Þjóðviljinn - 10.08.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.08.1988, Blaðsíða 8
Minjavernd Dýrgripur í Flatey Hópferð í Flatey um síðustu helgi aflitlu tilefni og miklu: Lokið endursmíði bókhlöðu Framfarastofnunarinnar í Flatey Endurvígslu er varla hægt að kalla það, og ekki minningarat- höfn, þaðan af síður eftirlitsferð, og þó allt þrennt í senn. En þetta var athöfn, hvað sem öðru líður, um nónbil útí Flatey, bæði virðu- leg og glaðleg, fyrir framan 124 ára gamalt hús þarsem hæst er á eyjunni, og um sjö tugir gesta klöppuðu fyrir ræðumönnum undir fuglum, sól og flugnasuði. Það er fyrst þegar komið er í Flatey að hin eiginlega merking örnefnisins Breiðifjörður verður ljós, - og á laugardaginn breiddi fjörðurinn út faðminn við ferða- löngum komnum að fagna því að áhugamönnum hafði með ýmissi hjálp tekist að bjarga bókhlöð- unni í Flatey frá eyðileggingu. Þarna voru þeir áhugamenn sem höfðu byrjað starfið við endursmíðina, stjórn Minjaverndar, sem kom til að- stoðar á síðari stigum, heiðurs- menn úr húsafriðunarnefnd og Þjóðhátíðarsjóði, sem styrktu endursmíðina, blaðamenn nokkrir, og ekki síst gamlir Flate- yingar og áfkomendur Brynjólfs kaupmanns Benedictsens frum- kvöðuls að bókhlöðunni. Gunnlaugur Claessen bauð fólk velkomið í nafni Minjaverndar, síðan sagði Þor- steinn Bergsson undan og ofan af endursmíðinni, og Finnbogi landsbókavörður Guðmundsson flutti fróðleik um Framfarastofn- unina í Flatey, og vitnaði þar um margt f Lúðvík Kristjánsson sem viðstaddur var, - og einnig um bók bóka á þessum stað, forn- sagnasafnið Flateyjarbók, sem geymt er af ljósrit í hinni endur- reistu bókhlöðu. Og það má þes- svegna hafa það fyrir satt að ti- lefni endurreisnarinnar sé sjá bók, - Ólafur handritafræðingur Halldórsson hefur fest á prent að ritun hennar hafi hafist árið 1387, fyrir sex öldum og ári betur. Frá því að Jón í Flatey gaf Brynjólfi biskupi telst hinsvegar 341 ár. Eftir þetta gengu gestir í litlum hópum í húsið og lituðust um, - auk Flateyjarbókarljósritsins eru í bókhlöðunni nokkrar bækur úr safni Framfarastofnunarinnar í gömlum hillum, og gestir gengu raunar ekki síður kringum húsið og luku lofsorði á verkið. Einsog ljóst má vera af lýsing- unni um ásigkomulag hússins þegar hafist var handa fyrir níu árum er margt algerlega nýtt í bókhlöðunni, en um flest stuðst við fyrirmyndir. Til dæmis var nógu mikið eftir af dyraumbún- aðinum gamla til þess að gera nokkuð nákvæma eftirmynd, og upprunaleg hurð fannst líka - Árið 1979, fyrir endursmíðina hún var nýtt sem lok á brunn vest- ar á eynni og því hægt að smíðsa aðra eins, - en um skraut kring- um glugga varð að giska á og nota fyrirmyndir frá byggingartíman- um. Smiður bókhlöðunnar er ekki þekktur, þannig að ekki verður skyggnst til annarra verka hans. Við þessa endurgerðarsögu alla koma fleiri en frá verði sagt hér, enda ekki brýn þörf á, vegna þess að eftir ræðuhöld var kynntur bæklingur myndarlegur um bókhlöðuna, sögu hennar og endurreisn, og gefur Minjavernd út, - „Minjavernd 1“ stendur framaná honum, sem skuldbind- ur um frekari útgáfu. En þegar flestir athafnargesta voru lagðir af stað niðrí plássið í Flatey tókst útsendurum Þjóð- viljans að stilla upp þeim fjórum sem eiga helstan hlut að máli: Þorsteini Bergssyni, Hjörleifi Stefánssyni, Ingunni Jakobsdótt- ur og Guðmundi P. Ólafssyni, - og eftir það afhenti Þorsteinn, stjórnandi verksins, bókaverðin- um Ingunni lykla að bókhlöð- unni. Bókhlaða Framfarastofnunar- innar er hér eftir einn af áningar- stöðum ferðamanna sem til Flat- eyjar koma, merkilegt hús vegna byggingarlistar og Islandssögu, og kannski ekkert síður fyrir endurreisnarsöguna sjálfa. Að lokum er rétt að benda á að samgöngubætur breyta veröld- inni. Sá sem hér skrifar hefur alltaf talið að Flatey hlyti að kosta langa ferð og stranga og maður yrði kannski einsog útúr kú nema að vera einn af þeim sem þar eiga í seli. í fyrstu ferð sinni í eyjuna um síðustu helgi komst blekberi hinsvegar að því að hann getur farið oftar. Rúta sem lagði upp frá miðbæ Reykjavíkur um níuleytið kom til Stykkishólms um hádegi, og með spíttferju Eyjaferða tekur skemmtisigling útí Flatey aðeins klukkutíma. Og þar er hvortheldur hægt að taka ferjuna heim seinna eða gista, annaðhvort á tjaldstæðinu eða í svefnpokaplássi hjá þeim á veitingastofunni Vogi. Endurreisn bókhlöðunnar er þannig - kannski óvart - orðinn hluti af ferðamannauppbyggingu á Flatey, - og þarmeð í Breiða- firði, og sá sem kemur ti! Flat- eyjar í veðri einsog um helgina sannfærist um að í ferðamennsku á þetta hérað sér mikla framtíð. Framlag fjár og vinnu til bók- hlöðu Framfarastofnunarinnar í Flatey er því í einu hylling fortíð- ar og skref til framtíðar. Hafi verkamenn þökk. Bókhlaðan nú (úr bæklingl Minjaverndar) Fyrir viðgerð Skein í ryðgaðar jámplötur Ferst okkur að hneykslast áþeim áum sem brúkuðu handritin ísnið? í bæklingnum um Flateyjar- bókhlöðu lýsa þeir Hjörleifur Stefánsson og Þorsteinn Bergsson bókhlöðunni áður en haflst var handa um viðgerð. Sú lýsing á við fleiri merk hús hérlend, - þau sem enn eru órifln, og vekur um það spurningar hvort við sem nú lifum lok tuttugustu aldar varð- veitum menningararf okkar mikið skár en það fólk sem í ves- öld reif handrit forn í klæðasnið eða hafði í hlífar utanum ærbæk- ur. Þeim félögum segist svo frá: „Bókhlaðan er lítið timburhús, rétthymt að grunnfleti, 475 sm á lengd og 343 sm á breidd að inn- anmáli. Lofthæð er 219 sm og þar uppi yfir geymsluloft. Dyr eru á vesturgafli og tveir gluggar á hvorri langhlið. Gluggi er einnig á vesturgafli yfir dyrum. Þegar hafist var handa um endurbætur á bókhlöðunni hafði hún staðið lengi ónotuð og án umhirðu. Á þaki hennar var ryðgað bárujárn, sem neglt hafði verið á gamla skarsúðarklæðn- ingu. Rennisúð eða reisifjöl var ekki á þakinu, en greinileg um- merki á skarsúðinni eftir hana. Skarsúðin var fúin á köflum á suðurhlið þaksins en sperrur vom óskemmdar. Veggir hússins voru klæddir lóðréttum borðum, ým- iss konar gömlum samtíningi, en á köflum var upphaflega klæðni- ngin þó enn. Á borðin voru negldar sléttar járnplötur og veggirnir síðan múrhúðaðir á vír- net. Múrhúðin var á köflum fallin af og skein í ryðgaðar járnplötur. Borðaklæðning veggjanna var svo fúin að ekki var talin ástæða til að endurnota hana. Veggja- grind var nokkuð fúin á suður- og vesturhliðum en norður- og austurveggir nánast óskemmdir. Gluggum hússins hafði verið breytt frá fyrstu gerð þeirra, enm fjöldi, stærð og staðsetning hald- ist óbrengluð. Leifar gömlu glugganna fundust á lofti bók- hlöðunnar en hvorki fundust um- merki né leifar af ytri umbúnaði glugganna, þ.e. gluggafaldi eða vatnsfjöl. Fyrir dyrum hússins var hurð- arræksni af óþekktum uppruna, en umhverfis dyrnar var skraut-j legur búnaður sem verið hafði þar frá fyrstu tíð, flatsúlur með útskornum súluhöfðum og lóð- réttum rásum á súluskafti. Að innan var húsið lítið skemmt. Veggir voru þiljaðir sléttri, lóðréttri súð, sem felld var til endanna í lárétt bönd við loft, gólf og gluggakistu. Gólfborð voru heil og lítið slitin en gólfbit- ar ónýtir.“ Fjóriraf frumkvöðlunum við bókhlöðuna endurreista: Þorsteinn Bergsson, Guð mundur P. Ólafsson, Ingunn Jakobsdóttir og Hjörleifur Stefánsson. (Myndir: LV). Lítið hús — langur tími Þorsteinn Bergsson: Langur verktími sýnir ástandið. Viðgerð samkomuhússins nœsta verkefni Minjaverndar, —viðrœður hafnar við ferðafrömuði um samvinnu Þetta kom nú þannig til að maður var þarna öðru hvoru, helst á sumrin auðvitað, og Ing- unn var þarna bókavörður, og við Ingunn og Guðmundur fórum að hyggja að bókhlöðunni og þótti þetta snjallt verk að ráðast í, sagði Þorsteinn Bergsson við Þjóðviljann um upphaf bók- hlöðusmíði hinnar síðari. -Það var reyndar Hörður Ág- ústsson sem fyrst hvatti til þess að bókhlaðan yrði endurreist í grein í Birtingi á sjöunda áratugnum. -Við fengum svo styrk til efn- iskaupa frá húsafriðunarnefnd og úr Þjóðhátíðarsjóði og byrjuðum með fleirum, sérstaklega Hjör- leifi Stefánssyni, að sýsla við þetta, aðallega eitt sumar, 1980. Þá náðum við að setja gluggana í og klæða útveggi, en allir listar voru ófrágengnir og umbúnaður, og allt þakið var eftir. Síðan lá þetta niðri að mestu þangað til fyrir tveimur árum að Minja- vernd tók þetta að sér með samn- ingi við hreppsnefndina. -Ég gæti trúað að í þessu sé alls svona hálfs árs vinna tveggja manna, en um fjárhagshliðina er erfiðara að segja. Reyndar er þetta ákaflega lítið hús, og hvað það er lítið og hvað þetta hefur tekið langan tíma sýnir glöggt hvernig þessi mál standa hérna ennþá, sagði Þorsteinn, sem nú er reyndar framkvæmdastjóri Minjaverndar og tengir þannig saman áhugamennsku og opin- berara frumkvæði. Minjavernd er stofnun orðin til á Bernhöftstorfunni, og á sér að- standendur í Torfusamtökunum, Þjóðminjasafninu og fjármála- ráðuneytinu. Tekjur renna frá leigu húsanna á Bernhöftstorfu, og er bókhlaðan í Flatey fyrsta fullbúna verkefni Minjaverndar, Torfuverkum er sem kunnugt er ekki alveg lokið enn. Nú vinna Minjaverndarmenn að viðgerð og endurbótum á Staðarkirkju í Steingrímsfirði, Löngubúð á Djúpavogi, gamla íbúðarhúsinu í Ögri við Djúp, —og skömmu áður en hrepparnir í Barðastrandar- sýslu sameinuðust í einn var gerð- ur samningur Minjaverndar og Flateyjarhrepps um viðgerð pakkhúsanna og gamla sam- komuhússins í eynni. -Þessi hús hafa auðvitað ekki sama menningarsögulega gildi og bókhlaðan, en skipta miklu máli fyrir yfirbragð gamla plássins í eynni, sagði Þorsteinn. -Við erum rétt að byrja að velta fyrir okkur hvernig best sé að vinna þetta, og erum í könnunarvið- ræðum við þá sem fremstir standa í ferðamálum í héraðinu. Með því erum við að hugsa um að koma húsinu í not þannig að það svari þörfum, og um fjármögnun auðvitað líka. -m Hlýtt á smíðalýsinguna. Að baki til vinstri sést í strompinn á Flateyjarkirkju. Flateyjarbókhlaðan Elsta bókasafnið Bókhlaðan er lítið hús, einsog vel sést á sólskininu innum opnar dy i á myndinni. Innanmálið er 4,75 x 3,43 metrar. Bókhlaða Framfarastofnunar- innar frá 1864 er næstelsta bóka- safnshús hérlendis, tveim árum eldri en Iþaka Menntaskólans í Reykjavík, sem reist var fyrir enskt gjafafé 1866, og þrettán árum yngri en bókhiaða norður- amtsins, sem enn er til í mjög breyttri mynd sem íbúðarhúsið Aðalstræti 40 á Akureyri. Bókhlaðan er elst þeirra bóka- safnshúsa íslenskra sem enn geyma bækur. Saga bókhlöð- unnar hefst raunar á upplýsingar- öld: árið 1801 stofnuðu þrír menn „Lestrarfélag þarflegra danskra bóka“ í Barðastrandarsýslu, og eignaðist þetta félag í breyttu formi talsvert bóka. Félagið logn- aðist útaf en bækur þess lentu flestar að lokum hjá Framfarast- ofnun Flateyjar, sem séra Ólafur Sívertsen og Jóhann Friðrika kona hans ákváðu að koma á fót á brúðkaupsdaginn sinn 1820, og fékk fæðingarvottorð hjá kóngi 1834. Safnið var geymt á kirkjuloft- inu, sem smám saman varð óvið- unandi, og fjórum árum eftir að Ólafur lést beitti Brynjólfur Ben- edictsen kaupmaður sér fyrir bókhlöðubyggingunni, og mun hafa kostað húsið að meirihluta úr eigin vasa. Flatey átti sitt blómaskeið og varð síðan að fámennri og af- skekktri sveit, - og árið 1969 á- kvað stjórn Framfarastofnunar- innar að fela Landsbókasafni vörslu bóka sinna að meginhluta, og allt handritasafnið til eignar. Með endurreisn bókhlöðunnar verða hinsvegar til nýir kostir um varðveislu eða sýningar einstakra gripa í Flatey sjálfri, og hafði landsbókavörður þarum góð orð í ávarpi sínu á laugardag, því sem hér er einkum við stuðst. Ólafur Sívertsen Brynjólfur Benediktssen Þór Magnússon ráðgast við Lúðvík Kristjánsson um staðhætti á Breiðafirði 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlövlkudagur 10. ágúst 1988 Mlðvikudagur 10. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - .jA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.