Þjóðviljinn - 10.08.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 10.08.1988, Blaðsíða 11
IÞROTTIR I kvöld Mjólkurbikarkeppnin, undanúrslit: kl. 20.00 Leiftur-ÍBK kl. 20.00 Víkingur-Valur Bikarkeppnl kvenna, undanúrslit: kl. 19.00 Stjarnan-ÍA 4.d. kl. 20.00 Skotfélag-Árvakur 4.d. kl. 20.00 Snæfell-Ernir 4.d. kl. 20.00 Efling-Kormákur 4.d. kl. 20.00 Æskan-HSÞ b 4.d. kl. 20.00 Vaskur-íþr. Neisti Fótbolti Valsstúlkur í úrslit fimmta árið i roð Sigruðu KR 3-0 Fyrri undanúrslitaleikurinn í bikarkeppni kvenna var háður í gær og sigruðu þá Valsstúlkur KR-inga með þremur mörkum gegn engu. Asamt því að vera langefstar í 1. deildinni eru Vals- stúlkur nú komnar í úrslit bikar- keppninnar og er þetta fimmta árið í röð sem það tekst hjá þcim. Valur byrjaði leikinn af mikl- um krafti og strax á 1. mínútu komst Bryndís Valsdóttir inn fyrir vörn KR-inga en skaut fram- hjá í opnu færi. Þær héldu áfram að sækja og þegar um 17 mínútur voru liðnar af leiknum skoruðu þær fyrsta markið. Ingibjörg Jónsdóttir dró þá varnarmenn KR-inga og markvörðinn líka til sín alveg út við vítateigshorn, sendi boltann svo fyrir markið þar sem Magnea Magnúsdóttir skoraði auðveldlega í autt mark- ið. Aðeins fimm mínútum síðar bættu þær við öðru marki. Magn- ea átti þá fast skot að marki en markvörður KR-inga hélt ekki boltanum og Bryndís Valsdóttir fylgdi vel á eftir og skoraði. Eftir þetta jafnaðist leikurinn töluvert og KR-stúlkur komu meira inn í leikinn. Helena Óm- arsdóttir komst m.a. ein inn fyrir vöm Vals en Sigrún Norðfjörð bjargaði vel með úthlaupi. Þegar um fimm mínútur voru til leikhlés skoruðu Valssúlkur síðan sitt þriðja mark og gerðu þar með út um leikinn. Cora Barker einlék þá skemmtilega upp völlinn og skoraði sjálf með góðu skoti. Valsarar voru áfram sterkari aðilinn í síðari hálfleik þótt þeim tækist ekki að bæta við mörkum. KR, sem hefur verið helsti keppi- nautur Vals í deildarkeppninni, er því úr Ieik en Valur mætir sig- urvegara úr viðureign Stjörnunn- ar og ÍA sem fram fer í kvöld. -kb/þóm Sigurður Sveinsson skoraði þrjú mörk með þrumuskotum í leiknum við Frakká í gær. Handbolti Frakkar ratuðu Islendinga í fyrri hálfleik Preytt lið Islendinga steinláfyrir Frökkum sem eru B-þjóð í faginu íslendingar máttu þola tap fyrir Frökkum, 22-20, í landsleik þjóðanna í gær. Frakkar eru mun lægra skrifaðir á handknatt- leikssviðinu og eru nú að hefja undirbúning sinn fyrir B- keppnina á næsta ári. Það má segja að Frakkar hafi veitt íslend- ingum rothögg í fyrri hálfleik og náðu þeir þá sex marka forskoti. Þreytt lið Islendinga, eftir erfiða keppni á Spáni, náði sér aldrei verulega á strik í leiknum. Frakkamir skomðu fyrsta markið en Kristján Arason svar- aði að bragði. Síðan var jafnt 2-2 og 3-3 en þá komu þrjú mörk í röð frá heimamönnum, 6-3, og verst var það 11-5. íslendingar náðu aðeins að minnka muninn fyrir leikhlé en þá var staðan 12-9. Alfreð Gíslason skoraði strax í upphafi síðari hálfleiks og var munurinn þá aðeins tvö mörk. Þá fór allt í baklás aftur og Frakkar juku forskotið í 15-10. Þá skoraði Sigurður Sveinsson úr vítakasti en mörk víti höfðu farið forgörð- um í leiknum. Það dugði ekki til og Frakkar höfðu yfirhöndina til leiksloka. Lokatölur urðu síðan 22-20 sem áður sagði. Það er ekki annað hægt en að vera óánægður með þessi úrslit í gær. Frakkar eru hreinlega mun lakari þjóð í handbolta og ef við ætlum að halda okkur sem A- þjóð þá er það lágmarkskrafa að vinna allar B-þjóðir. Að vísu eru Vestur-Þjóðverjar B-þjóð en þeir eru undantekning frá regl- unni. Hins vegar er íslenska liðið vafalaust mjög þreytt núna eftir gífurlega erfiða keppni á Spáni þar sem sterkustu þjóðir heims áttust við. Þeir fengu nánast enga hvíld fyrir þennan leik vegna fer- ða á milli staða og því þreytan augljós. En breiddin í íslenska liðinu þarf að vera það mikil að lið eins og það franska verði lagt að velli. Mörk íslands: Alfreð Gíslason 3, Kristján Arason 3, Sigurður Sveinsson 3, Guðmundur Guð- mundsson 2, Karl Þráinsson 2, Páll Ólafsson 2, Sigurður Gunn- arsson 2, Þorgils Óttar Mathiesen 2 og Júlíus Jónasson 1. -þóm Breiðablik sigraði í báðum flokkum Yngstu stúlkurnar áttust við í Kópavoginum um síðustu helgi Breiðablik gekk um helgina til samvinnu við Gull & silfur um knattspyrnumót í yngstu aldurs- flokkum stúlkna, 3. og 4. flokki. Sextán félög tóku þátt í 3. flokks keppninni en fjögur í 4. flokki. Fóru gestgjafarnir vel út úr keppninni því þeir unnu í báðum flokkunum auk þess að eiga bestu og markahæstu leikmenn kepp- ninnar. í þriðja flokki lék Breiðablik til úrslita við KR og sigraði 1-0. Um þriðja sætið léku Valur og ÍBK og lauk leiknum með sigri Vals, 4-2. Unnur María Þorvaldsdóttir, Breiðabliki, var valin besti leik-1 maður flokksins en Hrafnhildur' Gunnlaugsdóttir, félagi hennar,1 var markahæst með 13 mörk. Aðeins 4 lið kepptu í 4. flokki og léku allir við alla, tvöföld um- ferð. Breiðablik hlaut 11 stig, ÍA 9, Grindavík 4 og Haukar ekkert stig. Besti leikmaður flokksins var valin Katrín Jónsdóttir og var hún jafnframt markahæst með 24 mörk. -þóm Fótbolti Archibald til Wbemían „Hibs var ákveðnara en Liverpool“, segirArchibald Steve Archibald, Skotinn hjá Barcelona, er nú floginn til síns heima, nánar tiltekið til Hiberni- an í Skotlandi. Johan Cruyff, nú- verandi framkvæmdastjóri hjá Barcelona, kærði sig ekkert um Archibald í liði sínu og fékk sá síðarnefndi 250 þúsund pund í sinn hlut fyrir að fara hið fyrsta frá liðinu. Hann á nefnilega tvö ár eftir af samningi sínum hjá Katal- óníuliðinu. Englandsmeistarar Liverpool voru einnig á höttunum eftir Arc- hibald en Hibernian sýndi meiri áhuga og varð því fyrir valinu. Það er að vísu heldur ólíklegt að Archibald ætti möguleika á að komast í lið hjá Mersey-liðinu og hefur það eflaust haft áhrif á ákvörðun hans. Archibald, sem verður 32 ára í næsta mánuði, leikur nú í skosku úrvalsdeildinni á ný eftir átta ára fjarveru en hann fór frá Aberdeen til Totten- ham á sínum tíma fyrir 800 þús- und pund. Keppnistímabilið í Skotlandi hefst á laugardaginn kemur en Archibald verður varla í liði Hi- bemian vegna þess að liðið er enn að bíða eftir formlegum félags- skiptum frá Spáni. Þá hefur kem- pan ekkert æft í langan tíma og er að sjálfsögðu ekki í neinni leikæf- ingu. -þóm Úrslit Áugnablik-Ægir............6-4 Ármann-Skallagrímur.......4-0 Hveragerði-Fyrirtak.......4-0 Mlðvlkudagur 10. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.