Þjóðviljinn - 11.08.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.08.1988, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 11. ágúst 1988 179. tölublað 53. órgangur Verkafólk nir tutlugufaldasl Tilkynningum tilfélagsmálaráðuneytisfjölgað úr30 Í600. ÓskarHallgrímsson: Ástœða til að œtla aðfleiri uppsagnir séu á leiðinni Samkvæmt bráðabirgðatölum félagsmálaráðuneytisins hefur 600 manns verið sagt upp störfum síðastliðna tvo mánuði. En fyrir- tækjum ber að senda ráðuneytinu tilkynningu þegar fjórum eða fleirum er sagt upp. Þetta er tutt- uguföldun frá því á sama tíma í fyrra þegar innan við 30 manns var sagt upp. Margt bendir til að fjöldi fyrirtækja bíði með upp- sagnir þangað »til efnahagsað- gerðir ríkisstjórnarinnar líta dagsins ljós. Óskar Hallgrímsson hjá fé- lagsmálaráðuneytinu sagði á- standið nú vera mjög ólíkt því sem var í fyrra. Þá hefðu menn verið að safna tíl sín fóiki. í þeím uppsögnum sem nú gengju yfir vægi fiskvinnslan þungt. Af þeim tæplega 600 manns sem ráðu- neytinu hefðu borist tilkynningar um væru 190 manns hjá Meitlin- um í Þorlákshöfn og Flugleiðir hefðu fækkað stöðugildum hjá sér um 150-200 þótt öllu því fólki hefði ekki verið sagt upp. Óskar sagði ástæðu til að ætla að fleiri uppsagnir gætu verið væntanlegar úr fiskiðnaðinum; MeítiIIinn væri ekki eina fyrir- tækið í rekstrarerfiðleikum. Hann hefði það á tilfinningunni að fyrirtækin biðu átekta eftir efnahagsaðgerðum ríkisstjórnar- innar og þær gætu haft áhrif á það hvort skriðan færi af stað. Eftir síðustu kjarasamninga gætu fyrir- tækin sent fólk heim og lagt framleiðsluna niður án þess að segja því upp, og fengið sem sam- svarar atvinnuleysisbótum frá at- vinnutryggingarsjóði. Fyrirtækin borguðu síðan sjálf fólkinu mis- muninn uppað því kaupi sem það væri á hjá fyrirtækinu. Þetta hefðu fyrirtækin ekki getað gert yfir sumarmánuðina í fyrra. Nanna Christiansen hjá at- vinnumiðluninni Ábendi sagði Þjóðviljanum að eftirspurnin eftir vinnuafli væri miklu minni en í fyrra. Þá væri einnig munur á þeim launum sem væru í boði. í fyrra hefði ríkt hálfgert æði þar sem atvinnurekendur börðust um vinnuaflið. Nanna sagðí umsækj- endur um vinnu vera fleiri en í fyrra; um 200 manns leituðu til Ábendis í hverjum mánuði. Efnahagsráðstafanir Forstjórar áfullu Á meðan Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra ræddi um veðrið við Ronald Reagan Bandaríkja- forseta sat forstjóranetnd ríkis- stjórnarinnar á rökstólum í Rúg- brauðsgerðinni um vanda útflutnings- og samkeppnisfyrir- tækja. Forstjóranefndin fundar tvisv- ar á dag og mun skila niðurstöðu um líkt leyti og forsætisráðherra kemur aftur til landsins. Að sögn Víglundar Þorsteins- sonar forstjóra er nefndin enn að skoða stærð vandans og ekki hef- ur verið ákveðið hvaða stefna verður tekin í úrræðunum, en nefndinni er ætlað að koma með úrræði sem ekki eru verðbólgu- hvetjandi. „Það er ekki léttur leikur," sagði Víglundur. Steingrímur Hermannsson er einnig með eigin nefnd að störf- um á meðan beðið er eftir verk- stjóra ríkisstjórnarinnar. Hann segist hafa hug á að kalla fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar á sinn fund til samráðs. Sjá síðu 3 Forstjóranefndin að störfum klukkan 16 ígær. Frá vinstri: Víglundur Þorsteinsson forstjóri, Jón Sigurðsson forstjóri, Ágúst Einarsson forstjóri, Einar Oddur Kristjánsson framkvæmdastjóri og formaður nefndarinnar, Guðjón B. Ólafsson forstjóri, Olafur ísleifsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjómarinnar, og Eyjólfur Sigurðsson endurskoðandi. Mynd Ari. ,Vaxtafrelsið(( Kenningamar hmndar Vaxtastefnan eykur sífellt á óréttlœti og mismunun ísamfélaginu Kreddan um vaxtafrelsið og hömlulausar hækkanir á raun- vöxtum hefur skapað margvíslegt ranglæti og mismunun í þjóðfé- laginu og vaxtastefna ríkisstjórn- arinnar er orðin ein helsta orsök verðbólguþróunarinnar í land- inu, segir Ólafur Ragnar Gríms- son m.a. í grein um vaxtaokrið í blaðinu í dag. Ólafur bendir á að þær kenn- ingar varðhunda frjálsrar vax- tastefnu, að slíkt frelsi myndi örva sparnað, draga úr óhag- kvæmri fjárfestingu, eyða mis- munun og misbeitingu valds, gera bankakerfið hagkvæmara og stuðla að hjöðnun verðbólgu, séu allar falskar eins og þróunin hef- ur sýnt fram á. Þjóðhagslegur sparnaður hef- ur minnkað, óráðsían heldur áfram, mismunun er gífurleg, vaxtamunurinn aldrei meiri og vaxtafrelsið ein helsta orsök verðbólgunnar. r Sjásíðu5 Fiskvinnslan Stefnir í fjöldalokanir Verðlœkkanir á erlendum mörkuðum. Viðvarandi óðaverðbólga innanlands ásamtmiklum fjármagnskostnaði Fiskvinnslumenn óttast að að- gerðaleysi stjórnvalda til að rétta við hag útfíutningsgreinarinnar muni leiða til fjöldalokana með haustinu samfara atvinnuleysi hjá fiskvinnslufólki sem myndi þýða allsherjarkreppu í mörgum ef ekki öllum sjávarplássum landsins. Traustustu sjávarútvegsfyrir- tæki landsins til skamms tíma eru á vonarvöl hjá bönkum og opin- berum sjóðum og lánastofnanir eru þegar farnar að gera ráðstaf- anir til að koma í veg fyrir frekari fyrirgreiðslu til handa vinnslunni vegna mikilla skulda. Sjá síðu 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.