Þjóðviljinn - 11.08.1988, Page 2

Þjóðviljinn - 11.08.1988, Page 2
FRETTIR Orkuverð Allir hafa lækkað nema Hitaveita Reykjavíkur Olíuverð nú aðeinsþriðjungur afþvísem var á árunum 1982 og 1983. Orkuverð til hitunar, heimilisnota og atvinnurekstrar lœgra en áðurá þessum áratug Orkuverð til hitunar, almennra heimilisnota og atvinnu- rekstrar á föstu verðlagi miðað við vísitölu framfærslukostnaðar er nú almennt lægra en verið hef- ur áður á þessum áratug. Eina undantekningin frá þessu eru taxtar Hitaveitu Reykjavíkur en á árunum 1980-1982 var hitaveitut- axtinn um 25% ódýrari en á slð- ustu árum. Þetta er niðurstöður út- reikninga Orkustofnunar á þróun orkuverðs hér innanlands á und- anförnum árum. Prátt fyrir þessa raunlækkun á innlendri orku er samkeppnisstaða þeirra orku- linda nú lakari en um miðjan ára- tuginn vegna mikillar verðlækk- unar á olíu á síðustu árum. Þann- ig kostar olíulítrinn í dag aðeins þriðjung af því sem hann kostaði á árunum 1982 og 1983 í síðustu olíukreppunni. í verðúttekt Orkustofnunar kemur einnig fram að allt fram á þetta ár hefur verið ódýrara að hita húsnæði með rafmagni en olíu en á fyrri hluta ársins var olíukynding að meðaltali lítið eitt ódýrari en Orkustofnun spáir því að kostnaður við hitun íbúðar- húsnæðis á síðari hluta þessa árs verði svipaður hvort heldur not- uð er raforka eða olía. Pá gerir Orkustofnun ráð fyrir að útgjöld heimila til kaupa á raf- magni frá Rafmagnsveitum ríkis- ins til hitunar og almennra nota verði svipuð á þessu ári og á árun- um 1986 og 1987 og mun lægri en á öðrum árum á þessum áratug. Raforkuverð til fyrirtækja samkvæmt afltaxta verði svipað á þessu ári og f byrjun áratugarins en á árunum 1983 og 1984 var verðið á þessum töxtum um 50% hærra en það er nú. Hvíta húsið Vinsamlegur fundur Fjármagnskostnaður Ríkisskipa vegna endurnýjunar flotans hefur verið mikill og fyrirtækinu fjötur um fót. Ríkisendurskoðun segir halla Ríkisskipa vera V2 miljarð. Mynd:E.ÓI. Ríkisskip Porsteinn: Reagan elskulegur maður. Bjartsýnni áfrið og afvopnun Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra og Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti áttu nær þriggja klukkustunda fund í Hvíta húsinu í Washington í gær. Að afloknum fundinum sagði Þorsteinn í samtali við frétta- mann útvarps að fundurinn hefði verið vinsamlegur og Reagan væri elskulegur maður í viðmóti og áhrifamikill. Ekkert var rætt á fundi þeirra um hernaðarframkvæmdir hér á landi að sögn Þorsteins en Reag- an lýsti fýrir forsætisráðherra við- ræðum sínum við Gorbatsjov Sovétleiðtoga um afvopnunarm- ál. Sagðist Þorsteinn vera bjartsýnni á friðarhorfur og af- vopnun eftir skýrslu forsetans. Þá lýsti Bandaríkjaforseti því yfir í gær að hann væri ánægður með samning Bandarikjanna við ísiensk stjórnvöld um hvalveiðar og sæi enga ástæðu til að breyta þeim samningi. Vandi upp á hálfan miljarð Ríkisendurskoðun og Ríkisskip sammála um eðli vandans. Ágreiningur um einstök atriði. Stjórnvöld sofið á verðinum Forráðamenn Ríkisskipa eru í grundvallaratriðum sammála Ríkisendurskoðun um orsakir rekstrarvanda Ríkisskipa en hafa þó gert athugasemdir við einstök atriði sem þeim fínnst ekki koma nægilega skýrt fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. í athuga- semdum Ríkisskipa segir að Ríkisendurskoðun blandi saman fjárhæðum á mismunandi verð- lagi og þess vegna gefi saman- burður á áætlunum og reiknings- niðurstöðu ekki alveg rétta mynd. Halldór V. Sigurðsson hjá Ríkisendurskoðun sagði Þjóð- viljanum að hallinn á Ríkis- skipum væri um Vi miljarður. Al- þingi hefði ekki tekið á þessum vanda en afar brýnt væri að tekið yrði á honum á næstu fjárlögum. í skýrslu Ríkisendurskoðunar er sagt að dráttarvextir af van- skilum við Ríkisábyrgðarsjóð hafi aldrei verið teknir með við fjárlagagerðina. En Guðmundur Einarsson forstjóri Ríkisskipa sagði Þjóðviljanum að þegar þetta hefði verið rætt við Fjárlaga- og hagsýslustofnun og fjárveitinganefnd, hefðu þessir aðilar ekki treyst sér til að leysa þessi mál án tilmæla frá samgönguráðherra. Þetta væri sérvandamál sem samgöngu- ráðherra og fjármálaráðherra þyrftu að leysa. Ríkisskip hefðu greint samgönguráðherra frá þessum vanda strax 1985. Ríkisendurskoðun telur að ekki verði lengur vikist undan því að tekið verði á fjárhagsvanda Rikisskipa: „Stofnunin leggur áherslu á, að við fjárlagagerð fyrir árið 1989, liggi fyrir tillögur til lausnar vandans,“ segir í skýrslunni. Undir þetta sjónar- mið taka forráðamenn Ríkis- skipa þrátt fyrir að þeir séu ekki alls háttar sáttir við framsetningu Ríkisendurskoðunar á vandan- um. -hmp Landhelgi Pórsmörk/A Imenningar Afrétturinn ber enga beit Andrés Arnalds hjá Landgrœðslunni: Höfum átt ánægjulega fundi með Eyfellingum. 500 œr eru á svœðinu í sumarfrá 1. júlí til 5. sept. Bændur í Vestur- Eyjafjallasveit gerðu samkomu- lag við Landgræðsluna í vor um að fara aðeins með 500 ær inn á afrétt sinn, Almenninga, í sumar frá 1. júlí til 5. september. Með þessu bráðabirgða samkomulagi hafa bændur komið verulega til móts við óskir okkar um að allt svæðið þ.e. Almenningarnir og Þórsmörkin verði friðuð alfarið fyrir beit, sagði Andrés Arnalds hjá Landgræðslunni. Afrétturinn inn af Þórsmörk- inni er mjög rýr og féð sækir þess vegna beint í kjarrlendið. Eigendur Þórsmerkur og Goða- lands afsöluðu sér beitar- réttindum þar gegn því að svæðið yrði friðað í samningum sem gerðir voru við Skógrækt ríkisins árið 1922. „Þetta tókst því miður aldrei og þegar féð var flest þarna á síðasta áratug, þá voru um 1300 fjár þarna, en þegar við hófum samninga við bændur voru um 900 fjár á svæðinu. Beitin hefur því dregist mikið saman og er yfir mjög takmarkaðan tíma. Tillaga um algjöra friðun náði hins vegar ekki í gegn á almennum sveitar- fundi í vor og við gerðum því þetta bráðabirgðasamkomulag við Eyfellinga. Girðingin sem við settum upp í fyrra nær frá Jökuls- árlóninu og niður á Markarfljóts- aura og kemur að notum við beitarstýringu þarna.“ Aðspurður sagði Andrés um ástandið í Þórsmörkinni að allt of lítið væri vitað um vistfræði ís- lenska birkisins til að geta bent á ástæðurnar. „Það er of lítið vitað og of mikið talað. Þær geta verið mjög margar og samverkandi. En skógurinn í Húsadal er orðinn nokkuð gamali og ég gæti trúað að slíkt skóglendi sé viðkvæmara fyrir áföllum t.d. maðki eða öðru. Annars finnst mér dálítið merkilegt hve illa gengur að hafa stjórn á ágangi tvífætlinganna miðað við það sem okkur hefur gengið með ferfætlingana síðustu ár. Ferðafélag íslands á heiður skilinn fyrir sitt framtak í Langa- dal en svo virðist sem Húsadalur og Básar verði nú fyrir meiri ágangi ferðalanga en áður,“ sagði Andrés Árnalds. -gís. Lesendakönnun Pjóðviljans Utanríkismálanefndkölluð saman Danski utanríkisráðherrann telur ekki talandi við íslendinga um Gerið skil hið fyrsta Þeir áskrifendur Þjóðviljans sem lentu í úrtaki lesendakönn- unar blaðsins og fengu senda spurningalista en hafa enn ekki svarað, eru vinsamlega beðnir að gera skil hið allra fyrsta. Itilefni af þeim ummælum sem utanríkisráðherra Danmerk- ur, Uffe Ellemann Jensen, við- hafði í hádegisfréttatíma Ríkisút- varpsins í gær um að ekki þýddi að ræða landhelgismál við íslend- inga heidur yrði að vísa þeim til Alþjóðadómstólsins í Haag, hefur utanríkismálanefnd Alþingis ver- ið kölluð saman til fundar í dag að kröfu Hjörleifs Guttormssonar alþingismanns. Að sögn Hjörleifs kom það verulega á óvart að danski utan- ríkisráðherrann skyldi taka land- helgismál fslendinga, Grænlend- inga og Norðmanna við Jan May- en upp nú því ekki hefði heyrst stuna né hósti um óútkljáð land- helgismál þjóðanna hvorki frá utanríkisráðuneytinu né Stein- grími Hermannssyni utanríkis- ráðherra. hagslögsöguna út í 200 sjómílur 1976 hafa Danir aldrei viljað viðurkenna Kolbeinsey í norðri né Hvalbak í austri sem grunnlínupunkta. Samkvæmt hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna skal miðað við miðlínu þegar lögsaga tveggja landa skarast og var svo gert og er mið- h'na á miíli Færeyja og Islands og milli íslands og Grænlands. Verði ágreiningur um hvar draga Frá því íslendingar færðu efna- landhelgismál skuli viðkomandi miðlínu, skulu deiluaðilar reyna að finna sam- eiginlega lausn á vandanum, samkvæmt því sem segir í haf- réttarsáttmálanum. En hingað til hafa Danir ekki viljað fallast á sjónarmið íslendinga um fyrr- nefnda grunnlínupunkta. -grh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 11. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.