunum var upp rifjað það helsta sem fram hefur komið í rannsóknum á kjarnorkuvetri. Það eru sex ár síðan sænskir vís- indamenn, sem voru að rannsaka hugsanleg áhrif kjarnorku- sprenginga á ósonlagið, fóru að velta öðrum hlutum fyrir sér í leiðinni: hugsanlegum áhrifum kjarnorkustríðs á veðurfar. Og komust að þeirri niðurstöðu að kjarnorkustyrjöld, hvort heldur væri í stærri eða smærri stíl, mundi hafa þau áhrif að veður kólnaði mjög, og þá fyrst á norðurhveli jarðar. Þessi kuldi mundi fljótlega valda margfalt meiri hörmungum, hungursneyð og dauða, en hin beinu áhrif sprengjanna sjálfra eða þá sú geislavirkni sem af þeim stafar. Sú dómsdagsspá sem upp er brugðið er á þessa leið: Kjar- norkusprengingar valda miklum eldum í borgum og á landi - skógar brenna, plastveröld nú- tímamannsins brennur, olíu- birgðir sömuleiðis. Gifurlegir reykjarmekkir þyrla upp sóti og skyggja á sólu - sömuleiðis það ryk sem sprengingarnar þyrla upp. Sólarljós kemst ekki til jarð- ar nema í skertum mæli - loftslag kólnar, gróður nær ekki þroska og deyr, matvælabirgðir ganga til þurrðar, hungursneyð grípur um sig með miklu mannfalli og mar- gfalt meiru en því sem útreikn- ingar hafa hingað til gert ráð fyrir. Framreikningur Að sjálfsögðu er hér um „veðurspá“ að ræða sem ekki verður sannprófuð með tilraun- um. En þeir Robock og Stentsjik- ov gerðu einmitt ítarlega grein fyrir því, hvernig kenningin um kjarnorkuvetur safnar rök- semdum með rannsóknum á ýms- um veðurfarstruflunum sem menn þegar þekkja. Sýnd voru ýmisleg dæmi um það, hvernig reykur frá skógarbrunum, eldur frá brennandi borgum, mökkur frá iðjuverum, öskuflug frá eld- gosum, dreifast um loftið og skerða sólaryl. Sömuleiðis var það rakið hvað menn vita um ótrúlega skjóta, mikla og lang- varandi dreifingu sóts og ryks um loftin blá. Það er framreikningur á þessum áhrifum sem er undir- staða kenninganna um kjarnork- uvetur. Og hér við bætist það sem menn vita um viðkvæmni nytja- gróðurs ýmiskonar, sem hefur verið rækilega „hannaður“ erfð- afræðilega til að falla að tiltekn- um svæðum og hitabúskap. Til dæmis að taka þarf meðalárshiti ekki að falla nema um eina gráðu eða tvær í Kanada til að hveiti- land ríkisins skerðist að miklum mun. Annað dæmi um það hve h'tið þarf til að steypa matvælabú- skap jarðarbúa: Nú hafa þurrkar gengið yfir Bandaríkin og Kana- da, og þótt allgóðar uppskeru- horfur séu í Evrópu og Sovétríkj- unum í ár, þá þýðir þessi röskun, að kornbirgðir heimsins skreppa saman úr því að duga í 110 daga í það að duga í rúmlega fimmtíu. Það kom fram í fyrirlestrunum að höfin kólna mun hægar en meginlöndin - en kjarnorkuvetur mundi samt valda miklum usla í lífríki þeirra fljótlega - skert sól- arljós mundi valda því að svif nær ekki að þroskast, undirstaða líf- keðjunnar í sjónum, við gætum því búist við miklum fiskadauða fyrr en síðar. Ærið verk að vinna Alan Robock minnti og á hið gífurlega magn af kjarnorku- vopnum sem til er í vopnabúrum heimsins. Þau hafa samtals sprengjukraft upp á fimmtán þús- und megatonn, sagði hann, sem þýðir að ef við hefðum sprengt á hverri klukkustund síðan sprengjan sprakk í Hiroshima 1945 eina sprengju af sömu stærð og þar drap 150 þúsundir manna, þá væri samt aðeins búið að nota þriðjunginn af atómvopnaforð- anum. Það er því meira en nóg eftir að losa sig við, sagði hann, þótt svo vel tækist til að samið verði um helmingsaniðurskurð á atómvopnabirgðum stórveld- anna. Á eftir fyrirlestrunum fóru pallborðsumræður. Meðal þátt- takenda í þeim voru tveir íslend- ingar, Páll Bergþórsson og Tóm- as Jóhannesson, báðir úr hinum íslensku samtökum Eðlisfræð- inga gegn kjarnorkuvá. Páll hóf máls á þeirri skyldu veðurfræð- inga að ganga vel fram í því að koma vitneskju sinni um kjarn- orkuvetur á framfæri við almenn- ing og skapa þar með þrýsting á stjórnmálamenn. Hann kom m.a. inn á áframhaldandi rann- sóknir á þessu sviði - og lét uppi þá skoðun að Norðurlandamenn ættu að leggja sérstaka áherslu á að kanna hugsanleg áhrif kjarn- orkusprenginga á lífið í hafinu og á strandhéruð. Tómas Jóhannes- son og aðrir pallborðsmenn tóku í sama streng um skyldur vísinda- manna. Tómas taldi að þegar hefði tekist á íslandi með umræð- unni um kjarnorkuvetur að breyta að nokkru hugmyndum fólks um atómstríð. Við vitum, sagði hann, að háskinn er raun- verulegur, og skiptir ekki máli þótt óvissuþættir séu margir. Hvort sem hiti lækkar um þrjár gráður eða tuttugu þá eru afleið- ingarnar ógnvænlegar. Þetta er nokkuð sem menn vita nú þegar, það þarf ekki að bíða eftir því að þetta verði sannað. Þáð kom reyndar fram í máli fyrirlesara og annarra, að það sé í rauninni undarlegt hve stutt er síðan skilningur á kjarnorkuvetri kom inn í umræðuna um afleið- ingar kjarnorkustyrjaldar - og varð til þess að sumir spurðu: Er ekki enn eitthvað stórvægilegt eftir að kanna sem okkur hefur til þessa sést yfir. Hver græðir á þessu? Alan Robock hinn bandaríski reyndist áræðnastur við að fara inn á pólitískar hliðar þessa máls. Hann talaði um hina miklu hagsmuni sem bundnir eru í framleiðslu kjarnorkuvopna og gat þess, að sér hefði verið synjað um styrk úr bandarískum vísinda- sjóðum til áframhaldandi rannsókna á kjarnorkuvetri, vegna þess að menn hefðu þar verið hræddir um að þetta „væri of pólitískt mál“. Aftur á móti hefði herinn lagt fé í rannsóknir á þessu sviði - í þeirri von að finna mætti eitthvað sem drægi úr lík- um á kjarnorkuvetri. En sú ósk rættist ekki - þvert á móti var það staðfest sem aðrir höfðu sagt. Robock bar lof á Svía fyrir að hafa hætt við áform um að koma sér upp kjarnorkuvopnum. En hann spurði í leiðinni, hvað ís- lendingar væru að vilja með Nat- óherstöð, hvort þeir vissu ekki að það væri Natóstefna að beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði gegn hefðbundnum vopn- um. Græðið þið svona mikið á herstöðinni? spurði hann, er ykk- ur svona annt um alla þessa To- jotabíla á götunum? Og varð fátt um svör. : R Miðvikudagur 10. ágúst 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.